Stjórnmálamenn niðurlægja Ísland

Auglýsing

Rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar ætti að hafa aðeins eitt verk­efni, eftir að upp komst um trún­að­ar­brot Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar ­gagn­vart þingi og þjóð. Hann hélt leyndri til­vist félags­ins Wintris Inc., á Tortóla, ­sem lýsti um 500 millj­óna króna kröfu í bú föllnu bank­anna þegar hann átt­i helm­ing í félag­inu fram að ára­mótum 2009, og lýsti kröfum í bú bank­anna fyrir þann tíma. Eftir það var félagið sér­eign eig­in­konu hans. Frá því hann var ­for­sæt­is­ráð­herra, árið 2013, hefur hann komið að vinnu sem snéri að slita­bú­unum og þeim ­mikla vanda sem þau sköp­uðu fyrir hag­kerf­ið. Hags­muna­á­rekst­ur­inn er skýr. Hann er beggja vegna borðs­ins.

Afleið­ing­arnar eru þekkt­ar: Sig­mundur Davíð sagði af sér sem ráð­herra, en situr enn sem þing­maður og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Auglýsing

Trún­að­ar­brotið til­ um­fjöll­unar

Á erlendum vett­vangi hefur Ísland verið í svið­ljósi um allan heim fyr­ir­ ­trún­að­ar­brot for­sæt­is­ráð­herr­ans, og raunar einnig fyrir að það, að ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands hafi átt eignir og verið tengdir félögum í alþjóð­lega skil­greind­um skatta­skjól­um. Hefur Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, einnig verið í svið­ljós­inu sér­stak­lega, og Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra einnig, þó þátt­ur­inn sem að henni snýr sé vega­minni en hjá þeim fyrr­nefndu.

Það er ekki víst að íslenskir stjórn­mála­menn, einkum og sér í lagi Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, átti sig á því hversu miklu tjóni þeir hafa valdið Íslandi með fram­göngu sinni, en í­mynd­ar­vand­inn og nei­kvæð umræða í erlendum fjöl­miðlum er alfarið á ábyrgð ráða­manna. Ennþá hafa þeir ekki sett upp­lýs­ingar um fjár­mál sín upp á borð ­fyrir almenn­ing. Á meðan það er ekki gert, þá munu þeir ekki geta byggt upp­ ­trúnað við almenn­ing í land­inu. Kann­anir sýna glögg­lega að trún­að­ar­brest­ur­inn ­teygir sig inn í flokksraðir ráða­manna og meiri­hluti lands­manna er bein­línis sleg­inn yfir þessu hátta­lagi.

Sýnið ábyrgð í verki

En þetta eina mál sem rík­is­stjórn Sig­urðar Inga ætti að beita sér fyr­ir, snýr að losun fjár­magns­hafta, aflandskrón­u­út­boð­inu og ramma um ­pen­inga­stefn­una í land­inu til fram­tíðar lit­ið. Már Guð­munds­son, ­seðla­banka­stjóri, fjall­aði um þessi mál í ræðu á árs­fundi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og skýrði þar frá því – með skýrum hætti – að þess­ari vinn­u yrði að vera lokið áður en höft yrðu los­uð. Vinnan er fram­kvæmd í gegn­um lög­gjöf á Alþingi, og ramm­inn um pen­inga­stefn­una sömu­leið­is.

Sá trún­að­ar­brestur sem ráða­menn bera ábyrgð á er mik­ið hættu­spil, og verður að telj­ast eitt mesta dóm­greind­ar­leysi sem stjórn­mála­menn á Íslandi hafa sýnt af sér í seinni tíð. Íslend­ingar almennt átta sig á því að það er efna­hags­legur upp­taktur í þjóð­fé­lag­inu, og að neyð­ar­lögin og fjár­magns­höft hafi skapað mögu­leika á þeirri við­spyrnu sem nú hefur raun­gerst. Í stórum dráttum hafa hlut­irnir gengið nokkuð vel í end­ur­reisn­inni eftir hrun­ið, og mesta hrósið fyrir það á almenn­ingur skil­inn fyrir dugnað og útsjón­ar­sem­i við erf­iðar aðstæð­ur.

En upp­takt­ur­inn er ekki afsökun fyrir Sig­mund Davíð og ­Bjarna Bene­dikts­son. Þeir hefðu átt að vita betur og hafa við­skipta­leg umsvif sín öll uppi á borðum frá fyrsta degi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kveður, eftir að hafa stigið úr stóli forsætisráðherra. Mynd: Birgir.

