Aðeins um einkaframkvæmdina Hvalfjarðargöng

Auglýsing

Hval­fjarð­ar­göng eru oft nefnd sem dæmi um afar vel heppn­aða einka­fram­kvæmd. Göngin eru notuð langt umfram allar spár og fer varla nokkur maður fyrir fjörð nema í neyð. 

Þrátt fyrir þetta erum við að horfa á 20 ára gjald­töku á þjóð­vegi eitt, einu gjald­tök­una á íslenskum þjóð­vegum á þessu tíma­bili og engin breyt­ing hefur átt sér stað í þá átt að stytta tíma­bil gjald­töku frá því sem upp­haf­legar spár gerðu ráð fyr­ir.

Grein­ar­höf­undur hefur ekki aðgang að öllum árs­reikn­ingum Spal­ar, töl­urnar sem hér birt­ast eru í nokkrum til­vikum fengnar úr árs­reikn­ingi árs­ins á eft­ir. Nokkrir árs­reikn­ingar eru aðgengi­legir á heima­síðu Spalar en grein­ar­höf­undur keypti annað hvert ár fyrri ára úr árs­reikn­inga­skrá. Þegar send var beiðni til Spalar frá Akra­nes­kaup­stað um afrit af árs­reikn­ingum síð­ustu ára, feng­ust eftir nokk­urra vikna bið tveir árs­reikn­ing­ar, 2014 og 13. 

Auglýsing

Upp­haf­ið 

Það má segja að þeir þrír aðilar sem sáu sér mestan hag í að gera Hval­fjarð­ar­göngin að veru­leika, hafi í upp­hafi komið sér saman um að hefja þessa vinnu. Það voru Akra­nes­kaup­stað­ur, Sem­ents­verk­smiðja rík­is­ins (sem þá var alfarið í eigu rík­is­ins) og Járn­blendi­verk­smiðjan (sem var þá að 55% í eigu rík­is­ins). Sem­ents­verk­smiðjan sá mikil við­skipta­tæki­færi í að selja steypu í göngin og hinir tveir aðil­arnir horfðu mikið til stytt­ingar á leið­inni til Reykja­vík­ur. Sjö­tíu millj­ónum króna var safnað í hlutafé og ein­göngu opin­berir aðilar tóku þátt í því. Stuttu síðar var farið í hluta­fjár­aukn­ingu og þá sendi stjórnin bréf á stofn­að­ila þar sem hún fór fram á að þeir not­uðu ekki for­kaups­rétt sinn. Safnað var fé frá einka­að­ilum upp á tvær millj­ónir og fékk stjórnin meðal ann­ars stjórn­ar­launin sín greidd í hluta­fé. Sam­setn­ingin í dag er því 86 millj­ónir að nafn­virði og er þó meiri­hlut­inn enn í eigu opin­berra aðila. Hlutur einka­að­ila hefur vax­ið, sér­stak­lega þar sem hlutafé Járn­blendi­fé­lags­ins fylgdi með í einka­væð­ing­unni.

Þjóð­vegur 1

Í und­ir­bún­ingi gang­anna var leitað í reynslu­heim Norð­manna. Ítrekað er reglu­lega í skýrslum og áætl­unum um bygg­ingu gang­anna að gjald­takan sé ætluð til að greiða fyrir gerð jarð­gang­anna en þegar þau verða full­byggð muni vega­gerðin sjá um við­hald veg­ar­ins, enda sé veg­ur­inn þá orð­inn þjóð­vegur eitt. Þannig sé háttað í Nor­eg­i. 

Þetta er nokkuð veiga­mikið atriði þegar kemur að kostn­aði við rekstur gang­anna. Spölur hefur borgað allt við­hald sjálfur og notar veggjaldið í það í stað þess að krefja Vega­gerð­ina um að hún sjái um við­hald á þjóð­veg­in­um. Ef upp­haf­legum fyr­ir­heitum hefði verið fylgt varð­andi það að veggjaldið væri ein­ungis til að end­ur­greiða ganga­fram­kvæmd­ina, ekki til að við­halda veg­in­um, þá hefði verið hægt að stytta gjald­tök­una tölu­vert.

