Alþingi fari ofan í mál Sigmundar Davíðs lið fyrir lið

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Um 81 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, sam­kvæmt könnun Gallup, vill að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, segi af sér sem for­sæt­is­ráð­herra, eftir að hafa verið afhjúp­aður í Kast­ljósi þætti. Sig­mundur Davíð hafði leynt því þingi og þjóð að hann ætti félag á Tortóla ásamt eig­in­konu sinni, til 31. des­em­ber 2009, og að það hefði lýst kröfum í bú föllnu bank­anna upp á um 500 millj­ónir króna. 

Á sama tíma vann hann að lausn á málum er tengd­ust slita­bú­un­um, ásamt sér­fræð­ingum Seðla­banka Íslands, efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, auka ann­arra sem aðstoð­uðu við mál­ið. Hann kom beint að mál­inu, með laga­setn­ingu og ýmsum öðrum hætti, eins og hann hefur raunar upp­lýst um sjálfur margs sinn­is. Ó­um­deilt er að þessi hags­muna­á­rekstur átti sér stað, en Alþingi hefur ekki ennþá haf­ið vinnu við að kom­ast til botns í mál­inu, með það fyrir augum að end­ur­heimta traust og læra af því. Málið er alþjóð­legt hneyksli, en það eitt að eiga mikla fjár­muni á Tortóla, sem sam­kvæmt alþjóð­legum við­miðum er skil­greint sem lág­skatta­svæði og skatta­skjól, þykir verið sið­ferði­lega óverj­andi, algjört hneyskli. Allir virt­ustu fjöl­miðlar heims­ins hafa greint frá mál­inu, og var það lengi aðal­frétt breska rík­is­út­varps­ins BBC í gærStjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins mun vafa­lítið fá það verk­efni að skoða málið ofan í kjöl­inn. Hún fékk mál, er varð­aði for­dæma­laus afskipti Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, af lög­reglu­rann­sókn á eigin ráðu­neyti, inn á sitt borð, eftir að Umboðs­maður Alþingis hafði skipu­lega leitt fram allan sann­leik­ann um málið með beittum bréfa­send­ingum til ráð­herra, sem komst ekki undan því að svara, og afhjúpa sig í leið­inni. Þetta var að mörgu leyti mik­il­væg vinna, en það sást samt glögg­lega hvað það getur verið erfitt fyrir Alþingi að horfa í eigin barm þegar aug­ljós mis­tök verða.Í því máli voru ekki beinir fjár­hags­legir hags­mun­ir, upp á marg­faldar ævi­tekjur venju­legs fólks, í húfi hjá ráð­herr­an­um, og van­hæf­is­á­stæður stjórn­sýslu­lag­anna í því sam­hengi ekki til skoð­un­ar. Önnur mál koma einnig upp í hug­ann, eins og inn­herj­a­skil­grein­ingar ráða­manna á hverjum tíma, þegar við­kvæm mál eru til með­ferðar hjá stjórn­völdum og sér­fræð­ing­um. Nú reynir á að Alþingi sýni almenn­ingi að það hefur raun­veru­legan vilja til þess að end­ur­heimta traust. Íslend­ingar gera sér vel grein fyrir því, að neyð­ar­lögin haustið 2008, hafa markað efna­hags­lega við­spyrnu lands­ins, enda eru þau með öllu ­for­dæma­laus og hefði engin önnur þjóð geta kom­ist upp með við­líka aðgerð og við. Það sem bjarg­aði okkur var smæð­in, og sjálf­stæður seðla­banki og sjálf­stæð ­mynt. Þetta var hægt, með öðrum orð­um, vegna þess hversu mikil neyð hafði skapast, meðal ann­ars vegna glæp­sam­lega lélegrar banka­starf­semi og afleitrar hag­stjórn­ar. Við stóðum frammi fyrir því að beita neyð­ar­rétti, og það hefur skilj­an­lega skipti miklu máli. Þetta er eins og að beita Wild Card í borð­spili, og gjörsigra and­stæð­ing­inn í tap­aðri stöðu.Stjórn­völd - ekki aðeins núna heldur einnig á fyrsta kjör­tíma­bil­inu eftir hrunið - eiga að vera auð­mjúk gagn­vart þessum aðstæð­um, og ekki slá sér á brjóst um of. Ennþá er við­var­andi van­traust á stofn­unum sam­fé­lags­ins, og þegar stjórn­mála­menn ger­ast sekir um alþjóð­lega skandala, eins og að geyma ríf­lega millj­arð á Tortóla - án þess að segja nokkrum manni frá því - á sama tíma og flestir lands­menn eru inni­lok­aðir í höftum með sinn sparn­að, þá fer skilj­an­lega allt á hlið­ina.Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son er búinn sem stjórn­mála­mað­ur, eins og könnun Gallup gefur ágæta vís­bend­ingu um. Skrípa­leik­ur­inn í gær, þar sem Sig­mundur Davíð full­yrti í við­tali við vini sína á Bylgj­unni að hann væri ekki að fara hætta og allt gengi vel, að morgni, en var svo nauð­beygður til að hætta sem ráð­herra seinni part­inn, er ekki til þess fall­inn að auka til­trú almenn­ings á stjórn­mál­un­um. Það er eins og „ama­tör­ar“ séu að störf­um, sem vaða áfram án þess að vita nokkuð hvað þeir eru að gera. Til­svör ein­kenn­ast af hroka og því að ­kenna mis­skiln­ingi um allt sem miður fer. Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, átt­aði sig vel á því að Sig­mundur Davíð var að reyna að beita þing­rofi sem vopni í póli­tískri ref­skák við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, og kippti fót­unum strax undan hon­um. Þegar Sig­mundur Davíð verður alveg hætt­ur, þegar hann hefur horfst í augu við eigin gjörð­ir, og jafn­vel mætt síð­end­ur­tekið fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is, til að svara fyrir að gjörðir sínar og Tortóla-við­skipti - sem þökk sé afhjúpun og vinnu rann­sókn­ar­blaða­manna komst upp - þá mun Alþingi end­ur­heimta traust. En ekk­ert annað kemur til greina, en að fara nákvæm­lega í gegnum þessa vinnu, til að læra af henni. Best væri að gera það fyrir opnum tjöld­um, í beinni útsend­ingu, þannig að almenn­ingur gæti fylgst með hverju skrefi og lesið öll gögn sem máli skipta.Frosti Sig­ur­jóns­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur verið í hópi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins sem staðið hefur með Sig­mundi Davíð í gegnum þann tíma sem orra­hríðin hefur verið sem mest. Hann við­ur­kenndi á Face­book siðu sinni í gær, að Sig­mundur Davíð hefði gerst sekur um mis­tök. „Sig­mundur Davíð gerði þau mis­tök að tengj­ast félagi á Tortóla og einnig að upp­lýsa ekki um hags­muni félags­ins gagn­vart slita­búum föllnu bank­anna.“Þetta er rétt hjá Frosta. Ein­falt mál, klippt og skor­ið.Nú reynir á að Alþingi gef­ist ekki upp, heldur fari ofan í mál­ið, lið fyrir lið. Það skuldar almenn­ingi það.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None