Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, bregst við leið­ara sem ég skrif­aði, og birt­ist á Kjarn­anum á föstu­dag, í aðsendri ­grein sem birt­ist á Press­unni í dag. Svar­grein Ásmundar er á­huga­verð ­fyrir margar sak­ir. Þar tínir þing­mað­ur­inn til alls kyns al­hæf­ingar um að ég sé svona og hinseg­in, hrekur ekk­ert sem ég sagði í umrædd­um ­leið­ara, fer fram með atvinnuróg og klykkir út með því að kalla mig „ras­ista umræð­unn­ar“ fyrir að kalla hann ras­ista.



Ég segi að greinin sé áhuga­verð vegna þess að hún er skóla­bók­ar­dæmi um ­mál­flutn­ing sem kjör­inn full­trúi getur ekki leyft sér að bera á borð. Við sem hann starfar fyrir þurfum að geta gert strang­ari kröfur til­ þeirra en það sem Ásmundur býður upp á. Og ég vona að Ásmundur mun­i ein­hvern tím­ann átta sig á því.

Blóm­ið Ás­mundur

Í leið­ara mínum á föstu­dag lagði ég út frá­ skil­grein­ingu á hug­tak­in­u ras­ismi sam­kvæmt íslenskri orða­bók. Sam­kvæmt henni nær hug­takið yfir­ þá hug­mynd að kyn­þættir mann­kyns séu eðl­is­ó­líkir og að sumir séu æðri en aðr­ir, án þess að geta fært nein hald­bær rök fyrir því. Á grund­velli þeirrar hug­myndar vilja ras­istar mis­muna. Þeir vilja verja hina æðri fyrir hinum lægri. Út frá umræddu hug­taki hafa ýmis­ al­þjóða­sam­tök, m.a. Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, smíðað og notað hug­tak­ið ­menn­ing­ar­legur ras­ismi. Sá sem til­einkar sér slíkan ras­isma dregur upp­ tví­skipta mynd af sínum menn­ing­ar­heimi ann­ars vegar og útlend­ingum og öllum utan­að­kom­andi hins veg­ar. Skiptir heim­inum upp í „við“ og „hin­ir“. Svart­hvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“.



Um­mæli Ásmundar um bak­grunns­skoðun allra múslima á Íslandi, þar sem ­trú við­kom­andi er aðgrein­ing­ar­at­riðið sem aðskilur „okk­ur“ frá „hin­um“, eru menn­ing­ar­legur ras­ismi sam­kvæmt ofan­greindri skil­grein­ingu. Það er eng­inn vafi á því. Við getum alveg fundið annað fal­legra orð yfir­ þessar skoð­anir ef orðið „ras­isti“ situr svona illa í Ásmundi. Við ­getum þess vegna sagt að hann sé blóm. En hann er samt sem áður blóm ­sem vill mis­muna fólki og skerða frelsi þess á grund­velli ­trú­ar­skoð­ana.

Rök eru for­senda vit­rænnar umræðu

Í svar­grein sinni segir Ásmundur að ég hafi veg­ið ómak­lega að sér og ­seg­ist upp­lifa umræð­una þannig að hver sá sem stígi fram í henni þurf­i að vera „sér­fræð­ingur í trú­ar­bragða­fræð­um, íslam eða mál­efn­um flótta­manna og hæl­is­leit­enda svo mark sé á honum tek­ið.[...]Það þarf enga sér­fræði­að­stoð til að átta sig á því að auð­vitað fylgja því einnig áhætta að opna landa­mærin án þess að auka eft­ir­lit.“



Því fer fjarri að ég geri þá kröfu að allir séu mér sam­mála. Raunar er ­for­senda rök­ræðu sem leiðir að betri ákvörð­un­ar­töku að fólk sem er ­saman í sam­fé­lagi sé ósam­mála og geti tek­ist mál­efna­lega á. Sú ­gagn­rýni sem ég var fyrst og síð­ast að setja fram í leið­ar­anum snérist um að mál­flutn­ingur Ásmund­ar, og ann­arra sem hafa látið sam­bæri­leg orð ­falla, byggir ekki á rök­um, stað­reyndum eða vísun í rann­sókn­ir. Hann ­byggir á til­finn­ingu.



