Spölur á lokaspretti

Stjórnarformaður Spalar og forstjóri fjalla ítarlega um rekstur Hvalfjarðarganga.

Hvalfjarðargöng
Auglýsing

Hratt flýgur stund og nú blasir við að eftir ríf­lega hálft þriðja ár kemur að því að ­Spölur afhendi rík­inu Hval­fjarð­ar­göng skuld­laus, fyrir árs­lok 2018. Það er í sam­ræmi við samn­inga og lög frá Alþing­i og verða skil gang­anna reyndar nokkru fyrr en fyrstu áætl­anir gerðu ráð ­fyrir.  Yngri kyn­slóð­ir muna tæp­lega aðdrag­anda gang­anna og þekkja ekki aðstæður árið 1988 þeg­ar á­huga­hópur um verk­efnið ákvað að leggja af stað í þann leið­angur að freist­a fjár­festa til að leggja fjár­muni í holu undir hafs­botni norður í Dumbs­hafi.  Þótt ein­hverjir telji nú að veggjaldið sé ­þrösk­uldur þá var opnun Hval­fjarð­ar­ganga upp­haf að veru­legum og breyt­ingum á Vest­ur­landi og jákvæðri byggða­þró­un.

Göngin eru ekki greidd af skattfé lands­manna heldur borga veg­far­end­ur ­mann­virkið með veggjöld­um. Engin lán til ganga­gerð­ar­innar voru tekin með­ ­rík­is­á­byrgð, heldur bar verk­tak­inn alla ábyrgð á fjár­mögn­un­inni á fram­kvæmda­tím­an­um. Hvorki í rík­is­stjórnum né á Alþingi var áhugi fyrir því að ­ríkið ábyrgð­ist lán Spalar vegna gang­anna, enda fram­kvæmdin umdeild og tal­in nokkuð áhættu­söm, bæði fjár­hags­lega og tækni­lega.

Þegar göngin voru til­búin til notk­unar komu banda­rískt líf­trygg­inga­fyr­ir­tæki, fimmtán íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og fleiri að lang­tíma­fjár­mögn­un­inni.

Auglýsing

Þetta voru fyrstu fjár­mögn­un­ar­samn­ingar sinnar teg­undar á Norð­ur­löndum og ­fyrsta fjár­fest­ing líf­eyr­is­sjóð­anna í einka­fram­kvæmd – og það í skulda­bréf­um ­sem hvorki voru með rík­is­á­byrgð né tryggð með veði í fast­eign­um.

Spölur var líka lát­inn borga ­vega­gerð ...

Ríkið (Vega­gerð­in) átti að sjá um að leggja vegi að göng­unum beggja vegna og halda þeim við en Spölur að ann­ast allt við­hald í göng­unum sjálf­um. Það gekk ekki eftir nema að hluta því Spölur borg­aði helm­ing kostn­aðar við 20 km langa tengi­vegi að göng­unum til að unnt yrði að ná endum saman í fjár­mögn­un verk­efn­is­ins í heild sinni. Þing­mönnum Vest­ur­lands- og Reykja­nes­kjör­dæma þótt­i það nefni­lega of stór póli­tískur biti að kyngja ef öll veg­teng­ing, beggja vegna Hval­fjarð­ar, yrði kostuð af vegafé kjör­dæma sinna.

Því skal sömu­leiðis haldið til haga að árið 2002 tók Spölur á sig kostnað vegna nýrrar akreinar frá suð­ur­munna upp að gatna­mótum Hval­fjarð­ar­vegar ásam­t til­heyr­andi lýs­ingu akbraut­ar­inn­ar. Rík­is­stjórnin mælt­ist til þessa og stjórn­ Spalar sá sér ekki annað fært en að sam­þykkja erindið þótt fram­kvæmd­in til­heyrði ekki göng­unum sjálf­um.

Þús­und­kall­inn ætti að ver­a 2.335 krón­ur!

Umferð í Hval­fjarð­ar­göngum varð fljót­lega meiri en upp­haf­lega var reiknað með og þess hafa veg­far­endur notið í lægri veggjöldum en ella.

Gjald­skrá gang­anna hefur átta sinnum verið breytt frá því göngin voru opnuð í júlí 1998, þrisvar til hækk­unar en fimm sinnum til lækk­un­ar. Gjald­skráin kom ­meðal ann­ars við sögu 2005 við end­ur­fjár­mögnun Spal­ar. Þá var ákveðið að lækk­a ­veggjaldið veru­lega í stað þess að stytta rekstr­ar­tím­ann, sem mælt­ist vel ­fyr­ir.

