Hefurðu komið inn á Vog?

Auglýsing

Á sjúkra­hús­inu Vogi gæt­irðu rek­ist á mann á níræð­is­aldri í fyrstu með­ferð­inn­i sinni. Göngu­lagið ber vott um langvar­andi þíamínskort vegna ofdrykkju en sam­t er mað­ur­inn rétt að byrja að átta sig á hvert þeir stefna, hann og Bakkus. Þú ­sérð konu sem þú kann­ast við af for­síðum tíma­rita. Hún er háð verkja­lyfjum og þegar lækn­is­skammt­ur­inn dugar ekki leitar hún til dílera göt­unn­ar. Pels­klædd. Og drekkur kampa­vín ofan í lyf­in. Öruggt er að þú hittir barn sem mis­not­ar á­fengi, kanna­bis og örvandi eftir efnum og aðstæð­um, barn sem ólst upp í eymd og átti aldrei séns – nema það hafi alist upp í allsnægtum og björt fram­tíð brosað við. Á Vogi hitt­irðu fólk við dauð­ans dyr með brenndar brýr að baki. Flestir eru samt bara venju­legt fólk sem misst hefur fót­anna um hríð. Kannski áttu eftir að horfast þar í augu við sjálfan þig einn góðan veð­ur­dag?

Viss­irðu að ­kenn­ari barns­ins þín gæti verið dag­drykkju­mann­eskja? Að gömlu,  hljóð­látu hjónin í næstu íbúð eru alltaf rall­hálf þegar líður á dag­inn? Að sá sem klippir þig eða sú sem nuddar geng­ur ­fyrir amfetamíni? Veistu hvað er í kaffi­krús yfir­manns­ins eða brúsa einka­þjálf­ar­ans? Hef­urðu grænan grun um hversu margir bíl­stjórar eru á ein­hverju, ekki bara á laug­ar­dag­kvöldum heldur líka á mið­viku­dags­morgn­um?

Hvern ein­asta dag árs­ins eru með­ferð­ar­úr­ræði Íslands full­nýtt. Öll pláss hjá SÁÁ, ­Sam­hjálp, Krýsu­vík­ur­sam­tök­unum og Land­spít­al­an­um. Ein­hverjir ganga til­ sál­fræð­inga vegna drykkju eða fara í með­ferðir erlendis og sumir taka út ­með­ferð­ina í fang­els­um. Á yfir­fullum deildum allra spít­ala liggur fólk með alls kyns sjúk­dóma sem er samt fyrst og fremst er að fást við ómeð­höndl­aða fíkn. ­Neyð­ar­mót­tökur slysa og ofbeldis eru fullar af fórn­ar­lömbum Bakkusar og á göt­u­m Reykja­víkur eru hátt í tvö hund­ruð manns heim­il­is­laus­ir, lang­flestir vegna mis­notk­un­ar á áfengi eða öðrum vímu­efn­um. Í kirkju­görðum hvílir fólk sem frekar hefði átt að velja að fara í með­ferð.

Auglýsing

En bata­sam­fé­lagið er líka stórt. Í hverju krumma­skuði hitt­ast alkó­hólistar í bata og nota heilandi aðferðir sam­tals­ins til að halda sér edrú. Sama gildir um öflugt sam­fé­lag aðstand­enda þar sem fólk finnur hvert annað í leit að bættri líð­an. Við erum að tala um stóran hluta þjóð­ar­inn­ar. Við erum að ræða dauð­ans al­vöru­mál.