Góðar ákvarð­anir eru ekki teknar byggðar á til­finn­ingu. Við eig­um að geta ­gert mun rík­ari kröfur til þing­manna okkar en að þeir leyfi sér að tala ­með jafn óábyrgum hætti um jafn mik­il­væg ­mál­efni. Að mál­flutn­ingur þeirra standi ekki og falli með því sem Ás­mundur heldur að „al­menn­ingur hafi áhyggjur af“ eða vegna þess að Ás­mundur deilir þessum áhyggjum (sem hann bjó sjálfur til) með­ óskil­greindum „al­menn­ingi á Ísland­i“.



Ás­mundur leggur síðan út frá því að ég, sem gangi „sof­andi á feigðar­ósi“ að hans mati, vilji opna hér allar gáttir til að hleypa inn­ hæl­is­leit­endum og flótta­mönn­um. Það er ein­fald­lega ekki rétt og ég ­segi það aldrei í umræddum leið­ara.



Ég benti hins vegar á að Íslend­ingar eru að eld­ast mjög hratt (­stað­reynd), að það mun skorta vinnu­afl hér­lendis í fram­tíð­inni til að við getum við­haldið lífs­gæðum (stað­reynd) og á fjöl­margar rann­sókn­ir ­sem sýna að inn­flytj­endur auka fram­leiðni í þeim sam­fé­lögum sem þeir flytja til og hækka þar með í flestum til­fellum laun og hag­sæld þeirra ­sem fyrir eru. Það séu því líka efna­hags­leg rök fyrir því að fjölga inn­flytj­endum hér­lendis ekki síður en mann­úð­leg rök.



Við það má svo bæta að ég er þeirrar skoð­unar að það séu sterk ­menn­ing­ar­leg rök fyrir auknum fjölda inn­flytj­enda. Fjöl­breytt­ari flór­a ­mann­lífs á Íslandi mun bæta sam­fé­lagið og gera stjórn­sýslu þess á end­anum fag­legri. Ég geri mér grein fyrir að sú skoðun er umdeild og ætl­ast sann­ar­lega ekki til þess að heit­ustu aðdá­endur lít­illa breyt­inga á Íslandi taki undir hana með mér.

Auglýsing

Skoð­ana­kúg­un að gagn­rýna fabúler­ingar

Þegar þarna er komið í grein­inni er Ásmundur kom­inn á skrið. Án þess að hafa fram að þessu borið á borð ein ein­ustu rök sem telj­ast mega ­mál­efna­leg eða vit­ræn til að bregð­ast við leið­ar­anum segir Ásmundur að ­skrif mín séu: „Aumk­un­ar­verður og rök­laus mál­flutn­ingur reiða manns­ins ­sem elur á hatri og afbrýði­semi út í náung­ann. Skrifin Þórðar Snæs eru aldrei upp­byggi­leg. Þau eru flest þannig gerð að þau ýta undir úlfúð og andúð. Af hverju leggur hann ekki metnað í að vera með upp­lýsand­i um­ræðu sem dregur fram mis­mun­andi sjón­ar­mið? Af hverju er metn­að­ur­ “­rit­stjór­ans” ekki meiri í þá átt?“



Það er ýmis­legt við þessa síð­ustu máls­grein að athuga. Ásmundur ásak­ar mig t.d. um rök­leysu þrátt fyrir að skrif mín, ólíkt hans, styðj­ist við opin­bera skil­grein­ingu á hug­tökum og bendi á rann­sóknir mál­inu til­ ­stuðn­ings. Ef ég skil hann rétt þá er ég bara sjálfur ras­isti fyrir að hafa kallað hann ras­ista. Þessi „nei þú!“-rök þing­manns­ins eru ­skemmti­leg rök­leysa, en þau eru samt rök­leysa.



