Forseti sem bjargar þjóðinni frá sjálfri sér

Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son hefur verið for­seti í næstum 20 ár. Að und­an­förnu hefur hann farið mik­inn í við­tölum án þess að vilja segja af eða á um það hvort hann ætli sér að bjóða sig aftur fram. Aug­ljóst má þó vera að Ólafur Ragnar er að marka sér stöðu. Það sést vel á við­tali við for­set­ann í DV í dag. Og aðferða­fræðin er kunn­ug­leg.

Í laus­legri þýð­ingu er hún svona: þjóðin stendur frammi fyrir risa­stórum áskor­unum og við­bragð við þeim mun skil­greina hana um ókomna tíð. Í slíkum aðstæðum þarf hún ein­stak­ling á Bessa­stöðum sem „hagg­ast ekki í róti umræð­unn­ar, bloggs­ins og hit­ans sem fylgir átökum dags­ins“. Þótt hann segi að hann sé ekki endi­lega eini mað­ur­inn til að geta gegnt því hlut­verki, og að það sé ekki hægt að „gera þá kröfu á mig að ég sé alltaf þessi kjöl­festa“ þá skapi það honum vanda að hann sé „sí­fellt að hitta fólk sem hvetur mig áfram. Það er óneit­an­lega umhugs­un­ar­efni hvers vegna hug­ar­á­stand hjá þjóð­inni sé með þeim hætti að það sé ekki yfir­gnæf­andi skoðun þorra þjóð­ar­inn­ar, ef ekki allr­ar, að það sé í fínu lagi að ég hætt­i.“

Snjalla póli­tíska kameljónið

Auð­vitað er þetta allt hluti af póli­tískum leik. Ólafur Ragnar er ein­hver snjall­asti stjórn­mála­refur sam­tím­ans og veit upp á hár hvernig hann á að tromma upp eft­ir­spurn eftir sér. Hann er póli­tískt kameljón sem kann að velja ein­stök mál sem skil­greina þörf þjóð­ar­innar á hon­um. Á hinum fölsku góð­ær­is­árum var hann hold­gerv­ingur útrás­ar­inn­ar, sem veitti íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækjum trú­verð­ug­leika á erlendum vett­vangi með dramat­ískum ræðum um yfir­burði íslensku þjóð­ar­innar og töfra­mátt stuttra boð­leiða í við­skipt­um. Yfir­burð­irnir reynd­ust reyndar engir heldur varð fram­ferði banka­út­rás­armanna til þess að Ísland þurfti að beita neyð­ar­rétti til að koma í veg fyrir gjald­þrot. Stuttu boð­leið­irnar reynd­ust margar hverjar fela í sér lög­brot. En Ólafur Ragnar náði að sam­laga sig stemmn­ing­unni eins og hún var, á meðan að hún stóð yfir.

Auglýsing

Í stað þess að lúta höfði með skottið á milli lapp­anna eftir hlut­verk sitt í offorsi góð­ær­is­ár­anna tókst Ólafi Ragn­ari að end­ur­skapa sig sem þjóð­hetju í Ices­a­ve-­mál­inu. Það er lík­ast til eitt mesta póli­tíska afrek sem unnið hefur verið á Íslandi.

Í kjöl­farið til­kynnti Ólafur Ragnar að hann ætl­aði að yfir­gefa sviðið og hætta eftir kosn­ing­arnar árið 2012. Hann hætti svo við og vís­aði í marg­vís­lega óvissu í þjóð­fé­lag­inu sem ástæðu. For­set­inn gat ekki leyft sér að hverfa á brott vegna óvissu „um stjórn­­­ar­­skrána og stöðu for­­set­ans í henni, varð­andi umrót í flokka­­kerfi og í þjóð­mál­um og varð­andi átök um full­veldi Íslands.“