Í upp­haf­legum samn­ingi Spalar við lán­veit­endur var kveðið á um að veggjald­ið ­skyldi fylgja verð­lags­þróun í land­inu og taka mið af breyt­ingum á vísi­tölu ­neyslu­verðs. Það hefur aldrei gengið eft­ir, langt frá því. Stök ferð kost­að­i ­þús­und krónur sum­arið 1998 og kostar enn þús­und­kall en gjaldið ætti að ver­a 2.335 krónur ef það fylgdi vísi­töl­unni.

Hverf­andi líkur eru á að hægt sé að finna aðra gjald­skrá á Íslandi sem hægt er að segja um svip­aða sögu.

2.	Launakostnaður skrifstofu og stjórnar og sérfræðiþjónusta. „Risið“ í grafinu árið 2011 á rætur að rekja til þess að þá eru fimm ársfjórðungar reiknaðir saman þegar Spölur breytti reikningsári sínu í almanaksár (reikningsár Spalar var frá byrjun október til loka september allt til ársins 2010).

Virð­is­auka­skattur hefur frá upp­hafi verið lagður á veggjaldið í sam­ræmi við lög­ og úrskurð rík­is­skatt­stjóra frá 1990. Þar af leið­andi kemur inn­skattur á mót­i ­rekstr­ar­kostn­aði og fjár­fest­ing­um. Spölur óskaði aldrei eftir því að skatt­ur­inn ­félli niður af veggjald­inu sjálfu, enda ekki að búast við því að slík beiðn­i ­fengi und­ir­tekt­ir. Óskað var eftir að skatt­ur­inn næði ekki til veglyklanna en því var hafn­að.

Auð­vitað hefði verið gott ef ríkið hefði fellt nið­ur­ virð­is­auka­skatt­inn af bygg­ingu mann­virk­is­ins og ef ekki hefði þurft að leggja skatt­inn á veggjald­ið. Hvorki fyrr eða síðar stóð slíkt til boða og því hafa lög um virð­is­auka­skatt gilt um Spöl sem önn­ur ­fyr­ir­tæki. Hins vegar er rétt að halda því til haga að þrátt fyrir hækk­un skatts­ins á árinu 2015 var gjald­skrá Spalar haldið óbreyttri og hefur svo ver­ið allt frá árinu 2011.

Trygg­ingar gang­anna kosta sitt og náðu hæstu hæðum eftir hryðju­verka­árás­irnar í Banda­ríkj­unum í sept­em­ber 2001. Aldrei kom til álita að ríkið tryggði göng­in, enda voru trygg­ingar fjöl­þætt­ar, umfangs­miklar og dýrar vegna eðl­is­ fjár­mögn­unar mann­virk­is­ins og sam­kvæmt samn­ingum við þá sem lán­uðu fé í verk­efn­ið.  

Umfang ­trygg­ing­anna var upp­haf­lega að kröfu stærsta lán­veit­and­ans, John Hancock Mutu­al Life Ins­urance Inc. og skil­yrði lán­veit­ingar í verk­efn­ið.

Þegar lán Spalar voru end­ur­fjár­mögnuð árið 2005 tókst að lækka kostnað vegna trygg­inga, ekki síst í ljósi þess að verk­efn­ið ­gekk betur en bjart­sýn­ustu menn þorðu að vona.

Hrun­ið ­setti strik í reikn­ing­inn ...

Á árinu 2007, þegar umferð hafði vaxið hratt árin þar á und­an, blasti tvennt við for­ystu­sveit Spal­ar, sem á og rekur Hval­fjarð­ar­göng.

1.    Félagið hefði að óbreyttu orðið skuld­laust þegar leið á árið 2015 og þar ­með unnt að afhenda rík­inu göngin mun fyrr en sam­komu­lag og lög kváðu á um. Efna­hags­hrunið setti hins vegar stórt strik í þann reikn­ing.

Útlit var fyrir að á rekstr­ar­tíma Spalar færi umferðin upp fyr­ir­ til­tekið hámark í reglu­gerð þar að lút­andi.

 Spöl­ur og Vega­gerðin hófu ákveðna und­ir­bún­ings- og rann­sókn­ar­vinnu vegna „tvöföld­un­ar“ undir Hval­firði, þ.e. nýrra ganga. Enda var óhjá­kvæmi­legt að bregð­ast við þró­un ­mála þá en hrunið títt­nefnda breytti mörgu, þar á meðal umferð­ar­tölum í göng­unum og í öllu íslenska vega­kerf­inu. Umferð í göng­unum minnk­aði veru­lega og ­tekjur af veggjöldum dróg­ust að sama skapi sam­an.

