Rofin fyrirheit - Ísland í hópi þróunarríkja

Dr. Haukur Arnþórsson fjallar um upplýsingasamfélagið, og veltir því fyrir sér hvort ríkið hafi stutt við innleiðingu upplýsingatækni í störfum sínum.

Kommentakerfi
Auglýsing

Hér­ er farið yfir hvort ríkið hefur stutt við inn­leið­ingu upp­lýs­inga­tækni í störfum sín­um. Einkum er miðað við sömu hug­tök og í fyrri grein: gagn­sæ­i (­upp­lýs­inga­gjöf með sam­þætt­ingu gagna), sam­ráð á net­inu og frels­is­hug­mynd­ir ­nets­ins. Tölvu­væð­ing rík­is­ins er lítið rann­sakað mál­efni sem opin­berir aðil­ar hafa ekki varið til miklu fé. Því verða álykt­anir einkum dregnar af alþjóð­leg­um ­rann­sóknum sem gefa grófa mynd en eru sterk ábend­ing.

Hlut­verk rík­is­ins og stjórn­mál

Það er ríkið sem myndar upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíð­ar. Það varð­veitir nán­ast all­ar ­sam­eig­in­legar upp­lýs­ingar og hefur víð­tæk­ari heim­ildir til upp­lýs­inga­öfl­unar en nokkur annar aðili, meðal ann­ars með hag­skýrslu­gerð og vegna skatt­heimtu. Þá ­sér ríkið um með­ferð og hefur með úrlausn sam­eig­in­legra mála að gera, bæð­i fram­kvæmdir og stefnu­mörkun (t.d. með laga­setn­ing­u). Ný atvinnu­grein, ­upp­lýs­inga­tækni­iðn­aður getur varla blómstrað nema fyrir til­stuðlan rík­is­valds. Finn­ar ­stofn­uðu fyrir ald­ar­fjórð­ungi Fram­tíð­ar­nefnd finnska þjóð­þings­ins í því skyn­i að búa til slíkan iðnað og tókst það. Hafa verður í huga að nán­ast all­ar ­tækni­fram­farir eru kost­aðar af sam­eig­in­legu fé, jafn­vel í BNA, t.d. með­ ­starf­semi NASA og hers­ins.

Í anda NPM (New Public Mana­gement, hægri stjórn­mála- og stjórn­sýslu­stefna sem kom fram undir 1990 á tímum Reag­ans og Thatcher) og þó sér­stak­lega Lais­sez-faire (af­skipta­leys­is­stefna í málum rík­is­ins) var því haldið fram að þróun upp­lýs­inga­tækn­innar og ­upp­lýs­inga­tækni­iðn­að­ar­ins væri best komin hjá mark­aðs­að­ilum en að ríkið ætti að halda að sér hönd­un­um. Áhrif þess­arar stefnu og frá­hvarf frá henni hafa ver­ið kort­lögð af OII (Ox­ford Inter­net Institu­te). Þessi stefna komst til fram­kvæmda hér á landi og var RUT-­nefndin (Ráð­gjaf­ar­nefnd um upp­lýs­inga­tækni) lögð niður á síð­asta ára­tug síð­ustu ald­ar, tölvu­störf hjá fjár­mála­ráðu­neyt­inu einnig, SKÝRR ­selt og sjálf Hag­sýslu­stofnun að lokum lögð nið­ur, en hún átti að annast fram­þróun opin­berra vinnu­bragða.

Auglýsing

En dreif­stýr­ing NPM stóð stutt við í í alþjóða­sam­fé­lag­inu og Banda­ríkin og Kanada tóku upp­ harð­dræga mið­stýr­ingu rík­is­ins í upp­lýs­inga­tækni­málum eftir árás­ina á tví­bura­t­urn­ana 2001 undir stjórn Bush yngri. NPM hafði raunar ekki mikil áhrif í þeim ríkj­um. En þau ríki sem gengu lengst í að fram­kvæma NPM svo sem Bret­land, Nýja-­Sjá­land og Ástr­alía breyttu stefnu sinni og efldu hlut rík­is­ins. Í Bret­landi hefur ríkið leitt upp­lýs­inga­tækni­þró­un­ina ötul­lega síðan á dög­um Bla­ir.

