Bjarni Már Magnússon, lektor við Háskólann í Reykjavík, þurfti að þola hótanir frá Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni Hafréttarstofnunar Íslands, og hvatti Tómas Bjarna Má til að endurskoða erindi á alþjóðlegri ráðstefnu þar sem hann teldi það ganga gegn hagsmunum Íslands. RÚV greindi frá þessu í gær.
Stjórn Hafréttarstofnunar sagði samskiptin réttilega óheppileg.
Það verður að teljast vægt til orða tekið að samskiptin séu óheppileg. Þau eru miklu meira en það. Í raun er það hneyksli þegar fræðimenn þurfa að þola svona lagað, því hjá þeim er akademískt frelsi grundvöllur starfs þeirra. Án þess er fræðimennskan innantóm og fölsk, og þetta á augljóslega við um lagaleg álitamál, þar sem hagsmunir eru aldrei langt undan.
Vonandi lærir Hafréttarstofnunin af þessu, svo þetta komi ekki fyrir aftur.