Alþingi fari ofan í mál Sigmundar Davíðs lið fyrir lið

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Um 81 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, sam­kvæmt könnun Gallup, vill að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, segi af sér sem for­sæt­is­ráð­herra, eftir að hafa verið afhjúp­aður í Kast­ljósi þætti. Sig­mundur Davíð hafði leynt því þingi og þjóð að hann ætti félag á Tortóla ásamt eig­in­konu sinni, til 31. des­em­ber 2009, og að það hefði lýst kröfum í bú föllnu bank­anna upp á um 500 millj­ónir króna. 

Á sama tíma vann hann að lausn á málum er tengd­ust slita­bú­un­um, ásamt sér­fræð­ingum Seðla­banka Íslands, efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, auka ann­arra sem aðstoð­uðu við mál­ið. Hann kom beint að mál­inu, með laga­setn­ingu og ýmsum öðrum hætti, eins og hann hefur raunar upp­lýst um sjálfur margs sinn­is. Ó­um­deilt er að þessi hags­muna­á­rekstur átti sér stað, en Alþingi hefur ekki ennþá haf­ið vinnu við að kom­ast til botns í mál­inu, með það fyrir augum að end­ur­heimta traust og læra af því. Málið er alþjóð­legt hneyksli, en það eitt að eiga mikla fjár­muni á Tortóla, sem sam­kvæmt alþjóð­legum við­miðum er skil­greint sem lág­skatta­svæði og skatta­skjól, þykir verið sið­ferði­lega óverj­andi, algjört hneyskli. Allir virt­ustu fjöl­miðlar heims­ins hafa greint frá mál­inu, og var það lengi aðal­frétt breska rík­is­út­varps­ins BBC í gær



Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins mun vafa­lítið fá það verk­efni að skoða málið ofan í kjöl­inn. Hún fékk mál, er varð­aði for­dæma­laus afskipti Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, af lög­reglu­rann­sókn á eigin ráðu­neyti, inn á sitt borð, eftir að Umboðs­maður Alþingis hafði skipu­lega leitt fram allan sann­leik­ann um málið með beittum bréfa­send­ingum til ráð­herra, sem komst ekki undan því að svara, og afhjúpa sig í leið­inni. Þetta var að mörgu leyti mik­il­væg vinna, en það sást samt glögg­lega hvað það getur verið erfitt fyrir Alþingi að horfa í eigin barm þegar aug­ljós mis­tök verða.



Í því máli voru ekki beinir fjár­hags­legir hags­mun­ir, upp á marg­faldar ævi­tekjur venju­legs fólks, í húfi hjá ráð­herr­an­um, og van­hæf­is­á­stæður stjórn­sýslu­lag­anna í því sam­hengi ekki til skoð­un­ar. Önnur mál koma einnig upp í hug­ann, eins og inn­herj­a­skil­grein­ingar ráða­manna á hverjum tíma, þegar við­kvæm mál eru til með­ferðar hjá stjórn­völdum og sér­fræð­ing­um. 



Nú reynir á að Alþingi sýni almenn­ingi að það hefur raun­veru­legan vilja til þess að end­ur­heimta traust. Íslend­ingar gera sér vel grein fyrir því, að neyð­ar­lögin haustið 2008, hafa markað efna­hags­lega við­spyrnu lands­ins, enda eru þau með öllu ­for­dæma­laus og hefði engin önnur þjóð geta kom­ist upp með við­líka aðgerð og við. Það sem bjarg­aði okkur var smæð­in, og sjálf­stæður seðla­banki og sjálf­stæð ­mynt. Þetta var hægt, með öðrum orð­um, vegna þess hversu mikil neyð hafði skapast, meðal ann­ars vegna glæp­sam­lega lélegrar banka­starf­semi og afleitrar hag­stjórn­ar. Við stóðum frammi fyrir því að beita neyð­ar­rétti, og það hefur skilj­an­lega skipti miklu máli. Þetta er eins og að beita Wild Card í borð­spili, og gjörsigra and­stæð­ing­inn í tap­aðri stöðu.



Stjórn­völd - ekki aðeins núna heldur einnig á fyrsta kjör­tíma­bil­inu eftir hrunið - eiga að vera auð­mjúk gagn­vart þessum aðstæð­um, og ekki slá sér á brjóst um of. Ennþá er við­var­andi van­traust á stofn­unum sam­fé­lags­ins, og þegar stjórn­mála­menn ger­ast sekir um alþjóð­lega skandala, eins og að geyma ríf­lega millj­arð á Tortóla - án þess að segja nokkrum manni frá því - á sama tíma og flestir lands­menn eru inni­lok­aðir í höftum með sinn sparn­að, þá fer skilj­an­lega allt á hlið­ina.



Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son er búinn sem stjórn­mála­mað­ur, eins og könnun Gallup gefur ágæta vís­bend­ingu um. Skrípa­leik­ur­inn í gær, þar sem Sig­mundur Davíð full­yrti í við­tali við vini sína á Bylgj­unni að hann væri ekki að fara hætta og allt gengi vel, að morgni, en var svo nauð­beygður til að hætta sem ráð­herra seinni part­inn, er ekki til þess fall­inn að auka til­trú almenn­ings á stjórn­mál­un­um. Það er eins og „ama­tör­ar“ séu að störf­um, sem vaða áfram án þess að vita nokkuð hvað þeir eru að gera. Til­svör ein­kenn­ast af hroka og því að ­kenna mis­skiln­ingi um allt sem miður fer. Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, átt­aði sig vel á því að Sig­mundur Davíð var að reyna að beita þing­rofi sem vopni í póli­tískri ref­skák við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, og kippti fót­unum strax undan hon­um. 



Þegar Sig­mundur Davíð verður alveg hætt­ur, þegar hann hefur horfst í augu við eigin gjörð­ir, og jafn­vel mætt síð­end­ur­tekið fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is, til að svara fyrir að gjörðir sínar og Tortóla-við­skipti - sem þökk sé afhjúpun og vinnu rann­sókn­ar­blaða­manna komst upp - þá mun Alþingi end­ur­heimta traust. En ekk­ert annað kemur til greina, en að fara nákvæm­lega í gegnum þessa vinnu, til að læra af henni. Best væri að gera það fyrir opnum tjöld­um, í beinni útsend­ingu, þannig að almenn­ingur gæti fylgst með hverju skrefi og lesið öll gögn sem máli skipta.



Frosti Sig­ur­jóns­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur verið í hópi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins sem staðið hefur með Sig­mundi Davíð í gegnum þann tíma sem orra­hríðin hefur verið sem mest. Hann við­ur­kenndi á Face­book siðu sinni í gær, að Sig­mundur Davíð hefði gerst sekur um mis­tök. „Sig­mundur Davíð gerði þau mis­tök að tengj­ast félagi á Tortóla og einnig að upp­lýsa ekki um hags­muni félags­ins gagn­vart slita­búum föllnu bank­anna.“



Þetta er rétt hjá Frosta. Ein­falt mál, klippt og skor­ið.



Nú reynir á að Alþingi gef­ist ekki upp, heldur fari ofan í mál­ið, lið fyrir lið. Það skuldar almenn­ingi það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None