Þegar njósnari er handtekinn í Austur Asíu

 Kim Hyon-hui.
Kim Hyon-hui.
Auglýsing

Nýlega lauk þrí­hliða ­leið­toga­fundi Suður Kóreu, Japan og Kína í Seúl. Leið­togar ríkj­anna ­þriggja lýstu því yfir að þíða væri komin í sam­skipti þeirra eftir þriggja ára ­frost. Ófáum frétta­skýrendum þótti að fyrsti kven­for­seti Suður Kóreu, Park­ ­Geun-hye, ætti heið­ur­inn að bættum sam­skiptum á fund­in­um. Kjarn­orku­á­ætl­un Norður Kóreu var efst á lista í umræðum um örygg­is­mál. Jap­anir eru óhagg­an­leg­ir í því máli. 

Afstaða þeirra þar á sér sér­staka for­sögu.

Hvernig er að gleypa blá­sýru­töflu?

Lík­lega hafa fæstir ímynd­að ­sér hvernig það er að gleypa blá­sýru­töflu og binda enda á lífið í einu vet­fang­i. Þann 1. des­em­ber árið 1987 gerði ung kóresk kona það eftir að hafa ver­ið ­stöðvuð á flug­vell­inum í Bahrein. Hún hét Kim Hyon-hui og lifð­i ­sjálfs­morð­stil­raun­ina af. Í kjöl­farið átti hún eftir að svipta hul­unni af njósn­a­sög­u ­sem er lyg­inni lík­ust. Upp­ljóstr­unin varð hluti af milli­ríkja­deilu milli Jap­ans og Norður Kóreu sem enn er óleyst.

Auglýsing

Til að skilja deil­una þurf­um við að flakka nokkra ára­tugi aftur í tíma, undir lok Kalda stríðs­ins.

Rekja má sög­una aftur til­ nóv­em­ber árið 1977. Þá var Megumi Yokata, japönsk 13 ára stúlka, á leið heim úr ­skóla í hafn­ar­borg­inni Nii­gata. Hún gekk með vin­konu sinni hluta úr leið og í námunda við afgirtan leik­völl kvödd­ust þær. Það var í síð­asta skipti sem Megumi sást það kvöld­ið. Móðir hennar Sakie og bræður hennar tveir leit­uðu fram á nótt. Hvarf hennar var til­kynnt og lög­reglan leit­aði hennar í margar vikur en án árang­ur­s. Vik­urnar urðu að árum og árin að ára­tug­um.

Tutt­ugu árum síð­ar­ ­bank­aði jap­anskur blaða­maður upp á hjá for­eldrum Megumi. Hann tjáði þeim að dóttur þeirra hefði verið rænt af Norður kóreskum leyni­þjón­ustu­mönn­um. Þeir fóru með hana í bát og sigldu til Norður Kóreu. Sagan segir að Megumi hafi streist svo mjög á móti að hún hafi verið alblóðug þegar á áfanga­stað var kom­ið. Hún klór­að­i í skips­skrokk­inn alla leið­ina.

Örlög í það minnsta sautján jap­anskra rík­is­borg­ara á árunum 1977 til 1983 voru svip­uð. Aðferðir Norð­ur­ kóresku leyni­þjón­ust­unnar voru ein­faldar og illsk­eitt­ar. Dul­búið fiski­skip sigld­i ­upp að ströndum Jap­an. Kaf­arar fóru í land og gripu fórn­ar­lömb­in, stundum af handa­hófi, og gúmbátur frá skip­inu kom snöggt að til að sækja flokk­inn. Gísl­arnir voru yfir­leitt sendir í njósn­a­skóla í Norður Kóreu til að kenna japönsku eða látnir gift­ast japönskum komm­ún­istum sem höfðu gengið Norð­ur­ kóreskum stjórn­völdum á hönd. Vit­neskjan um japönsku gísl­anna var óstað­fest þar til Kim Hyon-hui var tekin hönd­um.

Dramat­ískar kring­um­stæður

Kring­um­stæður hand­töku hinnar kóresku Kim voru ekki síður dramat­ísk­ari en hvarf Megumi Yokata. Þann 29. nóv­em­ber árið 1987 var Boeing 707 vél Suður kóreska flug­fé­lags­ins Kor­ean Air í löngu áætlund­ar­flugi með við­komu í Bag­hdad, Abu Dhabi, Bang­kok og heim aftur til Seúl. Kim Hyon-hui var 25 ára gömul þegar hún gekk um borð í vél­ina í Bag­hdad ásamt sam­starfs­manni sín­um. Þau voru voru með fölsuð japönsk vega­bréf og þótt­ust vera feðgin á ferða­lagi. Sprengju sem falin var í Pana­son­ic út­varps­tæki kom hún fyrir yfir sætum 7C og 7B. Þau gengu síðan frá borði þeg­ar ­vélin milli­lenti í Abu Dhabi. 104 far­þegar og ell­efu manna áhöfn voru um borð þegar vélin sprakk í loft upp skammt vestan af Tælandi.

Til­gang­ur­inn með því að granda flug­vél­inni hefur aldrei verið ljós. Helsta kenn­ingin er sú að með ódæð­in­u hafi Norður kóresk stjórn­völd viljað valda skelf­ingu í aðdrag­anda Ólymp­íu­leik­ana í Seúl 1988 og letja erlend ríki til þátt­töku.  

Strax í kjöl­far flug­skað­ans hófst æsi­legur elt­inga­leik­ur. Norður kóresku njósn­ar­arnir ætl­uðu fyrst til Amman í Jórdaníu en vega­bréfs­á­rit­anir voru ófull­nægj­andi. Þau flugu því til­ ­smá­rík­is­ins Bahrein þar sem þau biðu í tvo daga eftir næsta flugi. Japönsk ­stjórn­völd stað­festu að einu japönsku far­þeg­arnir í flug­inu örlaga­ríka voru með­ ­fölsuð japönsk vega­bréf.  Við inn­ritun í flug á í Bahrein fund­ust vega­bréfin og þau voru tekin hönd­um. 

