Að senda skilaboð

Auglýsing

Þau standa í hring og ég nálg­ast hóp­inn var­færn­is­lega. Ein þeirra ­skýtur aug­unum í átt til mín en lítur fljótt und­an. Þegar ég fer fram­hjá býð ég ­góðan dag, en þau líta á hjóla­stól­inn og á mig til skiptis með fyr­ir­litn­ingu.

Ég sit í strætó og gam­all maður gengur að mér­. Hann hreytir í mig: „Ef þú ætlar að vera hluti af íslensku sam­fé­lagi verður þú að vinna. Það verða allir að leggja til sam­fé­lags­ins hér.“ Ég svara full­u­m hálsi að þó ég leggi ekki mal­bik né verki fisk, séu kraftar mínir verð­mæt­ir ­sam­fé­lag­inu, en röddin brest­ur.

Þegar ég kem heim bíður mín umslag. Send­and­inn er hið opin­bera. Þar kemur fram að nú beri mér að afhenda rík­inu það spari­fé ­sem ég hef safnað mér í gegnum tíð­ina og eins allar mínar eignir sem eru meira en 200.000 kr. virði. Ég hafi óskað eftir nýjum hjóla­stól og þar sem ­rík­is­sjóður væri kom­inn að þol­mörkum og Íslend­ingar komnir með nóg af skatt­pín­ingu verði ég að láta allt verð­mætt af hendi til að bæta upp fyr­ir­ stól­inn. Ætli ég að búa á Íslandi verði ég að kyngja þessum veru­leika.

Auglýsing

Von­andi hryllir flesta við til­hugs­un­ina að svona væri komið fyrir fötl­uðu fólki á Íslandi. Þetta er hins vegar raun­veru­leiki sem margir flótta­menn og inn­flytj­endur búa við. Að vera mál­aðir upp sem byrð­i, a­fætur og let­ingj­ar. Ég trúi því að allir vilji vera virkir þátt­tak­endur í sam­fé­lag­inu og eigi sér drauma og von­ir, sama hvort maður heitir Inga og er í hjóla­stól eða Amira og frá Sýr­landi. Það er stað­reynd að við til­heyr­um ­sam­fé­lagi manna. Það þýðir að við leggjum fram eftir getu, og þiggjum eft­ir þörf­um. Þegar við veikj­um­st, missum vinn­una eða missum fæt­urna, erum við grip­in af sterku neti. Neti sem við höfum ofið saman sem þjóð og þétt­ist með fleiri vinn­andi hönd­um.

Danir hafa tekið upp þann sið að bjóða flótta­fólk vel­komið til lands­ins með því að hirða af þeim öll verð­mæti sem eru um­fram 10.000 danskar krón­ur, eða tæp­lega 190.000 íslenskra króna. Þá hefur sá ­tími sem fjöl­skyldur þurfa að bíða eftir að vera sam­ein­aður lengdur í þrjú ár. Í nóv­em­ber voru sett upp tjöld í bænum Thi­sted, fyrir unga menn á flótta. Þetta var gert til að reyna að draga úr straumi flótta­manna til Dan­merk­ur, að sögn ­for­sæt­is­ráð­herra þar ytra, Lars Løkke Rasmus­sen. Maður leyfir sér að efast að þetta sé gert vegna þess að ekk­ert hús­rými sé fyrir hendi heldur sé ástæðan sú að Danir vilji  með þessum aðgerðum senda skila­boð. Viljir þú koma til­ D­an­merkur og búa hér, verður þú að sætta þig við þessar ástæður og sagð­i inn­an­rík­is­ráð­herra lands­ins, Inger Støjberg, að yfir­völd vilji ekki ger­a D­an­mörku að eft­ir­sókn­ar­verðum áfanga­stað. Lög sem sam­þykkt voru í danska ­þing­inu þann 26. jan­ú­ar, meðal ann­arra af svoköll­uðum jafn­að­ar­mönnum, ala á sundr­ungu í dönsku sam­fé­lagi. Dönum er gert ljóst að flótta­menn séu byrð­i á sam­fé­lag­inu og að allt verði gert til þess að hindra komu þeirra til­ lands­ins. Eignir umfram 10 þús­und danskar krónur gerðar upp­tækar, fjöl­skyld­um ­gert að bíða í þrjú ár áður en þær geti sam­ein­ast og fyrsti við­komu­staður eft­ir langan tíma á flótta er hrá­slaga­legar tjald­búð­ir.

Ég vona, og mun gera allt sem í mínu vald­i stend­ur, til að íslenskir jafn­að­ar­menn tryggi öryggi, reisn og aðlög­un flótta­manna á Íslandi. Sendum skila­boð um að Ísland sé opið og víð­sýnt ­sam­fé­lag, byggt á frelsi, jafn­rétti og sam­stöðu.

Höf­undur er full­trúi í fram­kvæmda­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Kallar eftir „ákveðni“ stjórnvalda í sóttvarnaraðgerðum
Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors hefur Ísland forskot í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19, auk þess sem reynsla frá öðrum löndum sýni að harðar sóttvarnaraðgerðir hafi verið árangursríkar.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None