Flest bendir til þess að Ísland hafi fylgt afdrátt­ar­lausri hægri dreif­stýr­ing­ar­stefn­u og afskipta­leys­is­stefnu í mál­efnum upp­lýs­inga­tækni í yfir 20 ár og sé nú ef til­ vill eina ríkið í heim­inum sem gerir það.

Mæl­ingar

Fjöldi alþjóða­stofn­ana stundar mæl­ingar á upp­lýs­inga­sam­fé­lag­inu og er Ísland yfir­leitt mælt. Þær eru helstar Alþjóð­lega efna­hags­stofn­unin (WEF), Stjórn­sýslu­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (United Nations Public Administration Network, UNPAN), Alþjóð­lega fjar­skipta­stofn­unin (IT­U), Alþjóða­bank­inn (World Bank), Efna­hags-og fram­fara­stofn­unin (OECD), Mennta-, vís­inda- og menn­ing­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNESCO) og ESB. Margar aðrar stofn­anir og rann­sókn­ar­hópar hafa tek­ist á við að mæla áhrif upp­lýs­inga­tækni á ríki og sam­fé­lög til lengri og skemmri tíma.

Mæl­ing­ar á þró­un­ar­stigi og mögu­leikum upp­lýs­inga­tækni opin­berra aðila geta verið á þrennu eins og fram kemur á mynd 1: fram­boði, eft­ir­spurn og þeim innviðum sem ­nauð­syn­legir eru. Mik­il­vægt er að gera sér skýra grein fyrir hvað verið er að ­mæla, en oft túlka fjöl­miðlar alþjóð­legar mæl­ingar ekki rétt. Ísland hef­ur ­lengst af verið í fyrsta sæti varð­andi eft­ir­spurn almenn­ings og ofar­lega á blaði varð­andi inn­viði (svipað og hin Norð­ur­lönd­in), en það er fram­boðs­hlið­in ­sem hér er til umræðu og á henni hefur Ísland verið að fær­ast í hóp lökust­u ­ríkja Evr­ópu (með t.d. Grikk­landi) og mælst svipað og asíu­ríki sem hafa ver­ið að taka sig taki (t.d. Kazakhstan). Í þessum mæl­ingum er átt við fram­boð frá­ ­rík­is­ins hálfu.

Mælingar á upplýsingasamfélaginu geta verið á framboði, eftirspurn eða innviðum.

Gagn­sæi: Sam­þætt­ing og ­þró­un­ar­stig á fram­boðs­hlið

Stjórn­sýslu­stofn­un Sþ. mælir sam­þætt­ingu upp­lýs­inga. Sam­þætt­ing (sam­keyrsla) er mik­il­virkasta að­ferð opin­bers valds til þess að fá heild­ar­myndir af opin­berri fram­kvæmd og ­mál­efn­um, bæði til þess að birta þær almenn­ingi og frétta­mönn­um, en ekki síð­ur­ til eigin stjórn­unar og til afgreiðslu á einni vef­gátt við almenn­ing og ­fyr­ir­tæki. Hún er for­senda ein­föld­unar opin­berrar þjón­ustu og síð­ast en ekki síst gagn­sæis sem stendur undir nafni.

