Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig

Auglýsing

Nýverið ákvað Kjarn­inn að taka stór við­töl við þá fjóra ­for­seta­fram­bjóð­endur sem mælst hafa með mest fylgi sam­kvæmt könn­un­um. Það var ­mat rit­stjórnar hans að þessir fjórir gætu átt raun­hæfa mögu­leika á að ná um­tals­verðu fylgi og því áttu skoð­anir þeirra og hug­myndir um for­seta­emb­ætt­ið ­mikið erindi við almenn­ing í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga. Stærð rit­stjórn­ar okkar gefur því miður ekki færi á að ræða við fleiri. Þrír fram­bjóð­end­anna tóku ­boði Kjarn­ans um við­töl og voru þau birt um Hvíta­sunnu­helg­ina. Einn þeirra, Da­víð Odds­son, hafn­aði við­tals­bón Kjarn­ans.

Áður en lengra er haldið skal því haldið til að haga að ­fólki sem er að bjóða sig fram í ákveðið emb­ætti er að sjálf­sögðu í sjálfs­vald ­sett hvort það fari í við­töl eða ekki, og hjá hverj­um. En þær skýr­ingar sem bár­ust voru þó þess eðlis að gera verður athuga­semdir við þær. Í nýjasta ­tölu­blaði Stund­ar­innar er haft eftir fjöl­miðla­tengli Dav­íðs að hann hafi neit­að við­tal­inu við Kjarn­ann vegna þess að rit­stjóri mið­ils­ins, ég, hafi „myndað sér­ ­fyr­ir­fram skoð­un“. Davíð hafði raunar gefið sam­bæri­lega skýr­ingu í sam­skipt­u­m við blaða­mann Kjarn­ans og vísað í umræðu­þátt þar sem ég hafði verið feng­inn til­ að ræða og greina kom­andi for­seta­kosn­ing­ar.

Þar lét ég meðal ann­ars í ljós þá skoðun mína að skortur á trausti á nán­ast allar stofn­anir sam­fé­lags­ins væri helsta mein þess í dag. Því væri meiri eft­ir­spurn eftir for­seta sem sam­staða gæti náðst um, og sem flest­ir lands­menn gætu hið minnsta sætt sig við. Gömul stríðs­hross af víg­velli ­stjórn­mál­anna, eins og Ólafur Ragnar Gríms­son og Davíð Odds­son, gætu aldrei orðið slíkir for­set­ar. Til þess væru menn­irnir ein­fald­lega of umdeild­ir. Þeir yrðu alltaf for­setar þess hluta þjóð­ar­innar sem styður þá, en hinir yrðu alltaf ósáttir við setu þeirra á for­seta­stóli. Þar með væru þeir hluti af vanda­mál­in­u, ekki lausn­inni. Ég sótti meðal ann­ars rök­stuðn­ing fyrir þessu í skoð­ana­kann­an­ir ­sem sýna þessar skiptu skoð­anir á mönn­unum tveimur mjög skýr­lega.

Auglýsing

Að greina á milli­ ­skoð­ana og frétta  

Nú er það svo að það eru ekki nýmæli að stjórn­end­ur ­fjöl­miðla hafi skoð­anir á því sem er að ger­ast í sam­fé­lag­inu. Það er held­ur ekki nýtt að þeir setji þær skoð­anir fram í leið­ara­skrifum eða ræði þær í um­ræðu­þátt­um. Raunar hafa skoð­ana­skrif og –fram­setn­ing verið órjúf­an­leg­ur þáttur af nútíma­fjöl­miðlun alla tíð þeirra. Það hefur til að mynda ekki far­ið fram­hjá neinum að rit­stjórar Morg­un­blaðs­ins, en annar þeirra er Davíð Odds­son, hafa ákveðnar skoð­anir á mönnum og mál­efn­um. Þær skoð­anir eru settar fram í leið­ur­um, Reykja­vík­ur­bréfum og öðrum nafn­lausum dálkum í Morg­un­blað­inu.

Og það er hið besta mál að menn setji fram skoð­anir sín­ar. Þær eru mik­il­vægt inn­legg inn í lýð­ræð­is­lega þjóð­fé­lags­um­ræðu, sér­stak­lega þegar þær eru studdar stað­reynd­um. Því fleiri vit­rænar skoð­anir sem fram eru ­settar því frjórri verður umræð­an. Skiptir þar engu hvort að þeir sem setj­i fram skoð­an­irnar heiti Þórð­ur, Davíð eða eitt­hvað ann­að. Því á eng­inn, nokkru sinni, að vera hræddur við að segja sína skoð­un.

Það verður hins vegar að greina á milli skoð­ana- og frétta­skrifa. Slíkur aðgrein­ingur er tek­inn mjög alvar­lega á Kjarn­anum og ég veit að hann hefur líka verið tek­inn mjög alvar­lega hjá miðlum Árvak­urs. Þannig var það að minnsta kosti þegar ég starf­aði þar á árum áður. Hjá Morg­un­blað­in­u og mbl.is er nefni­lega nokkuð mikið um að þeir sem skrifa fréttir opin­beri lík­a ­skoð­anir sín­ar, m.a. í dálki á leið­ar­a­opnu blaðs­ins. Slík skrif ein og sér ger­a þá blaða­menn sem skrifa þann dálk fjarri því van­hæfa til að skrifa fréttir eða ræða við fólk sem tekur þátt í stjórn­mál­um.