Hitt er alvar­legra þegar þing­manni finnst hann vera í stöðu til að ­segja fjöl­miðli að hann eigi ekki að gagn­rýna. Það ýti undir úlfúð og andúð. Síðan beinir þing­mað­ur­inn okkur á þær brautir sem hann telur að ­fjöl­miðlaum­fjöllun ætti að á vera þannig að hún geti betur fallið að hans skoð­unum og mann­gerð.



Ljóst er að Ásmundi finnst ekki mikið til þess sem hann kall­ar blogg­fjöl­miðla koma. Hann kallar mig „rit­stjóra“ innan gæsalappa og finnst við aug­ljós­lega vera ann­ars flokks fjöl­miðla­fyr­ir­bæri. Hann skil­greinir reyndar ekki hverjir falla undir þennan hatt og hverj­ir telj­ast alvöru fjöl­miðlar með rit­stjórum sem þurfa ekki að vera inn­an­ ­gæsalappa. En hann er frjáls að þess­ari skoðun þótt að áhuga­vert væri ­fyrir okkur sem vinnum á Kjarn­an­um, og erum með sam­an­lagða ára­tuga ­reynslu af því að vinna á fjöl­miðl­um, að fá kennslu í grunn­at­rið­u­m fags­ins frá Ásmundi, sem hefur aldrei starfað á slíkum og hefur nú op­in­berað gjör­sam­lega van­þekk­ingu á eðli þeirra.

En Ásmund­ur, sem spurði einu sinni á opin­berum vett­vangi hvort „bak­grunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi [hafi] verið kann­aður og hvort ein­hverjir „ís­lenskir múslimar" hafi farið í þjálf­un­ar­búð­ir hryðju­verka­manna eða barist í Afganistan, Sýr­land eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima“, er þeirrar skoð­unar að skrif mín end­ur­spegli allt það sem sé að í umræð­unni í dag. Þau séu skoð­ana­kúg­un.

Þar er kannski stærsti ásteyt­ing­ar­steinn­inn. Ásmund­ur, og aðrir til­finn­ing­araka­menn sem deila með honum skoð­un­um, telja kröf­una um að þeir rök­styðji mál sitt með raun­veru­leik­anum vera það sem er að um­ræð­unni í dag. Á sama tíma finnst öðrum, sem telja fjöl­menn­ingu og inn­flytj­enda­mál vera risa­stórt verk­efni sem þurfi að takast á við, að rök­leysur Ásmundar og félaga sé það sem standi umræð­unn­i ­fyrir þrif­um. Ég virði skoð­anir ann­arra en ég áskil mér rétt að kalla eftir rök­stuðn­ingi fyrir þeim og að sjálf­sögðu að vera ósam­mála ef sá rök­stuðn­ingur er annað hvort ekki til stað­ar, er afar slakur eða tómt rugl.

Til­hæfu­lausum­ á­sök­unum fylgir ábyrgð

Það sem er alvar­legt við grein Ásmund­ar, og ég vona að hann og ­sam­starfs­fólk hans í stjórn­málum geri sér grein fyrir eftir á, eru þær á­virð­ingar og sá rógur sem hann setur síðan fram. Í milli­fyr­ir­sögn ­greinar sinnar seg­ir: „Blogg­fjöl­miðlar ættu að upp­lýsa um póli­tísk ­tengsl og hags­muna­tengsl“. Síðan segir þing­mað­ur­inn að þegar umræð­an ­þró­ist með þessum hætti „og blogg­arar eins og Þórður Snær, sem kalla ­sig fjöl­miðla­menn en eru í raun þátt­tak­endur í stjórn­mál­um, hann er ­úlfur í sauða­gæru. Þórður Snær og hans líkir hafa þann eina til­gang að ­fæla fólk frá umræð­unni og hafa þannig áhrif á við­horf almenn­ings.“