Ísland hefur frá upp­hafi mæl­inga UNPAN komið illa út varð­andi sam­þætt­ingu og hef­ur verið í 50-60 sæti í seinni mæl­ing­um. Á árinu 2012 var Ísland næst á eft­ir Úrugvæ og nokkru á eftir Kúveit og Mongól­íu. Það er líka skemmst frá því að ­segja að sam­þætt­ing opin­berra gagna er mjög stutt komin hér á landi og var ­fyrir skemmstu ekki haf­in. Nú eru Þjóð­skrá, Trygg­inga­stofn­un, Land­lækn­is­emb­ætt­ið og fleiri rík­is­stofn­anir að byrja að vinna að sam­þætt­ingu – allar af veik­um ­mætti. Eng­inn vafi er á því að tví­verkn­aður verður mik­ill og árangur lít­ill. Verk­efnið þarf að vera í mið­lægri tölvu­deild rík­is­ins, á rík­is­stigi, en ekki ­stofn­ana­stigi – af mörgum ástæð­um, m.a. þeirri að stofn­anir hafa aðeins vald á eigin mál­efna­sviði. Það verður ekki unnið í dreif­stýr­ingu, heldur með mjög á­kveð­inni mið­stýr­ingu eins og gert er í öðrum ríkj­um, t.d. til þess að staðla ­skrán­ing­ar­svið þannig að gögn séu samkeyr­an­leg yfir­leitt og skil­yrða þarf fjár­veit­ing­ar í sama skyni. Það þarf því skipu­lags­breyt­ingu fyrir sam­þætt­ing­una og ­tölvu­deildin þarf að vera sjálf­stæð, hafa við­eig­andi vald­heim­ildir og hátt í skipu­riti (ná eyrum ráð­herra).

ESB hefur mælt þró­un­ar­stig (e. sofist­ication) raf­rænnar stjórn­sýslu í um ára­tug. Í þeim mæl­ingum hefur Ísland verið að fær­ast sífellt nær botn­in­um. Þró­un­ar­stig ­lausna er lágt og tölvu­væð­ing nær stutt eða ekki til þess að ljúka verk­efn­um. Það er þó skil­yrði til þess að ná þjóð­hags­legum mark­miðum svo sem minni bíla­um­ferð og frelsi í stað­setn­ingu stofn­ana, starfs­manna og við­skipta­vina.

Hér­ skal það tekið fram að þótt kallað sé eftir stofnun tölvu­deildar rík­is­ins sem ann­ist sam­þætt­ingu (á rík­is­stigi en ekki stofn­ana­stig­i), sem er vissu­lega grund­völlur upp­lýs­inga­sam­fé­lags, þá er líka mik­il­vægt að ríkið tak­marki ­starf­semi sína á tölvu­svið­inu á margan annan hátt enda krefst tækni­þró­un­in ­nán­ara sam­starfs opin­berra aðila og einka­að­ila en áður og fram­kvæmir „PPP - Pu­blic Pri­vate Partners­hip“ enn frekar en önnur fag­starf­semi.

Sér­staða Íslands

Í al­þjóð­legum mæl­ingum er jafnan sam­ræmi milli fram­boðs og eft­ir­spurnar eft­ir op­in­berri þjón­ustu á net­inu. Það á einnig við um ríki þriðja heims­ins, en þau ­ríki sem fremst fara s.s. Banda­ríkin og Bret­land mæl­ast þó með nokkuð meira fram­boð en eft­ir­spurn. Á Íslandi er staðan gagn­stæð. Í engu ríki öðru er áhuga al­menn­ings jafn illa mætt. Sjá mynd 2.

Mynd 2.Fram­boð af opin­beru sam­ráði

Ísland hefur verið mjög neð­ar­lega varð­andi sam­ráð rík­is­ins við almenn­ing og hags­muna­að­ila á net­inu eða í 60-140 sæti af ríkjum Sþ., árið 2012 var Ísland á eftir Níger­íu og Belíse. Það þýðir ein­fald­lega að sam­ráð fram­kvæmda­valds­ins á net­inu er nán­ast ekki fyrir hendi. Um nokk­urra miss­era skeið hefur Stjórn­ar­ráðið unnið að und­ir­bún­ingi sam­ráðs­kerfis sem ekki ­bólar enn á.