Af sjálfu leiddi að áform um Hval­fjarð­ar­göng II voru lögð til hlið­ar. Það kem­ur hins vegar í hlut rík­is­ins að fjalla um hvernig og hvenær brugð­ist skuli við ­um­ferð sem eykst nú stöðugt og stefnir „upp úr þaki“ reglu­gerð­ar­innar inn­an­ ­fárra ára.  

Aug­ljós er sá fjár­hags­legi ávinn­ing­ur, sem rík­ið hefur haft af Hval­fjarð­ar­göng­um.  Sá á­vinn­ingur hlýtur að verða kjörnum full­trúum á Vest­ur­landi hvatn­ing og verk­færi til að ná fjár­veit­ingum til nauð­syn­legra vega­fram­kvæmda á næstu árum. Skipt­ir þá mestu skýr sýn á verk­efnin og harð­fylgi sem dugir til árang­urs.

Stöðu­gildum hefur ekki ­fjölgað í tólf ár

Alltaf var gengið út frá því að göngin yrðu greidd með veggjöldum og það stend­ur. Sumir telja reyndar að Spölur sé skuld­laus nú þegar og safni veggjöldum í sjóð! Ekki er það nú svo. Í lok árs 2015 námu lang­tíma­skuldir félags­ins tæp­lega 1.500 millj­ónum króna. Sú skuld verður greidd í þrennu lagi, síð­asti hlut­inn í sept­em­ber 2018.

Þegar lang­tíma­skuldir hafa verið gerðar upp þarf Spölur að standa við aðr­ar skuld­bind­ing­ar, svo sem að greiða út inn­eignir á við­skipta­reikn­ing­um, ónot­uð ­af­slátt­ar­kort, skila­gjöld veglykla, tekju­skatt félags­ins og hlut­höfum hluta­fé sitt, upp­fært til verð­lags.

Samn­ingur Spalar við ríkið er ótví­ræður um að þeg­ar ­samn­ings­tím­anum lýkur fellur heim­ild til gjald­heimtu nið­ur.

Stöðu­gildi Spalar eru jafn­mörg nú og fyrir tólf árum. Skrif­stofu- og ­stjórn­un­ar­kostn­aður var vissu­lega umtals­vert meiri í seinni tíð en áður en það stafar fyrst og fremst af ýmiss­konar sér­fræði­þjón­ustu sem nauð­syn­legt var að ­kaupa, einkum til að ­upp­fylla ­kröfur reglu­gerðar frá­ 2007 um öryggi og fleira í starf­sem­inni. Fram­kvæmdir vegna örygg­is­mála á árunum 2007-2012 kost­uðu á þeim tíma 375 millj­ónir króna.

Öryggi er ekki sparn­að­ar­mál

Margt í starf­semi Spalar er til­efni skrifa og ummæla á opin­berum vett­vangi og ekk­ert ­nema gott um það að segja að göngin veki athygli og umræð­u. Svo hefur verið allt frá árinu 1990 og verð­ur­ á­byggi­lega áfram. Sumir spyrja til dæmis hvers vegna Spölur spari­ ekki í rekstr­inum með því að hafa sjálf­virka afgreiðslu í gjald­hlið­inu og ­mann­laust gjald­skýli?

Því er til að svara að sól­ar­hrings­vakt í gjald­skýl­inu árið um kring er fyrst og fremst í þágu öryggis veg­far­enda og hefur margoft sannað gildi sitt.

Vakt­menn­irnir eru reyndar drjúgir líka við að svara fyr­ir­spurnum erlendra ­ferða­manna og veita þeim leið­sögn um landið en það er auka­hlut­verk sem þeir ­ganga í af ánægju og er önnur saga. Því má reyndar velta fyrir sér hvernig þessum málum verði háttað þegar ríkið hef­ur ­tekið við rekstri gang­anna?

Stað­fest er að örygg­is­mál Hval­fjarð­ar­ganga stand­ast að ýmsu leyti kröfur sem gerðar eru til veg­ganga með mun meiri umferð. Öryggi til fram­tíðar hlýtur áfram að verða mjög mik­il­væg rekstr­ar­for­senda gang­anna.

Spölur hefur ætíð gætt aðhalds í rekstri en félagið sparar ekki við sig manna­hald og fram­kvæmdir sem miða að auknu öryggi veg­far­enda og mun ekki gera, svo lengi sem það hefur með göng undir Hval­fjörð að gera.  

Verk­efnið er hins vegar ekki að velta vöngum yfir­ ­for­tíð­inni heldur því sem gera þarf á kom­andi árum þannig að öryggi veg­far­enda um Kjal­ar­nes og undir Hval­fjörð verði eins og best verður á kos­ið.

Um höf­unda: Gísli Gísla­son er for­maður Spalar og Gylfi Þórð­ar­son er fram­kvæmda­stjóri Spal­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None