Breytti stjórn­skipan lands­ins

Með þess­ari yfir­lýs­ingu breytti Ólafur Ragnar stjórn­skipan lands­ins. Í henni fólst að lýð­ræð­is­lega kjörnu Alþingi, sem sam­kvæmt lögum og stjórn­ar­skrá fer með lög­gjaf­ar­vald, og lýð­ræð­is­lega kjör­inni rík­is­stjórn, sem sam­kvæmt lögum og stjórn­ar­skrá fer með fram­kvæmda­vald, væri ekki treystandi fyrir því að taka ákvarð­an­ir. Aug­ljóst er að sú óvissa sem Ólafur Ragnar vís­aði í snérist ann­ars vegar um aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og hins vegar um nýja stjórn­ar­skrá, sem átti m.a. að skil­greina hlut­verk for­seta með fast­ari hætti en nú er og tak­marka setu hvers for­seta við þrjú kjör­tíma­bil. Ólafur Ragnar er á móti báðum mál­unum og gerði það mjög ljóst með yfir­lýs­ingu sinni að hann ætl­aði sér að beita sér í þeim ef með þyrfti.

Til þess kom ekki þar sem Evr­ópu­sam­bandsum­sóknin eyddi sjálfri sér í inn­an­búð­ar­á­tökum síð­ustu rík­is­stjórnar og nýja stjórn­ar­skráin lifði ekki af síð­asta kjör­tíma­bil.

Lítið fór fyrir Ólafi Ragn­ari hér heima fyrir á fyrri hluta þess kjör­tíma­bils hans sem nú fer brátt að ljúka. Hann hefur eytt mestri orku sinni í að marka Íslandi stöðu sem leið­andi afli í Norð­ur­slóða­mál­um, veg­ferð sem að mörgu leyti hefur gengið mjög vel og má hrósa honum fyr­ir. Þetta hlut­verk Ólafs Ragn­ars, sem rekur sjálf­stæða utan­rík­is­stefnu sem oft skar­ast á við þá sem rík­is­stjórn lands­ins hverju sinni rek­ur, er þó sjálf­tek­ið. Ekk­ert í stjórn­ar­skrá lands­ins veitir honum slíkt umboð.

Fyrir um ári síðan hóf Ólafur Ragnar að mæta í við­töl til að ræða í véfrétt­ar­stíl um hvort hann myndi bjóða sig fram til for­seta á ný. Þau við­töl sem hann hefur farið í og sagt hvorki af eða á um fram­boð eru lík­ast til á annan tug. Í haust hefur þó komið skýr mynd af því að Ólafur Ragnar ætlar sér að til­kynna um fram­haldið í kom­andi ára­móta­ávarpi sínu.

Og í vik­unni sendi hann skýr skila­boð um það að upp sé komið mál í þjóð­fé­lag­inu sem geri það nauð­syn­legt að hann verði áfram til staðar til að taka réttar ákvarð­anir fyrir þjóð­ina.

Yfir­læti gagn­vart umburð­ar­lyndi og frelsi

Málið sem for­set­inn getur ekki skilið eftir í höndum þjóð­kjör­inna full­trúa og þjóð­ar­innar að þessu sinni er vand­inn sem fylgir öfga­fullri íslams­trú. Í við­tal­inu við DV í dag segir hann að ræða þurfi þessa hluti „með opnum og heið­ar­legum hætti án þess að fara strax að ásaka hvert annað um ann­ar­leg sjón­ar­mið eða stimpla við­horf­in[...]ég tel að for­seti eigi að gera þjóð­inni grein fyrir alvöru máls ef hann er sjálfur sann­færður um að við­burð­irnir og afleið­ing­arn­ar, sem þeir fela í sér, skipti þjóð­ina miklu. Um leið er nauð­syn­legt að þjóðin vakni til vit­undar um vand­ann og ræði hann á rólegan og yfir­veg­aðan hátt.“

Það má segja Ólafi Ragn­ari til hróss að nálgun hans á umræður um Schen­gen-­sam­starfið og öfga­fullt íslam í við­tal­inu við DV er mun hóf­stillt­ari og yfir­veg­aðri en þau ummæli sem hann lét falla um helg­ina. Þá sagði hann að full ástæða væri til þess að Íslend­ingar vökn­uðu til vit­undar um vand­ann sem fylgdi öfga­fullri íslamstrú, sem væri mesti vandi sem heim­ur­inn stæði frammi fyrir frá tímum nas­ista. Sá vandi yrði hvorki leystur með „barna­legri ein­feldni“ né „ein­hverjum aðgerðum á sviði umburð­ar­lyndis og félags­legra umbóta“.

