Eins og oft, þegar íslenskt íþróttalíf stendur í ströngu, þá er þjóðin þétt að baki því. Sjaldan eða aldrei hefur stuðningurinn á erlendri grundu verið jafn mikill og nú, og verður að teljast með ólíkindum að hátt í tíu þúsund Íslendingar verði í stúkunni í Frakklandi þegar Ísland mætir Ungverjalandi.
Stemmningin gegn Portúgal var eftirminnileg, og greinilegt að þessi sögulegi árangur karlalandsliðsins er að hleypa jákvæðum straumum um þjóðfélagið, og það er um að gera að njóta þess.
Kjarninn spáir sigri í dag, og að landsliðið komist upp úr riðlinum. Áfram Ísland!
Auglýsing