Skattar og skjól

Auglýsing

Hér uppi á Íslandi hefur fólk kom­ist af í gegnum ald­irn­ar þótt vet­ur­inn sé langur og stríður og sum­urin að vísu björt en oft köld og vætu­söm. Fólk hefur kom­ist af vegna þess að þrátt fyrir ber­angur og kulda hef­ur það fundið sér skjól, bæði í bæjum úr torfi og grjóti en svo auð­vitað líka og um­fram allt hvert hjá öðru. Til að kom­ast af þarf meira en skjól fyrir veðri og vind­um, það þarf líka skjól fyrir drunga vetr­ar­ins og fáfræð­inni sem oft hef­ur er vágestur fátæktar og ein­angr­un­ar. Í dag er víða skjól að fá. Þegar heils­unn­i hrakar leitum við skjóls á spít­ölum og heilsu­gæslu, þegar okkur er ógnað er lög­reglan til taks, þegar slys eða nátt­úruvá ber að höndum eru almanna­varnir á sínum stað. Svo leitum við skjóls fyrir næð­ingi heimsk­u­nnar í skól­um, frá­ ­leik­skólum og upp í háskóla. Svona skjól er það sem gera líf þess fólks sem hér­ býr að lífi í sam­fé­lagi. Án þess stæði hver ein­sam­all á ber­angri.

En skjól er ekki bara eitt­hvað sem okkur býðst held­ur verður að skapa það og end­ur­skapa í sífellu. Skjól gera kröf­ur. Skól­inn ger­ir ­kröfur um kenn­ara, hús­næði, náms­efni. Spít­al­inn líka, lög­reglan, almanna­varn­ir, ­vega­gerð­in, veð­ur­stof­an, ... Svona skjól gera kröfu um að við sem skjóls­ins njótum – við sem viljum heldur lifa í sam­fé­lagi en ein­sömul á ber­angri – leggjum okkar að mörk­um.

Skjólið sem við búum við er búið til af skött­um. Þetta vita flestir og því borgum við flest skatt­ana glöð í bragði. Við borgum þá glöð því við viljum heldur ferð­ast í gegnum lífið í félags­skap fólks – í sam­fé­lagi – heldur en ein á ber­angri. Við lítum líka flest svo á að þetta hafi ekki bara eitt­hvað með okkar þæg­indi og huggu­leg­heit að gera, heldur komi það sið­ferð­in­u líka við. Það er ekki bara af eig­in­hags­muna­semi sem við leggjum sam­fé­lag­inu lið, heldur einnig af skuld­bind­ingu við sið­ferði­leg gildi sem eru for­senda þess að við getum lifað með mann­legri reisn í sam­fé­lagi með öðr­um.

Auglýsing

Til eru þeir sem vilja skjólið, en vilja samt ekki leggja til þess af sann­girni. Slík afstaða kann að skap­ast af ofdekri eða sér­gæsku: þegar fólk stendur í skjóli fyrir veðri og vind­um, við góða heilsu og laust undan næð­ingi heimsku­nn­ar, er auð­velt að hugsa: „Hver er sjálfum sér næst­ur. Hér stend ég og hvað varðar mig um aðra.“ Þegar hugs­ana­gang­ur­inn er þessi birt­ast kröf­urnar um að leggja skjól­inu eitt­hvað til gagns sem ósann­gjörn ásókn ann­arra. Og þá leita menn í skjól fyrir skjól­inu: menn leita skjóls fyr­ir­ skött­um.

Þeir sem leita í skjól fyrir því skjóli sem sam­fé­lagið er, ­taka sér stöðu með útlag­an­um. Útlag­inn getur ýmist verið afdala­maður sem sag­t hefur skilið við mann­legt félag, eða glæpa­maður sem býr í mann­legu sam­fé­lag­i, reiðir sig á gögn þess og gæði, en neitar að leika eftir reglum þess. Hvor­ug­ur á neitt erindi á vett­vang stjórn­mál­anna. Hinn fyrri sæk­ist heldur ekki eft­ir því, sá síð­ari sæk­ist eftir því, eins og dæmin sanna, og tekst það oft með­ ­skipu­legum og yfir­grips­miklum blekk­ingum – með því að breyta stjórn­mál­unum í blekk­ing­ar­leik.

Sið­væð­ing stjórn­mála kallar ekki bara að sann­leika, hún­ ­kallar líka á póli­tískar dygðir eins og heið­ar­leika, sann­girni og auð­mýkt. Ef ­stjórn­mál eiga ekki að verða blekk­ing­ar­leikur þá verða slíkar dygðir að hafa al­geran for­gang. Efna­hags­leg afkoma þjóð­ar­innar er eitt af verk­efn­um ­stjórn­mál­anna en end­ur­reisn sjálfra stjórn­mál­anna er ekki efna­hags­legt verk­efn­i. Það er sið­ferði­legt verk­efni – verk­efni sem aldrei lýk­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None