Auglýsing

Framundan eru tveir kosn­inga­slag­ir. Fyrst um emb­ætt­i ­for­seta Íslands í júní og síðan í haust, á tíma sem ekki hefur verið ákveð­inn enn­þá, verður kosið til Alþing­is.

Per­sónu­leg­ur ­ör­ygg­is­vent­ill

Spenn­andi tímar í lífi þjóð­ar­innar og lýð­ræðið í sinn­i tær­ustu mynd. Ólafur Ragnar gerði fram­bjóð­endum lífið leitt með því að hætta við að hætta sem for­seti, og sæk­ist eftir end­ur­kjöri. Þetta hefur eðli­lega kippt stoð­unum undan kosn­inga­bar­átt­unni hjá mörgum þeirra sem buðu sig fram, enda kynn­inga­starf fram­boðs­ins tíma­frekt, erfitt og dýrt. Þetta er hálf­gerður for­sendu­brest­ur, í mörgum til­vik­um.

Ólafur Ragnar hefur nú form­lega skil­greint sjálfan sig sem lýð­ræð­is­legan ­ör­ygg­is­ventil þjóð­ar­inn­ar. Hann virð­ist ekki treysta öðrum en honum sjálfum til að ­sinna því hlut­verki. Það er það sem lesa má útúr rökum hans fyrir ákvörð­un­inni um að hætta við að hætta.

Auglýsing

Að því leyt­inu til er eðli­legt skref hjá honum að bjóða sig fram á nýjan leik, sé litið til þess­ara rök­semda. Um þessar rök­semdir verð­ur­ ­kosið í júní. Eins og nýjar kann­anir sýna þá er Ólafur Ragnar sem sitj­and­i ­for­seti með byr í segl­um, og meiri­hluti lands­manna telur hann hafa staðið sig vel í þeirri atburða­rás sem leiddi til þess að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra og fór í leyfi frá þing­störf­um.

Mér finnst það stundum gleym­ast í umræðu um hin ýmsu mál, ekki síst upp á síðkast­ið, að það er ekk­ert sjálf­sagt að stjórn­mála­menn eigi alltaf sviðið og telji sig, per­sónu­lega, hafa ­kerf­is­lægt mik­il­vægi. Tutt­ugu ára for­seta­tíð Ólafs Ragn­ars, frá 1996 til 2016, hefur ein­kennst af miklum koll­steypum og óstöð­ug­leika, bæði efna­hags­lega og póli­tískt. Virð­ist örygg­is­ventils­hlut­verk hans ekki hafa breyttu miklu þar um, þegar stóra myndin er skoð­uð. 

Efna­hags­mál og ­per­sónu­leg ábyrgð

Ég efast um að málin hefðu þró­ast öðru­vísi í sam­tíma­sög­unn­i ef ein­hver annar en Ólafur Ragnar hefði verið for­seti. Hann hvatti til útrás­ar, vissu­lega, en gera má ráð fyrir að aðrir for­setar hefðu gert það líka. Þannig horfir staðan við mér, í það minnsta. Póli­tískur þrýst­ingur að baki fífl­djarfri, óábyrgri og lélegri banka­starf­semi var yfir­gnæf­andi, og ekki aug­ljóst að aðrir ein­stak­lingar hefðu hagað mál­flutn­ingi sínum með öðrum hætti. Síðan er það sem eðli­legt er að spyrja að; hefði það skipt ein­hverju máli, ef for­set­inn hefði talað með öðrum hætti eða ekki tekið þátt í útrásaræv­in­týrum sem stuðn­ings­mað­ur? Ég hugsa ekki, enda létu íslenskir athafna­menn - flestir karlar á fer­tugs- og fimm­tugs­aldri - við­vör­un­arraddir sem vind um eyru þjóta, og gripu yfir­leitt til kröft­ugra varna og stundum ónota og dóna­skaps, eins og reyndin var þegar einn virt­asti þjóð­hag­fræð­ingur heims­ins, Robert Ali­ber, kom hingað til lands og var­aði sterk­lega við hruni fjár­mála­kerf­is­ins. Þessir menn voru eins og efna­hags­leg gjör­eyð­ing­ar­vopn, og er sviðin skulda­jörð eftir þá suma.

Þó nú séu að verða átta ár liðin frá hruni fjár­mála­kerf­is­ins, þá er það enn sárt og slæmt fyrir íslenskt sam­fé­lag, að eng­inn af þeim fáu Íslend­ingum sem hafði stöðu, yfir­sýn og alþjóð­leg tengsl, til þess að flytja við­vör­un­ar­orð með miklum þunga gagn­vart rétta fólk­inu, hafi gert það. Ólafur Ragnar kemur þar upp í hug­ann, enda óum­deilt að hann hefur yfir­burða­þekk­ingu á alþjóða­póli­tísku og efna­hags­legu gang­verki. 