Þegar yfir­heyrslur hófust vissu Kim og sam­sær­is­maður hennar að hand­taka þeirra myndi bendla Norður kóresk ­stjór­völd við mál­ið. Þau áttu sér enga und­an­komu­leið og báðu um leyfi til að reykja sígar­ettu. Þau bitu í filt­er­inn þar sem blá­sýru­hylki voru fal­in. Hann dó en í Bahrein tókst að bjarga lífi henn­ar.

Fyr­ir­mælin komu frá Kim Jong-il

Eftir það var Kim fram­seld til Suður Kóreu. Það tók átta daga til að vinda ofan af dul­ar­gervi hennar en hún­ hélt fast í það að vera jap­anskur ferða­mað­ur­.  Eftir að hafa séð dag­legt líf Suður Kóreu­búa og þá auð­legð sem þeir bjugg­u við byrj­aði hún smátt og smátt að átta sig á því að áróð­ur­inn um að þeir væru van­sælar strengja­brúður Banda­ríkj­anna væri ekki á rökum reist­ur. Þegar hún­ ­leysti frá skjóð­unni teygðu upp­ljóstr­anir hennar sig lengra en nokkurn órað­i ­fyr­ir.

Sam­kvæmt Kim komu ­fyr­ir­mælin um að sprengja flug­vél­ina frá sjálfum for­seta Norður Kóreu, Kim Jong-il. Í kjöl­farið settu banda­rísk stjórn­völd Norður Kóreu á lista yfir rík­i ­sem styðja hryðju­verk.

En upp­ljóstrun hennar sem hefur ef til vill haft hvað mest langvar­andi áhrif hafði með Jap­ani sem hún­ kynnt­ist í Norður Kóreu að gera. Þegar henni var sýnd ljós­mynd af Yaeko Tag­uchi, einstræðri tveggja barna móður sem hvarf í Tókýó árið 1978, þá sagð­i hún óvænt: „kenn­ar­inn minn.“

Í ljós kom að Kim hafð­i lært japönsku af Yaeko á sex ára tíma­bili áður en hún grand­aði flug­vél­inn­i. Ya­eko hafði verið rænt af Norður kóreskum leyni­þjón­ustu­mönnum árið eftir að hin ­þrettán ára gamla Megumi Yokata hvarf. Kim á að hafa borið vitni um það að enn hafi Yaeko sungið börnum sínum tveim í Japan vöggu­vísur þó svo hún væri óra­fjarri þeim eftir að henni var rænt og flutt til Norður Kóreu.

Af heim­ildum um málið er ­ljóst að orð Kim Hyon-hui eru lík­lega fyrsti óyggj­andi vitn­is­burð­ur­inn um líf Ya­eko Tag­uchi og Megumi Yokata í Norður Kóreu og mann­rán Norður kóreskra ­stjórn­valda í Jap­an.

Dæmd til dauða

Kim Hyon-hui var dæmd til­ dauða í Suður Kóreu fyrir aðild sína að flug­skað­an­um. En fyrrum for­seti Suð­ur­ Kóreu náð­aði hana með þeim orðum að líkt og far­þeg­arnir væri hún fórn­ar­lamb á­róð­urs Norður kóreskra stjórn­valda. Hún gift­ist Suður kóreskum ­leyni­þjón­ustu­manni, eign­að­ist tvö börn og býr nú í felum þar í landi af ótta við hefnd­ar­að­gerðir Norður Kóreu. Í heim­sókn til Japan hitti hún eft­ir­lif­and­i ætt­ingja Megumi Yokata og Yaeko Tag­uchi.

Árið 2002 kom fyrrum ­for­seti Norður Kóreu, Kim Jong-il, öllum á óvart þegar hann stað­festi við þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, Jun­ichiro Koizumi, að ríki sitt hefði í raun rænt 13 japönskum rík­is­borg­ur­um. Sam­kvæmt Norður kóreskum stjórn­völdum vor­u fimm enn á lífi og var þeim síðar leyft að snúa aftur til Jap­an. Átta vor­u látn­ir, þar á meðal Megumi og Yaeko. Örlög hinna átta frá­föllnu og í það minnst ­fjög­urra ann­arra eru þrætu­epli sem er alltaf til umræðu á þrí­hliða leið­toga­fund­i Jap­an, Kína og Suður Kóreu.

Núver­and­i ­for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, Shinzo Abe, hefur sett upp­gjör mann­rána Norð­ur­ Kóreu­stjórnar á japönskum rík­is­borg­urum í for­gang á meðal stefnu­mála sinna. Hann hefur skipað ráð­herra­nefnd um málið og jafn­vel gengið svo langt að ger­a ­upp­gjörið að óhagg­an­legu skil­yrði fyrir frekara sam­starfi milli ríkj­anna. Sú af­staða mun ekki að öllum lík­indum ekki breyt­ast nema fyrir þrýst­ing ann­arra ­ríkja sem eiga hlut að máli.

Kim Hyon-hui olli eitt s­inn dauða 115 manns, mest­megnis Suður kóreskra flug­far­þega, en varp­aði einnig ljósi á mann­rán ­fjölda jap­anskra rík­is­borg­ara. Báðir atburð­irnir voru að und­ir­lagi Norð­ur­ Kóreu. Hún hefur síðan þá til­einkað líf sitt því að bæta fyrir skað­ann sem hún oll­i ­fjöl­skyldum þeirra sem misstu ást­vini sínu af hennar völd­um.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None