Auglýsing

Ein helsta mein­semdin á Íslandi er fólkið sem sér sam­fé­lagið í svart­hvítu, þannig að það skipt­ist í „okk­ur“ og hina, þá sem eru með og þá ­sem eru á móti. Þetta fólk virð­ist sjá alla sem ýmist vin­veitta eða óvin­veitta, og heldur að allir hinir gangi erinda ein­hverra ákveð­inna hópa. 

Þetta fólk virð­ist eiga mjög erfitt með að skilja að stór hluti fólks hugsar bara alls ekki svona. Að stór hluti sam­fé­lags­ins er óflokks­bundið fólk sem heldur ekki með stjórn­mála­flokkum eins og íþrótta­lið­um, tekur afstöðu eftir mál­efnum og vill sjá almanna­hags­muni setta ofar sér­hags­mun­um. 

Þessi svart­hvíti hugs­un­ar­háttur er ein helsta ástæða þess að ekki þrífst upp­lýst­ari, gagn­rýnni og betri sam­fé­lags­um­ræða en raun ber vitni á Ísland­i. 

Eina mark­miðið að drepa máli á dreif

Eftir að Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona for­sæt­is­ráð­herra, upp­lýsti (í kjöl­far spurn­inga frá alþjóð­legum hópi fjöl­miðla) að hún ætti félag erlendis til að halda utan um fé sitt hefur þessi mein­semd komið mjög skýrt fram. Í raun­inni mátti sam­stundis sjá glitta í þetta með færslu Önnu Sig­ur­laugar á Face­book, þar sem orð­ræðan var á þann hátt að þeir sem töl­uðu um hana og félagið hennar væru Gróa á leiti sem bæri að gefa „smá frí“ og fara að tala um það sem „skiptir raun­veru­lega máli“. Eins og allir þeir sem vildu skýr­ari svör og umræðu um þessa for­dæma­lausu stöðu sem upp var komin gerðu það af per­sónu­legri ill­vild og lágum hvöt­um. Reyndar má alveg hafa í huga að vissu­lega voru ein­hverj­ir, meðal ann­ars á þingi, sem féllu beint í gildr­una og fóru að tala um for­sæt­is­ráð­herra­hjónin sem hrægamma. Það var bæði óþarft og ósatt. 

Auglýsing

Það blasti hins vegar við frá upp­hafi að í færslu Önnu Sig­ur­laugar var ýmsum upp­lýs­ingum haldið eft­ir, eins og hvar félagið væri skráð og að það hefði átt háar kröfur í slitabú íslensku bank­anna. Í kjöl­far þess fylgdi aug­ljós­lega spurn­ingin um það hvaða áhrif það hefði að mað­ur­inn sem gerði kröfu­hafa að einu helsta skammar­yrði á Íslandi var ekki bara tengdur heldur giftur mann­eskju sem sann­ar­lega var kröfu­hafi. Því var það ekki bara eðli­legt heldur nauð­syn­legt í aðstæðum sem þessum að fjöl­miðlar sinni vinnu sinni, sem er að spyrja spurn­inga, velta upp öllum flötum mála og upp­lýsa les­end­ur, hlust­endur og áhorf­endur sína. Það gerðu nokkrir fjöl­miðlar strax, sem betur fer. 

Stjórn­ar­and­staðan reyndi að særa Sig­mund Davíð fram í ræðu­stól Alþingis til að tala um mál­ið, án árang­urs, en þegar loks­ins heyrð­ist frá honum í gegnum blogg­síðu kom í ljós nákvæm­lega þessi hugs­un­ar­hátt­ur. Að verið væri að ráð­ast á maka hans til þess að koma á hann höggi, per­sónu­legu að sjálf­sögð­u. 

