Auglýsing

Á föstu­dag voru und­ir­rit­aðir nýir búvöru­samn­ing­ar. Þeir ­kosta skatt­greið­endur um þrettán millj­arða króna á ári og eru til tíu ára. Til­ við­bótar kostar sú tolla­vernd sem íslenskum land­bún­aði er veitt með lögum um ­tíu millj­arða króna til við­bótar fyrir neyt­endur á ári. Það þýðir að næstu þrjár rík­is­stjórnir hið minnsta verða bundnar af þeirri ákvörð­un. Þeg­ar ­samið var um gerð þess­arra samn­inga þá var það gert með aðkomu stjórn­mála­manna ann­ars vegar og full­trúa bænda hins veg­ar. Eng­inn full­trúi neyt­enda var aðil­i að gerð þeirra.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra var búinn að und­ir­búa sig fyrir umræð­una sem myndi fylgja und­ir­ritun samn­ing­anna. Í ræð­u sinni á Við­skipta­þingi fyrir skemmstu hvatti hann atvinnu­lífið til að hætta að eyða kröftum í að atast í bændum eða ímynda sér að það ­geti verið skyn­sam­legt að gera Ísland að los­un­ar­stað fyrir umfram­fram­leiðslu á heims­mark­aði á meðan önnur ríki við­halda tollum gagn­vart okk­ur.

Auglýsing

Þegar fram kom gagn­rýni um að nýir búvöru­samn­ingar væru skelfi­legir fyrir neyt­endur sagði hann að samn­ing­arnir stuðl­uðu að lægra vöru­verði til neyt­enda og gjald­eyr­is­sparn­aði upp á um 50 millj­arða króna á ári. Í Morg­un­blað­inu í dag kom síðan fram að Sig­mundur Davíð nennir ekk­ert að ræða þessi mál frek­ar. „Það er ­búið að und­ir­­rita þessa samn­inga og málið er frá,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra ­þrátt fyrir að Alþingi eigi enn eftir að sam­þykkja þá.

Hvorki verslun né bændur gæta hags­muna ­neyt­enda

Vert er að taka fram að ég er ekki and­stæð­ingur íslensks land­bún­að­ar. Ég hata alls ekki dreifðar byggðir né er að ganga hags­muna versl­un­ar­inn­ar. Mál­flutn­ing­ur hags­muna­að­ila henn­ar, sem oft er settur fram í nafni neyt­enda, er jafn fjarri því að vera það og sú full­yrð­ing for­sæt­is­ráð­herra um að yfir 20 millj­arða króna ár­leg nið­ur­greiðsla og tolla­vernd fyrir land­bún­að­inn sé gerð með hags­mun­i ­neyt­enda í huga. Versl­unin er fyrst og síð­ast að hugsa um að geta tekið til sín ­stærri bita af kök­unni. Og stjórn­mála­menn sem slá skjald­borg um sér­hags­mun­i bænda eru að tryggja þeim tekjur og til­veru sem byggir ekki á við­skipta­leg­um ­for­send­um. Þeir sem borga óum­flýj­an­lega kostn­að­inn af þessu reipi­togi eru al­menn­ingur í land­inu, íslenskir neyt­end­ur.

Einn þeirra ­bú­vöru­samn­inga sem skrifað var undir snýr að naut­gripa­rækt, og aðal­lega ­mjólk­ur­fram­leiðslu. Nú er vert að rifja upp að í fyrra­sumar kom út skýrsla frá­ Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands, sem laumað var út í sömu viku og hafta­los­unar­á­form rík­is­stjórn­ar­innar voru kynnt svo umræða um hana yrði í lág­marki. Í henni kom fram að íslenskir neyt­endur borga rúm­lega níu millj­örð­u­m krónum meira á ári fyrir mjólk­ur­vör­urnar okkar en við þurfum að gera. Í stað þess að borga 6,5 millj­arða króna fyrir inn­flutta mjólk, að teknu til­liti til­ ­flutn­ings­gjalda, þá borgum við 15,5 millj­arða króna á ári fyrir íslenska mjólk. Átta millj­arðar króna af þess­ari við­bót­ar­greiðslu er til­komin vegna þess að ­ís­lenska mjólkin er ein­fald­lega miklu dýr­ari í fram­leiðslu í því kerfi sem við erum með en í þeim löndum sem við gætum flutt hana inn frá. Auk þess fram­leið­ir ­mjólk­ur­fram­leiðslu­kerfi Íslands meiri mjólk fyrir inn­an­lands­markað en við þurf­um. Offram­leiðsla á nið­ur­greiddri mjólk­inni kostar neyt­endur og ríkið því millj­arð króna til við­bótar á ári.