Arður

For­svars­menn fram­kvæmd­ar­innar sömdu við ríkið um að hluta­féð myndi ávaxt­ast eins og verð­tryggt skulda­bréf með fjórtán pró­senta raun­vöxt­um, sem er frekar góð ávöxt­un. Samn­ing­ur­inn kveður á um að þegar félagið er rekið með tapi veitir Vega­gerðin félag­inu lán án vaxta (verð­tryggt þó) fyrir arð­greiðsl­um. Hlut­hafar hafa því fengið fjórtán pró­senta raun­vexti árlega frá 22. apríl 1995 og að auki upp­fær­ist hluta­féð sem á að vera greitt út við slit á félag­inu með til­liti til vísi­tölu. Það er nokkuð veg­legt með hlið­sjón af því að Vega­gerðin tekur á sig alla áhætt­una. Í dag eru rekin tvö félög, móð­ur­fé­lagið Spölur hf og rekstr­ar­fé­lagið Spölur ehf, og borgar rekstr­ar­fé­lagið ríku­legan arð til móð­ur­fé­lags­ins sem því næst borgar út arð til hlut­haf­anna auk þess sem móð­ur­fé­lagið virð­ist vera að borga niður skuld við dótt­ur­fé­lag­ið. Það er athygl­is­vert að þrátt fyrir samn­ing rík­is­ins og Spalar um að lán Vega­gerð­ar­innar beri enga vexti og sé víkj­andi fyrir öðrum skuld­um, þá var ákveðið að greiða það lán upp á undan öllum öðrum sem auð­vitað jók vaxta­kostnað Spal­ar.

Hlutafé sem er í raun og veru skulda­bréf sem bera vexti umfram mark­að, verða verð­mæt­ari eftir sem líf­tími þeirra eykst.

Speli er einnig heim­ilt að minnka hlutafé sem ber verð­tryggða 14% vexti á hverju ári.

Aðkoma rík­is­ins

Spölur fékk einka­rétt á fram­kvæmd­inni. Vega­gerðin lagði fram þó nokkuð fé í rann­sóknir og fékk til dæmis tíu af fimmtán millj­óna króna rann­sókn­ar­kostn­aði breytt í hlutafé en að auki skaff­aði Vega­gerðin veg­ina að göng­un­um. Ríkið lof­aði að stytta ekki veg­inn um Hval­fjörð meira en um tvo kíló­metra að hámarki og að auka ekki gæði veg­ar­ins. Ríkið lof­aði að hætta nið­ur­greiðslu á Akra­borg­inni og loks er ákvæði um að ekki megi hefja neinar gjald­tökur á leið­inni milli Akra­ness og Reykja­víkur á rekstr­ar­tíma gang­anna. 

Síð­asti lið­ur­inn er nokkuð athygl­is­verður fyrir þá sem sjá fyrir sér að Sunda­brautin verði einka­fram­kvæmd og rukkað verði fyrir notkun henn­ar. 

Trygg­ingar

 Jarð­göng rík­is­ins eru tryggð í Við­laga­sjóði. Það að ríkið ábyrgist ekki Hval­fjarð­ar­göng hefur í för með sér tölu­verðan kostnað vegna trygg­inga fyrir Spöl. Ekki er hægt að sjá að Spölur hafi farið fram á að ríkið ábyrgist göng­in. 

Rekst­ar­árið 30. sept­em­ber 1998 til 1. októ­ber 1999 var kostn­aður við trygg­ingar 18,3 millj­ón­ir. Á verð­lagi jan­úar 2016 eru það yfir 40 millj­ón­ir. Fyrir árið 1. októ­ber 2002 til 30. sept­em­ber 2003 var þessi kostn­aður orð­inn 60,3 millj­ónir eða 112 millj­ónir á verð­lagi jan­úar 2016(hryðju­verka­trygg­ing). Trygg­ingar í dag eru lægri en auð­séð er að heild­ar­greiðslur trygg­inga sam­svara nærri tveim árum af afborg­unum lána. Hefði ríkið tekið á sig ábyrgð­ina hefði það stytt líf­tím­ann á gjald­tök­unni tölu­vert.

