Flokkurinn niðurlægir Illuga fullkomlega

Auglýsing

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem fer með mál­efni Rík­is­út­varps­ins (RÚ­V), var búinn að lofa stjórn­endum fyr­ir­tæk­is­ins því að útvarps­gjald yrði ekki ­lækkað og öll áætl­un­ar­vinna sem farið hefur farið fram innan þess á árinu 2015 hefur miðað við þann tekju­ramma.

Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri sagði á fundi fjár­laga­nefndar 17. des­em­ber síð­ast­lið­inn: „Þetta er auð­vitað algjör­lega galið, algjör­lega galin staða fyrir okkur að vera í og fyrir marga aðra. Við erum búin að vera að vinna í átta mán­uði eftir plani sem lagt var upp af ráð­herra og ráðu­neyti og við erum að gera áætl­anir þar sem þetta er fast í hend­i[...]Það var skýr vilj­i ­mennta­mála­ráð­herra að útvarps­gjaldið lækki ekki“.

Ill­ugi reyndi að kom­a frum­varpi byggðu á vilja sínum í gegnum rík­is­stjórn. Það tókst ekki og Morg­un­blaðið hefur sagt að fyrrum RÚV-­starfs­mað­ur­inn og núver­and­i ­for­sæt­is­ráð­herr­ann Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hafi þar verið stærsta ­fyr­ir­t­staðan. Þá var gríð­ar­leg and­staða við frum­varpið í fjár­laga­nefnd þar Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sam­flokks­maður Ill­uga, fór mik­inn. Að end­ingu var full­yrt í blað­inu að ekki væri meiri­hluti fyrir mál­inu í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing

Hver svo sem ástæðan er þá er þetta nið­ur­stað­an. Og óháð því hvaða skoðun fólk hefur á rekstr­ar­um­hverfi RÚV þá er ljóst að með henni hefur Ill­ugi, fagráð­herr­ann sem fer með­ ­mál­efni RÚV, verið full­kom­lega ­nið­ur­lægður af sam­starfs­mönnum sínum í póli­tík.

Magn­úsi Geir lofað ákveðnu rekstr­ar­um­hverfi

Magnús Geir var strax orð­aður við stöðu útvarps­stjóra eftir að ljóst var að ný rík­is­stjórn ætl­aði sér­ að aug­lýsa hana lausa til umsókn­ar. Hann sagði þó mjög skýrt í við­tali á RÚV ­síðla árs 2013 að hann ætl­aði sér ekki að sækja um. Skömmu síðar snérist ­Magn­úsi Geir hugur og á end­anum var hann ráð­inn í starf­ið. Þótt ekk­ert opin­bert liggi fyrir um hvað breytti skoðun hans hefur lengi legið fyrir að Ill­ugi vild­i fá Magnús Geir í það og mikið var þrýst á hann úr röðum Sjálf­stæð­is­manna að ­sækja um. Og það er ljóst að Magn­úsi Geir var lofað ákveðnu rekstr­ar­um­hverf­i ­sem honum þótti spenn­andi.

Á svip­uðum tíma tók Ing­vi Hrafn Ósk­ars­son, sem lengi hefur sinnt trún­að­ar­störfum inn­an­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við sem for­maður stjórnar RÚV. Hann og Magnús Geir störf­uð­u ­náið saman allt þar til að Ingvi Hrafn sagði óvænt af sér sem stjórn­ar­for­mað­ur í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Hann hætti vegna þess að hann naut ekki stuðn­ings­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins til að fara þá leið í rekstri RÚV sem marka átti með­ ráðn­ingu Magn­úsar Geirs.

Ingvi Hrafn virð­ist hafa ­fengið nóg af sviknum vil­yrðum sem voru for­senda þess að hann tók við ­stjórn­ar­for­manns­starf­inu í upp­hafi. Og miklar vanga­veltur hafa lengi verið um hversu lengi Magnús Geir sætti sig við þær aðstæð­ur.