Það komu vissu­lega fram við­vör­un­ar­orð, úr ýmsum átt­um, en þá þurfa þau að ná eyrum rétta fólks­ins. Það gerð­ist ekki. Þetta má ekki gleymast, og stjórn­mála­menn þurfa sér­stak­lega að hafa þetta bak við eyrað þegar þeir reyna að skapa traust á störfum þeirra á nýjan leik.

Hið ó­stöðuga efna­hags­um­hverfi hefur haft áhrif á stjórn­mála­lífið á Íslandi sem er með færri íbúa en Harlem hverfið í New York, en samt alveg sjálf­stæða efna­hags­stjórn, mynt og pen­inga­stefnu. Þetta virð­ist vera atriði, sem íslenskum stjórn­mála­mönnum þykir vænt um að geta haldið óbreyttu. Valda­þræð­irnir verða kröft­u­gri, og boð­leiðir hagsm­un­gæslu­manna hald­ast stutt­ar. Þetta býður hætt­unni heim, alveg aug­ljós­lega, en þetta er hinn mjúki faðmur sem stjórn­mála­menn telja bestan fyrir almenn­ing. Nær engar rök­ræður eru um þetta nú þegar loka­hnykkur í losun hafta nálgast, sem verður að telj­ast með nokkrum ólík­ind­um.

Spurn­ingum ósvarað

Annað tengt hrun­inu: Eitt af því sem hafa ekki feng­ist skýr svör við enn­þá, þrátt fyrir að mikið magn upp­lýs­inga liggi fyrir um ástæður hruns­ins, lög­brotin og sið­leysið þar á með­al, snýr að erlendum lán­veit­end­um. Það er hvernig það kom til, að Deutsche Bank og fleiri þýskir bankar og spari­sjóðir lán­uðu marg­falda árlega lands­fram­leiðslu Íslands til íslenskra aðila á innan við fimm ára tíma­bili í erlendum gjald­eyri. Hvernig datt þeim þetta í hug, og var það í fullri alvöru þannig að þessi fyr­ir­tæki héldu að það kæmi allt til baka með vöxt­um? Eða bjó eitt­hvað annað að baki? Bón­us­greiðslur eða ein­hver veð­mál jafn­vel? Þegar stórt er spurt er fátt um svör.

Ég horfði á Björgólf Thor Björg­ólfs­son, fjár­festi, kynna bók sína í hans gamla skóla, NYU, í nóv­em­ber í fyrra. Þar fór hann meðal ann­ars yfir það sem fram kemur í bók hans, að hann og félög hans hafi verið þriðja stærsta skuld­bind­ing Deutsche Bank á heims­vísu eftir hrun­ið. Það var hlegið í salnum þegar Björgólfur Thor lýsti þessu, með Matt­hew Bis­hop, rit­stjóra alþjóða­mála hjá The Economist, sér við hlið. Fólki virt­ist finn­ast þetta óskap­lega ótrú­legt.

Þetta gefur vís­bend­ingu um að þessar lán­veit­ingar til Íslands og íslenskra aðila hafi ekki aðeins verið vit­firrtar heldur stór­hættu­legar land­inu. Von­andi verður kafað betur ofan í þessi atriði þegar fram líða stund­ir. Það er full ástæða til.

Hlutir eins og þessir draga aftur fram í hvaða sam­hengi Ísland stend­ur.

Lítið og sam­ofið

Þræð­irnir liggja allir saman í minnsta mynt­hag­kerf­i heims­ins. Þessu hefur fylgt óstöð­ug­leiki sem náðst hefur að halda óvenju­lega litlum und­an­farin miss­eri á grund­velli neyð­ar­réttar sem engin önnur þjóð hef­ur beitt í efna­hags­legum erf­ið­leikum und­an­far­inna ára – ekki einu sinn­i verð­bólgu­bælið Venes­ú­ela – og síðan fjár­magns­höft­um. Aðferðir Íslands eru ekki ­út­flutn­ings­vara fyrir aðrar þjóð­ir, enda varð að beita þessum með­ölum í for­dæma­lausum aðstæð­um. Sá kafli er ágæt­lega skrá­settur og óþarfi að eyða mörgum orðum í að lýsa honum að þessu sinni.

