Ítrekaðar og grófar hótanir í garð RÚV í umboði Framsóknar

Dagskrárgerð og skoðanir Gísla Marteins Baldurssonar hugnast ekki einum fulltrúa Framsóknarflokksins í stjórn RÚV.
Dagskrárgerð og skoðanir Gísla Marteins Baldurssonar hugnast ekki einum fulltrúa Framsóknarflokksins í stjórn RÚV.
Auglýsing


Krist­inn Dagur Giss­ur­ar­son, sem situr í stjórn RÚV fyr­ir­ hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins, varð í gær upp­vís að því að skipta sér að dag­skrár­vald­i RÚV með grófum hætti. Í við­tali við Útvarp Sögu náði Krist­inn Dagur að koma því á fram­færi að honum hugn­að­ist ekki að „klám­sýn­ing“ eins og atriði Reykja­vík­ur­dætra í sjón­varps­þætti Gísla Mart­eins Bald­urs­sonar á föstu­dag, að atriðið ætti ekki heima á rík­is­fjöl­miðli, að það væri með ein­dæmum að það hefði verið sýnt, að Gísli Mart­einn hefði farið „út af spor­inu“ með því að gera það og að það væri líka skrýtið að Gísli Mart­einn væri yfir höfuð í sjón­varpi, þar sem hann hefð­i ­skoð­anir sem rím­uðu ekki við skoð­anir Krist­ins Dags og sjón­varps­þátt­ar­stjórn­and­inn d­irfð­ist samt að opin­bera þær. Að hans mati eiga starfs­menn sem „eru að vinna á fjöl­miðli, tala nú ekki rík­is­fjöl­miðli[...]að gæta sín aðeins“.

Krist­inn Dagur klykkti út með því að stjórn RÚV gæti ekki ­dregið Gísla Mart­ein til ábyrgðar fyrir að sýna tón­list­ar­at­riði með ögrand­i ­boð­skap, eða fyrir að hafa póli­tískar skoð­an­ir, en hún gæti nátt­úru­lega „rek­ið út­varps­stjór­ann“.

Krist­inn Dagur lét ekki nægja að skipta sér að þætti Gísla Mart­eins og skoð­unum hans heldur opin­ber­aði líka þá skoðun sína að hann hefð­i oft látið „heyra á stjórn­ar­fundum um að mér finnst RÚV á stundum um of ástunda það sem er kallað gulu pressu frétta­mennsku“.

Auglýsing

Hér að neðan má sjá atriði Reykja­vík­ur­dætra hjá Gísla Mart­eini:Þetta er ekki í fyrsta sinn ­sem Krist­inn Dagur verður upp­vís að því að skipta sér með víta­verðum og gróf­um hætti að dag­skrár­efni RÚV eða stefnu frétta­stofu fyr­ir­tæk­is­ins. Í fyrra­sum­ar lýsti hann yfir óánægju með frétta­flutn­ing frétta­stofu RÚV af fjár­kúg­un­ar­mál­in­u svo­kall­aða, þar sem tvær systur reyndu að kúga fé út úr Sig­mundi Dav­íð G­unn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra. Hann sagði þá í Face­book-um­ræðu að hann vild­i að málið yrði rætt á næsta fundi stjórnar RÚV og að frétta­flutn­ing­ur frétta­stof­unnar hefði verið óvand­að­ur.

Kristinn Dagur Gissurarson.Nú er það svo að stjórn RÚV hefur það hlut­verk að bera ábyrgð á rekstri RÚV og að farið sé eftir lögum um ­Rík­is­út­varp­ið. Í lög­unum eru til­greind ýmis hlut­verk og skyldur RÚV sem ­stjórnin ræður síðan fag­legan útvarps­stjóra til að sinna. Skiln­ingur hef­ur verið á því innan stjórnar RÚV að þar eigi ekki að ræða ein­staka dag­skrár­liði, almenna ­starfs­menn eða frétta­mál sem frétta­stofa RÚV hefur verið að fjalla um með form­leg­um hætti, enda full­trúar stjórn­mála­flokka, and­laga margra frétta frétta­stof­unn­ar, ­sem þar sitja. Krist­inn Dag­ur, og reyndar fleiri full­trúar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, hafa hins vegar ítrekað gert slík mál að umtalefni á stjórn­ar­fundum með­ ó­form­legum hætti, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Bak­her­berg­is­ins. Ofan­greind upp­hlaup eru því ekki eins­dæmi.

Þar sem Krist­inn Dagur er ­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í stjórn RÚV, og flokk­ur­inn virð­ist ekki gera nein­ar ­at­huga­semdir við ítrek­aða skoð­ana­kúgun og hót­anir hans í garð starfs­manna ­fyr­ir­tæk­is­ins, þá verður að álykta sem svo að um sé að ræða atferli sem ­flokknum sé þókn­an­legt. Og end­ur­spegli þar með stefnu hans gagn­vart RÚV. Að minnsta kosti gera for­svars­menn flokks­ins engar til­raunir til að reka afskipti Krist­ins Dags ofan í hann eða draga skipun hans í stjórn­ina til bak­a. 

Það er afstaða sem allir sem ­trúa á frjálsa fjöl­miðl­un, skoð­ana­frelsi og opið lýð­ræð­is­legt sam­fé­lag ættu að hafa áhyggjur af. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None