Og samt eru þeir til sem vilja bæta að­gengi að áfengi

Segjum að á­fengi hafi enn ekki verið fundið upp. Einn dag­inn kemur maður til­ ­gos­drykkja­fram­leið­anda með upp­skrift að drykk sem gerir alla glaða. „Frá­bært, ­seljum hann í fal­legum flöskum,“ segir fram­leið­and­inn en þar sem vök­vinn er hug­breyt­andi þarf að rann­saka hann eins og hvert annað lyf áður en hann fer á mark­að. Fljót­lega fara veik­indi og óæski­leg hegðun að gera vart við sig í rottu­búr­un­um og sum dýrin sækja meira en eðli­legt þykir í gleði­drykk­inn, sem endar með­ ­þján­ingum og ótíma­bærum dauða. Sam­bæri­leg til­raun hefur staðið yfir í mann­heimum í árþús­und­ir. Helstu rann­sókn­ar­nið­ur­stöður eru þær að hluti mann­kyns ræður ekki við neyslu á vín­anda á meðan aðrir hafa ómælda gleði af ,,þrúgna gullnum tárum“ sem glóa, svo vitnað sé í nítjáundu aldar þjóð­skáld sem hefð­i þurft að fara í með­ferð til að heim­ur­inn fengið notið hæfi­leika hans leng­ur. Í ald­anna rás hafa ýmsar get­gátur verið uppi um ástæður þess að nokkur stór ­pró­sentu­tala mann­kyns þolir ekki áfengi en nú telja menn ástæð­una helst að f­inna í erfða­meng­inu.

Fyr­ir­ alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþingis liggur þessa dag­ana frum­varp um að ­leyfa sölu á  bjór og léttum vínum í mat­vöru­versl­un­um. Sam­þykki Alþingi það mun veru­lega kvarn­ast úr til­trú minni á full­trúa­lýð­ræð­inu af því að mér fynd­ist ein­kenni­legt að Alþingi sam­þykkti það ­sem kann­anir sýna að hátt í sjö af hverjum tíu Íslend­ingum eru mót­falln­ir.

Reynsla og ­rann­sóknir sýna að bætt aðgengi eykur áfeng­is­neyslu. Ég veit ekki til að hið ­gagn­stæða hafi nokkurn tíma verið sannað með vís­inda­legum hætti en þætt­i ­for­vitni­legt að sjá þá skýrslu sé hún til. Meiri neysla þýðir aukið álag á fé­lags- og heil­brigð­is­kerfi en nú er einmitt uppi hávær umræða um hvort heil­brigð­is­kerfi okkar þolir meira fjársvelti. Leik­manni eins og mér þætt­i óskilj­an­legt að þing sam­þykkti lög sem vitað er að auka enn á vanda heil­brigð­is­kerf­is­ins.  

And­staða ­þjóð­ar­innar eykst eftir því sem umræð­unni vindur fram. Á vef Alþingis má les­a ­at­huga­semdir fólks og félaga­sam­taka við frum­varp­inu og þar kemur í ljós að lýð­heilsurök and­stæð­inga frum­varps­ins vega þyngra í hugum fólks en við­skipta­frels­is­rök frum­mæl­enda. Flestir vilja við­skipta­frelsi en það er dap­ur­legt að almenn­ingur treystir við­skipta­líf­inu almennt illa en sér í lag­i til að ann­ast dreif­ingu á þeirri ein­kenni­legu vöru sem er ann­ars vegar ávanda­bind­and­i vímu­gjafi og hins vegar vand­með­farin mun­að­ar­vara. Við viljum frelsi en við viljum ekki frelsi ein­göngu frels­is­ins vegna heldur sættum okkur við höft og hömlur þegar nauð­syn kref­ur. Lík­lega eru Íslend­ingar til dæmis upp til hópa and­vígir óheftri eign á skot­vopnum og sjá sam­hengið á milli almennr­ar ­byssu­eignar og skot­bar­daga.

Rauð­vín­s­legin vanda­mál

En sum­um finnst hvorki hip og kúl né í takt við tím­ann að ríkið selji áfengi. Hvers ­vegna er ekki hægt að treysta okkur til að kaupa vín í búð eins og aðrir þjóð­ir ráða við, er spurt. En ráða aðrar þjóðir við það? Þótt áfeng­is­vandi Íslend­inga sé ærinn er hann lít­ill í sam­an­burði við flestar aðrar vest­rænar þjóð­ir. Vand­inn er mestur þar sem vín­drykkju­hefðin er lengst og íbú­ar rauð­víns­legn­ast­ir. Dag­drykkj­unni fylgja áfeng­is­tengdir sjúk­dómar sem þekkjast vart á brenni­víns­belt­unum þar sem drykkja ein­kenn­ist af túrum og fyllir­í­um. Ekki skal ég verja drykkju­mynstrið sem löngum hefur sett ljótan svip á sam­fé­lag okkar en vil aðeins nefna þá stað­reynd að með auk­inni dag­drykkju, oft­ast léttra ­drykkja, hefur tíðni áfeng­is­tengdra sjúk­dóma auk­ist veru­lega hér­lend­is. Þess má ­geta að skil­grein­ing á dag­drykkju er sú að áfengi sé smakkað fleiri daga vik­unnar en færri. Kapp­semin verður ekki af Íslend­ingum skafin og nú virðast þeir ætla að taka upp bæði drykkju­mynstr­in. Margir segj­ast nefni­lega drekka flösku á dag en hrynja í það um helg­ar.

