Skattaskjól og aflandsfélög

Auglýsing

I.              Saga og þróun

Skatta­skjól í ein­hverri mynd eiga sér­ langa sögu og má sjá for­vera þeirra aftur í ald­ir. Þessi svæði voru yfir­leitt tengd verslun og fram­leiðslu og höfðu fyrst og fremst stað­bundin áhrif. Saga fjár­mála­legra skatta­skjóla byrjar á 3. og 4. tug tutt­ug­ustu aldar í Sviss og Lichten­stein og ­síðan á Bermuda. Þessi skatta­skjól þjón­uðu aðal­lega auð­ugum ein­stak­lingum sem gát­u falið fé sitt fyrir skatt­lagn­ingu heima­lands­ins. Eftir 1950 færð­ist vöxtur í starf­sem­i skatta­skjóla þegar þau urðu vin­sæl hjá fjöl­þjóð­legum fyr­ir­tækjum sem not­uðu þau til að færa tekjur milli landa eftir því hvað hag­kvæmt var m.t.t. skatta og með­ ­auk­inni þýð­ingu fjár­mála­starf­semi í heim­inum óx þýð­ing skatta­skjóla jafnt og þétt.

Skatta­skjól eru mis­mun­andi inn­byrð­is­ en einkum er litið er til þriggja atriða þegar land­svæði eða sér­reglur innan ríkja eru nefnd skatta­skjól. Í fyrsta lagi að skatt­lagn­ing tekna ein­stak­linga eða félaga sé engin eða óveru­leg. Í öðru lagi að leynd sé tryggð. Í þriðja lagi að við­skiptaum­hverf­ið sé ógagn­sætt. Auk þess­ara atriða er oft einnig litið til þess hvort það sé tak­mörk­un­um háð hverjir geti tekið þátt í starf­semi félags­ins. Þannig er algengt að þau taki ein­göngu til tekna sem aflað er utan svæð­is­ins og heima­að­ilar þannig úti­lok­að­ir frá þátt­töku.

Auglýsing

Greint er á milli skatta­skjóla eftir því hvort um að ræða smá­ríki, sem bjóða erlendum aðilum heim­il­is­festi fyrir félög ­sem njóta skatta­skjóls eða hvort stærri ríki bjóði upp á sér­reglur með skatta­leg­um í­viln­unum fyrir ein­stak­linga og félög sem upp­fylla ákveðin skil­yrði. Dæmi um það ­fyrra eru hin þekktu skatta­skjól á eyjum í Kari­ba­haf­inu með Bresku Jóm­frú­eyj­arn­ar í broddi fylk­ingar en þessi fyr­ir­bæri er einn­ing að finna í öðrum heims­hlut­u­m, eyjum í Kyrra­hafi, Erma­sunds­eyj­un­um, Kýpur og víð­ar. Sam­merkt með þessum lönd­um að þeim frá­töldum sem eru í Evr­ópu er að þetta eru fátæk, van­þróuð ríki og aug­ljóst að það fé sem komið er undan skatti í öðrum ríkjum kemur ekki íbúum þess­ara landa til góða.

Skatta­skjól í þró­uðum ríkjum eru ­yf­ir­leitt þess eðlis að sér­stakar reglur gilda um erlenda aðila sem flytja fé sitt þangað til vörslu og njóta íviln­ana í sköttum og eru í sumum til­vikum vernd­að­ir ­með leynd. Þessu fylgir jafnan að inn­lendir aðilar njóta ekki íviln­ana með sama hætti. Þekkt­ust þess­ara ríkja eru lík­lega Lux­em­borg og Sviss en enn­fremur má nefna Ír­land, Hol­land og ein­stök ríki í BNA. Það sem skilur skatta­skjól í þessum lönd­um frá hinum er einkum að reglur um árs­reikn­inga, aðgengi að upp­lýs­ingum o.fl. fer eftir lands­lög við­kom­andi lands og eftir atvikum eftir þeim reglum sem gilda á EES ­svæð­inu.

