Er nauðsynlegt að einkavæða heilsugæsluna?

Auglýsing

Það er ljós­ara en svo að færa þurfi fyrir því rök, að ­ís­lensk heilsu­gæsla stendur orðið illa undir nafni. Ég sem hér sit við lykla­borð er sjálf not­andi heilsu­gæslu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þekki vissu­lega best til þar. En það sem ég heyri frá lands­byggð­inni hljómar ekki mikið bet­ur. Í þetta atriði ætla ég því ekki að eyða púðri, heldur gefa mér þá for­sendu að hér er vandi og hér þarf breyt­ing­ar.

Um langt ára­bil hefur verið þrýst­ingur á aukna einka­væð­ing­u til að leysa hnút heilsu­gæsl­unn­ar. Sá þrýst­ingur kemur lík­lega fyrst og fremst frá fag­hópi lækna. Læknar í heilsu­gæslu eru vel­flestir sér­mennt­aðir í heim­il­is­lækn­ingum – þeir eru semsé sér­fræð­ingar. Þeir bera kjör sín og atvinnu­tæki­færi saman við kjör ann­arra sér­fræð­inga í sinni stétt og finnst sinn hlutur heldur rýr: laun sam­kvæmt launa­töflu op­in­berra starfs­manna. Býst ég við. Kannske ein­hverjar sporsl­ur, en ekki tæki­færi til neins stór­gróða.

Því hafa lengi verið sterkar raddir þeirra á meðal að til­ þess að fá lækna til að starfa á svið­inu verði að veita þeim tæki­færi til að ­stunda sjálf­stæðan rekst­ur, með öðrum orðum að breyta rekstr­inum úr opin­berum í einka­rekst­ur.

Auglýsing

Einka­væð­ing. Orðið hefur þunga póli­tíska þýð­ingu, afstaða til þess skiptir mönnum í and­stæða hópa, það er eig­in­lega gild­is­hlað­ið. Fyr­ir­ suma hljómar það sem gull og ger­semar, meðan aðrir fyll­ast ótta um hag sinn eða á­hrif á sam­fé­lag­ið. Ég skal alveg við­ur­kenna það hér og nú: ég er ­fé­lags­hyggju­mann­eskja, bæði að upp­runa og öll lífs­reynsla mín hefur styrkt þá ­sýn. Því finnst mér heilla­væn­legra fyrir almenn­ing að ýmis grunn­þjón­usta sé rekin af opin­berum aðilum og starf­semin stjórn­ist þá von­andi fremur af þörf­um ­fólks og almanna­heill en gróða­sjón­ar­mið­um, hvort sem þar eiga í hlut lækn­ar, ágæt­ir ­sam­starfs­menn mínir mest­alla mína starfsævi, eða aðr­ir.

Ég er sem­sagt á móti einka­væð­ingu heilsu­gæsl­unn­ar. Svona al­mennt. En eig­in­lega liggur mér aðeins annað á hjarta, þó nátengt. Mig lang­ar ­nefni­lega að spyrja að því hvort, fyrst svona erfitt er að fá heilsu­gæslulækna til starfa, séu þá mögu­lega ein­hverjir aðrir sem geti innt störf þessi af hendi. Eig­in­lega er ég að skrif­a þetta af því að ég er orðin úrkula vonar um að stétt­ar­fé­lagið mitt, Félag ­ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga, gangi fram fyrir skjöldu um þetta, að mínu mat­i, ­þjóð­þrifa­mál.

Það er nefni­lega til fag­hópur hjúkr­un­ar­fræð­inga sem á enskri ­tungu nefn­ast „nurse prac­t­it­ioner­s“. Ef til vill mætti kalla slíkan fag­mann lækn­inga­hjúkr­un­ar­fræð­ing. Ótta­leg­t orð­skrípi, en þau tíðkast nú breið­ari spjót en það. Aug­lýsi hér með eft­ir lipr­ari hug­mynd­um.