Fyrst er vert að benda þing­manninnum á að eign­ar­hald, ­rit­stjórn­ar­stefna og aðrar hags­muna­upp­lýs­ingar eru skráðar hjá op­in­berri stofnun sem heitir Fjöl­miðla­nefnd, og var sett á fót af Al­þing­inu sem hann situr á. Þar getur Ásmundur séð allar upp­lýs­ing­ar ­sem hann vill um eig­endur Kjarn­ans og ann­arra fjöl­miðla. Hér er hlekkur þangað sem þing­mað­ur­inn getur nýtt sér í þeirri þekk­ing­ar­leit. Póli­tískir hags­munir eða -tengsl Kjarn­ans, þeirra sem starfa á honum og ­stýra, eru eng­ir. Allar aðrar upp­lýs­ingar um okkur eru aðgengi­legar á heima­síðu mið­ils­ins og ég er auk þess boð­inn og búinn að veita all­ar við­bót­ar­upp­lýs­ingar sem þing­mað­ur­inn óskar eftir til að tryggja hon­um frið­sælan næt­ur­svefn.



Aug­ljós til­gangur Ásmundar er að gefa í skyn að Kjarn­inn, og ég ­sér­stak­lega, séum ekki að stunda fjöl­miðlun til að upp­lýsa les­endur og veita valda­stofn­unum sam­fé­lags­ins aðhald heldur til þess að ganga er­inda ein­hverra ónefndra stjórn­mála­afla í sauða­gærunni. Þetta er auð­vitað vel þekkt aðferð þeirra sem geta ekki tek­ist mál­efna­lega á. Þá ráð­ast þeir að ein­stak­ling­unum sem setja fram and­stæða skoðun eða ­fjöl­miðl­inum sem þeir vinna hjá. Mað­ur, bolti og allt það.



Á öðrum stað í grein sinni segir Ásmundur að ef „ein­hver er með aðr­ar ­skoð­anir en vinstra­liðið í skot­gröf­unum þá eru við­kom­andi úthróp­að­ur­, um­ræðan kölluð hat­ursum­ræða og fólk stimplað ras­ist­ar.“ Ef Ásmund­ur ætlar sér að flokka alla sem vinstri menn sem hafa lýst því yfir á op­in­berum vett­vangi að þeir séu honum ósam­mála þá er hann að lýsa þeirri skoðun að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­insvara­for­maður hans og nýkjör­inn rit­ari séu allt vinstra­lið í skot­gröf­um. Öll hafa þau ­nefni­lega gagn­rýnt Ásmund fyrir ummæli sín og skoð­anir á inn­flytj­enda­málum á opin­berum vett­vangi. Áslaug Arna ­Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði það meira að segja átak­an­leg­t að vera í sama flokki og Ásmund­ur.

Skiln­ings­leysi ­gagn­vart gagn­rýni

Ég held að stærsta vanda­mál Ásmundar sé það að hann skilur ekki ­gagn­rýn­ina sem sett er fram á hann. Hann virð­ist ekki skilja að hann ­sem þing­maður þarf að rök­styðja skoð­anir sínar með öðru en því sem hann seg­ist hafa heyrt hjá óskil­greindum almenn­ingi eða til­finn­ing­um ­sem hell­ast yfir hann þegar hann sér fréttir um voða­verk sturl­aðra ­manna í útlönd­um. Ásmundur er frjáls að skoð­unum sín­um. En hann verð­ur­ að geta sætt sig við að slíkar skoð­anir séu gagn­rýndar þegar þær eru ­jafn illa und­ir­byggð­ar.

Ás­mundur má vísa ummælum mínum um að hann sé ras­isti til allra þeirra ­föð­ur­húsa sem hann finn­ur. Það breytir því ekki hver skil­grein­ingin á hug­tak­inu ras­isti er. Ég er þeirrar skoð­unar að það nái vel yfir­ ­skoð­anir Ásmundar Frið­riks­sonar og hef nú rakið það tví­vegis í nokkuð löngu máli. Honum finnst ekk­ert varið í það að vera kall­að­ur­ ras­isti.

Svo verður hver og einn bara að meta hvor okkar honum finnst hafa rétt fyr­ir­ ­sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None