Auglýsing

Eftir að rann­sókn­ar­blaða­menn frá ICIJ og Reykja­vík Medi­a ehf., þar sem Jóhannes Kr. Krist­jáns­son er í for­svari, köll­uðu fram opin­berun á því að eig­in­kona ­for­sæt­is­ráð­herra geymdi sparnað upp á rúm­lega millj­arð króna í félagi á Bresku jóm­frú­areyj­un­um, sem er þekkt skatta­skjól, þá hefur teikn­ast upp ný staða í ís­lenskum stjórn­mál­um. For­sæt­is­ráð­herra­hjónin skýrðu frá mál­inu eftir að ­blaða­menn­irnir voru komnir með upp­lýs­ingar í hendur um eign­irnar og farnir að ­spyrja spurn­inga.

Gjáin blasir við

Það má líkja þess­ari nýju stöðu við gjá milli þings og ­þjóð­ar, þar sem nú er upp­lýst – eftir frum­kvæð­is­vinnu blaða­mann­anna – að for­sæt­is­ráð­herra­hjón­in hafa sjálf geymt sparnað sinn í þekktu skatta­skjóli á Bresku jóm­frú­areyj­un­um, á meðan almenn­ingur hefur verið inni­lok­aður í fjár­magns­höftum vegna laga sem ­stjórn­mála­menn sam­þykktu og lúta að fjár­magns­höft­um.



Með lögum frá því í nóv­em­ber 2008 hefur almenn­ingi verið bannað að geyma ­sparnað sinn erlend­is, og eru meg­in­rök þau að það sé hætta á því að geng­i krón­unnar hrynji ef fólk færir pen­inga í of miklu mæli úr landi. Lög­unum hef­ur verið við­haldið í sjö og hálft ár, og stendur til að reyna að losa um þau á næst­unni.

Lista­maður er næmur á aðal­at­riðin

Gunnar Þórð­ar­son tón­list­ar­mað­ur, sem hefur speglað íslenska þjóð­arsál í gegnum tón­list af stakri snilld í ára­tugi, veit hvað hann syng­ur, þegar hann minn­ist á það, að ráða­menn þjóð­ar­innar geymi pen­ing­ana sína á Tortóla á með­an al­menn­ingur situr uppi með krón­urnar sínar á Íslandi. Með þessu móti stað­setj­a ­stjórn­mála­menn sig pen­inga­lega skör ofar en almenn­ing­ur, og tala niður til hans.

Auglýsing

Í þessum aðstæðum segir já-kór for­sæt­is­ráð­herra; en eng­in lög hafa verið brotin með þessu. Það kann að vera rétt, þó öll kurl séu ekki komin til grafar enn í þeim efn­um, en sið­ferði­lega er staðan til marks um el­ítu­væð­ingu stjórn­mál­anna, þar sem stjórn­mála­menn horfa niður til fólks­ins. Það er óþol­andi að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki upp­lýst um þessa stöðu á með­an hann var að rök­ræða í þing­inu um Ices­ave og síðar slitabú föllnu bank­anna. 

Kröfu­lýs­ing félags eig­in­konu hans í slita­búin upp á um 500 millj­ón­ir, á sama tíma og hann sjálfur og trún­að­ar­menn hans voru að vinna að lausn á vand­anum sem slita­búin sköp­uðu fyrir hag­kerf­ið, er alveg sér kap­ít­uli og óþarft er að hafa mörg orð um, til við­bótar við það sem þegar hefur komið fram. Hags­muna­á­rekst­ur­inn er alveg tær, hreinn og skýr. ­Skiptir þar engu hverjar lyktir máls­ins voru, og hvort for­sæt­is­ráð­herra eign­i ­sér með húð og hári nið­ur­stöð­una sem að lokum náð­ist fram, eftir að sér­fræð­ingar úr mörgum áttum höfðu lagt nótt við dag í marga mán­uði til að leysa úr vand­an­um og ekki síst; sætta ólík sjón­ar­mið sem uppi voru.

Hann átti lítið und­ir­ ­sjálfur í Ices­ave

Í rök­ræð­unum um Ices­a­ve, sem almenn­ingur hafn­aði að greiða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslum sem for­seti Íslands leiddi fram, þá fjall­aði Sig­mund­ur Da­víð rétti­lega um hætt­una af því að krónan myndi hrynja, ef almenn­ingur tæki á sig of miklar byrð­ar. Hann þurfti ekki sjálfur að hafa neinar áhyggj­ur, með­ ­fjöl­skyldu­sparn­að­inn erlendis utan hafta í þekktu skatta­skjóli, án þess að nokkur hafi vitað af því. 

Ég greiddi sjálfur atkvæði gegn Ices­ave í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, en var ef­ins um hvað væri best að gera þegar Bucheit-­sam­komu­lagið kom fram, eins og ef­laust marg­ir. Hafði ekki neina sér­fræði­þekk­ingu á mál­inu, en reyndi að setja mig inn í það eftir fremsta megn­i. 