For­set­inn gagn­rýnir svo þá sem gagn­rýndu hann fyrir að tala óvar­lega og fyrir að ala á hræðslu við hið óþekkta. Í þeim orðum Ólafs Ragn­ars felst yfir­læti gagn­vart þeim sem telja að umburð­ar­lyndi, skyn­semi og frelsi séu horn­steinar sam­fé­lags manna. Það er nefni­lega ekki ein­hver blá­eygð og barna­leg afstaða gagn­vart því að öfga­fullt íslam sé raun­veru­leg ógn sem beri að taka mjög alvar­lega. Það ber auð­vitað að gera, líkt og alla aðra mann­fyr­ir­litn­ingu sem keyrð er áfram af afbak­aðri rétt­læt­ingu sem við­kom­andi finna í trú eða öðru.

Og það er full­kom­lega eðli­legt að stjórn­völd beiti sér t.d. gagn­vart því að hið skelfi­lega ríki Sádí Arabía sé að fjár­magna trú­ar­hreyf­ingar á Íslandi. Það væri ósk­andi að íslensk stjórn­völd, og önnur Vest­ur­lönd, beittu sér jafn skarpt gegn for­taks­lausum mann­rétt­inda­brotum Sáda á alþjóða­vett­vangi í stað þess að setja full­trúa þessa stór­hættu­lega ríkis í mann­réttinda­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna. Ríkis sem hefur dæmt 151 manns til dauða það sem af er ári, meðal ann­ars fyrir þá sök að taka þátt í mót­mælum gegn stjórn­völd­um.

Miklir við­skipta­hags­munir koma þó í veg fyrir það. Það þykir fyr­ir­mönnum ekki vera barna­leg afstaða gagn­vart öfga­fullu íslam.

En það sem ber að varast, og hræðast, er að yfir­færa þessa afstöðu yfir á alla múslima og að gera hræðsl­una að ráð­andi þætti í dag­legu lífi okk­ar. Þá erum við þegar búin að tapa.

Ísland er með sterkt reglu­verk sem stendur vörð um mann­rétt­indi. Þau mann­rétt­indi eru ofar allri trú og öðrum lífs­skoð­un­um. Við sem sam­fé­lag stöndum almennt gegn því að sturlað fólk noti afbak­aðar afsak­anir til að brjóta gegn öðr­um. Við þurfum ekki að gera það sér­tækt gegn völdum hóp­um.

En nú verður umræðan tek­in. Og hún verður lík­ast til tekin á þeim for­sendum sem for­set­inn, og raunar for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, hafa boð­að. Þjóðin á að vera hrædd þrátt fyrir að Ísland sé örugg­asta ríki heims. Við eigum að und­ir­búa okkur undir það versta. Annað væri barna­legt.

Það þarf að bjarga Íslend­ingum frá þeim sjálfum

Nið­ur­staðan er sú að þjóðin getur ekki verið án Ólafs Ragn­ars, að hans mati. Hún getur ekki treyst á þá kjörnu full­trúa sem kosnir eru í lýð­ræð­is­legum kosn­ingum til að taka réttar ákvarð­anir í lyk­il­málum og hún þarf á for­set­anum að halda til að umræða um þessi lyk­il­mál sé tekin á réttum for­send­um.

Að mati Ólafs Ragn­ars þarf Ólaf Ragnar til að bjarga Íslend­ingum frá þeim sjálf­um. Ann­ars verða þeir eigin umburð­ar­lyndi og barna­leg­heitum að bráð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None