Ítrekaðar og grófar hótanir í garð RÚV í umboði Framsóknar

Dagskrárgerð og skoðanir Gísla Marteins Baldurssonar hugnast ekki einum fulltrúa Framsóknarflokksins í stjórn RÚV.
Dagskrárgerð og skoðanir Gísla Marteins Baldurssonar hugnast ekki einum fulltrúa Framsóknarflokksins í stjórn RÚV.
Auglýsing


Krist­inn Dagur Giss­ur­ar­son, sem situr í stjórn RÚV fyr­ir­ hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins, varð í gær upp­vís að því að skipta sér að dag­skrár­vald­i RÚV með grófum hætti. Í við­tali við Útvarp Sögu náði Krist­inn Dagur að koma því á fram­færi að honum hugn­að­ist ekki að „klám­sýn­ing“ eins og atriði Reykja­vík­ur­dætra í sjón­varps­þætti Gísla Mart­eins Bald­urs­sonar á föstu­dag, að atriðið ætti ekki heima á rík­is­fjöl­miðli, að það væri með ein­dæmum að það hefði verið sýnt, að Gísli Mart­einn hefði farið „út af spor­inu“ með því að gera það og að það væri líka skrýtið að Gísli Mart­einn væri yfir höfuð í sjón­varpi, þar sem hann hefð­i ­skoð­anir sem rím­uðu ekki við skoð­anir Krist­ins Dags og sjón­varps­þátt­ar­stjórn­and­inn d­irfð­ist samt að opin­bera þær. Að hans mati eiga starfs­menn sem „eru að vinna á fjöl­miðli, tala nú ekki rík­is­fjöl­miðli[...]að gæta sín aðeins“.

Krist­inn Dagur klykkti út með því að stjórn RÚV gæti ekki ­dregið Gísla Mart­ein til ábyrgðar fyrir að sýna tón­list­ar­at­riði með ögrand­i ­boð­skap, eða fyrir að hafa póli­tískar skoð­an­ir, en hún gæti nátt­úru­lega „rek­ið út­varps­stjór­ann“.

Krist­inn Dagur lét ekki nægja að skipta sér að þætti Gísla Mart­eins og skoð­unum hans heldur opin­ber­aði líka þá skoðun sína að hann hefð­i oft látið „heyra á stjórn­ar­fundum um að mér finnst RÚV á stundum um of ástunda það sem er kallað gulu pressu frétta­mennsku“.

Auglýsing

Hér að neðan má sjá atriði Reykja­vík­ur­dætra hjá Gísla Mart­eini:Þetta er ekki í fyrsta sinn ­sem Krist­inn Dagur verður upp­vís að því að skipta sér með víta­verðum og gróf­um hætti að dag­skrár­efni RÚV eða stefnu frétta­stofu fyr­ir­tæk­is­ins. Í fyrra­sum­ar lýsti hann yfir óánægju með frétta­flutn­ing frétta­stofu RÚV af fjár­kúg­un­ar­mál­in­u svo­kall­aða, þar sem tvær systur reyndu að kúga fé út úr Sig­mundi Dav­íð G­unn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra. Hann sagði þá í Face­book-um­ræðu að hann vild­i að málið yrði rætt á næsta fundi stjórnar RÚV og að frétta­flutn­ing­ur frétta­stof­unnar hefði verið óvand­að­ur.

Kristinn Dagur Gissurarson.Nú er það svo að stjórn RÚV hefur það hlut­verk að bera ábyrgð á rekstri RÚV og að farið sé eftir lögum um ­Rík­is­út­varp­ið. Í lög­unum eru til­greind ýmis hlut­verk og skyldur RÚV sem ­stjórnin ræður síðan fag­legan útvarps­stjóra til að sinna. Skiln­ingur hef­ur verið á því innan stjórnar RÚV að þar eigi ekki að ræða ein­staka dag­skrár­liði, almenna ­starfs­menn eða frétta­mál sem frétta­stofa RÚV hefur verið að fjalla um með form­leg­um hætti, enda full­trúar stjórn­mála­flokka, and­laga margra frétta frétta­stof­unn­ar, ­sem þar sitja. Krist­inn Dag­ur, og reyndar fleiri full­trúar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, hafa hins vegar ítrekað gert slík mál að umtalefni á stjórn­ar­fundum með­ ó­form­legum hætti, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Bak­her­berg­is­ins. Ofan­greind upp­hlaup eru því ekki eins­dæmi.

Þar sem Krist­inn Dagur er ­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í stjórn RÚV, og flokk­ur­inn virð­ist ekki gera nein­ar ­at­huga­semdir við ítrek­aða skoð­ana­kúgun og hót­anir hans í garð starfs­manna ­fyr­ir­tæk­is­ins, þá verður að álykta sem svo að um sé að ræða atferli sem ­flokknum sé þókn­an­legt. Og end­ur­spegli þar með stefnu hans gagn­vart RÚV. Að minnsta kosti gera for­svars­menn flokks­ins engar til­raunir til að reka afskipti Krist­ins Dags ofan í hann eða draga skipun hans í stjórn­ina til bak­a. 

Það er afstaða sem allir sem ­trúa á frjálsa fjöl­miðl­un, skoð­ana­frelsi og opið lýð­ræð­is­legt sam­fé­lag ættu að hafa áhyggjur af. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None