Greina­skrif Aðal­steins Jón­as­sonar hrl. höfðu mikið að segja um mína afstöðu, en á móti komu skyn­sam­leg sjón­ar­mið með sam­komu­lagi sömu­leið­is, ekki síst eftir að Lee Bucheit kom að málum og Jóhannes Karl Sveins­son hrl. kynnti sjón­ar­mið ásamt fleir­um. Það var erfitt að átta sig á þessu, og það kom vafa­lítið ekki upp í hug­ann hjá mörgum Íslend­ingum að ætl­a ­mönnum eitt­hvað illt sem unnu að sam­komu­lagi. Síður en svo, en stjórn­mála­menn – ekki síst ­Sig­mundur Davíð – hafa verið dug­legir við að ata hvorn annan auri með gíf­ur­yrð­u­m um hvað hefði mögu­lega gerst ef hitt og þetta hefði hugs­an­lega gengið eft­ir. Lægra verður ekki kom­ist í póli­tískri rök­ræðu, nema hugs­an­lega með því að halda ­leyndum per­sónu­legum hags­munum sínum á sama tíma og gíf­ur­yrðin hljóma ótt og ­títt.

Rík­is­stjórn­in ­fall­völt

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem hefur um margt staðið sig vel í end­ur­reisn­ar­starf­inu frá því hún tók við völdum 2013, eins og sú fyrri gerði einnig, er fall­völt eftir að staða for­sæt­is­ráð­herra ­skýrð­ist og fjar­lægð hennar frá almenn­ingi varð ljós.

Tíð­indin af því að inn­an­rík­is­ráð­herr­ann Ólöf Nor­dal og efna­hags- og fjár­mála­ráð­herr­ann Bjarni Bene­dikts­son hafi átt eignir í þekkt­u­m skatta­skjólum eða tengst þeim beint, sem komu fram eftir frum­kvæð­is­vinn­u ­fyrr­nefndra blaða­manna, eru önnur slæm tíð­indi fyrir almenn­ing. Þess­ir hags­munir hefðu átt að vera uppi á borð­um, og það er ótrú­legt til þess að hugs­a að efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, yfir­ráð­herra skatt­rann­sókna í land­inu og al­þjóð­legra sam­skipta sem þeim tengjast, skuli ger­ast sekur um þetta ­dóm­greind­ar­leysi.

Hann hefur ekki neinar afsak­an­ir, og sér­stak­lega ekki að hann hafi ekki vitað að félag sem hann átti þriðj­ungs­hlut í, og var skráð í skatta­skjól­inu Seychelles-eyj­um, hafi í reynd verið skráð þar en ekki í Lúx­em­borg. Þetta dreg­ur veru­lega úr trú­verð­ug­leika hans sem ráð­herra og stjórn­mála­manns, enda er lág­mark að mað­ur­inn sem mesta ábyrgð ber á fjár­málum íslenska rík­is­ins get­i vitað grund­vall­ar­at­riði um eigin fjár­hag. Ef hann hefur ekki yfir­sýn yfir eigin gjörðir í fjár­málum af hverju ætti hann þá að hafa hana um fjár­mál rík­is­ins?

Slæm tíð­indi

Bjarni hefur um margt haldið vel á spil­un­um, í starfi sínu sem ráð­herra – oft í erf­iðum línu­dansi í ágrein­ings­málum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna – en þetta eru slæm ­tíð­indi og eru auk þess þvert gegn alþjóð­legri bar­áttu við skatta­skjól og bak­tjalda­makk fjár­mála­kerf­is­ins og stjórn­mál­anna. Ísland þekkir afleið­ingar af slíku sam­kurli vel og því ætti að stíga enn var­legar til jarðar en í mörg­um öðrum ríkj­um. Einkum og sér í lagi vegna fjár­magns­haft­anna sem stjórn­mála­menn ­settu á almenn­ing.

Það eiga allir að skila sínu til sam­eig­in­legs rekstrar sam­fé­lags­ins. Lang­flestir fylgja þess­ari sjálf­sögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, ­sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með sam­borg­urum sín­um ­sem halda uppi lífs­gæð­unum á Ísland­i,“ sagði Bjarni í yfir­lýs­ingu í gær, og von­andi er hann að meina þetta. Hann verður að muna að þetta snýst alls ekki bara um skatt­ana, heldur líka um höft­in. Almenn­ingur býr við höft og getur ekki verið með erlendan sparn­að.

Stjórn­mála­menn sem sýna tvö­falt sið­gæði með því að halda fé sínu leyni­lega í skatta­skjól­um, utan „vinnu“ á Íslandi, á meðan höft eru lög­bundin – og ýmist vara við geng­is­hruni eða hvetja fólk til fjár­fest­inga – eru á hálum ís, svo ekki sé meira sagt. Þeir tala þá niður til almenn­ings, og gefa jafn­vel ekki upp alla per­sónu­lega hags­muni sína á sama tíma. Sem er eins og salt í sár van­trausts hjá þjóð­inn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None