Staða mála á húsnæðismarkaði er snúin. Óumdeilt er að skortur er á litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, og þá þykir byggingarkostnaður með lóðaverði vera það hár, að verktakar treysta sér ekki til þess að fara út í nýbyggingar.
Samtök iðnaðarins segja nú vera um 2.400 íbúðir í byggingu en til þess að anna eftirspurn þyrftu þær að vera 3.000 til 3.600.
Samtök iðnaðarins segja nú vera um 2.400 íbúðir í byggingu en til þess að anna eftirspurn þyrftu þær að vera 3.000 til 3.600.
Alvarleg staða getur skapast, ef ekki verður byggt nægilega til að mæta mikilli eftirspurn. Húsnæðisskortur getur þá leitt til mikilla verðhækkana, bæði á fasteigna- og leiguverði. Tíminn vinnur ekki með þeim sem fara með þennan mikilvæga málaflokka, bæði á sveitarstjórnar- og landsmálastigi.