„Operation fuck the foreigners“ gekk fullkomlega upp

Auglýsing

Seðla­banki Íslands birti yfir­lit yfir stöðu þjóð­ar­bús­ins í vik­unni. Um er að ræða fyrsta slíka yfir­litið síðan að nauða­samn­ingar fölln­u ­bank­anna voru sam­þykktir og afgreiddir í lok síð­asta árs. Nið­ur­staðan er slá­and­i. Það er slá­andi góð. Hreinar skuldir Íslend­inga við útlönd eru nú 14,4 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Við nauða­samn­inga­gerð­ina lækk­uðu þær um 328,6 pró­sent af lands­fram­leiðslu og hafa nú ekki verið lægri frá því á síld­ar­ár­un­um.

Og ofan á allt annað er hér bull­andi hag­vöxtur vegna ­ferða­mennsku, mak­ríls, einka­neyslu og sífellt stækk­andi hug­verka­iðn­að­ar. Sjö og hálfu ári eftir alls­herj­ar­hrun íslenska efna­hags­kerf­is­ins, sem var svo al­var­legt að þáver­andi fjár­mála­ráð­herra lands­ins hélt að hann myndi ekki geta ­tekið út pen­inga í hrað­banka erlendis á íslenska kort­inu sínu, er Ísland kom­ið í kjör­stöðu.

Auglýsing

Létum aðra borga ­fyrir partýið

Þótt ferlið hafi verið langt og strangt þá hefðum við Ís­lend­ingar lík­ast til ekki geta beðið um betri nið­ur­stöðu. Við sem þjóð­ar­bú ­yf­irskuld­settum okkur í erlendum gjald­eyri á nán­ast for­dæma­lausu góð­ær­is­fyll­er­í­i ­sem skil­aði okkur banka­kerfi sem var rúm­lega tíu sinnum árleg lands­fram­leiðsla. Þessir pen­ingar runnu inn í bank­ana sem lán­uðu þá aftur út til mis­gáfu­legra ­at­hafna, bæði fjár­fest­ingu og neyslu. Þorr­inn fór til heima­til­bú­inna við­skipta­snill­inga sem not­uðu féð til að sölsa undir sig nán­ast allt íslenskt at­vinnu­líf/­sam­fé­lag sam­hliða því að þeir keyptu ara­grúa eigna erlend­is, oft á yf­ir­verði. Á end­anum áttu þessir „við­skipta­vin­ir“ bank­ana sem höfðu fjár­magn­að þá að mestu sjálf­ir. Á þeim tíma voru þeir líka farnir að stunda að selja hvorum öðrum eignir á sífellt hærra verði ásamt því að smíða sífellt flókn­ari, og stundum ólög­mæt­ar, fléttur til að halda partý­inu gang­andi.

Slatti fór líka til heim­ila lands­ins. Fyrir utan öll lánin sem veitt var til kaupa á hús­næði, bíla, sum­ar­bú­staði, flat­skjái, tjald­vagna og ­Arne Jac­ob­sen egg þá bjuggu bank­arnir til hlýja og vel­borg­aða inni­vinnu fyr­ir­ ­nán­ast alla sem útskrif­uð­ust úr háskólum lands­ins um nokk­urra ára skeið. Ann­ar hver við­skipta­fræð­ingur með BS gráðu var kom­inn með yfir milljón á mán­uð­i, ­sjúkra­þjálf­ara til að stilla skrif­borðs­stól­inn sinn, risnu­reikn­ing til að dekka öll fljót­andi hádeg­in, rað­hús, Volkswagen Touraeg jeppa á mynt­körfu­láni og að­gang að lúx­us­stúku á leikjum í ensku úrvals­deild­inni eftir hent­ug­leika. Fyr­ir­ ­þrí­tugt.

Sveit­ar­fé­lögin voru ekk­ert mikið skárri. Þau fóru mik­inn. ­Byggðu knatt­hall­ir, sund­laugar með öld­um, réð­ust í miklar inn­viða­upp­bygg­ing­ar ­sam­hliða gengd­ar­lausum lóða­út­hlut­unum og veðj­uðu millj­örðum króna á hafn­ar­fram­kvæmd­ir ­fyrir ókomna stór­iðju sem hafa síðan aldrei skilað neinu til baka.

Orku­fyr­ir­tæk­in, á ábyrgð hins opin­bera, hófu stór­sókn í er­lendri skuld­setn­ingu í kapp­hlaupi við að byggja sem flestar virkj­anir á sem ­skemmstum tíma. Og auð­vitað eina stærstu stíflu Evr­ópu, Kára­hnjúka­virkj­un.