Ýmis­leg­t bendir til þess að fram­kvæmda­valdið sé veik­ara hér en í nágranna­ríkj­unum og ráði jafn­vel ekki við sam­ráð - og lög­gjaf­ar­valdið mikið sterkara. Það hef­ur einkum stað­fest­ing­ar- og eft­ir­lits­vald í nágranna­ríkj­un­um, breytir t.d. hel­st ekki stjórn­ar­frum­vörp­um. Und­ir­bún­ingur mála kann því að vera veik­ari hér en í þeim ríkjum sem hafa sterkt fram­kvæmda­vald sem styður vand­aðan und­ir­bún­ing, rann­sókn­ir og víð­tækt sam­ráð við und­ir­bún­ing laga­setn­ingar og mis­tök í opin­berum á­kvörð­unum gætu því verið tíð­ari hér. Áhersla á stjórn­mál virð­ist sterk hér á kostnað vand­aðs und­ir­bún­ings og fag­þekk­ing­ar. Höfum í huga að ný þekk­ing og ­mannauður úr háskól­unum gagn­ast þjóð­fé­lag­inu í aðal­at­riðum skipu­lega í gegn­um ­störf hjá fram­kvæmda­vald­inu og á vegum þess.

Sam­ráð er ekki síður mik­il­vægt á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu þar sem almenn­ingur vill hafa á­hrif á þjón­ust­una í nærum­hverfi sínu. En stjórn­sýsla sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins virð­ist enn veik­ari en rík­is­ins. Helstu verk­efnin um raf­rænt sam­ráð, Betri Reykja­vík­ og betri hverfi, styrkja stjórn­mála­legar ákvarð­anir og eru nán­ast til höf­uðs ­stjórn­sýslu Reykja­vík­ur­borg­ar. Er þá búið að hafa enda­skipti á hlut­unum mið­að við fram­kvæmd­ina í nágranna­ríkj­un­um. Styrk­ing stjórn­mála­legrar nálg­unar við ­lausn mála er jafn­framt veik­ing fag­legra vinnu­bragða eins og hér hefur ver­ið ­nefnt.

Frels­is­hug­myndir nets­ins

Ekki liggja fyrir mæl­ingar á því hvernig frels­is­hug­myndir nets­ins hafa fram­kvæmst hér á landi. Þó er vert að nefna ákveðin atriði:

Auk­ið tján­ing­ar­frelsi með til­komu nets­ins hefur ekki leitt til end­ur­nýj­un­ar laga­setn­ingar hér á landi. Þannig getur almenn­ingur og blaða­menn átt von á á­kærum, jafn­vel opin­berum ákærum, ef þeir stíga of ákveðið til jarð­ar. Nokkrir úr­skurðir Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sýna að hér má gera bet­ur.

Staða ­upp­ljóstr­ara er veik hér á landi, en hún er varin í stjórn­ar­skrá sum­ra ­ná­granna­ríkja. Með til­komu nets­ins og gríð­ar­legs upp­lýs­inga­magns um menn, ­fé­lög, stofn­anir og starf­semi gef­ast ýmis færi á að upp­ljóstra um það sem mið­ur­ ­fer og brýtur í bága við almanna­hag og lög. Hafa ber í huga að hér er mælt með­ fremur þröngri skil­grein­ingu á upp­ljóstr­un, þ.e. að hún sé í almanna­þágu og birti upp­lýs­ingar sem eiga rétti­lega að koma fyrir almanna­sjón­ir.

Hins ­vegar er líka mik­il­vægt að taka ákveðið á upp­lýs­inga­glæpum sem eru orðnir mjög al­gengir, þar sem fyr­ir­tæki (í BNA starfa fyr­ir­tæki sem selja stolin gögn í því ­skyni að félög geti fellt keppi­nauta um til­boð og ein­stak­lingar keppi­nauta um ­störf), starfs­menn, tækni­menn (hakk­ar­ar) og ein­stak­lingar og hópar fara gegn al­menn­ingi og félögum og geta það vegna hinnar gríð­ar­legu upp­söfn­unar alls efnis á net­inu og lélegra net­varna á opin­berum gögn­um. Hvort sem það er hefnd­arklám, upp­lýs­ingar sem njóta per­sónu­verndar eða ann­að.