Ill­ugi fótar sig...

Fyrir nokkrum árum virtist Illugi vera búinn að ná vopnum sínum sem stjórn­mála­mað­ur. Hann ákvað af ­sjálfs­dáðum að víkja af þingi á meðan að Sjóður 9, einn vafa­samast­i ­pen­inga­mark­aðs­sjóður sem settur hefur verið sam­an, var rann­sak­aður af emb­ætt­i ­sér­staks sak­sókn­ara, en Ill­ugi sat í stjórn sjóðs­ins fyrir hrun.

Tæpu einu og hálfu ári ­síðar snéri Ill­ugi síðan aftur með lög­fræði­á­lit í hönd­unum sem sýndi að lög­ eða reglur hefðu ekki verið brotin í starf­semi Sjóðs 9. Ill­uga var klappað á bakið fyrir að hafa brugð­ist við aðstæðum með ábyrgum og trú­verð­ugum hætti.

Styrkur end­ur­komu hans var ­stað­festur með því að Ill­ugi vann góðan sigur í próf­kjöri og leidd­i ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður vorið 2013. Eftir að flokk­ur hans mynd­aði rík­is­stjórn var alltaf ljóst að Ill­ugi myndi verða ráð­herra. Þeg­ar vand­ræði Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, sem leiddi hitt Reykja­vík­ur­kjör­dæm­ið, ­vegna leka­máls­ins gerðu það að verkum að staða hennar í fram­varða­sveit ­flokks­ins var ómögu­leg nefndu margir Ill­uga sem sjálf­sagðan eft­ir­mann hennar í emb­ætti vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

... til þess eins að renna á rass­inn

Á þessu ári hefur þó ekk­ert ­gengið upp hjá Ill­uga og lík­ast til er eng­inn starf­andi stjórn­mála­mað­ur, að Hönnu Birnu und­an­skildri, jafn póli­tískt lask­aður í lok árs og hann.

Vand­ræðin hófust í apr­íl þegar greint var frá fjár­hags­legum tengslum Ill­uga og Hauks Harð­ar­son­ar, ­stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Í ljós kom að ráð­herr­ann hafði þegið per­sónu­legan fjár­stuðn­ing frá Hauki sem keypt­i ­í­búð Ill­uga af honum í fyrra­sumar og leigði honum hana síðan aft­ur. Ill­ugi var þegar orð­inn ráð­herra þegar hann seldi íbúð­ina, en það þurfti hann að ger­a eftir að „nokkur fjár­hags­leg áföll“ höfðu dunið á hon­um. Áður hafði Ill­ug­i einnig unnið sem ráð­gjafi fyrir Orku Energy í Singapúr á meðan að hann var í leyf­i frá þing­störf­um. Hann virð­ist ekki hafa haft neina sér­þekk­ingu eða reynslu sem ­gerir hann eft­ir­sókn­ar­verðan eða hæfan til að sinna fjár­fest­inga­ráð­gjaf­ar­störfum í Asíu.

Það sem gerir þau tengsl tor­tryggileg er að Ill­ugi tók umræddan Hauk, núver­andi leigusala sinn, með í opin­bera heim­sókn til Kína í mars 2015, en Orka Energy stund­ar um­fangs­mikla jarð­varma­starf­semi þar í landi.

Vand­ræði Ill­uga ­vegna Orku Energy hafa síðan undið ítrekað upp á sig með hreint ótrú­leg­um, og oft vand­ræða­leg­um, vend­ing­um. Á und­an­förnum mán­uðum hefur ráð­herr­ann mætt í valin við­töl við fjöl­miðla sem höfðu lítið fjallað um mál hans í stað þess að svara spurn­ingum þeirra sem það höfðu gert, mætt í beinar útsend­ingar til að veifa launa­seðlum og birt skatt­fram­tal sitt og eig­in­konu sinnar á Face­book án þess að nokkur hafi beðið hann um það. Ill­ugi hefur hins vegar ekki vilj­að svarað ítrek­uðum fyr­ir­spurnum fjöl­miðla, meðal ann­ars Kjarn­ans, um greiðsl­ur frá Orku Energy til einka­hluta­fé­lags­ins OG Capital, sem var í eigu Ill­uga.