Efna­hagsóstjórnin var svo ævin­týra­leg að ekk­ert annað en allur þungi rík­is­valds­ins gat bjargað því sem bjargað varð. Það eitt ætti að fá ýmsa til að velta fyrir sér í hvaða hug­mynda­fræði­lega veru­leika Ísland er kom­ið, á póli­tíska kvarða lit­ið. Rík­is­valdið bjarg­aði Íslandi frá algjöru þroti. Það er í það minnsta stað­reynd.

Von­andi ekki búnir að missa teng­ingu

Von­andi eru þessi atriði, það er neyð­ar­rétt­ur­inn og höft­in, ekki farin að birgja ­stjórn­mála­mönnum og elít­unni í land­inu sýn. Hvað sem líður sviðs­ljósi ­stjórn­mála­manna þá mallar lífið áfram og almenn­ingur heldur hjól­u­m efna­hags­lífs­ins gang­andi með vinnu sinni. Óþolið fyrir því að stjórn­mála­menn í land­inu geymi sparn­að­inn í erlendum gjald­eyri erlend­is, á meðan höft eru á almenn­ing, er skilj­an­legt og bein­línis rök­rétt.

Van­traustið á stjórn­mála­mönnum og ­stjórn­mál­um, sem mælist í könn­unum og sést á mót­mælum sem Ólafur Ragnar horfð­i til við ákvörðun sína um að halda áfram, er á ábyrgð stjórn­mála­manna. Þeir eiga alla sök­ina sjálfir og þurfa allir sem einn að velta því fyrir sér, hvort það ­geti verið að van­traustið sé hugs­an­lega tengt þeim per­sónu­lega. Það myndi þá hugs­an­lega lag­ast með nýju fólki, þó ekki sé hægt að full­yrða neitt um það.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í storminum miðjum, þegar umfjöllun um Panamaskjölin stóð sem hæst. Hann sagði að lokum af sér. Mynd: Birgir.

Hvað er æski­leg staða?

Nokkur efna­hags­leg atriði blasa nú við, sem verða að teljast ­merki­leg eftir það sem á undan er geng­ið. Þróun á alþjóða­mörk­uðum hefur ver­ið Ís­landi um margt hag­stæð. Það var til dæmis gott fyrir Ísland að olíu­fram­leiðslu­rík­i hafi ekki náð saman um aðgerðir um að draga hratt úr olíu­fram­leiðslu á fund­i sínum í Doha um síð­ustu helgi. Það hefði leitt til veru­legrar hækk­un­ar ol­íu­verðs,  með til­heyr­and­i verð­bólgu­á­hrifum til hækk­unar á Íslandi. Í stað­inn er mark­aðs­þró­un­in nokkuð eðli­leg. Tunnan af hrá­olíu kostar nú um 40 Banda­ríkja­dali, en fór hæst í fyrra í 110 dali. 

Staða Íslands í alþjóð­legu sam­hengi er áhuga­verð um þessa mund­ir.

Nokkur atriði standa þar upp úr:

  • Íslenska ríkið á um 80 pró­sent af fjár­mála­kerf­inu. Ríf­lega 98 pró­sent í stærsta fyr­ir­tæki lands­ins, sé horft til­ eigin fjár, Lands­bank­an­um. Eigið fé hans nemur rúm­lega 260 millj­örðum króna. Ís­lands­banka á ríkið að fullu, 13 pró­sent í Arion banka, og síðan LÍN, ­Í­búða­lána­sjóð og Byggða­stofn­un. Auk smærri eign­ar­hluta í spari­sjóða­kerf­in­u. ­Lítil alþjóð­leg fjár­mögnun í fjár­mála­kerf­inu, og fátt sem bendir til þess að það muni aftur vaxta út fyrir land­stein­anna. Þetta þýð­ir, að ef vilji er til­ þess að þá getur íslenska ríkið end­ur­skipu­lagt fjár­mála­kerf­ið, ef vilji er til, og velt því upp hvernig megi gera það hag­kvæmt fyrir neyt­end­ur í land­inu. Þetta er staðan sem núna blasir við: ein­stakt tæki­færi til að skoða þessu mál ofan í kjöl­inn og gera breyt­ing­ar. Draga lær­dóm af sög­unni með beinum aðgerð­um.

  • Vegna þess hve vel tókst upp þegar leyst var úr ­vanda slita­bú­anna, þá er skulda­staða rík­is­ins að batna hratt. Hún verður kom­in ­niður fyrir 50 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu innan tólf mán­aða, ef allt ­gengur eft­ir. Það er góð staða og betri en tæp­lega 130 pró­sent, sem var reynd­in eftir hrun­ið. Þetta gefur færi betri rekstri rík­is­ins.