II.           ­Fyrir hverja eru skatta­skjól­in.

Skatta­skjólin hafa frá upp­hafi þjónað tveim­ur hópum aðal­lega. Fjöl­þjóða­fyr­ir­tæki nota þau til að koma hagn­aði und­an­ skatt­lagn­ingu í því landi þar sem tekj­urnar verða til annað hvort með því að flytja þær til heima­lands fyr­ir­tæk­is­ins eða það sem algeng­ara er að losna und­an­ skatt­lagn­ingu að öllu leyti með því að koma þeim í skatta­skjól. Til þess eru ýms­ar ­leiðir svo sem með vaxta­greiðslum af lánum innan fyr­ir­tækja­sam­stæðu, greiðsl­u­m ­fyrir meinta tækni- eða stjórn­un­ar­þjón­ustu, greiðslum fyrir einka­leyfi o.fl. Dæmi um þetta má sjá í málum sem í umræðu hafa verið á síð­ustu árum Star­bucks, ­Google og Apple í Englandi og eins hjá álfyr­ir­tækjum sem eiga verk­smiðjur hér á landi.

Sterkríkir ein­stak­lingar eru aðrir stórnot­end­ur skatta­skjóla. Með því að færa eignir sínar þangað geta þeir gengið svo frá hnút­u­m að þeir kom­ast hjá því að greiða skatta af tekjum af þessum eignum og við­skipt­i ­með þær eru huldar leynd. Þrátt fyrir skrán­ing­una fer engin eig­in­leg starf­sem­i fram í þessum skatta­skjól­um. Féð er ekki fjár­fest þar heldur í öðrum löndum þar ­sem meiri feng er að fá. Fjár­mála­stofn­anir og svo­kall­aðir umsýslu­menn eru ráðn­ir til að sýsla með fé að fyr­ir­mælum eig­enda þess.

Fyr­ir­tæki, stór og smá, nota einnig félög í skatta­skjólum til að búa til falska milli­verð­lagn­ingu. Vara er á papp­ír­un­um ­flutt inn í gegnum skatta­skjóls­fé­lagið sem selur hana til tengds fyr­ir­tækis í inn­flutn­ings­land­in­u á háu verði. Sama getur átt við um útflutn­ing sem er þá færður á of lágu verð­i hjá útflytj­anda vör­unn­ar. Í báðum til­vikum verður hagn­að­ur­inn af við­skipt­un­um eftir hjá skúffu­fyr­ir­tæki. Þetta getur einnig átt við um sölu á þjón­ustu, ráð­gjöf o.fl. jafn­vel þótt þjón­ustu­veit­and­inn sé í sama landi og kaup­andi þjón­ust­unn­ar.

III.        Hag­ræði af skatta­skjól­um.

Stofnun félags í skatta­skjóli hefur í för ­með sér fyr­ir­höfn og kostn­að. Ákveðna papp­írs­vinnu þarf að inna af hendi til að ­stofna félag eða þá að kaupa það einns og einnig tíðkast. Þá þarf að fá þjón­ust­u fjár­vörslu­að­ila sem jafna er banki eða fjár­mála­stofnun í ein­hverju alvöru­rík­i og ráða umsýslu­að­ila, sem form­lega sér um stjórn félags­ins þótt eig­andi sé hinn raun­veru­legi stjórn­andi sem ekki er talið æski­legt að komi fram. Allt kostar þetta fé og vand­séð af hverju verið er að stofna félagið nema því fylgi eitt­hvað það hag­ræð­i ­sem metið er meira en hann.

Hag­ræði af skatta­skjóls­fé­lagi felst í því sem aðgreinir það frá félögum utan aflands­svæða en það er eins og áður­ ­segir einkum þrennt. Skatt­leysi, leynd og ógagn­sæi. Þar að auki má nefna það hag­ræð­i ­sem felst í því að vera laus undan ýmsum reglum sem gilda myndu um félagið og ­starf­semi þess væri það í heima­landi eig­and­ans. Eitt­hvert þess­ara atriða eða þau öll saman eru eina rök­ræna skýr­ingin á því að ein­hver velur það að stofna félag í skatta­skjóli. Því fylgja engir aðrir við­skipta­legir kostir enda fer starf­sem­i ­fé­lags­ins og stjórn þess ekki fram í skatta­skjól­inu og það hefur í reynd eng­in raun­veru­leg tengsl við það.

