Auglýsing

Eftir að rann­sókn­ar­blaða­menn frá ICIJ og Reykja­vík Medi­a ehf., þar sem Jóhannes Kr. Krist­jáns­son er í for­svari, köll­uðu fram opin­berun á því að eig­in­kona ­for­sæt­is­ráð­herra geymdi sparnað upp á rúm­lega millj­arð króna í félagi á Bresku jóm­frú­areyj­un­um, sem er þekkt skatta­skjól, þá hefur teikn­ast upp ný staða í ís­lenskum stjórn­mál­um. For­sæt­is­ráð­herra­hjónin skýrðu frá mál­inu eftir að ­blaða­menn­irnir voru komnir með upp­lýs­ingar í hendur um eign­irnar og farnir að ­spyrja spurn­inga.

Gjáin blasir við

Það má líkja þess­ari nýju stöðu við gjá milli þings og ­þjóð­ar, þar sem nú er upp­lýst – eftir frum­kvæð­is­vinnu blaða­mann­anna – að for­sæt­is­ráð­herra­hjón­in hafa sjálf geymt sparnað sinn í þekktu skatta­skjóli á Bresku jóm­frú­areyj­un­um, á meðan almenn­ingur hefur verið inni­lok­aður í fjár­magns­höftum vegna laga sem ­stjórn­mála­menn sam­þykktu og lúta að fjár­magns­höft­um.Með lögum frá því í nóv­em­ber 2008 hefur almenn­ingi verið bannað að geyma ­sparnað sinn erlend­is, og eru meg­in­rök þau að það sé hætta á því að geng­i krón­unnar hrynji ef fólk færir pen­inga í of miklu mæli úr landi. Lög­unum hef­ur verið við­haldið í sjö og hálft ár, og stendur til að reyna að losa um þau á næst­unni.

Lista­maður er næmur á aðal­at­riðin

Gunnar Þórð­ar­son tón­list­ar­mað­ur, sem hefur speglað íslenska þjóð­arsál í gegnum tón­list af stakri snilld í ára­tugi, veit hvað hann syng­ur, þegar hann minn­ist á það, að ráða­menn þjóð­ar­innar geymi pen­ing­ana sína á Tortóla á með­an al­menn­ingur situr uppi með krón­urnar sínar á Íslandi. Með þessu móti stað­setj­a ­stjórn­mála­menn sig pen­inga­lega skör ofar en almenn­ing­ur, og tala niður til hans.

Auglýsing

Í þessum aðstæðum segir já-kór for­sæt­is­ráð­herra; en eng­in lög hafa verið brotin með þessu. Það kann að vera rétt, þó öll kurl séu ekki komin til grafar enn í þeim efn­um, en sið­ferði­lega er staðan til marks um el­ítu­væð­ingu stjórn­mál­anna, þar sem stjórn­mála­menn horfa niður til fólks­ins. Það er óþol­andi að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki upp­lýst um þessa stöðu á með­an hann var að rök­ræða í þing­inu um Ices­ave og síðar slitabú föllnu bank­anna. 

Kröfu­lýs­ing félags eig­in­konu hans í slita­búin upp á um 500 millj­ón­ir, á sama tíma og hann sjálfur og trún­að­ar­menn hans voru að vinna að lausn á vand­anum sem slita­búin sköp­uðu fyrir hag­kerf­ið, er alveg sér kap­ít­uli og óþarft er að hafa mörg orð um, til við­bótar við það sem þegar hefur komið fram. Hags­muna­á­rekst­ur­inn er alveg tær, hreinn og skýr. ­Skiptir þar engu hverjar lyktir máls­ins voru, og hvort for­sæt­is­ráð­herra eign­i ­sér með húð og hári nið­ur­stöð­una sem að lokum náð­ist fram, eftir að sér­fræð­ingar úr mörgum áttum höfðu lagt nótt við dag í marga mán­uði til að leysa úr vand­an­um og ekki síst; sætta ólík sjón­ar­mið sem uppi voru.

Hann átti lítið und­ir­ ­sjálfur í Ices­ave

Í rök­ræð­unum um Ices­a­ve, sem almenn­ingur hafn­aði að greiða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslum sem for­seti Íslands leiddi fram, þá fjall­aði Sig­mund­ur Da­víð rétti­lega um hætt­una af því að krónan myndi hrynja, ef almenn­ingur tæki á sig of miklar byrð­ar. Hann þurfti ekki sjálfur að hafa neinar áhyggj­ur, með­ ­fjöl­skyldu­sparn­að­inn erlendis utan hafta í þekktu skatta­skjóli, án þess að nokkur hafi vitað af því. 

Ég greiddi sjálfur atkvæði gegn Ices­ave í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, en var ef­ins um hvað væri best að gera þegar Bucheit-­sam­komu­lagið kom fram, eins og ef­laust marg­ir. Hafði ekki neina sér­fræði­þekk­ingu á mál­inu, en reyndi að setja mig inn í það eftir fremsta megn­i. 

