„Operation fuck the foreigners“ gekk fullkomlega upp

Auglýsing

Seðla­banki Íslands birti yfir­lit yfir stöðu þjóð­ar­bús­ins í vik­unni. Um er að ræða fyrsta slíka yfir­litið síðan að nauða­samn­ingar fölln­u ­bank­anna voru sam­þykktir og afgreiddir í lok síð­asta árs. Nið­ur­staðan er slá­and­i. Það er slá­andi góð. Hreinar skuldir Íslend­inga við útlönd eru nú 14,4 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Við nauða­samn­inga­gerð­ina lækk­uðu þær um 328,6 pró­sent af lands­fram­leiðslu og hafa nú ekki verið lægri frá því á síld­ar­ár­un­um.

Og ofan á allt annað er hér bull­andi hag­vöxtur vegna ­ferða­mennsku, mak­ríls, einka­neyslu og sífellt stækk­andi hug­verka­iðn­að­ar. Sjö og hálfu ári eftir alls­herj­ar­hrun íslenska efna­hags­kerf­is­ins, sem var svo al­var­legt að þáver­andi fjár­mála­ráð­herra lands­ins hélt að hann myndi ekki geta ­tekið út pen­inga í hrað­banka erlendis á íslenska kort­inu sínu, er Ísland kom­ið í kjör­stöðu.

Auglýsing

Létum aðra borga ­fyrir partýið

Þótt ferlið hafi verið langt og strangt þá hefðum við Ís­lend­ingar lík­ast til ekki geta beðið um betri nið­ur­stöðu. Við sem þjóð­ar­bú ­yf­irskuld­settum okkur í erlendum gjald­eyri á nán­ast for­dæma­lausu góð­ær­is­fyll­er­í­i ­sem skil­aði okkur banka­kerfi sem var rúm­lega tíu sinnum árleg lands­fram­leiðsla. Þessir pen­ingar runnu inn í bank­ana sem lán­uðu þá aftur út til mis­gáfu­legra ­at­hafna, bæði fjár­fest­ingu og neyslu. Þorr­inn fór til heima­til­bú­inna við­skipta­snill­inga sem not­uðu féð til að sölsa undir sig nán­ast allt íslenskt at­vinnu­líf/­sam­fé­lag sam­hliða því að þeir keyptu ara­grúa eigna erlend­is, oft á yf­ir­verði. Á end­anum áttu þessir „við­skipta­vin­ir“ bank­ana sem höfðu fjár­magn­að þá að mestu sjálf­ir. Á þeim tíma voru þeir líka farnir að stunda að selja hvorum öðrum eignir á sífellt hærra verði ásamt því að smíða sífellt flókn­ari, og stundum ólög­mæt­ar, fléttur til að halda partý­inu gang­andi.

Slatti fór líka til heim­ila lands­ins. Fyrir utan öll lánin sem veitt var til kaupa á hús­næði, bíla, sum­ar­bú­staði, flat­skjái, tjald­vagna og ­Arne Jac­ob­sen egg þá bjuggu bank­arnir til hlýja og vel­borg­aða inni­vinnu fyr­ir­ ­nán­ast alla sem útskrif­uð­ust úr háskólum lands­ins um nokk­urra ára skeið. Ann­ar hver við­skipta­fræð­ingur með BS gráðu var kom­inn með yfir milljón á mán­uð­i, ­sjúkra­þjálf­ara til að stilla skrif­borðs­stól­inn sinn, risnu­reikn­ing til að dekka öll fljót­andi hádeg­in, rað­hús, Volkswagen Touraeg jeppa á mynt­körfu­láni og að­gang að lúx­us­stúku á leikjum í ensku úrvals­deild­inni eftir hent­ug­leika. Fyr­ir­ ­þrí­tugt.

Sveit­ar­fé­lögin voru ekk­ert mikið skárri. Þau fóru mik­inn. ­Byggðu knatt­hall­ir, sund­laugar með öld­um, réð­ust í miklar inn­viða­upp­bygg­ing­ar ­sam­hliða gengd­ar­lausum lóða­út­hlut­unum og veðj­uðu millj­örðum króna á hafn­ar­fram­kvæmd­ir ­fyrir ókomna stór­iðju sem hafa síðan aldrei skilað neinu til baka.

Orku­fyr­ir­tæk­in, á ábyrgð hins opin­bera, hófu stór­sókn í er­lendri skuld­setn­ingu í kapp­hlaupi við að byggja sem flestar virkj­anir á sem ­skemmstum tíma. Og auð­vitað eina stærstu stíflu Evr­ópu, Kára­hnjúka­virkj­un.