IV.        Skatta­leg­t hag­ræði

Skatta­legt hag­ræði felst í því að skatta­skjól­in ­leggja ekki á neinn eða mjög lágan tekju­skatt. Næsta auð­velt er að beina tekj­u­m ­sem mynd­ast í öðrum löndum í skatta­skjóls­fé­lag. Félagið getur verið eig­and­i hluta­bréfa í fyr­ir­tækjum í öðrum löndum og fengið frá þeim arð eða sölu­hagnað við ­sölu bréfanna, það getur lánað fyr­ir­tækjum í öðrum löndum fé og fengið af því vext­i, það getur að nafn­inu til verið eig­andi einka­leyfa eða rétt­inda og fengið fyrir það greiðslur og fleira getur komið til. Til þes að forð­ast skatt­lagn­ingu hagn­að­ar­ins á leið­inni t.d. að kom­ast hjá afdrátt­ar­skatti í upp­runa­landi tekn­anna er oft ­sett upp keðja af félögum sem nýtir sér glufur í skatta­rétti við­kom­andi landa og í tví­skött­un­ar­samn­ing­um. Gott dæmi um þetta er að eigna­hald á íslensku bönk­un­um ­fyrir hrun var að meiri hluta og allt upp í 3/4 beint eða óbeint í höndum félaga í skatta­skjól­um. Arð­greiðslur bana­kanna á þessum árum í milj­örðum á ári hverju end­uðu að sama skapi hjá þessum aflands­fé­lög­um.

Það að stofna félag í skatta­skjóli og vista í því mikla fjár­muni felur í sér skatta­legt hag­ræði eitt út af fyrir sig ­nema eitt­hvað afar sér­stakt komi til. Það er nær úti­lokað að nokkur stofni slíkt ­fé­lag, að ekki sé talað um að leggja í það mikla fjár­muni án þess að gera ráð fyr­ir­ ­tekjum af því, enda er svo að jafn­vel þótt fjár­fest­ingar og önnur umsvif séu ekki til staðar liggur féð ekki óvirkt ein­hvers staðar en er vænt­an­lega á banka­reikn­ing­i og ber þar vexti, sem væru skatt­skyldar tekjur hjá félagi hér á landi. Sé ekki gert ráð fyrir vöxtum eða annarri tekju­öflun hefði verið ólíkt gáfu­legra að geyma féð á banka­reikn­ingi í heima­land­inu, eftir atvikum gjald­eyr­is­reikn­ingi, eða í ver­sta ­falli að geyma það undir kodda eig­and­ans.

Fram til árs­ins 2009 hélst skatt­leysi íslenskra ­fé­laga í skatta­skjólum svo lengi sem tekj­unum var er haldið inn i félag­inu. Við þessu var ekk­ert að gera frá laga­legu sjón­ar­miði og engin skatta­lög voru brot­in ef rétt var staðið að öllu. En það er varla til­gangur eig­and­ans að geyma fé sitt ósnert í skatta­skjóli til eilífðar og end­ur­heimta tekn­anna kann að leiða til­ skatt­lagn­ing­ar. Í versta falli fyrir eig­and­ann greiðir hann sér hagnað félags­ins ­sem arð sem skatt­lagður yrði hjá honum sem slík­ur. Þar sem félagið hefur verið skatt­laust ­felst jafn­vel í þessu veru­legt skatta­hag­ræði þar sem skattur á arð er aðeins 20% að ekki sé talað um þá gullnu tíma þegar hann var ein­ungis 10%. Ekki er ólík­leg­t að eig­end­urnir leiti einnig ann­arra leiða til að heimta féð án skatt­greiðslu og er úr ýmsu að moða í þeim efn­um.

Breyt­ing á tekju­skattslögum sem gild­ir frá 1. jan­úar 2010 felur í sér að í skatta­legu til­lit er litið fram hjá til­vist ­fé­lags­ins sem slíks og tekjur þess og eignir færðar eig­and­anum til tekna og ­eigna og skatt­lagðar eins og þeirra væri aflað hér á landi. Með þessu er dreg­ið úr skatta­legu hag­ræði eða það gert erf­ið­ara ná því með lög­legum hætti. Því er þó fjarri að með því hafi það verið úti­lok­að. Hafa þarf m.a. í huga að stór hlut­i ­tekna af fjár­munum felst í verð­hækkun eigna sem ekki kemur fram í bók­færðu verð­i þeirra og tekju­færslu hjá félag­inu. Hluta­bréf hækka í verði, eru seld með hagn­að­i og hann end­ur­fjár­festur o.sfr. Hafa þarf í huga að kröfur til bók­halds og árs­reikn­inga eru allt aðrar eða engar á þessum svæð­um. Því má gera ráð fyrir að stór hlut­i af raun­veru­legum tekjum þess­ara félaga safn­ist upp í því og komi ekki til­ skatt­lagn­ingar fyrr en félagið er leyst upp og jafn­vel þá vafasamt um hvort hún­ ­nái fram að ganga eins og áður er sagt.

