Það er óhætt að segja að íslenskt sundfólk hafi staðið sig frábærlega á EM í 50 metra laug í London. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann í gær til bronsverðlauna í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur bætti bronsinu í verðlaunasafn sitt, en hún vann til silfurverðlauna í 100 m bringusundi á EM í fyrrakvöld.
Sannarlega stórkostlegur árangur hjá Hrafnhildi, sem stefnir að sínu bestu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.
Auglýsing
Vonandi verður þessi árangur til þess að hvetja unga iðkendur til dáða í sundíþróttinni, og leggja grunn að glæstum sigrum framtíðarinnar.