Búum til nýja banka árið 2016

Auglýsing

John Reed var for­stjóri Citigroup, eins stærsta banka í heimi, frá 1984 og fram til árs­ins 2000. Hann var í for­grunni þeirra sem ýtt­u ­sem fast­ast á banda­ríska þingið og þáver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, Bill Clint­on, um að fella úr gildi hin svoköll­uðu Glass-­Steagall lög, sem komu í veg ­fyrir að hægt væri að sam­eina við­skipta­banka við önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki, eins og fjár­fest­inga­banka eða trygg­inga­fé­lög. Clinton ákvað að fella lögin úr gildi í nóv­em­ber 1999. Sú ákvörðun er talin vera einn rík­asti þátt­ur­inn í því hyl­dýpi sem fjár­mála­mark­aðir sköp­uðu næstu ár, og gerði það að verkum að ­seðla­bankar heims­ins þurftu að bjarga fjár­mála­kerf­inu haustið 2008, vegna þess að sam­ein­uðu bank­arnir voru orðnir of stórir til að falla. Afleið­ing­arn­ar yrðu of afdrifa­rík­ar.  

Reed skrif­aði grein í Fin­ancial Times sem birt­ist 11. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn sem vakið hefur mikla athygli á alþjóða­vísu. Þar sagði hann að tvenn mjög alvar­leg mis­tök hefðu verið gerð í fjár­mála­kerf­inu um síð­ustu alda­mót. Í fyrsta lagi væri sú hug­mynd að sam­ein­ing margs­kon­ar fjár­mála­þjón­ustu í eitt fyr­ir­tæki myndi keyra niður kostnað og auka skil­virkni röng. Reed sagði að nú liggi fyrir að mjög lít­il, ef ein­hver, hag­ræð­ing væri fólgin í slíkum sam­runa. Í öðru lagi hafi menn haft rangt fyrir sér varð­andi afleið­ingar þess að blanda ósam­rým­an­legum menn­ingum innan fjár­mála­geirans sam­an. Það hafi búið til­ ­sjálf­stætt vanda­mál og veikt allt kerf­ið.

Bern­i­e-á­hrifin

Reed er ekki eini fyrrum for­stjóri Citigroup sem hefur lag­t til að girt verði fyrir sam­ein­ingar mis­mun­andi fjár­mála­fyr­ir­tækja inn­an­ fjár­mála­kerf­is­ins. Það gerði Sandy Weill líka árið 2012. Weill og Reed eru lík­ast til þeir tveir ein­stak­lingar sem börð­ust hvað harð­ast gegn Glass-­Steagall á sínum tíma og fyr­ir­tæki þeirra var ráð­andi í að brjóta niður þá veggi sem lög­gjöfin hafði sett upp. Þá hef­ur Bernie Sand­ers, sem sæk­ist eftir að verða fram­bjóð­andi demókrata í næstu for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­un­um, heitið því að end­ur­vekja Glass-­Steagall verði hann kjör­inn. 

Auglýsing

Það eru auð­vitað ekki allir á þess­ari skoð­un. Hill­ary Clint­on, eig­in­kona for­set­ans sem felldi lögin úr gildi, og allir fram­bjóð­end­urnir sem sækj­ast eftir útnefn­ingu Repúblikana­flokks­ins eru á öðru máli. Jamie Dimon, ­for­stjóri JPMorgan Chase, sem nú er stærsti banki Banda­ríkj­anna, segir mikla þörf fyrir stóra banka sem veiti marg­hátt­aða þjón­ustu til fyr­ir­tækja og ­þjóð­ríkja út um allan heim. Ef Vest­ur­löndin eigi ekki slíka banka muni bara ein­hver annar búa slíka til, og að það verði Kín­verjar sem það muni gera. Það sé ekki gott fyrir Banda­rík­in, að mati Dimon.

Jafn­vel þó ein­hverjir telji rök Dimon, sem eru ekki síð­ur­ póli­tísk en við­skipta­leg, rétt­mæt þá hljóta flestir að vera sam­mála um að þau ­séu ekki yfir­fær­an­leg yfir á litla Ísland. Okkar bankar eru ekk­ert að fara að ­reyna að þjón­usta heim­inn aft­ur, í ljósi þess sem gerð­ist síð­ast.