  • Ferða­þjón­usta hefur gjör­breytt stöð­u efna­hags­mála í land­inu, og ekki geta stjórn­mála­menn þakkað sér fyrir það. Eft­ir að gengi krón­unnar féll stjórn­laust þangað til ekk­ert annað en fjár­magns­höft ­gat bjargað almenn­ingi frá efna­hags­legum hörm­ung­um, þá hefur Ísland orðið miklu ó­dýr­ara fyrir ferða­menn mælt í erlendri mynt. Þá hafa íslensk fyr­ir­tæki einnig sýnt klók­indi og dug við mark­aðs­setn­ingu og náð að opnu augu útlend­inga í ferða­hug­leið­ingum fyr­ir­ þeim mögu­leika að koma til Íslands. Opin­ber stefna hefur stutt við starf ­fyr­ir­tækja, smárra og stórra, um allt land. Stefnu­leysið í inn­viða­upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu, sem er á ábyrgð stjórn­mála­manna, hefur hins vegar haft afar skað­leg áhrif á atvinnu­grein­ina að mati þeirra sem best til þekkja. Á þessu ári ­gera spár ráð fyrir því að gjald­eyr­is­inn­streymi af ferða­þjón­ustu fari vel upp­ ­fyrir 400 millj­arða króna, sem gerir atvinnu­grein­ina að lang­sam­lega stærst­u gjald­eyr­is­skap­andi grein þjóð­ar­inn­ar.

  • Það væri fróð­legt að fá það fram frá­ ­stjórn­mála­mönn­um, hvað getur talist æski­leg staða þegar kemur að geng­i krón­unnar gagn­vart okkar helstu við­skipta­mynt­um. Fyr­ir­sjá­an­legt er að vegna hins mikla gjald­eyr­is­inn­streym­is, þá ætti gengi krón­unnar að styrkjast, nema að það komi til við­skipti frá Seðla­banka Íslands. Þannig hefur raunin verið til­ þessa, en opin­bert er að seðla­bank­inn hefur haldið gengi krón­unnar „æski­lega“ veiku.

En hvar liggur hin fína lína fyrir efna­hags­líf­ið? Evr­an ­kostar nú 140 krón­ur. Má gera ráð fyrir að hún fari í 120 krón­ur?  Það er vandi um slíkt að spá, en eins og fram hefur kom­ið, þá hafa hags­muna­að­ilar í atvinnu­líf­inu komið þeim skila­boðum áleið­is að Seðla­banki Íslands verði að passa að láta krón­una ekki styrkj­ast of mik­ið.  Þegar losað verður um höftin þá mun ­Seðla­bank­inn vera með virka stýr­ingu, eins og fram hefur komið hjá Má Guð­munds­syni seðla­banka­stjóra.

Manni hryllir við svona mál­flutn­ingi, satt best að segja. Þó ­stjórn­mála­menn telji sig hafa gert margt gott, og það má til sanns vegar færa í mörgum meg­in­at­riðum sem tengj­ast end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins, þá er mik­il­vægt að ein­hver mark­aðs­bú­skapur fái að mynd­ast í land­inu þegar til lengdar er lit­ið. Ef ­staðan verður þannig, að gjald­eyr­is­inn­streymi verður mikið meira en útstreymið þá ætti krónan að styrkj­ast veru­lega, með til­heyr­andi hjöðn­un­ar­á­hrifum á verð­bólgu, og hugs­an­lega meiri kaup­mætti almenn­ings. Lær­dóm­ur­inn af sög­unn­i ætti síðan að vera sá hjá almenn­ingi að stofna ekki til of mik­illa skulda þeg­ar vel árar, heldur leggja fyr­ir. Ofþenslan raun­ger­ist ekki nema að fólk hafi til­ þess að ein­beittan vilja.

En þetta er nú hin fína lína sem íslenskur almenn­ingur þarf að feta. Hún liggur um eins óstöðugt umhverfi og hugs­ast get­ur. Á meðan stjórn­mála­menn lög­binda óstöð­ug­leik­ann, niður í sér­tækar efna­hags­leg­ar að­gerðir og pen­inga­stefn­una, þá geta þeir hvorki ætl­ast til þess að stöð­ug­leik­i verði útkoma úr verkum þeirra, né reynt að halda því fram að per­sónu­legt mik­il­vægi stjórn­mála­manna sé mik­il­væg­ara kerf­inu sjálfu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None