Icesave málalok!

Auglýsing

Þessa dagana er hinu margnefnda Icesave máli að ljúka efnislega að því leyti til að bú gamla Landsbankans hefur gert endanlega upp við forgangskröfuhafa, þ.m.t. Breta og Hollendinga vegna Icesave. Minni athygli er á því að Icesave málinu væri einnig í aðalatriðum að ljúka með tiltölulega farsælum hætti ef samningur vorsins 2009 hefði verið samþykktur sem og ef seinni tilraunir til að leiða málið til lykta eftir samkomulagsleiðum hefðu náð fram að ganga. Þegar talað er um fullnaðarsigur Íslands í málinu ættu menn að gæta að tvennu. Því fyrra að frá sjónarhóli Breta og Hollendinga er einnig að vinnast í aðalatriðum fullnaðarsigur hvað þeirra hagsmuni varðar. Einnig hinu að svonefndum sigri Íslands í málinu fylgir umtalsverður herkostnaður. Ekki er því auðvelt að greina hvor leiðin hefði orðið Íslandi hagstæðari, að samþykkja án tafa samning vorsins 2009 eða heyja hið langvinna og dýrkeypta stríð þó svo sigur ynnist að lokum fyrir dómi sem betur fer. Yfir þetta verður farið hér í framhaldinu og ofangreindar megin niðurstöður rökstuddar eftir því sem pláss leyfir.

Forgangskröfuhafar í bú gamla Landsbankans hafa nú fengið eftirstöðvar höfuðstóls krafna sinna að fullu greiddan, þ.e. þau u.þ.b. 15% höfuðstólsins sem þeir höfðu ekki þegar fengið greidd. Í septembermánuði sl. gekk tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta, TIF, frá samkomulagi við Breta og Hollendinga um að greiða þeim rétt um 20 milljarða króna í viðbót uppí umsýslu og vaxtakostnað sem þeir höfðu borið vegna málsins. Hefur þá nokkuð vænkast hagur þessara fjandvina okkar Íslendinga í Icesave málinu með því að þeir fá ekki aðeins fullnaðaruppgjör á höfuðstól kröfu sinnar heldur og allann sinn umsýslukostnað greiddan og þó nokkra ávöxtun á móti fjárbindingu uppgjörstímans. Kemur þar fleira til en ofangreint. Einkum það að þeir sem halda á forgangskröfum í bú gamla Landsbankans njóta góðs af styrkingu gengis krónunnar frá því viðmiðunar-, eða skýrara er að segja útreiknings-, gengi sem fest var í aprílmánuði 2009. Á því gengi er kröfum í búið breytt í krónur, en þegar kemur að útgreiðslum ræður gengi greiðsludagsins umbreytingu þeirra króna í erlenda gjaldmiðla á grundvelli dómsniðurstöðu þar um. Loks hefur það auðvitað haft afgerandi áhrif á fjármagnskostnað Breta og Hollendinga að vextir hafa haldist afar lágir allann tímann. Það hefur með öðrum orðum ekki kostað þá svo ýkja mikið að bíða eftir uppgjörinu.

Fullnaðarsigur hverra og hvaða verði keyptur?

Þegar að því kemur að greina hinn svokallaða sigur svo ekki sé talað um  fullnaðarsigur Íslands eftir þeirri leið sem málið fór að lokum þá kemur í ljós að hann vannst fjarri því ókeypis og án fórna. Hið óleysta Icesave mál tafði efnahagslega endurreisn Íslands umtalsvert og á ýmsan hátt og leiddi væntanlega til þess að samdráttur landsframleiðslu árin 2009 en einkum 2010 varð nokkru meiri en ella hefði orðið. Er ekki óvarlegt að áætla að samdráttur landsframleiðslu hefði samtals orðið a.m.k. einu prósentustigi minni ef Icesave málið óleyst hefði ekki haldið áfram að spilla fyrir frá og með miðju ári 2009. 12 til 15 milljarða meiri landsframleiðsla (yfir 20 milljarðar í dag) sem svo vex með okkur ár af ári inn í framtíðina er fljót að telja saman í stórar tölur. Framvinda efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tafðist beinlínis og eingöngu vegna hins óleysta Icesave máls um 8-9 mánuði. Icesave málið óleyst og óvissan vegna þess hélt lánshæfismati landsins niðri árum saman, sbr. rökstuðning matsfyrirtækjanna, og varð ítrekað og beinlínis til þess að bakslag kom í þróun matsins og áhættuálagið (CDS) hoppaði upp aftur. Icesave málið tafði það um hálft til eitt ár að íslenska ríkið gæti rutt brautina og opnað upp aðgang að erlendum fjármálamörkuðum með útgáfu. Lánskjör ríkisins og seinna bankanna og fleiri aðila urðu svo lakari vegna Icesave málsins en ella hefði orðið. Icesave málið blandaðist inní og torveldaði samskipti sveitarfélaga, orkufyrirtækja og fleiri opinberra og hálfopinberra aðila við erlenda fjárfestingabanka og fjármögnunaraðila. Gilti það bæði um afgreiðslu nýrra lána eða efndir lánsloforða, eins og í tilviki Orkuveitu Reykjvíkur, og um samskipti vegna þegar veittra lána. Icesave málið óleyst varpaði löngum skugga óvissu yfir Ísland, einkum útavíð, sem rifjaðist upp fyrir umheiminum með reglubundnu millibili og færðist á síðari hluta tímans yfir í óvissu um niðurstöðu málaferla er hélst allt til þess er dómur féll í janúar 2013.