Þessi fag­hópur varð fyrst til í guðseig­in­landi USA – af ­ná­kvæm­lega sömu ástæðum og nú ríkja hér: það vant­aði lækna í almenna þjón­ust­u. ­Fyrst voru þessir hjúkr­un­ar­fræð­ingar eins konar fram­leng­ing lækn­is­ins, ­yf­ir­leitt mennt­aðir með nokk­urs konar „skemmri skírn“ hjá lækni (líkt og ­ljós­mæður á Íslandi í eina tíð), og starf­semi þeirra var því svip­lík störf­um lækn­is­ins, bara ekki eins víð­tæk. For­ystu­mönnum banda­rískra hjúkr­un­ar­fræð­inga ­féll þetta illa. Þeir sögðu sem svo: við störfum eftir hug­mynda­fræði hjúkr­un­ar, og hún er í mörgu ólík hug­mynda­fræði lækn­inga. (Nú skal ég játa að þessi mun­ur er meira af sögu­legum rótum runn­inn, öll verka­skipt­ing hjúkr­unar og lækn­inga er til­orðin út frá hefð­bundnum kynja­mis­mun fyrri tíma og í reynd ættu þessi störf að vera eitt og hið sama, með sínar sér­greinar og sam­eig­in­lega hug­mynda­fræð­i. En þó sér­vitur sé get ég ekki skrúfað tím­ann aftur um nokkur hund­ruð ár og svona hafa hlut­irnir þróast, hér erum við í dag). – Þetta varð til þess að ­starfið lækn­inga­hjúkr­un­ar­fræð­ingur þró­að­ist meira sjálf­stætt hvað hug­mynda­fræði og ýmis­legt verk­lag snerti, en hélt á­fram að vera í fram­kvæmd þetta: hjúkr­un­ar­fræð­ingur sem einnig gerir margt af því sem sam­kvæmt hefð hefur verið á hendi lækna. Dæmi um slíkt er: að ávísa lyfj­um, að panta rann­sóknir og bregð­ast við nið­ur­stöðu þeirra, almenn lík­ams­skoð­un, við­töl að sjálf­sögðu og ýmis­legt fleira.

Það hefur verið mis­jöfn útfærsla á þessu. Mér vit­an­lega er þó ævin­lega læknir í bak­hönd­inni sem reglu­lega er leitað til um ráð­gjöf og ­eft­ir­lit með störfum lækn­inga­hjúkr­un­ar­fræð­ings­ins. Ég hef ekki undir höndum tölur um fjölda né útbreiðslu þess­arrar starfs­stétt­ar, ­nema hvað ég þyk­ist vita að örfáir íslenskir hjúkr­un­ar­fræð­ingar hafi þessa ­mennt­un, en eru auð­vitað ekki að nýta hana í starfi. Námið er yfir­leitt 2ja ára við­bót­ar­nám, líkt og fram­halds­menntun til meist­ara­náms. „Nurse prac­t­it­ioner­s“ eru við­ur­kennd starfs­stétt í Banda­ríkj­unum og Bret­landi og vafa­laust tölu­vert víð­ar.

Ég sé ekki betur en að þetta sé – sagt á mæltu máli – al­ger­lega grá­upp­lagt. Pen­ing­arnir sem færu í að mennta hóp hjúkr­un­ar­fræð­inga til að verða lækn­inga­hjúkr­un­ar­fræð­ingar eru litlir borið saman við ávinn­ing­inn. Hjúkr­un­ar­fræð­ingar tækju þessu náms- og starfstæki­færi fagn­andi, ég tel að und­ir­bún­ings­menntun og starfs­reynsla þeirra myndi nýt­ast feiki­vel í heilsu­gæslu nú­tím­ans sem ein­kenn­ist svo mjög af félags­legum og geð­rænum vanda­mál­um, en bæð­i ­menntun og hug­mynda­fræði hjúkr­unar leggur mikla áherslu á sam­skipti og heild­ræna sýn – mun meiri en menntun lækna með fyllstu virð­ingu fyrir þeirri ­mik­il­vægu fag­stétt. Því tel ég að not­end­urnir yrðu mjög ánægðir að fá þenn­an val­kost.

Og lækn­arn­ir? Jú, þeir væru lausir undan þeirri byrði að þurfa að helga sig heilsu­gæslu og hafa ekki nógu góða aðstöðu til að koma sér­ ­upp eigin rekstri. Að sjálf­sögðu yrðu áfram læknar í heilsu­gæsl­unni, mjög lík­lega bara svipað margir og eru þar núna. Svo, alveg í alvöru, er þetta ekki einmitt svona „allir vinna“ lausn?

Kannski væri að vísu eng­inn að græða neitt rosa mikla ­pen­inga. En erum við ekki líka öll á móti græðg­i­svæð­ing­unni?

Höf­undur er hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None