Eitt sinn, skömmu eftir hrun, keyrði ég um Reykja­vík með­ ­yf­ir­manni erlendrar alþjóða­stofn­unar sem hafði ekki komið til Íslands árum ­sam­an. Hann sat þög­ull og horfði út um glugg­ann þorra bíl­ferð­ar­innar á meðan að ­ís­lensku far­þeg­arnir vældu yfir ástandi mála og hversu skítt þeir hefðu það. Eftir drykk­langa stund leit mað­ur­inn til baka og sagði að Ísland hefði umbreyst frá því að hann var hér síð­ast. Upp­bygg­ingin sem átt hefði sér stað væri ó­trú­leg og eig­in­lega fárán­lega umfangs­mik­il. Síðan spurði hann: „hver hald­ið ­þið að hafi borgað fyrir þetta allt sam­an?“

Afskrift­ir út­lend­inga: 7.134 millj­arðar króna

Stutta svarið er auð­vitað þeir sem lán­uðu Íslend­ingum fyr­ir­ hrun. Um þriðj­ungur þeirra pen­inga sem streymdi inn til Íslands komu frá þýskum fjár­mála­stofn­un­um, meðal ann­ars sveita­spari­sjóðum sem voru sólgnir í íslensk ­banka­skulda­bréf. Hluti kom frá fjár­fest­inga­sjóðum sem höfðu tekið stöður til að hagn­ast á vaxta­muna­við­skiptum með íslensk hávaxt­ar­bréf. Og restin frá allskyns að­ilum í alþjóð­lega fjár­mála­kerf­inu sem héldu að það væri gróðra­væn­legt að lána ­pen­inga til Íslands.

Seðla­bank­inn stað­festi með yfir­liti sínu sem birt var í vik­unni hversu mikið þessir aðilar töp­uðu á Íslandi. Sú tala er 7.134 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar má nefna að verg lands­fram­leiðsla Íslands­ árið 2014, allt sem Íslend­ingar bjuggu til og seldu það árið, var upp á 1.989 millj­arða króna. Útlend­ing­arnir sem lán­uðu Íslandi fyrir hrun töp­uðu rúm­lega 3,5faldri lands­fram­leiðslu Íslend­inga. Aug­ljóst var að Ísland gat aldrei greitt þetta til baka. Og ekki gátu kröfu­haf­arnir komið hingað og tekið knatt­hall­irn­ar eða íbúð­ar­blokk­irnar sem byggðar höfðu verið fyrir pen­ing­anna þeirra.  

Hluti þess­arra kröfu­hafa höfðu verið séðir og keypt skulda­trygg­ingar á lán sín til Íslands. Þeir gátu þá fært tap sitt og kröf­ur ­yfir á erlend trygg­inga­fé­lög, sem síðan seldu þær síðan áfram á hrakvirði til­ vog­un­ar­sjóða sem sér­hæfa sig í að græða á löndum í tómu efna­hags­legu tjóni.

Þeir sem töp­uðu mest á íslenska hrun­inu eru því aug­ljós­lega t­veir hópar: þeir erlendu lán­veit­endur sem lán­uðu hingað fé og þau ­trygg­inga­fé­lög sem seldu skulda­bréfa­trygg­ingar á íslensku bank­ana.

Greiðum ekki skuld­ir óreiðu­manna

Þetta var staða sem menn gerðu sér grein fyrir strax í byrjun þegar neyð­ar­lögin voru sett. Davíð Odds­son, þáver­andi seðla­banka­stjóri, var ekk­ert að grín­ast þegar hann sagði Íslend­inga ekki ætla að borga skuld­ir er­lendra óreiðu­manna, þótt óreiðu­mengið væri kannski víð­ara en Davíð upp­lýst­i ­um. Áhrifa­mik­ill stjórn­ar­þing­maður í rík­is­stjórn­inni sem setti neyð­ar­lög­in ­sagði við mig að neyð­ar­laga­setn­ingin og stofnun nýju bank­anna utan um eign­ir ­sem teknar hefðu verið út úr þrota­búum þeirra hefði gengið undir nafn­inu „Oper­ation fuck the for­eigners“ á meðal ýmissa á þing­inu og í emb­ætt­is­manna­kerf­inu.

Alla tíð síðan þá hefur verið ljóst að Ísland hvorki ætl­að­i né gat greitt þessar skuldir sín­ar. Og mjög lengi hefur legið fyrir að við ­myndum kom­ast upp með það. Þess­ari ákvörðun yrði sýndur skiln­ingur í al­þjóða­sam­fé­lag­inu. Í lok síð­asta árs var þessum kafla síðan að mestu lokað með­ því að vog­un­ar­sjóð­irnir sem keyptu kröfur þeirra sem töp­uðu mest á Ísland­i ­sömdu um hversu mikið þeir mættu fá af þeim eignum sem hægt var að skipta á milli. Ljóst er að þeir eru mjög ánægðir með sína ávöxt­un, sem er yfir­ vænt­ingum þeirra.

Ísland getur þó verið kát­ast allra. Við fengum 3,5falda lands­fram­leiðslu lán­aða og þurfum ekki að borga hana til baka. Það má því segja að „Oper­ation fuck the for­eigners“ hafi gengið full­kom­lega upp. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None