Auglýsing

Heimafyrir tók Icesave málið upp mánuði á mánuði ofan af starfstíma Alþingis sem ekki nýttust til þess á meðan að koma örðum málum áfram. Ráðuneyti, utanríkisþjónusta, seðlabanki o.fl. eyddu ómældum tíma og fjármunum í að reyna að vinna að hagsmunamálum Íslands við erfiðari aðstæður en ella þegar deilan óleyst drógst á langinn. Á köflum fór mikil orka stjórnkerfisins í það eitt að reyna að lágmarka skaðann sem málið og ýmsar vendingar þess olli.  

Samningaleiðin væri einnig að klára málið með mjög ásættanlegum hætti

Mikið til af sömu ástæðum og leiða til þess að Bretar og Hollendingar fá sína hagsmuni í málinu uppfyllta hefðu upphaflegir samningar um lausn málsins einnig leitt málið til lykta með mjög ásættanlegum hætti fyrir Ísland. Með öðrum orðum; nú væri jafnframt að sjá fyrir endann á málinu með tiltölulega farsælum hætti eftir samningaleiðinni. Er þá í reynd vægt til orða tekið borið saman við hversu ógæfulega málið leit út í byrjun. 

Fyrir það fyrsta þá liggur nú fyrir að bú gamla Landsbankans greiðir höfuðstól Icesave að fullu og klárar það þegar í ársbyrjun 2016. Með öðrum orðum, það fer ekki ein króna frá öðrum aðilum í að gera upp hina eiginlegu Icesave skuld. Í öðru lagi blasir við að hefði íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, TIF, haldið á kröfum vegna Icesave á grundvelli samninga hefðu hagsmunir Íslands legið í að hraða útgreiðslum og veita jafn óðum undanþágur fyrir útgreiðslum til forgangskröfuhafa. Þær útgreiðslur hefðu þar með orðið umtalsvert framhlaðnaðri en nú hefur orðið með tilheyrandi minni uppsöfnun vaxta. Ábatinn af styrkingu krónunnar, samanber það sem áður var útskýrt, hefði fallið TIF í skaut og þar með myndast talsverðir fjármunir uppí vaxtagreiðslur til viðbótar því fé sem TIF hefur nú þegar greitt Bretum og Hollendingum. Vissulega hefðu staðið eftir þrátt fyrir slíka hagstæða þróun ógreiddir vextir samkvæmt upphaflega samningnum, líklega allnokkrir tugir milljarða, en einhvern tímann hefði það nú ekki þótt mikið miðað við hvernig málið horfði í byrjun. Ísland hefði verið í mjög sterkri stöðu til að krefjast endurútreikninga á þeim þætti málsins í ljósi lágs vaxtakostnaðar Breta og Hollendinga þannig að viðmiðið yrði aðeins raunverulegur fjármögnunarkostnaður þeirra á uppgjörstímanum (e. cost of funding). Þannig reiknað er ljóst að lítið sem ekkert hefði staðið útaf umfram það sem TIF gat þá sjálfur staðið straum af með eigin fjármunum og í ljósi hagstæðrar gengisþróunar.

En, í öllu falli blasir við að á móti mjög viðráðanlegum eftirstæðum vaxtakostnaði hefði komið ómældur þjóðhagslegur ávinningur af minni samdrætti landsframleiðslu á erfiðleikaárunum 2009 og 2010, tímanlegri og kraftmeiri efnahagsbati og talsvert léttara vinnuumhverfi í stjórnmálum og stjórnsýslu. Það má því færa fyrir því sterk rök í ljósi staðreynda að mikill vafi leiki á hvor leiðin í Icesave málinu hefði að endingu skilað þjóðhagslega hagfeldari niðurstöðu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None