Þá er jafn­ræði aðila á net­inu ekki tryggt, svo­kallað net ­neutrality. Ber þar hæst að dreif­ing nets­ins hefur verið fjár­mögn­uð ­með gjaldi á umferð til not­enda. For­sendur síma­fé­lag­anna um myndun skort­stöðu til­ að halda uppi gjald­töku hafa ráðið of miklu, bæði í útlanda­um­ferð, til not­enda og einkum til lands­byggð­ar­inn­ar.

Þá komum við að alvar­leg­asta brot­inu á net neutrality, sem er að lands­menn utan­ höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins njóta ekki sömu þjón­ustu og þeir sem þar búa. Hér er einkum átt við að að fast­línu­sam­bönd eru seld miðað við vega­lengdir (Há­skól­inn á Akur­eyri er því ekki inn á rann­sókn­ar­neti vís­inda­stofn­ana), en ekki síður að lands­byggð­in er skil­greind sem „not­enda­svæði“ sem þýðir að lít­ill hraði (t.d. að kvik­mynd ­megi hlaða niður á einni klst.) er tal­inn hæfi­leg­ur. Þannig er erfitt eða ó­mögu­legt að setja upp hrað­virka net­þjón­ustu úti á landi eða starf­semi sem krefst mik­illar band­vídd­ar, t.d. kvik­mynda­ver. Engin áform eru uppi um að breyta þessu, en nauð­syn­legt er að leggja ljós­leið­ara á sam­fé­lags­leg­um ­for­sendum um land­ið, enda eru mark­aðs­for­sendur ekki fyrir hendi í því verk­efn­i. Hins vegar skil­aði þing­nefnd nýlega skýrslu um að síma­fé­lög­unum verði greidd­ar 3-5 millj­arðar kr. úr rík­is­sjóði á nokkrum árum fyrir að dreifa 4G og 5G síma­um­ferð um landið (það er kallað ljó­svæð­ing). Þær til­lögur hafa ekki enn verið fjár­magn­að­ar­ svo ég viti. Þannig að lands­byggðin verður áfram not­enda­svæði og ekk­ert bend­ir til ann­ars en að síma­fé­lögin geti í það óend­an­lega sótt pen­inga í rík­is­sjóð til­ þess að halda lands­byggð­inni í þeirri stöðu, en án þess fjár­magns væri staðan þó enn verri.

Þá er ósagt að stjórn­völd hafa ekki enn hafið mark­vissar aðgerðir til þess að auka frelsi í stað­setn­ingu starfs­stöðva, starfs­manna og við­skipta­vina. Það er þó ­nauð­syn­legt til þess að opin­berir starfs­menn geti valið sér búsetu hvar sem er (­sjá þó það sem er þegar sagt um net­sam­band til lands­byggð­ar­inn­ar). Til þess að svo megi vera þurfa opin­berar stofn­anir að leggja niður stað­ar­net og flytja ­kerfi sín á net­ið, en þá má tengj­ast þeim hvaðan sem er í heim­in­um.

Stjórn­ar­ráð­ið hefur unnið að raf­rænni skil­ríkja­væð­ingu almenn­ings og jafn­vel ferða­manna (sem mistók­st) en þær lausnir eiga sér fáar hlið­stæður – og eru í beinni and­stöð­u við frels­is­hug­myndir nets­ins. Óhugs­andi er að frels­isunn­andi þjóðir taki upp­ ra­f­ræn skil­ríki og neyði almenn­ing til þess að nota þau. Þá er gjald­taka af slíkum skyldu­bún­aði í sam­skiptum við ríkið afar sér­stök og brýtur senni­lega ­með­al­hófs­regu í ljósi þess að flest önnur ríki nota gjald­frjáls veik auð­kenn­i og þörfin á raf­rænum skil­ríkjum því heima­til­bún­ing­ur. Raf­ræn skil­ríki eru studd af fjár­mála­ráðu­neyt­inu og byggja á tækni frá 1976 þegar engin auð­kenni vor­u til. Nú er hins vegar varla til svo léleg rík­is­stjórn eða þjón­ustu­að­ili á net­inu að hann viti ekki nákvæm­lega hver er hvað (og sumir þeirra, t.d. Goog­le veitir auð­kenna­þjón­ust­u).