Að gera sama hlut­inn aftur en von­ast eftir annarri nið­ur­stöðu

Á Íslandi hrundi fjár­mála­kerfið haustið 2008, líkt og þús­und sinnum hefur verið rak­ið. Ótrú­legt en satt er sumt fólk enn að halda því fram að ekk­ert hafi verið að íslensku banka­kerfi í aðdrag­anda þess hruns. Það hafi bara glímt við lausa­fjár­vanda.

Fyrir alla sem hafa kynnt sér starf­semi íslensku bank­anna ­fyrir hrun, þá menn­ingu sem þar varð til, þá áhættu­sækni sem þar ríkti, þá frænd­hygli sem var við lýði, þá græðgi og eig­in­hags­muna­semi sem þar réð ­ferð­inni og, á end­an­um, þau stað­festu lög­brot sem framin voru til að reyna að ­bjarga mál­unum þegar aug­ljóst var að partíið var búið, hljómar allur sá ­mál­flutn­ingur fjar­stæðu­kennd­ur.

Samt end­ur­reistum við banka­kerfið á nákvæm­lega sama hátt og það var áður, að und­an­skildu erlendu starf­sem­inni. Þrír nákvæm­lega eins bankar, ­með að hluta til nákvæm­lega sama fólk­inu í nákvæm­lega sömu stör­f­un­um, voru bún­ir til á grunni þeirra þriggja sem féllu. Það má sýna því skiln­ing að í byrjun var þetta auð­veldasta leiðin til að koma fjár­mála­kerf­inu aftur í gang, þegar aðstæður voru þannig að alls óvíst var hvort slíkt væri raun­veru­lega hægt. Og það má líka sýna því skiln­ing að það hafi verið hent­ugra að láta fjár­fest­inga- og við­skipta­banka­starf­sem­ina hanga ­saman á meðan að bank­arnir voru að end­ur­skipu­leggja fjár­hag íslenskra heim­ila og fyr­ir­tækja. Það var ekk­ert smá verk­efni og hefur verið leyst að mörgu leyt­i afar vel.

Heima­til­búin arð­semi

Nú þegar þess­ari end­ur­skipu­lagn­ingu er að mestu lok­ið, og ­stefnt er að losun hafta, er hins vegar eng­inn til­gangur með því að hafa fjár­fest­inga­banka­starf­semi, sem í eðli sínu er afar áhættu­sæk­in, fjár­magn­aða og bak­tryggða með inn­stæðum Íslend­inga.  

Þótt nýju íslensku bank­arnir (Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn) hafi hagn­ast um 436,5 millj­arða króna frá stofnun og út sept­em­ber­mánuð 2015 þá er uppi­staðan í þeim hagn­aði end­ur­mat eigna sem þeir ­fengu í vöggu­gjöf og heima­til­búin arð­semi vegna þókn­ana­tekna.

Það má taka mörg dæmi um slíka snún­inga. Þeim má t.d. lýsa svona:

Banki sem fór á haus­inn er end­ur­reistur af ríki. Ríki fær­ir ­með handafli eignir yfir til hans á lágu verði. Nýi bank­inn afskrifar hluta af skuldum fyr­ir­tæk­is­ins, sem í raun voru skildar eftir í gamla bank­an­um, og með­ ­tíð og tíma hækkar virði fyr­ir­tæk­is­ins. Sú hækkun er bók­færð sem hagn­að­ur­. Þegar fyr­ir­tækið er orðið nógu stöðugt, og kerfið nægi­lega til­bú­ið, er ákveð­ið að skrá fyr­ir­tækið á hluta­bréfa­mark­að, en með því skil­yrði að fyr­ir­tækið sé á­fram með fjár­mögnun hjá sér. Þannig tryggir bank­inn sér þókn­ana- og ­vaxta­tekj­ur. Bank­inn ákveður að sjóður í stýr­ingu hans muni fá að kaupa hlut í fyr­ir­tæk­inu fyrir skrán­ingu. Þannig fær bank­inn þókn­ana­tekjur fyrir þau við­skipti. Bank­inn ákveður síðan líka að önnur deild innan hans muni sjá um hluta­fjár­út­boð­ið. Þannig fær hann þókn­ana­tekjur fyrir þau við­skipti. Bank­inn heldur síðan sjálfur eftir stórum hlut í fyr­ir­tæk­inu eftir að það er sett á mark­að, og mjatlar honum síðan út næstu miss­er­in. Hagn­aður vegna þeirrar sölu ­skrá­ist allur sem hagn­aður hjá bank­an­um.