Þennan veru­leika má ­síðan yfir­færa yfir á aðra anga land­bún­að­ar­kerf­is­ins.  

Fé fært úr rík­is­sjóð­i til að tryggja völd

Sitj­andi rík­is­stjórn hefur áður tekið ákvarð­anir sem fær­ir fé úr rík­is­sjóði til aðila sem tryggja henni völd. Það var gert með lækk­un veiði­gjalda á sjáv­ar­út­veg sem hagn­ast hefur um hund­ruð millj­arða króna fyr­ir­ fjár­magnsliði á árunum eftir hrun. Sú lækkun á tekjum rík­is­sjóðs var fyrsta verk rík­is­stjórn­ar­innar eftir að hún tók við. Við­bót­ar­tekj­urnar sem renna nú í vasa sjáv­ar­út­veg­ar­ins geta eig­endur fyr­ir­tækja innan hans síðan notað til að ­sölsa undir sig rekstur í öðrum geirum sam­fé­lags­ins. Eða dælt í millj­arða króna tóm­stund­ar­rekstur á mál­gögn­um.

Það er síðan örugg­lega bara til­viljun að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru áber­andi á með­al­ þeirra lög­að­ila sem styrktu stjórn­ar­flokk­anna, Fram­sókn­ar­flokk og ­Sjálf­stæð­is­flokk, með hámarks­fram­lögum í aðdrag­anda síðust­u sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Alls styrktu ell­efu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki Fram­sókn­ar­flokk­inn með hámarks­fram­lagi á árinu 2014, og átta ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Rík­is­stjórnin færð­i líka 80 millj­arða króna úr rík­is­sjóði til val­ins hóps Íslend­inga sem hafði verið með verð­tryggð lán á ákveðnu tíma­bili. Greiðslan var órök­studd skaða­bóta­greiðsla fyrir verð­bólgu­skot sem þegar var búið að leið­rétta sig í hækk­andi hús­næð­is­verði. Til­gang­ur­inn var að greiða fyrir það kosn­inga­lof­orð um ­pen­inga­gjöf sem tryggði Fram­sókn­ar­flokknum kosn­inga­sigur í þing­kosn­ing­un­um 2013.

Og nú hef­ur ­rík­is­stjórnin skrifað undir samn­inga sem eiga að skuld­binda íslenska skatt­greið­end­ur til að nið­ur­greiða kostnað við rekstur einnar atvinnu­greinar um hund­ruð millj­arða króna næsta ára­tug­inn. Þessu á almenn­ingur bara að kyngja og ef ráð­stöf­unin er gagn­rýnd er sagt að við­kom­andi skilji ekki hversu gott þetta ­fyr­ir­komu­lag sé fyrir okkur öll og því ættum við ekk­ert að vera að tjá okkur um það. Þegar hiti kemst í gagn­rýn­ina þá afgreiðir for­sæt­is­ráð­herra síðan bara ­mál­ið. Það er búið að skrifa undir og málið er frá.

Ef það lítur út eins og spill­ing, og lyktar eins og spill­ing þá...