Vaxta­kjör

Ekki var farið fram á rík­is­á­byrgð á lánum en tekið var erlent lán í nokkrum gjald­miðlum með nokkru álagi. Líf­eyr­is­sjóðir lán­uðu að auki á verð­tryggðum 9,2% vöxt­um. Til sam­an­burðar er algengt að skulda­bréf Íbúða­lána­sjóðs beri 3,75% vexti. Sá tími sem rukkað er í göngin er því tölu­vert lengri en ef veitt hefði verið rík­is­á­byrgð. Það er vert verk­efni að taka saman hver heild­ar­kostn­aður verk­efn­is­ins hefði orðið ef rík­is­á­byrgð hefði verið á verk­efn­inu. Hana hefði verið hægt að veita hvenær sem er, og er enn hægt. 

Virð­is­auka­skattur

Spölur fékk virð­is­auka­skatt af bygg­ingu gang­anna end­ur­greiddan og borgar útskatt af vega­gjöld­um. Höf­undur hefur ekki fundið neitt um það að Spölur hafi farið fram á að sleppa við að borga útskatt. Þvert á móti er að finna athuga­semd frá Speli árið 2005 þar sem beðist er undan því að virð­is­auki falli af bíl­ferð­um, þrátt fyrir að afnám virð­is­aukans myndi auka svig­rúm Spalar til að rukka sama verð fyrir ferð og fá meira í kass­ann. Í svar­inu er bent á að útskattur er fjór­faldur á við inn­skatt og sagt að það myndi hækka rekstr­ar­kostnað (af því aðkeypt þjón­usta myndi verða dýr­ari þar sem ekki væri hægt að fá inn­skatt end­ur­greidd­an) en það er ekki farið fram á að halda þeim rétti. Í stað þess að óska eftir því að vera óháðir virð­is­auka (það er að sleppa við bæði inn- og útskatt) fara for­svars­menn Spalar fram á að fá að halda áfram að borga útskatt.

Í aðdrag­anda Hval­fjarð­ar­ganga árið 1992 sendi sam­göngu­ráð­herra svohljóð­andi til­lögu til rík­is­stjórn­ar­inn­ar: ,,Rík­is­stjórnin heim­ilar að greiðslu virð­is­auka­skatts af umferð­ar­gjaldi um göng undir Hval­fjörð verði frestað þar til lokið er greiðslu lána vegna fram­kvæmd­anna.“ Ekki hefur þessi gamla til­laga verið rifjuð upp en þetta hefði sparað Speli umtals­verða fjár­muni í formi vaxta þar sem þetta fyr­ir­komu­lag er eins og óverð­tryggt vaxta­laust lán.

Eftir miklu er að seil­ast fyrir spöl sem fyrir lif­andis löngu er orð­inn nettó greið­andi virð­is­auka­skatts og hefur nú greitt hátt í tvo millj­arða í þann skatt.

Frítt í göngin 2015

29. nóv­em­ber 2007 birti Spölur frétt um að skv. núver­andi greiðslu­flæði yrðu göngin skuld­laus og gjald­frjáls 2015. Ein­göngu sé beðið eftir við­brögðum sam­göngu­ráð­herra um hvað eigi að gera. Maður myndi halda að menn hefðu fagnað þessum áfanga en tveimur mán­uðum síðar er staka gjaldið lækkað í 800 og síðan hverfur fréttin af heima­síðu Spal­ar. Frétt­ina má nálg­ast í vefsjám. 

Þróun rekstr­ar­kostn­aðar

 Hval­fjarð­ar­göng eru það sem kall­ast nátt­úru­legur ein­ok­ari. Ein­kenni þeirra eru meðal ann­ars fallandi með­al­kostn­aður og að nýir aðilar eiga mjög erfitt með að koma á mark­að­inn (t.d. ef annar aðili myndi byggja göng við hlið­ina á þeim sem fyrir eru). 

Með auk­inni umferð fylgja aukin umsvif en á sama tíma hafa tækni­fram­farir átt sér stað. Til að mynda hefur banka- og inn­heimtu­kostn­aður farið úr 6,1 milljón (1999) í 6,7 millj­ónir (2014) eða lækkað að raun­virði um helm­ing. Flestir aðrir þættir í rekstr­inum hafa auk­ist langt umfram verð­lag. 

