Skattar og skjól

Auglýsing

Hér uppi á Íslandi hefur fólk komist af í gegnum aldirnar þótt veturinn sé langur og stríður og sumurin að vísu björt en oft köld og vætusöm. Fólk hefur komist af vegna þess að þrátt fyrir berangur og kulda hefur það fundið sér skjól, bæði í bæjum úr torfi og grjóti en svo auðvitað líka og umfram allt hvert hjá öðru. Til að komast af þarf meira en skjól fyrir veðri og vindum, það þarf líka skjól fyrir drunga vetrarins og fáfræðinni sem oft hefur er vágestur fátæktar og einangrunar. Í dag er víða skjól að fá. Þegar heilsunni hrakar leitum við skjóls á spítölum og heilsugæslu, þegar okkur er ógnað er lögreglan til taks, þegar slys eða náttúruvá ber að höndum eru almannavarnir á sínum stað. Svo leitum við skjóls fyrir næðingi heimskunnar í skólum, frá leikskólum og upp í háskóla. Svona skjól er það sem gera líf þess fólks sem hér býr að lífi í samfélagi. Án þess stæði hver einsamall á berangri.

En skjól er ekki bara eitthvað sem okkur býðst heldur verður að skapa það og endurskapa í sífellu. Skjól gera kröfur. Skólinn gerir kröfur um kennara, húsnæði, námsefni. Spítalinn líka, lögreglan, almannavarnir, vegagerðin, veðurstofan, ... Svona skjól gera kröfu um að við sem skjólsins njótum – við sem viljum heldur lifa í samfélagi en einsömul á berangri – leggjum okkar að mörkum.

Skjólið sem við búum við er búið til af sköttum. Þetta vita flestir og því borgum við flest skattana glöð í bragði. Við borgum þá glöð því við viljum heldur ferðast í gegnum lífið í félagsskap fólks – í samfélagi – heldur en ein á berangri. Við lítum líka flest svo á að þetta hafi ekki bara eitthvað með okkar þægindi og huggulegheit að gera, heldur komi það siðferðinu líka við. Það er ekki bara af eiginhagsmunasemi sem við leggjum samfélaginu lið, heldur einnig af skuldbindingu við siðferðileg gildi sem eru forsenda þess að við getum lifað með mannlegri reisn í samfélagi með öðrum.

Auglýsing

Til eru þeir sem vilja skjólið, en vilja samt ekki leggja til þess af sanngirni. Slík afstaða kann að skapast af ofdekri eða sérgæsku: þegar fólk stendur í skjóli fyrir veðri og vindum, við góða heilsu og laust undan næðingi heimskunnar, er auðvelt að hugsa: „Hver er sjálfum sér næstur. Hér stend ég og hvað varðar mig um aðra.“ Þegar hugsanagangurinn er þessi birtast kröfurnar um að leggja skjólinu eitthvað til gagns sem ósanngjörn ásókn annarra. Og þá leita menn í skjól fyrir skjólinu: menn leita skjóls fyrir sköttum.

Þeir sem leita í skjól fyrir því skjóli sem samfélagið er, taka sér stöðu með útlaganum. Útlaginn getur ýmist verið afdalamaður sem sagt hefur skilið við mannlegt félag, eða glæpamaður sem býr í mannlegu samfélagi, reiðir sig á gögn þess og gæði, en neitar að leika eftir reglum þess. Hvorugur á neitt erindi á vettvang stjórnmálanna. Hinn fyrri sækist heldur ekki eftir því, sá síðari sækist eftir því, eins og dæmin sanna, og tekst það oft með skipulegum og yfirgripsmiklum blekkingum – með því að breyta stjórnmálunum í blekkingarleik.

Siðvæðing stjórnmála kallar ekki bara að sannleika, hún kallar líka á pólitískar dygðir eins og heiðarleika, sanngirni og auðmýkt. Ef stjórnmál eiga ekki að verða blekkingarleikur þá verða slíkar dygðir að hafa algeran forgang. Efnahagsleg afkoma þjóðarinnar er eitt af verkefnum stjórnmálanna en endurreisn sjálfra stjórnmálanna er ekki efnahagslegt verkefni. Það er siðferðilegt verkefni – verkefni sem aldrei lýkur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None