Sam­staða

Rík­is­stjórnin og stjórn­ar­and­staðan verða að sýna ábyrgð þegar kemur að losun hafta. Það er ekki hægt að bjóða almenn­ingi upp á að það að klúðra þessu tæki­færi til þess að marka veg­inn til fram­tíð­ar, vegna ­trún­að­ar­brota ráða­manna.

Þeir geta gert það sem David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur nú gert sem er að horfast í augu við mis­tökin og birta all­ar ­upp­lýs­ingar um per­sónu­legan fjár­hag og við­skipti. Þrátt fyrir það ætlar breska ­þingið að fara ofan í málin með rann­sókn, og póli­tísk fram­tíð Cameron er nú dekkri en hún var fyrir afhjúp­un­ina á tengslum hans við aflands­fé­lag föð­ur­ síns og í fyrstu ósannar full­yrð­ingar hans um engin tengsl við aflands­fé­lög.

Opnar yfir­heyrslur í þing­inu

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis hefur ekki enn ­boðað opnar yfir­heyrslur yfir Sig­mundi Davíð og öllum sem komu að hafta­los­un­ar­ferl­in­u í ljósi hins aug­ljósa trún­að­ar­brots hans. Hver vissi hvað hvenær? Þetta þarf al­menn­ingur að fá upp­lýs­ingar um, eftir allt sem á undan er geng­ið. En von­and­i verður það skref stigið á næstu dög­um, vikum og mán­uð­um. Ef Alþingi sýnir ekki ­gott for­dæmi, til að læra af hags­muna­á­rekstri sem þessum, þá kann það ekki ­góðri lukku að stýra inn í fram­tíð­ina.

Nú reynir á að Alþing­is­menn nái saman um það, að sýna ­sam­stöðu – fyrir almenn­ing – þegar kemur að hafta­los­un­inni. Of mikið er í húfi, til að þeir geti eyði­lagt ferlið með dóm­greind­ar­leysi sínu og sið­ferð­is­bresti.

Hreint borð

Aug­ljós­lega þurfa þeir, sem eru með laskaðan trú­verð­ug­leika – þar á meðal Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð – að gera hreint fyrir sín­um dyrum með birt­ingu allra gagna um þeirra per­sónu­lega fjár­hag og við­skipt­i, al­veg frá árinu 2009. Annað er óboð­legt. Í raun þolir þetta enga bið, enda er ekki mik­ill tími til stefnu þegar kemur að losun hafta. Orð­spor íslenskra ­stjórn­mála erlendis er ekki einka­mál ráða­manna núna, og þeir verða að skilja það, að skað­inn sem þeir hafa valdið erlendis er hugs­an­lega var­an­leg­ur. Ísland hefur aldrei fyrr verið dregið upp með alræmdum spilltum ein­ræð­is­herrum og ­stjórn­ar­herrum sem sæta við­skipta­þving­unum alþjóða­stofn­anna fyr­ir­ ­mann­rétt­inda­brot og stríðs­rekst­ur. Þessi staða er svo alvar­leg fyrir íslensk stjórn­mál, að langan tíma mun taka að vinna úr henni.

Kosn­ingar strax, virð­ist vera skýr og ein­föld leið til að ­marka nýtt upp­haf. En þetta er líka hættu­spil, í ljósi þess sem er und­ir, og ekki aug­ljóst að kosn­ingar strax verði til góðs. Ef stjórn­mála­mönnum tæk­ist ein­u sinni að slíðra sverð­in, almenn­ingi til heilla, og ná að fram­kvæma mik­il­væga að­gerð um losun hafta, þverpóli­tík­st, þá myndi það vinna gegn ­trú­verð­ug­leika­brest­inum sem þegar er orð­inn. Eftir það virð­ist aug­ljóst að kjósa.



Ráða­menn, einkum Sig­mundur Davíð og ­Bjarni – þó mál Sig­mundar Dav­íðs sé bæði umfangs­meira og hags­muna­á­rekst­ur­inn aug­ljós­ari – geta engum kennt um nema þeim sjálf­um. Þeir brugð­ust með trún­að­ar­broti og dóm­greind­ar­leysi. Þeir hafa ­nið­ur­lægt Ísland á alþjóða­vett­vangi. Hættu­spilið sem skapast, með­ ­stjórn­ar­kreppu ofan í loka­hnykk­inn í áætlun um losun hafta, er kjafts­högg frá­ ­stjórn­mála­stétt­inni framan í almenn­ing. Nú reynir á að hún sýni ábyrgð, og taki al­manna­hags­muni fram yfir sína hags­mun­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None