Að senda skilaboð

Auglýsing

Þau standa í hring og ég nálg­ast hóp­inn var­færn­is­lega. Ein þeirra ­skýtur aug­unum í átt til mín en lítur fljótt und­an. Þegar ég fer fram­hjá býð ég ­góðan dag, en þau líta á hjóla­stól­inn og á mig til skiptis með fyr­ir­litn­ingu.

Ég sit í strætó og gam­all maður gengur að mér­. Hann hreytir í mig: „Ef þú ætlar að vera hluti af íslensku sam­fé­lagi verður þú að vinna. Það verða allir að leggja til sam­fé­lags­ins hér.“ Ég svara full­u­m hálsi að þó ég leggi ekki mal­bik né verki fisk, séu kraftar mínir verð­mæt­ir ­sam­fé­lag­inu, en röddin brest­ur.

Þegar ég kem heim bíður mín umslag. Send­and­inn er hið opin­bera. Þar kemur fram að nú beri mér að afhenda rík­inu það spari­fé ­sem ég hef safnað mér í gegnum tíð­ina og eins allar mínar eignir sem eru meira en 200.000 kr. virði. Ég hafi óskað eftir nýjum hjóla­stól og þar sem ­rík­is­sjóður væri kom­inn að þol­mörkum og Íslend­ingar komnir með nóg af skatt­pín­ingu verði ég að láta allt verð­mætt af hendi til að bæta upp fyr­ir­ stól­inn. Ætli ég að búa á Íslandi verði ég að kyngja þessum veru­leika.

Auglýsing

Von­andi hryllir flesta við til­hugs­un­ina að svona væri komið fyrir fötl­uðu fólki á Íslandi. Þetta er hins vegar raun­veru­leiki sem margir flótta­menn og inn­flytj­endur búa við. Að vera mál­aðir upp sem byrð­i, a­fætur og let­ingj­ar. Ég trúi því að allir vilji vera virkir þátt­tak­endur í sam­fé­lag­inu og eigi sér drauma og von­ir, sama hvort maður heitir Inga og er í hjóla­stól eða Amira og frá Sýr­landi. Það er stað­reynd að við til­heyr­um ­sam­fé­lagi manna. Það þýðir að við leggjum fram eftir getu, og þiggjum eft­ir þörf­um. Þegar við veikj­um­st, missum vinn­una eða missum fæt­urna, erum við grip­in af sterku neti. Neti sem við höfum ofið saman sem þjóð og þétt­ist með fleiri vinn­andi hönd­um.

Danir hafa tekið upp þann sið að bjóða flótta­fólk vel­komið til lands­ins með því að hirða af þeim öll verð­mæti sem eru um­fram 10.000 danskar krón­ur, eða tæp­lega 190.000 íslenskra króna. Þá hefur sá ­tími sem fjöl­skyldur þurfa að bíða eftir að vera sam­ein­aður lengdur í þrjú ár. Í nóv­em­ber voru sett upp tjöld í bænum Thi­sted, fyrir unga menn á flótta. Þetta var gert til að reyna að draga úr straumi flótta­manna til Dan­merk­ur, að sögn ­for­sæt­is­ráð­herra þar ytra, Lars Løkke Rasmus­sen. Maður leyfir sér að efast að þetta sé gert vegna þess að ekk­ert hús­rými sé fyrir hendi heldur sé ástæðan sú að Danir vilji  með þessum aðgerðum senda skila­boð. Viljir þú koma til­ D­an­merkur og búa hér, verður þú að sætta þig við þessar ástæður og sagð­i inn­an­rík­is­ráð­herra lands­ins, Inger Støjberg, að yfir­völd vilji ekki ger­a D­an­mörku að eft­ir­sókn­ar­verðum áfanga­stað. Lög sem sam­þykkt voru í danska ­þing­inu þann 26. jan­ú­ar, meðal ann­arra af svoköll­uðum jafn­að­ar­mönnum, ala á sundr­ungu í dönsku sam­fé­lagi. Dönum er gert ljóst að flótta­menn séu byrð­i á sam­fé­lag­inu og að allt verði gert til þess að hindra komu þeirra til­ lands­ins. Eignir umfram 10 þús­und danskar krónur gerðar upp­tækar, fjöl­skyld­um ­gert að bíða í þrjú ár áður en þær geti sam­ein­ast og fyrsti við­komu­staður eft­ir langan tíma á flótta er hrá­slaga­legar tjald­búð­ir.

Ég vona, og mun gera allt sem í mínu vald­i stend­ur, til að íslenskir jafn­að­ar­menn tryggi öryggi, reisn og aðlög­un flótta­manna á Íslandi. Sendum skila­boð um að Ísland sé opið og víð­sýnt ­sam­fé­lag, byggt á frelsi, jafn­rétti og sam­stöðu.

Höf­undur er full­trúi í fram­kvæmda­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None