Þá hefur ríkið gert annað auð­kenna­kerfi sem kalla má veikt og er gjald­frjálst (sem eru mik­il­vægar for­send­ur) sem heitir Íslyk­ill. En auð­kenna­mál á net­inu eru ekki ­stjórn­valds­verk­efni og fremstu ríki í fram­kvæmd tækn­innar standa ekki í auð­kenna­þjón­ustu fyrir net­ið, heldur er það verk­efni mark­aðs­að­ila og al­menn­ingur á að geta valið auð­kenna­þjón­ustu og verið í þjón­ustu hjá mörg­um að­ilum þannig að eng­inn einn geti rakið notk­un­ar­sögu hans.

Gagnaheimur internetsins er stór og mikill. En hvernig er best að nýta hann í þágu almannahagsmuna? Það er stór spurning sem á mikið erindi við samtímann.

Samn­ing­ur ­Þjóð­skrár við spánskt net­kosn­inga­kerfi er ein­kenni­legt áherslu­mál, en taln­ing ­at­kvæða í alvöru kosn­ingum er verk­efni sem ekki er hægt að tölvu­væða vegna svika­hættu. Þá er ekki hægt að koma við mark­tækri end­ur­taln­ingu. Verk­efnið á eftir að auka tor­tryggni í garð kosn­inga hér á landi eins og gerð­ist í Nor­egi sem rifti hlið­stæðum samn­ingi við sama kerfi 2015 og minnka þátt­töku eins og þar (var­kár­ir kjós­endur munu ekki nota slíkt kerfi) - og gefa tækni­mönnum færi á að hag­ræða ­nið­ur­stöðum og öðrum svikum (höfum í huga að tölvu­væð­ing kjör­skráa og núm­er­ing ­at­kvæða­greiðslu­seðla getur ógnað leynd). Net­kosn­ingar í Eist­landi voru á síð­asta ári teknar út af alþjóð­legum sér­fræð­inga­hópi og eru þær galopnar fyr­ir­ svik­um, sem er auð­vitað sér­stakt fyrir næsta nágranna og óvin rúss­neska rík­is­ins ­sem stundar umfangs­miklar net­að­gerðir eins og önnur stór­veldi.

Myndun upp­lýs­inga­tækni­iðn­aðar

Sam­kvæmt ­mæl­ingum World Intellect­ual Property Org­an­ization á árinu 2012 eign­uð­ust Finn­ar 75 einka­leyfi í upp­lýs­inga­tækni það ár, Svíar 73 og Ísland 6 – miðað við hverja milljón íbúa í ríkj­unum. Þessar tölur segja allt sem segja þarf um áherslur rík­is­stjórna á mála­flokk­inn.

Rík­ið ­leikur aðal­hlut­verkið í þessu máli. Bæði með fjár­mögnun rann­sókna- og ­tækni­sjóða og með end­ur­nýjun eigin vinnu­bragða (munum að ríkið er stærsti hand­hafi og not­andi upp­lýs­inga í land­in­u), en við slíka end­ur­nýjun eiga að verða til fjöldi nýrra upp­lýs­inga­kerfa sem í fram­hald­inu geta orð­ið ­út­flutn­ings­vara. Slík kerfi á að gera af mark­aðs­að­ilum en ekki af tölvu­deild­um ­rík­is­ins, en ríkið á að kosta þau að miklu leyti og hag­nýta þau. Ef rík­ið breytir störfum sínum seint og illa verða tæki­færin til nýsköp­unar að sama ­skapi færri.