Það er nokkuð ugg­væn­legt hversu mikið skrif­stofu- og stjórn­un­ar­kostn­aður hefur blásið út á þessum árum. Stjórn­ar­laun hafa hátt í þre­fald­ast að verð­lagi þrátt fyrir að stjórnin hafi fundað mun oftar í aðdrag­and­anum að opnun gang­anna. 150 millj­óna skrif­stofu­kostn­aður yfir jarð­göngum er annað hvort nokkuð vel gert, eða frekar fárán­legt.

Tvö­földun gang­anna 

Spölur hefur unnið að því að fá að tvö­falda göng­in. Samn­ing­ur­inn við ríkið um núver­andi göng kveður á um að þegar göngin verða orðin skuld­laus verði þau afhent rík­inu. Hefur Spölur farið út í nokkurn kostnað vegna þessa verks og hefur und­ir­bún­ing­ur­inn, sem að öllu eðli­legu ætti að vera á hendi Vega­gerð­ar­inn­ar, verið borg­aður af Speli. Þessi kostn­aður hefur lengt í rekstr­ar­tíma gang­anna. Það er spurn­ing hvort Spölur megi stofna til skulda sem teknar eru inn í rekst­ur­inn og hverjar séu höml­urnar á slíku. Það er þó ljóst að eng­inn mun fara í bygg­ingu ann­ara ganga nema fá að halda áfram rukkun í núver­andi göng. 

Að lokum

Það sem vakti mesta furðu í þess­ari rann­sókn var hversu erfitt var að nálg­ast gögn. Spölur er nær alfarið í eigu opin­berra aðila og byggir rekstur sinn á þjóð­vegi eitt og því hefði maður haldið að öll gögn sem tengj­ast félag­inu væru opin­ber gögn sem auð­velt ætti að vera að nálg­ast.

Ekki er að sjá á fund­ar­gerðum Akra­nes­kaup­stað­ar, sem á um 10% hlut í Speli og er einn af þrem stofn­að­ilum gang­anna, að þar hafi nokkurn tíma verið kynnt hvað færi fram í félag­inu. Í fund­ar­gerðum bæj­ar­stjórnar er ein­ungis að finna bók­anir um að bæj­ar­stjóra hafi verið falið að fara með eign­ar­hlut­inn en ann­ars ekk­ert um að árs­reikn­ingar hafi verið lagðir fram, fyrr en á síð­ustu árum með nýjum bæj­ar­stjóra. Það væri athygl­is­vert að vita hvort sami háttur væri þar á hjá öðrum stjórn­ar­mönn­um, því eng­inn stjórn­ar­manna situr í stjórn­inni fyrir eigin eign­ar­hlut.

Stjórn Spalar og fram­kvæmda­stjóri hafa haft mýmörg tæki­færi til að stytta þann ára­fjölda sem er not­aður í gjald­töku en þau tæki­færi hafa þeir ekki nýtt sér. Það er hrein­lega eins og það sé vilj­andi verið að reka fyr­ir­tækið eins illa og menn kom­ast upp með. Stakt gjald er ennþá 1000 krónur að nafn­virði, sama og var við opnun (fór niður í 800). 

Sveit­ar­fé­lögin sem eiga hlut í göng­unum hafa ítrekað ályktað um að þau eigi að vera gjald­frjáls. Samt er ekki að sjá að full­trúar þeirra hafi neitt unnið í þá átt að flýta því. Full ástæða er fyrir sveit­ar­fé­lögin að krefja sína stjórn­ar­menn um skýr­ingar á þessu.

Sveit­ar­fé­lögin hljóta að gera kröfu á ríkið um að það geri göngin gjald­frjáls, enda er ríkið búið að spara sér bein útgjöld með því að fall­ast á að hætta end­ur­bótum á Hval­fjarð­ar­vegi og hætta nið­ur­greiðslu á Akra­borg­ar­ferj­unni. Einnig hefur ríkið haft umtals­verðar skatt­tekjur í gegnum virð­is­auk­ann og arð­greiðsl­ur, upp­hæðir sem eru hærri en eft­ir­stöðvar lána Spal­ar.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og Akur­nes­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None