Við­bót­ar­hagn­aður bank­anna kemur að mestu til vegna þess að inn­heimtur vaxta­munur þeirra, þ.e. mun­ur­inn á vaxta­tekjum og gjöld­um, er mik­ill í alþjóð­legum sam­an­burði. Þessi vaxta­munur greið­ist af almenn­ingi og ­fyr­ir­tækjum og er, eðli­lega, mikið gagn­rýnd­ur.

Banka­kerfið of stórt og kostn­aður of mik­ill

Staðan í dag er þannig að bank­arnir þrír eru að langstærst­u ­leyti fjár­magn­aðir með ann­ars vegar lánum frá rík­inu, sem kröfu­hafar munu að ein­hverju leyti end­ur­fjár­magna á næst­unni, og hins vegar inn­lánum Íslend­inga. Í til­felli Arion banka voru til dæmis um 58 pró­sent af öllum skuldum hans inn­stæður við­skipta­vina hans um mitt þetta ár. Á þessum inn­stæðum hvílir síðan rík­is­á­byrgð, þar til­ ­yf­ir­lýs­ing íslenskra stjórn­valda um slíka ábyrgð sem gefin var út í októ­ber 2008 verður form­lega dregin til baka.

Efna­hags­svið ­Sam­taka atvinnu­lífs­ins sagði í grein­ingu sem birt var í ágúst að íslensku ­bank­arnir gætu minnkað efna­hags­reikn­ing sinn um sex pró­sent. Á meðan að ­bank­arnir starfi í skjóli lof­orðs um lausa­fjár­stuðn­ing Seðla­banka Íslands og telj­ast kerf­is­lega mik­il­vægir er óvíst að vilji standi til þess.

Ljóst er að ­kostn­aður í banka­kerf­inu er allt of mik­ill og að hann þarf að minnka með­ hag­ræð­ingu. Það verður að gera með því að fækka starfs­fólki – það vinna allt of margir í íslensku bönk­unum – og með því að afnema sér­tæka skatta, t.d. ­banka­skatt, af starf­semi þeirra. Þannig minnkar vaxta­munur og þar af leið­and­i ­kostn­aður heim­ila og fyr­ir­tækja af lán­töku.

Eng­inn má verða of stór til að falla

En það þarf að ger­a ­meira, og það þarf að gera það fljót­lega. Með losun hafta, sem fyr­ir­huguð er snemma á næsta ári, mun opn­ast fyrir mögu­leik­ann á auknum vaxta­muna­við­skiptum sem gætu stækkað bank­ana hratt, ef aðhalds verður ekki gætt. Það er enda freist­andi fyrir fjár­festa að kaupa skulda­bréf með íslenskum vöxt­um, sér­stak­lega ef þau eru sér­tryggð með sterk­ustu eignum bank­anna, líkt og nú tíðkast í útgáf­um. 

Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn úr öllum flokkum hafa þegar langt fram grófa þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um hvernig þeir ­sjá fyrir sér fram­tíð­ina en stefna og mark­mið sitj­andi stjórn­valda um hvers ­konar fjár­mála­kerfi þau vilja reka á land­inu eru óljós, og ágrein­ingur virð­is­t vera milli stjórn­ar­flokk­anna um hvert skuli stefna.

Það á að ver­a ­mark­mið stjórn­valda, sem bráðum verða eig­endur þorra íslenska banka­kerf­is­ins, að aðskilja áhættu­sæk­inn fjár­fest­inga­hluta frá við­skipta­banka­starf­sem­i. Fjár­fest­inga­hlut­inn hefði þá ekki lengur inn­lán lands­manna, og ábyrgð rík­is­ins, til að falla á ef illa færi heldur þyrfti að vanda betur til verka í starf­sem­i sinni. Ann­ars færi hann ein­fald­lega á hausinn, öllum nema hlut­höfum að skað­lausu.

Bank­arnir yrðu ekki ­lengur of stórir til að falla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None