Skattar og skjól

Auglýsing

Hér uppi á Íslandi hefur fólk kom­ist af í gegnum ald­irn­ar þótt vet­ur­inn sé langur og stríður og sum­urin að vísu björt en oft köld og vætu­söm. Fólk hefur kom­ist af vegna þess að þrátt fyrir ber­angur og kulda hef­ur það fundið sér skjól, bæði í bæjum úr torfi og grjóti en svo auð­vitað líka og um­fram allt hvert hjá öðru. Til að kom­ast af þarf meira en skjól fyrir veðri og vind­um, það þarf líka skjól fyrir drunga vetr­ar­ins og fáfræð­inni sem oft hef­ur er vágestur fátæktar og ein­angr­un­ar. Í dag er víða skjól að fá. Þegar heils­unn­i hrakar leitum við skjóls á spít­ölum og heilsu­gæslu, þegar okkur er ógnað er lög­reglan til taks, þegar slys eða nátt­úruvá ber að höndum eru almanna­varnir á sínum stað. Svo leitum við skjóls fyrir næð­ingi heimsk­u­nnar í skól­um, frá­ ­leik­skólum og upp í háskóla. Svona skjól er það sem gera líf þess fólks sem hér­ býr að lífi í sam­fé­lagi. Án þess stæði hver ein­sam­all á ber­angri.

En skjól er ekki bara eitt­hvað sem okkur býðst held­ur verður að skapa það og end­ur­skapa í sífellu. Skjól gera kröf­ur. Skól­inn ger­ir ­kröfur um kenn­ara, hús­næði, náms­efni. Spít­al­inn líka, lög­reglan, almanna­varn­ir, ­vega­gerð­in, veð­ur­stof­an, ... Svona skjól gera kröfu um að við sem skjóls­ins njótum – við sem viljum heldur lifa í sam­fé­lagi en ein­sömul á ber­angri – leggjum okkar að mörk­um.

Skjólið sem við búum við er búið til af skött­um. Þetta vita flestir og því borgum við flest skatt­ana glöð í bragði. Við borgum þá glöð því við viljum heldur ferð­ast í gegnum lífið í félags­skap fólks – í sam­fé­lagi – heldur en ein á ber­angri. Við lítum líka flest svo á að þetta hafi ekki bara eitt­hvað með okkar þæg­indi og huggu­leg­heit að gera, heldur komi það sið­ferð­in­u líka við. Það er ekki bara af eig­in­hags­muna­semi sem við leggjum sam­fé­lag­inu lið, heldur einnig af skuld­bind­ingu við sið­ferði­leg gildi sem eru for­senda þess að við getum lifað með mann­legri reisn í sam­fé­lagi með öðr­um.

Auglýsing

Til eru þeir sem vilja skjólið, en vilja samt ekki leggja til þess af sann­girni. Slík afstaða kann að skap­ast af ofdekri eða sér­gæsku: þegar fólk stendur í skjóli fyrir veðri og vind­um, við góða heilsu og laust undan næð­ingi heimsku­nn­ar, er auð­velt að hugsa: „Hver er sjálfum sér næst­ur. Hér stend ég og hvað varðar mig um aðra.“ Þegar hugs­ana­gang­ur­inn er þessi birt­ast kröf­urnar um að leggja skjól­inu eitt­hvað til gagns sem ósann­gjörn ásókn ann­arra. Og þá leita menn í skjól fyrir skjól­inu: menn leita skjóls fyr­ir­ skött­um.

Þeir sem leita í skjól fyrir því skjóli sem sam­fé­lagið er, ­taka sér stöðu með útlag­an­um. Útlag­inn getur ýmist verið afdala­maður sem sag­t hefur skilið við mann­legt félag, eða glæpa­maður sem býr í mann­legu sam­fé­lag­i, reiðir sig á gögn þess og gæði, en neitar að leika eftir reglum þess. Hvor­ug­ur á neitt erindi á vett­vang stjórn­mál­anna. Hinn fyrri sæk­ist heldur ekki eft­ir því, sá síð­ari sæk­ist eftir því, eins og dæmin sanna, og tekst það oft með­ ­skipu­legum og yfir­grips­miklum blekk­ingum – með því að breyta stjórn­mál­unum í blekk­ing­ar­leik.

Sið­væð­ing stjórn­mála kallar ekki bara að sann­leika, hún­ ­kallar líka á póli­tískar dygðir eins og heið­ar­leika, sann­girni og auð­mýkt. Ef ­stjórn­mál eiga ekki að verða blekk­ing­ar­leikur þá verða slíkar dygðir að hafa al­geran for­gang. Efna­hags­leg afkoma þjóð­ar­innar er eitt af verk­efn­um ­stjórn­mál­anna en end­ur­reisn sjálfra stjórn­mál­anna er ekki efna­hags­legt verk­efn­i. Það er sið­ferði­legt verk­efni – verk­efni sem aldrei lýk­ur.

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None