Bæði fyrir og eftir þetta hafa svo óbreyttir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins látið hafa sig út í blinda og veika vörn fyrir for­mann­inn, nú síð­ast með ein­kenni­legri blogg­færslu Karls Garð­ars­son­ar, þar sem þessi hugs­un­ar­háttur birt­ist mjög skýrt í tali um að fjöl­miðlar sjái flokk­inn hans sem óvin og séu í her­ferð gegn hon­um. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann talar í þessa veru, en það breytir ekki stað­reynd­inni, sem er að flestir fjöl­miðlar eiga hvorki vini né óvin­i. Það var líka hent­ugt fyrir hann, fyrr­ver­andi fjöl­miðla­mann­inn, að gleyma því að Rík­is­út­varpið hafði greint frá því að reynt hefði verið að fá for­mann, vara­for­mann og rit­ara flokks­ins til að tjá sig. 

Allt hefur þetta ein­kennst af því að ekk­ert er rætt um þær spurn­ingar sem raun­veru­lega er verið að setja fram. Ekk­ert um það sem skiptir máli. Bara útúr­snún­ingar og full­yrð­ingar um per­sónu­lega óvild fólks og fjöl­miðla í garð Sig­mundar Dav­íðs og Fram­sókn­ar­flokks­ins sem heild­ar. 

Mark­miðið með öllum þessum útúr­snún­ingum er ein­göngu að drepa mál­inu á dreif til að þurfa ekki að takast á við þær grund­vall­ar­spurn­ingar sem það vekur upp. 

Alltaf sama sagan 

Þetta er nefni­lega ekki í fyrsta skipti á þessu kjör­tíma­bili sem upp koma grund­vall­ar­spurn­ingar um upp­lýs­inga­skyldu og hags­muna­tengsl þeirra sem sitja í æðstu stjórn­un­ar­stöðum lands­ins. Málið sem nú er komið upp er þriðja málið á þriggja ára valda­tíma þar ­sem sömu taktík virð­ist vera fylgt til að forð­ast aðal­at­riðin og óþægi­legu spurn­ing­arn­ar. 

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir ­neit­aði líka lengi vel að koma í fjöl­miðla eða tala við ­þingið nema með útúr­snún­ingum þegar hún var að mála sig út í horn í leka­mál­inu. Ill­ugi Gunn­ars­son neit­aði mán­uðum saman að svara eðli­legum spurn­ingum fjöl­miðla um Orku Energy, og sömu sögu var að segja í þing­inu.  Nú tjáir Sig­mundur Davíð sig ein­göngu í gegnum blogg­síð­una sína og hlær upp í opið geðið á fjöl­miðla­mönnum sem reyna að fá hann í við­tal. 

Skyld­i ein­hver hafa gleymt því þá á þetta fólk, rík­is­stjórn­in, að vera að vinna fyrir almenn­ing í land­inu. Það er því ósköp ein­fald­lega rétt­mæt krafa að þau svari spurn­ingum fjöl­miðla og Alþingis um þessi mál. 

Það að fjöl­miðlar sinni hlut­verki sínu með því að fjalla um mál, sem greini­lega eru óþægi­leg fyrir stjórn­völd í land­inu, er ekki á nokkurn hátt merki um her­ferð. Það er þvert á móti heil­brigð­is­merki. 

Það sem er ekki heil­brigt, og í raun­inni fár­sjúkt, er póli­tíska umræð­an. Það er galið að ráða­menn kom­ist upp með að svara hvorki þingi né þjóð í málum sem skipta máli og það er út í hött að stjórn­mála­menn leyfi sér að snúa út úr og tala ekki um aðal­at­rið­in, vera hluti af þeirri mein­semd sem skemmir almenni­lega umræðu. En á meðan svo er verða fjöl­miðlar að halda áfram að veita þeim aðhald, sinna sínu hlut­verki og stuðla að upp­lýstri og gagn­rýnni umræð­u. 

Kjarn­inn mun aldrei láta þrýst­ing af þessu tagi hafa áhrif á sig og mun eftir sem áður hafa það eitt að leið­ar­ljósi að upp­lýsa les­endur sína um það sem skiptir máli, í þessu máli og öðr­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None