Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sent­ur. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­lán­um, verða því 5,75%. Ákvörð­unin kom mörgum á óvart, sem spá í spilin á mark­aðn­um. Flestar spár gerðu ráð fyrir því að vöxtum yrði haldið óbreytt­u­m. 

Versn­andi horfur

Ástæða hækk­un­ar­innar eru versn­andi verð­bólgu­horf­ur, meðal ann­ars vegna kjara­samn­inga sem seðla­bank­inn telur ekki vera neina inni­stæðu fyr­ir. Laun muni hækka of hratt miðað við fram­leiðni, og það muni á end­anum auka verð­bólgu úr hófi, og strax í byrjun næsta árs upp fyrir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið. Verð­bólgan mælist nú 1,8 pró­sent, og það sem heldur í henni lífi er hús­næð­islið­ur­inn, það er skörp hækkun hús­næð­is­verðs, einkum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ef sá liður vær ekki inn í verð­bólgu­mæl­ing­um, væri verð­bólgan nú 0,3 pró­sent.

Nú þegar verið er að leysa úr greiðslu­jafn­að­ar­vand­anum vegna slita­búa föllnu bank­anna, í sam­hengi við fram­kvæmd áætl­unar um losun fjár­magns­hafta, eru aug­ljós­lega að teikn­ast upp mikil óvissu­merki. Að mati Seðla­banka Íslands hefur styrk­ing krón­unnar og lækkun á ýmsum hrá­vörum á alþjóða­mörk­uð­um, haldið aftur af verð­bólg­unni að und­an­förnu. Vaxta­mun­ar­við­skipti erlendra fjár­festa, upp á um 40 millj­arða, eru aftur farin að sjást, og hafa þau vafa­lítið átt þátt í styrk­ingu krón­unnar gagn­vart evru. Til þess að mæta þess­ari stöðu hefur Seðla­bank­inn viðrað hug­myndir um skatt á inn­flæði og vaxt­ar­mun­ar­svið­skipti, til að koma í veg fyrir ofris á efn­hagnum og óstöð­ug­leika. Um þetta hefur Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri talað opin­ber­lega, og greini­legt er að það er mat bank­ans að þetta stjórn­tæki þurfi að vera í vopna­búri rík­is­ins og seðla­bank­ans til að berj­ast gegn óstöð­ug­leik­an­um.

Auglýsing

Sem sagt; um leið og unnið er hörðum höndum að því að losa um útflæði fjár­magns er horft til þess að hefta inn­flæð­ið. Leitin að hinu full­komnu jafn­vægi er snú­in.

Þá er seðla­bank­inn einnig far­inn að þrýsta á um að Alþingi banni fyr­ir­tækjum og sveit­ar­fé­lögum að taka lán í erlendri mynt, eða í það minnsta heim­ili seðla­bank­anum að grípa inn í þá þróun ef til­efni þykir til. 

Seðla­bank­inn er illa brenndur af glóru­lausum mis­tökum bank­ans fyrir hrun­ið, þegar lög­spek­ingum bank­ans yfir­s­ást ólög­legur lána­flokkur í banka­kerf­inu, sem nam mörg hund­ruð millj­örðum króna. Það voru geng­is­tryggð lán í krón­um, sem Hæsti­réttur hefur stað­fest að hafi verið ólög­leg lán. Ef helstu lög­spek­ingar bank­ans hefðu áttað sig á þessu þá hefði bank­inn getað gripið inn í, enda hefur hann það lög­bundna hlut­verk að stuðla að fjár­mála­stöð­ug­leika. En því miður átt­uðu þeir sig ekki á þessu, og beittu sér ekki fyrir því að bank­arnir hættu taf­ar­laust að lána geng­is­tryggt í krón­um.

Inn og út

Þá hafa komið fram rann­sóknir að und­an­förnu, sem seðla­banka­stjóri hefur vitnað til, sem styrkja þá skoðun að hag­stjórn í litlum opnum hag­kerfum sé ill­mögu­leg án virk­ari stjórn­tækja, þar á meðal virkri stýr­ingu á fjár­magni inn og út úr hag­kerf­inu. Þetta ætti að gefa fólki, auð­vitað allra helst stjórn­mála­mönn­um, vís­bend­ingar um að fjár­magns­hafta­bú­skap­ur­inn er ekki að fara neitt. 

Mörgum stjórn­mála­mönnum hefur verið tíð­rætt um að losun hafta sé handan horns­ins og að þá komi betri tíð. Ísland er að mörgu leyti með öfunds­verða stöðu miðað við margar aðrar þjóð­ir, ekki síst vegna sterkra inn­viða og auð­linda sem gefa vel af sér. Þar er íslensk nátt­úra fremst í flokki þessi miss­er­in, í gegnum ferða­þjón­ust­una.

Ekk­ert bendir samt til þess að stjórn­mála­menn sjái ástæðu til þess að breyta lögum um pen­inga­stefn­una eða yfir­höfuð að velta því fyrir sér, hvernig Ísland geti und­ir­byggt eðli­legan alþjóð­legan mark­aðs­bú­skap sem opni tæki­færi fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Það eru mikil von­brigði að hávaxtaum­hverfi mik­illa sveiflna sé lausnin sem stjórn­mála­menn­irnir sem stýra ferð­inni leggja fram fyrir fólk­ið. Unga fólkið mót­mælir reyndar kröft­ug­lega þegar tæki­færi gefast, eins og sást á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins á dög­un­um, en það virð­ist ekki vera nóg eða ná eyrum þeirra sem eru við stýr­ið. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None