Það magn skoð­ana og mein­inga sem Davíð Odds­son hefur komið á fram­færi frá því að hann sett­ist í rit­stjóra­stól fyrir sjö árum síðan er gríð­ar­legt. Þær hafa snú­ist um allt milli him­ins og jarðar og verið ansi víga­legar á köfl­um. Þar hefur verið veist að nafn­greindum stjórn­mála­mönn­um, emb­ætt­is­mönn­um, stofn­un­um, fyr­ir­tækjum og ýmsum öðr­um.

Til dæmis skrif­aði Davíð Reykja­vík­ur­bréf í Sunnu­dags­mogg­ann ­sem birt­ist 7. maí þar sem afar niðr­andi var rætt um þá tvo menn sem mæld­ust þá ­með mest fylgi til að gegna emb­ætti for­seta Íslands, Ólaf Ragnar og Guðna Th. Jó­hann­es­son.  Hann sagði Guðna m.a. hafa „kok­gleypt áróð­ur­inn og skalf af hræðslu“ í sam­bandi við hið eilífa Ices­a­ve-­mál, eitt hvim­leið­asta póli­tíska vopn sam­tím­ans. Þá gagn­rýndi hann Ólaf Ragnar harð­lega vegna aflands­fé­laga­eignar fjöl­skyldu eig­in­konu hans og frammi­stöðu sitj­andi for­seta í við­tali við CNN, þar sem hann neit­aði því að ­fjöl­skylda hans ætti aflands­fé­lög. Davíð gagn­rýndi einnig ákvörðun Ólafs Ragn­ar að hætta við að hætta sem for­seti. Sem Ólafur Ragnar hætti síðar við.

Dag­inn eftir að þetta Reykja­vík­ur­bréf birt­ist til­kynnt­i Da­víð að hann gæfi kost á sér í emb­ætti for­seta Íslands. Síðan þá hefur hann ­sagt að aðra fram­bjóð­endur skorti reynslu og ákvörð­un­ar­töku­hæfi­leika til að ­gegna emb­ætt­inu. Frá því að Davíð bauð sig fram hafa líka birst nafn­laus leið­ara­skrif í Morg­un­blað­inu þar sem aug­ljós­lega er verið að styðja við fram­boð hans og eig­in­leikum rit­stjór­ans hamp­að, en aðrir fram­bjóð­endur nídd­ir.

Ef stuðst er við þann rök­stuðn­ing sem Davíð gaf fyrir því að koma ekki í við­tal við Kjarn­ann, að rit­stjóri mið­ils­ins hafi verið búinn að ­móta sér fyr­ir­fram skoð­un, þá ættu aðrir fram­bjóð­endur til for­seta Íslands ekki að fara í við­töl við Morg­un­blaðið eða mbl.­is. En það væri auð­vitað fjar­stæðu­kennt, enda eiga mætir blaða­menn miðl­anna, sem segja fréttir og gæta að al­manna­hags­mun­um, ekki að líða fyrir skoð­ana­skrif rit­stjóra sinna.

Allir gallar þekktir

Annað sem heldur illa vatni í rök­semd­ar­færslu Dav­íðs fyr­ir­ að veita Kjarn­anum ekki við­tal er að óeðli­legt væri ef Íslend­ingar væru ekki ­búnir að mynda sér fyr­ir­fram skoðun á hon­um. Davíð hefur enda verið allt um­lykj­andi mest­alla ævi flestra sem eru á lífi, og nær alla ævi þeirra sem eru undir fer­tugu. Frá 1982 hefur hann verið borg­ar­stjóri, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, seðla­banka­stjóri og síð­ast rit­stjóri stærsta á­skrift­ar­dag­blaðs lands­ins. Þegar Davíð til­kynnti fram­boð sitt í út­varps­þætt­inum Sprengisandi sagði hann: „Ég sjálfur er þannig að stór hluti þjóð­­ar­innar þekkir mig mjög vel." Hann sagði þjóð­ina þekkja bæði kosti hans og galla. Ef hann væri fast­­eign þá væri hægt að segja að í honum væri ekki að finna neina leynda galla. 

Það er því hluti af rök­stuðn­ingi Dav­íðs fyrir fram­boði sínu að fólk viti nákvæm­lega að hverju það ­gangi hjá hon­um. Og sé þar af leið­andi búið að móta sér fyr­ir­fram skoðun á hon­um.

Kjarn­inn rekur upp­lýsandi rit­stjórn­ar­stefnu. Hann tekur þátt í umræð­unni og styður við frétta­flutn­ing með vísun í stað­reynd­ir. Í þeirri við­leitni sinni gerir hann al­gjöran grein­ar­mun á skoð­unum sem birt­ast í miðl­inum ann­ars vegar og frétta­skrifum hans hins veg­ar. Á sama hátt og aðrir miðl­ar, hér­lendis sem er­lend­is, sem birta bæði skoð­anir og stunda frétta­flutn­ing.

Það er því ómak­legt, og gengur nærri því að vera óheið­ar­legt, að heim­færa skoð­an­ir ­rit­stjóra á heilan frétta­mið­il. Sér­stak­lega þar sem Davíð gerir kröfu um að ­skoð­anir hans verði ekki heim­færðar á þá frétta­miðla sem hann stýrir né fólk­ið ­sem starfar á þeim og sam­þykkir ekki að þær eigi að standa þeim fyrir þrifum við frétta­vinnslu. Ef við­kom­andi getur ekki beitt sömu við­miðum á sjálfan sig og hann setur öðrum þá á hann ekki að beita þeim yfir­höf­uð. Gullna reglan um að koma fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig á hér vel við.

Að því sögðu þá ítreka ég að for­seta­fram­bjóð­and­anum Davíð Odds­syni stendur að ­sjálf­sögðu enn til boða að koma í við­tal hjá Kjarn­an­um, snú­ist honum hug­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None