Áhuga­leysi ­rík­is­ins á að end­ur­nýja vinnu­brögð sín með tölvu­væð­ingu eru því ekki aðeins í and­stöðu við rétt­mætar vænt­ingar íbúa, heldur valda minni útflutn­ings­tekjum en ann­ars væri. Flestar atvinnu­greinar njóta stuðn­ings rík­is­ins með ýmsu mót­i (t.d. með laga­setn­ingu, toll­vernd og fjár­stuðn­ingi) og ekki síður orku­vinnsla og stór­iðja (jafn­vel olíu­leit) og er for­gangs­röðun þess óskilj­an­leg. En stefna ­stjórn­mál­anna er vissu­lega afdrátt­ar­laus.

Veik að­ild rík­is­ins að upp­bygg­ingu upp­lýs­inga­tækni­iðn­aðar veikir stöðu frum­kvöðla, en þeir eru ofur­seldir fjár­magni frá sterkum fyr­ir­tækjum (jafn­vel sjóðum í eig­u ­rík­is­ins) til þess að fram­kvæma hug­myndir sínar og hagn­aður af þeim rennur því mögu­lega í aðra vasa en þeirra.

Fag­þekk­ing

Eft­ir að tölvu­stuðn­ingur og -þekk­ing í Stjórn­ar­ráð­inu var veikt á síð­asta ára­tug ­síð­ustu aldar hefur þekk­ingu á mála­flokknum verið sár­lega ábóta­vant. Það tek­ur til allra verk­efna og t.d. kvarta sölu­að­ilar bún­aðar (vél­bún­aðar og hug­bún­að­ar­) um að ríkið sé afleitur kaup­andi. Algengt er að ákveðin mál í þró­un ­upp­lýs­inga­tækni séu ákvörðuð af sam­ráðs­hópum frá ráðu­neytum þar sem jafn­vel eng­inn hefur fag­þekk­ingu. Þá er stjórnun mála­flokks­ins stund­um  í höndum skrif­stofu­stjóra sem ekki hafa slík­a þekk­ingu held­ur. Með ólík­indum er að ein­stak­lingum sem rétt kunna á sím­ann sinn skuli falin ábyrgð á upp­lýs­inga­tækni­málum heils rík­is. Ekki síður að þeir ­starfs­menn skuli treysta sér til að taka ákvarð­anir í mála­flokkn­um. Ekki þarf að leita langt eftir alvar­legum mis­tökum – allt frá tölvu­væð­ingu skóla til­ ­kaupa á mannauðs- og fjár­hags­kerf­is.

Loka­orð

Ljóst er að íslensk stjórn­völd hafa van­rækt þróun og upp­bygg­ingu upp­lýs­inga­tækni í eigin þágu - að mynda grund­völl gagn­sæis og sam­ráðs við íbúa - og skeyta nánast ekki um myndun upp­lýs­inga­tækni­iðn­að­ar. Þau eru þess ekki umkomin að leiða þró­un ­sam­fé­lags­ins á þessu sviði vegna þekk­ing­ar­leysis (veikrar innri upp­bygg­ing­ar) og það svo að almanna­hagur felst jafn­vel í því að ríkið geri ekki neitt í mál­inu við núver­andi aðstæð­ur. Þá hafa frels­is­hug­myndir nets­ins m.a. um jafn­a ­stöðu íbúa ekki komið til fram­kvæmda. Þó má rök­styðja að ekk­ert eitt afl hafi um þessar mundir eins mikil áhrif á opin­bera þjón­ustu og sam­fé­lagið allt og ­upp­lýs­inga­tæknin og net­ið.

Tala má um stór­fellda van­rækslu – og í næstu tveimur greinum (inn­gangs­grein­ina að greina­flokk­inum má sjá hér) er rætt um af hverju við erum að missa og hvaða áhrif hún virð­ist hafa á stjórn­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None