Greina­skrif Aðal­steins Jón­as­sonar hrl. höfðu mikið að segja um mína afstöðu, en á móti komu skyn­sam­leg sjón­ar­mið með sam­komu­lagi sömu­leið­is, ekki síst eftir að Lee Bucheit kom að málum og Jóhannes Karl Sveins­son hrl. kynnti sjón­ar­mið ásamt fleir­um. Það var erfitt að átta sig á þessu, og það kom vafa­lítið ekki upp í hug­ann hjá mörgum Íslend­ingum að ætl­a ­mönnum eitt­hvað illt sem unnu að sam­komu­lagi. Síður en svo, en stjórn­mála­menn – ekki síst ­Sig­mundur Davíð – hafa verið dug­legir við að ata hvorn annan auri með gíf­ur­yrð­u­m um hvað hefði mögu­lega gerst ef hitt og þetta hefði hugs­an­lega gengið eft­ir. Lægra verður ekki kom­ist í póli­tískri rök­ræðu, nema hugs­an­lega með því að halda ­leyndum per­sónu­legum hags­munum sínum á sama tíma og gíf­ur­yrðin hljóma ótt og ­títt.

Rík­is­stjórn­in ­fall­völt

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem hefur um margt staðið sig vel í end­ur­reisn­ar­starf­inu frá því hún tók við völdum 2013, eins og sú fyrri gerði einnig, er fall­völt eftir að staða for­sæt­is­ráð­herra ­skýrð­ist og fjar­lægð hennar frá almenn­ingi varð ljós.

Tíð­indin af því að inn­an­rík­is­ráð­herr­ann Ólöf Nor­dal og efna­hags- og fjár­mála­ráð­herr­ann Bjarni Bene­dikts­son hafi átt eignir í þekkt­u­m skatta­skjólum eða tengst þeim beint, sem komu fram eftir frum­kvæð­is­vinn­u ­fyrr­nefndra blaða­manna, eru önnur slæm tíð­indi fyrir almenn­ing. Þess­ir hags­munir hefðu átt að vera uppi á borð­um, og það er ótrú­legt til þess að hugs­a að efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, yfir­ráð­herra skatt­rann­sókna í land­inu og al­þjóð­legra sam­skipta sem þeim tengjast, skuli ger­ast sekur um þetta ­dóm­greind­ar­leysi.

Hann hefur ekki neinar afsak­an­ir, og sér­stak­lega ekki að hann hafi ekki vitað að félag sem hann átti þriðj­ungs­hlut í, og var skráð í skatta­skjól­inu Seychelles-eyj­um, hafi í reynd verið skráð þar en ekki í Lúx­em­borg. Þetta dreg­ur veru­lega úr trú­verð­ug­leika hans sem ráð­herra og stjórn­mála­manns, enda er lág­mark að mað­ur­inn sem mesta ábyrgð ber á fjár­málum íslenska rík­is­ins get­i vitað grund­vall­ar­at­riði um eigin fjár­hag. Ef hann hefur ekki yfir­sýn yfir eigin gjörðir í fjár­málum af hverju ætti hann þá að hafa hana um fjár­mál rík­is­ins?

Slæm tíð­indi

Bjarni hefur um margt haldið vel á spil­un­um, í starfi sínu sem ráð­herra – oft í erf­iðum línu­dansi í ágrein­ings­málum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna – en þetta eru slæm ­tíð­indi og eru auk þess þvert gegn alþjóð­legri bar­áttu við skatta­skjól og bak­tjalda­makk fjár­mála­kerf­is­ins og stjórn­mál­anna. Ísland þekkir afleið­ingar af slíku sam­kurli vel og því ætti að stíga enn var­legar til jarðar en í mörg­um öðrum ríkj­um. Einkum og sér í lagi vegna fjár­magns­haft­anna sem stjórn­mála­menn ­settu á almenn­ing.

Það eiga allir að skila sínu til sam­eig­in­legs rekstrar sam­fé­lags­ins. Lang­flestir fylgja þess­ari sjálf­sögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, ­sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með sam­borg­urum sín­um ­sem halda uppi lífs­gæð­unum á Ísland­i,“ sagði Bjarni í yfir­lýs­ingu í gær, og von­andi er hann að meina þetta. Hann verður að muna að þetta snýst alls ekki bara um skatt­ana, heldur líka um höft­in. Almenn­ingur býr við höft og getur ekki verið með erlendan sparn­að.

Stjórn­mála­menn sem sýna tvö­falt sið­gæði með því að halda fé sínu leyni­lega í skatta­skjól­um, utan „vinnu“ á Íslandi, á meðan höft eru lög­bundin – og ýmist vara við geng­is­hruni eða hvetja fólk til fjár­fest­inga – eru á hálum ís, svo ekki sé meira sagt. Þeir tala þá niður til almenn­ings, og gefa jafn­vel ekki upp alla per­sónu­lega hags­muni sína á sama tíma. Sem er eins og salt í sár van­trausts hjá þjóð­inn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None