Svona verður þú ríkur á Íslandi

Auglýsing

Okkur langar öll að búa vel og eitt af því sem tryggir gott líf eru, eins og við vitum öll, pen­ing­ar. Það eru margar leiðir til þess að auðg­ast og eiga fyrir búinu heima. En afhverju að stoppa þar? Á Íslandi eru kjörað­stæður til þess að græða á tá og fingri, mala gull og maka krók­inn. Hér eru nokkrir ein­faldir hlutir sem þú getur gert til þess að verða mold­rík­/ur á Íslandi.

Að leggja grunn­inn

Það er gott að byrja á því að safna saman góðum hóp af vinum og ætt­ingj­um. Ágætt er að hafa temmi­lega stóran hóp, því nauð­syn­legt er að ná tökum á mörgum víg­völlum í einu. Það er grund­vall­ar­at­riði að þú og þínir náið tökum á þessum víg­völl­um, en þar er helst að nefna stjórn­mál­in, fjár­mála­mark­að­inn og fisk­vinnsl­una. Líka er nauð­syn­legt að ná öllum helstu fjöl­miðlum á land­inu. Þegar þessi hópar eru komnir í start­stöður þá er hægt að byrja að græða! Munið að ef eitt ykkar græð­ir, græðið þið öll.

Sam­spil

Það er mik­il­vægt að hafa í huga að þið eruð öll í sama liði og sam­spil er lyk­ill­inn. Best er að byrja á því að stjórn­mála­hóp­ur­inn greiði leið­ina fyrir alla aðra. Þetta er best gert með því að rýmka alla lög­gjöf sem gæti verið í vegi fyrir fjár­mála- og útgerð­ar­hóp­un­um. Það er nauð­syn­legt að hafa ekki áhyggjur af því að ná kjöri næst, því þegar vinir þínir byrja að græða geta þeir tryggt þér allt það fjár­magn sem þú þarft til að taka næstu kosn­ingar í nef­ið. Einnig kemur fjöl­miðla­hóp­ur­inn sterkt inn hér, en með fjár­magni frá öðrum hópum geta þeir tryggt að gagn­rýni verði sem minnst.

Auglýsing

Kom­inn af stað

Þegar bolt­inn er far­inn að rúlla gengur þetta í raun af sjálfum sér. Þá er hægt að fara í flókn­ari aðgerðir eins og fyr­ir­tækja­gjafir, skatta­af­slætti, rík­is­styrki, lokuð upp­boð á rík­is­hlutum í fyr­ir­tækjum og svo fram­veg­is. Vittu til, að áður en þú veist af verðið þið félag­arnir orðnir mold­rík­ir! Þetta er svona auð­velt. Ef allt gengur á versta veg og eitt­hvað springur í and­litið á ykkur skaltu ekki hafa áhyggj­ur. Þá er ekki nema að koma pen­ing­unum í skjól og þrauka út næstu fjögur ár á meðan er tekið til eftir ykk­ur, og þá er hægt að byrja ballið upp á nýtt.

Gull­kálf­ur­inn

Þetta hljómar kannski fjar­stæðu­kennt, en þetta er raun­veru­leik­inn sem við búum við í dag. Við búum við gjör­spillt kerfi, þar sem afmark­aður hópur fólks starfar mark­visst að því að maka krók­inn hjá hvert öðru og skilur ekk­ert eftir handa okkur hin­um. Hrunið er enn ferskt í minni og óbragðið er langt frá því far­ið, en ekk­ert hefur breyst. Eftir til­tekt vinstri stjórn­ar­innar erum við aftur kom­inn í sömu stöðu og fyrir hrun. Rík­ustu 10% lands­manna eiga að minnsta kosti 75% af öllum auð á Íslandi. Rík­asta 1% á eitt og sér minnst fjórð­ung af öllum auð á Íslandi. Það er mark­visst unnið að einka­væð­ingu mennta- og heil­brigð­is­kerf­is­ins með nið­ur­rifi og fjársvelti, og lík­urnar á sann­gjörnu upp­boði þegar tak­mark­inu er náð eru litlar sem eng­ar. Á meðan svelta öryrkjar og aldr­að­ir, 9% barna búa við skort og heil­brigð­is­stoðir sam­fé­lags­ins hanga á blá­þræði, en þeir einu sem fá afslátt eða stuðn­ing frá rík­is­stjórn­inni eru fjár­mála­karlar og útgerð­ar­kóngar

Gull­kálf­inum er slátrað og boðið er til veislu, en okkur er ekki boð­ið.Höf­undur er for­maður Ungra jafn­að­ar­manna í Kópa­vogi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None