Sam­kvæmt frá­sögn­um ­þing­manna hafa margir úr bak­landi Ill­uga verið upp­teknir af því að fjöl­miðlar hafi sýnt óeðli­legan áhuga á mál­in­u. Ill­ugi sé ­nefni­lega fínn og góður mað­ur. Þeir sem halda að rætni eða óljóst sam­særi sé orsök vand­ræða Ill­uga virð­ast hins vegar alls ekki átta sig á hversu alvar­legt málið í raun er.

Það snýst um að ráð­herra X sé fjár­hags­lega háður fjár­festi Y og hefur í krafti emb­ættis síns opn­að við­skipta­legar dyr fyrir fjár­festi Y á erlendum mark­aði. Ráð­herra X hefur síð­an ein­ungis viljað svara völdum spurn­ingum um þessi sam­skipti og þau svör sem hafa verið veitt eru langt í frá full­nægj­andi til að eyða eðli­legri tor­tryggni. Hvað ráð­herra X heitir eða hversu fínn hann er skiptir engu máli í þessu sam­hengi. Við blasir rök­studdur grunur um tæra póli­tíska spill­ingu og fyrst stjórn­mála­flokk­ur­inn sem ber ábyrgð á Ill­uga ætlar sér ekki að takast á við hana blasir við að fjöl­miðl­ar verða einir að gera það. Það felst ein­fald­lega í aðhalds­hlut­verki þeirra.

Stutt í næsta próf­kjör

Það eru þó ekki fjöl­miðl­ar ­sem eru að gera út af við Ill­uga núna, heldur sam­starfs­menn hans í stjórn­mál­um. Sú mála­miðl­un ­sem náð var vegna RÚV-­mála er fulln­að­ar­sigur fyrir þá sem vilja þrengja að ­fyr­ir­tæk­inu og þá sem vilja bregða fæti fyrir Ill­uga. 175 millj­óna króna fram­lag sem stjórn­mála­menn ætla að ráða hvernig verður ráð­stafað kem­ur aug­ljós­lega ekki í stað þess hálfa millj­arðs króna sem stjórn­endur RÚV vor­u ­búnir að byggja áætl­anir sínar á, og segja að Ill­ugi hafi verið búinn að lof­a þeim, og sendir skýr skila­boð til starfs­manna RÚV um hverjir ráði hér á landi.

Það er stutt í kosn­ingar og um ár í að valið verði á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir­ ­kosn­ing­arnar 2017. Ljóst er að margir ætla sér fram­gang í því próf­kjöri, enda blasa við miklar breyt­ing­ar. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir leiddi flokk­inn í Reykja­vík suður fyrir síð­ustu kosn­ingar en Sjálf­stæð­is­menn munu aldrei leggja í kosn­ingar með hana í for­ystu­sæti í kjöl­far leka­máls­ins. Pétur H. Blön­dal, sem var í öðru sæti í því kjör­dæmi, lést á árinu og í Reykja­vík norður leiddi Ill­ug­i. ­Þrjú for­ystu­sæti, sem öll gætu tryggt ráð­herra­stöðu ef flokk­ur­inn heldur völd­um, eru því raun­veru­legur val­kostur fyrir stjórn­mála­menn sem vilja klífa ­met­orða­stig­ann.

Það er full­t ­til­efni til að setja stuðn­ings­leysið við Ill­uga, og þá nið­ur­læg­ingu sem hann hefur nú orðið fyr­ir, í sam­hengi við þau inn­an­flokksá­tök.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None