Að lokum má nefna að eig­endur félaga hafa ýmsar leiðir til að ná til sín tekjum úr þeim og ekki alltaf víst að til­grein­t sé eða rétt farið með í skatta­legu tillliti. Auk þess að greiða eig­anda arð er al­gengt að honum sé greitt fyrir störf eða þjón­ustu við félag­ið. Um getur ver­ið að ræða greiðslur fyrir stjórn­un­ar­störf, ráð­gjöf og skýrslu­gerð o.fl. Allur hátt­ur er á hvaða leið slíkar greiðslur fara og hvort þær eru rekj­an­legar til­ ­eig­and­ans. Ein úttekt­ar­leið er að eig­and­inn hefur kredit­kort á félagið undir hönd­um og notar það til að greiða per­sónu­lega neyslu, kaupir með því far­miða, gist­ing­u og veit­ingar á ferða­lög­um, notar það til að greiða fyrir stórinn­kaup og jafn­vel til að greiða með í mat­vöru­versl­un­inni. Fyrir fáum árum komust sænsk skatt­yf­ir­völd ­yfir upp­lýs­ingar af þessum toga sem m.a. teygðu sig hingað til lands og sýndu að þetta er útbreitt.

Með fram­an­greindri skatta­laga­breyt­ing­u varð einnig mikil breyt­ing á þeim kröfum sem gerðar eru um upp­lýs­ing­ar. Með því að tekjur og eignir félaga í skatta­skjólum eru skatt­skyldar hjá eig­endum félag­anna eru þeir jafn­framt skyldugir til að leggja fram allar upp­lýs­ingar um þær. Er í reglu­gerð kveðið á um að með fram­tali eig­enda félags í skatta­skjóli skuli fylgja upp­lýs­ing­ar um eign­ar­hald á félag­inu, árs­reikn­ingar þess og ítar­leg grein­ar­gerð um tekjur þess og eign­ir. Kröfur þessar eru hlið­stæðar því sem kraf­ist er vegna inn­lendra félaga og nauð­syn­legar til að skatt­yf­ir­völd geti gengið úr skugga um að fram­talið sé rétt. ­Sam­hliða þessu var skerpt á upp­lýs­inga­skyldu fjár­mála­stofn­ana og þeim svo og end­ur­skoð­endum og öðrum sem veita fag­lega aðstoð við starf­semi erlendra félaga ­gert skylt að halda lista yfir þá sem slíka þjón­ustu fá og afhenda þá skatt­yf­ir­völd­um ef eftir því er leit­að. Erfitt er að full­yrða um hvort skatt­lagn­ing er með rétt­u­m hætti nema þessi gögn liggi fyr­ir.

V.           Leynd og ógagnsæi.

Leynd og ógagn­sæi er mik­il­vægt ein­kenni skatta­skjóla. Leyndin felst í því að skrán­ing félaga er ófull­kom­in, engar eða litlar kröfur eru gerðar um upp­lýs­ingar um eig­endur og ­upp­lýs­ingar eru ekki veitt­ar. Hluta­bréf eru gefin út á hand­hafa en ekki nafn og ­nafn­lausir reikn­ingar leyfð­ir. Litlar eða engar kröfur eru gerðar um árs­reikn­inga og skil á þeim. Afleið­ingin er að erfitt eða ómögu­legt er fá upp­lýs­ingar um ­eign­ar­hald á félögum og hverjir séu raun­veru­legir eig­endur þeirra, sjá umsvif þeirra og við­skipta­tengsl og leggja mat á það sem fram kemur um þau í heima­land­i ­eig­and­ans t.d. ef hann lætur þeirra getið á fram­tali eða félagið kem­ir fram fyrir hans hönd í banka­við­skiptum o.fl.

Gerð árs­reikn­inga skil á þeim og op­in­bert aðgengi að þeim er lög­bundin í öllum þró­uðum lönd­um. Hér eins og ann­ars staðar innan EES svæð­is­ins eru reglur um árs­reikn­inga byggðir á til­skip­un ­Evr­ópu­sam­bands­ins og verða þeir að fylgja ákveðnum bók­halds­staðli, vera skoð­að­ir af óháðum fag­að­ila og birtir almenn­ingi með til­teknum hætti. Þessu fylgir ­kostn­aður en þetta er talið nauð­syn­legt til að tryggja sam­keppni og heil­brigða ­starf­semi fyr­ir­tækja og er skil­yrði þess að við­skipta­menn fyr­ir­tækja geti feng­ið þær upp­lýs­ingar sem þeir eiga rétt á og þarfn­ast. Engar slíkar reglur gilda um aflands­fé­lög sem stað­sett eru í löndum utan EES svæð­is­ins eða hafa sam­bæri­leg­ar ­regl­ur.