Það er hins vegar ekki þannig að málið sé frá. Og það er sann­ar­lega ekki þannig að íslenskir neyt­endur geti ekki myndað sér upp­lýsta ­skoðun á því hvort for­svar­an­legt sé að gríð­ar­lega miklu af skatt­pen­ing­un­um okkar sé eytt í að nið­ur­greiða einn atvinnu­veg. Íslenskir kjós­endur hafa mun betri aðgengi að upp­lýs­ingum og eru í mun betra færi til að mynda sér­ ­sjálf­stæðar skoð­anir í dag en þeir hafa verið nokkru sinni áður. Þeir þurfa ekki á stjórn­mála­mönnum að halda til að taka allar slíkar ákvarð­anir fyrir þá og segja þeim föð­ur­lega að málið sé afgreitt með aðkomu örfárra ­sér­hags­muna­að­ila. Þótt okkur sé sagt að spill­ing sé eðli­leg, og jafn­vel gerð ­með okkar hags­muni í huga, þá áttum við okkur á því að svo er ekki. Aukin geta okkar til að sjá í gegnum skrumið er meira að segja mæld reglu­lega.

Fyrir skemmstu var til að mynda birtur listi Tran­sparency International um spill­ingu í heim­in­um. Vísi­tala sam­tak­anna er byggð á álit­i ­sér­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og ­stjórn­sýslu. Þau lönd sem fá hæsta ein­kunn eiga það sam­eig­in­legt að þar er ­stjórn­sýsla opin og almenn­ingur getur dregið stjórn­endur til ábyrgð­ar. Lægst­u ­ein­kunnir fá lönd þar sem mútur eru algeng­ar, refsi­leysi ríkir gagn­vart ­spill­ingu og opin­berar stofn­anir sinna ekki hlut­verki sínu í þágu borg­ar­anna. ­Sam­kvæmt lista sam­tak­anna var Ísland spillt­ast Norð­ur­land­anna á árinu 2015. Á­stæður þess má meðal ann­ars finn í gjörn­ingum á borð við þá útdeild­ing­u skatt­fjár sem mun eiga sér stað með nýgerðum búvöru­samn­ing­um.  

Það er hægt að stöðv­a þetta

Flest allir „hefð­bundn­ir“ stjórn­mála­flokkar eru að upp­lifa til­vist­ar­kreppu um þessar mund­ir. Kjós­endur eru að hafna þeim og aðferða­fræð­i þeirra. Helsta ástæðan er sú að almenn­ingur upp­lifir ekki að fólkið og stefn­an ­sem flokk­arnir bjóða upp á séu til fyrir sig, heldur að almenn­ingur sé frekar ein­ungis hreyfi­afl sem sé virkjað til að kom­ast að völd­um. Þess á milli sé al­menn­ingur suð sem leiða eigi hjá sér.  

Stjórn­mála­flokkar hafa tvo val­kosti í svona stöðu, ann­að hvort að breyt­ast og aðlag­ast nýjum veru­leika eða þverskall­ast við og færast sí­fellt meira út á jað­ar­inn í kjöl­far­ið. Það ætti því að fel­ast tæki­færi fyr­ir­ ­stjórn­mála­flokka og –menn sem vilja eiga mögu­leika á að end­ur­tengja sig við kjós­endur að gera það þegar búvöru­samn­ing­arnir verða lagðir fyrir Alþingi.

Með því að hafna þeim og krefj­ast ann­arra vinnu­bragða við út­deil­ingu á fé almenn­ings, þar sem full­trúar og hags­munir neyt­enda hafa jafn­ ­mikið vægi og fjár­hags­legir hags­munir bænda, Mjólk­ur­sam­söl­unnar og Kaup­fé­lags­ Skag­firð­inga. Vinnu­bragða þar sem stjórn­mála­öfl með rík sögu­leg tengsl við fram­an­greinda þiggj­endur skatt­fjár geta ekki skuld­bundið þrjár rík­is­stjórnir sem þau eiga mögu­lega ekki aðild að til að greiða hund­ruð millj­arða króna í nið­ur­greiðslur til­ einnar atvinnu­grein­ar. Tveir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, þar á meðal þing­flokks­for­mað­ur­ hans, hafa sagt að þeir muni ekki sam­þykkja nýja búvöru­samn­inga. Ef öll stjórn­ar­and­stað­an ­segir nei þá þarf bara fimm Sjálf­stæð­is­menn til við­bótar til að hafna ­samn­ing­un­um.

Það er hægt að stöðva þetta.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None