Eitt sinn, skömmu eftir hrun, keyrði ég um Reykja­vík með­ ­yf­ir­manni erlendrar alþjóða­stofn­unar sem hafði ekki komið til Íslands árum ­sam­an. Hann sat þög­ull og horfði út um glugg­ann þorra bíl­ferð­ar­innar á meðan að ­ís­lensku far­þeg­arnir vældu yfir ástandi mála og hversu skítt þeir hefðu það. Eftir drykk­langa stund leit mað­ur­inn til baka og sagði að Ísland hefði umbreyst frá því að hann var hér síð­ast. Upp­bygg­ingin sem átt hefði sér stað væri ó­trú­leg og eig­in­lega fárán­lega umfangs­mik­il. Síðan spurði hann: „hver hald­ið ­þið að hafi borgað fyrir þetta allt sam­an?“

Afskrift­ir út­lend­inga: 7.134 millj­arðar króna

Stutta svarið er auð­vitað þeir sem lán­uðu Íslend­ingum fyr­ir­ hrun. Um þriðj­ungur þeirra pen­inga sem streymdi inn til Íslands komu frá þýskum fjár­mála­stofn­un­um, meðal ann­ars sveita­spari­sjóðum sem voru sólgnir í íslensk ­banka­skulda­bréf. Hluti kom frá fjár­fest­inga­sjóðum sem höfðu tekið stöður til að hagn­ast á vaxta­muna­við­skiptum með íslensk hávaxt­ar­bréf. Og restin frá allskyns að­ilum í alþjóð­lega fjár­mála­kerf­inu sem héldu að það væri gróðra­væn­legt að lána ­pen­inga til Íslands.

Seðla­bank­inn stað­festi með yfir­liti sínu sem birt var í vik­unni hversu mikið þessir aðilar töp­uðu á Íslandi. Sú tala er 7.134 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar má nefna að verg lands­fram­leiðsla Íslands­ árið 2014, allt sem Íslend­ingar bjuggu til og seldu það árið, var upp á 1.989 millj­arða króna. Útlend­ing­arnir sem lán­uðu Íslandi fyrir hrun töp­uðu rúm­lega 3,5faldri lands­fram­leiðslu Íslend­inga. Aug­ljóst var að Ísland gat aldrei greitt þetta til baka. Og ekki gátu kröfu­haf­arnir komið hingað og tekið knatt­hall­irn­ar eða íbúð­ar­blokk­irnar sem byggðar höfðu verið fyrir pen­ing­anna þeirra.  

Hluti þess­arra kröfu­hafa höfðu verið séðir og keypt skulda­trygg­ingar á lán sín til Íslands. Þeir gátu þá fært tap sitt og kröf­ur ­yfir á erlend trygg­inga­fé­lög, sem síðan seldu þær síðan áfram á hrakvirði til­ vog­un­ar­sjóða sem sér­hæfa sig í að græða á löndum í tómu efna­hags­legu tjóni.

Þeir sem töp­uðu mest á íslenska hrun­inu eru því aug­ljós­lega t­veir hópar: þeir erlendu lán­veit­endur sem lán­uðu hingað fé og þau ­trygg­inga­fé­lög sem seldu skulda­bréfa­trygg­ingar á íslensku bank­ana.

Greiðum ekki skuld­ir óreiðu­manna

Þetta var staða sem menn gerðu sér grein fyrir strax í byrjun þegar neyð­ar­lögin voru sett. Davíð Odds­son, þáver­andi seðla­banka­stjóri, var ekk­ert að grín­ast þegar hann sagði Íslend­inga ekki ætla að borga skuld­ir er­lendra óreiðu­manna, þótt óreiðu­mengið væri kannski víð­ara en Davíð upp­lýst­i ­um. Áhrifa­mik­ill stjórn­ar­þing­maður í rík­is­stjórn­inni sem setti neyð­ar­lög­in ­sagði við mig að neyð­ar­laga­setn­ingin og stofnun nýju bank­anna utan um eign­ir ­sem teknar hefðu verið út úr þrota­búum þeirra hefði gengið undir nafn­inu „Oper­ation fuck the for­eigners“ á meðal ýmissa á þing­inu og í emb­ætt­is­manna­kerf­inu.

Alla tíð síðan þá hefur verið ljóst að Ísland hvorki ætl­að­i né gat greitt þessar skuldir sín­ar. Og mjög lengi hefur legið fyrir að við ­myndum kom­ast upp með það. Þess­ari ákvörðun yrði sýndur skiln­ingur í al­þjóða­sam­fé­lag­inu. Í lok síð­asta árs var þessum kafla síðan að mestu lokað með­ því að vog­un­ar­sjóð­irnir sem keyptu kröfur þeirra sem töp­uðu mest á Ísland­i ­sömdu um hversu mikið þeir mættu fá af þeim eignum sem hægt var að skipta á milli. Ljóst er að þeir eru mjög ánægðir með sína ávöxt­un, sem er yfir­ vænt­ingum þeirra.

Ísland getur þó verið kát­ast allra. Við fengum 3,5falda lands­fram­leiðslu lán­aða og þurfum ekki að borga hana til baka. Það má því segja að „Oper­ation fuck the for­eigners“ hafi gengið full­kom­lega upp. 

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None