Leynd og ógsagn­sæi er þannig “hag­ræð­i” ­fyrir eig­and­ann umfram það eitt að “vernda” skatta­legt hag­ræði.

VI.        Aflands­lög­saga.

Að lokum skal getið eins atrið­is, sem er þýð­ing­ar­mikið en hefur ekki verið mikið rætt. Það laga­leg staða aflands­fé­laga. Aflands­fé­lögin eru skráð í ein­hverju til­teknu erlendu ríki og eru “borg­ar­ar” þess ­rík­is. Þau eru ekki íslensk í laga­legum skiln­ingi hvorki almennt né skatta­lega. Þau heyra ekki undir íslensk lög og eru ekki bundin af þeim ákvæð­um, skyldum og ­kröfum sem gerðar eru með heim­ild í íslenskum lög­um. Þau eru erlendir borg­ar­ar og þeir sem kjósa að fela slíkum félögum umsjón með hags­munum sínum kjósa að kom­a fram sem erlendur aðili en ekki íslensk­ur. 

Skatta­lega hefur þetta þá þýð­ingu að þessi ­fé­lög eru ekki íslenskir skatt­borg­arar eins og ein­stak­lingar með búsetu hér og ­fé­lög skráð hér og eru með ótak­mark­aða skatt­skyldu hér af öllum tekjum sínum og ­eignum hvar sem þeirra er afl­að. Erlend félög eru með það sem kallað er tak­mörk­uð skatta­kylda þ.e. greiða ein­göngu skatt af til­teknum tekj­um, sem þeir hafa hér á landi. Allt tal um að þau séu skatt­lögð að fullu hér á landi er rangt. Þau eru ekki á skatt­skrá hér og fá ekki álagn­ingu eins og önnur félög en verða að sæta af­drátt­ar­skatti af arði, vöxt­um, þókn­unum o.fl., sem þau fá greidd frá íslenskum að­il­um.

Það er ekki bara í skatta­legu tilllit­i ­sem erlend lög­saga hefur áhrif. Sama á við um gagn­vart öðrum lög­um. Þegar hef­ur verið minnst á lög um árs­reikn­inga og á það einnig við um öll önnur lög sem lút­a að eða snerta starf­semi félaga hér á landi. Þau lög eiga sér flest sam­svörun í lög­gjöf ann­arra þró­aðra ríkja. Því má segja að aflands­fé­lögin hafi haslað sér völl utan­ hins sam­eig­in­lega rétt­ar­fars sem þró­ast hefur og er við lýði á Vest­ur­lönd­um.

Auk þess að vera þannig utan hins al­menna lag­ara­mma sem gildir um félög eru aflands­fé­lög und­an­skilin þeim ráð­stöf­un­um, ­kvöðum og skyldum sem lögð eru eða kunna að verða lögð á íslensk félög á grund­velli ­ís­lenskra laga. Nær­tæk­asta dæmið um þetta eru gjald­eyr­is­lög­in, sem skerpt vor­u veru­lega fyrir fáum árum og gjald­eyr­is­höftum komið á. Gild­is­svið þeirra laga ­tak­markast við þá sem falla undir íslenska lög­sögu. Ráð­stöfun á eignum Íslend­inga eru sam­kvæmt þessum lögum tak­mörk­uð, háð skil­yrðum og leyf­um. Tekur það til við­skipta ­með verð­bréf, kaupa á gjald­eyri, fjár­fest­inga í verð­bréf­um, fjár­magns­flutn­inga og skila á gjald­eyri svo eitt­hvað sé nefnt. Það sama á við ef eigur þessar eru í um­sjón félags sem skráð er hér á landi. Séu þær hins vegar í umsjón erlends félags­, ­sama hvort um er að ræða aflands­fé­lag eða félag í “venju­legu” ríki eru ­eign­irnar ekki háðar þessum regl­um.

Hag­ræði af aflands­fé­lögum er aug­ljós­lega ekki bundið við skatta­legt hag­ræði eitt sam­an. Það kemur líka fram í margs­kon­ar hag­ræði af aflands­skrán­ingu og und­an­skiln­aði frá kvöðum og skyldum af ýmsum­ ­toga sem hvíla á félögum í heima­landi eig­and­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None