Að drekka ­bjór og létt­vín getur verið alveg jafn góð leið til glöt­unar og að drekka brenni­vín eða neyta ólög­legra fíkni­efna. Margir fíklar telja reyndar bjór­inn ver­sta ó­vin­inn af því að hann kemur í svo heppi­legum umbúðum til falls. Maður ætl­ar kannski að fá sér einn hrím­aðan og rankar við sér tíu árum síðar með sprautu­nál í ónýtri æð. Það er sam­fé­lag­inu dýrt að hafa freist­ingar við hvert fót­mál en hvers vegna ættum við að taka til­lit til aum­ingj­anna spyrja sumir og vissu­lega er rétt­mætt að velta því fyrir sér. En ef við kjósum sam­fé­lag án ­sam­fé­lags­legrar ábyrgðar hlýtur ábyrgð­ar­leysið að ná til allra aumra og sjúkra, ekki aðeins þeirra áfeng­i­s­aumu og -sjúku. Eins og við vitum mun það fyrr eða ­síðar líka ná til þeirra sem ekki vilja taka til­lit til aum­ingj­anna.

Það er ekki verið að tala um að banna á­fengi

Lík­lega vildu fleiri þjóðir eiga Vín­búð­ina okkar ef fólk frétti um kosti þess ­fyr­ir­komu­lags sem við, ásamt fleiri nor­rænum þjóð­um, vorum svo heppin að taka ­upp við sölu áfengra drykkja. Vín­búðin er stofnun með þjón­ustu­lund sem ár eft­ir ár skorar hæst allra fyr­ir­tækja á ánægju­vog við­skipta­manna. Hún sinnir kröfu­hörð­u­m connois­se­urum vel en sýnir um leið þeim ábyrgð sem leita stíft í vör­ur versl­un­ar­innar en þola ekki inn­töku þeirra. Raunar er það öfug­snúið að rík­ið ­selji vöru sem getur verið þjóð­inni hættu­leg og lík­lega væri sala áfengis með­ öllum sínum auka­verk­unum bönnuð ef varan væri nýlega upp­fund­in. En áfengi er ekki á útleið í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð líkt og gæti gerst með ann­að á­vanda­bin­andi og lýð­heilsu­skað­legt efni, tóbak­ið. Með fræðslu, for­vörnum og skertu aðgengi er hugs­an­lega að takast að útrýma reyk­ingum í okkar heims­hluta og fæstir sakna tóbaks­ins, nema fram­leið­end­urn­ir.

Mun­ur­inn á reyk­ingum og drykkju er hins vegar sá að flestir sem reykja vilja hætta en flestir sem dreypa á gullnum veigum hljóta ein­ungis af því ánægju en engan skaða. Íslenska þjóðin er samt bless­un­ar­lega enn á þeirri skoðun að það sé ekki endi­lega nauð­syn­legt að vín sé til sölu alls staðar og alltaf. Í litlu sveit­ar­fé­lagi sem ég þekki kusu íbúar að opna ekki áfeng­is­út­sölu. Meiri­hluta í­búa finnst greini­lega ekki til­töku­mál að keyra í klukku­tíma eftir bús­i. Veit­inga­menn­irnir hafa lík­lega hugsað um það við kjör­kass­ann að það væri betri við­skipta­hug­mynd að selja ferða­mönnum vín á börum en í búð og virku alk­arn­ir vilja sko örugg­lega frekar útvega sér flösk­urnar eftir öðrum leiðum en að láta ­ná­grann­ana telja þær ofan í sig í kaup­fé­lag­inu. Íslensku þjóð­inni virð­ist ekki f­inn­ast það nauð­syn­legt að geta keypt hvítvínið á sunnu­dögum um leið og hum­ar­inn og þá er ekki laust við að maður spyrji hvað gengur ráða­mönnum til að vilja eyði­leggja kerfi sem um ríkir tölu­verð sátt. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None