Valkvæð afstaða gagnvart lýðræði

Auglýsing

Nú kvarta ýmsir yfir þeirri gagn­rýni sem sett hefur verið fram á nið­ur­stöðu Brex­it-­kosn­ing­anna, og furða sig yfir því hversu litla þol­in­mæði gagn­rýnend­urnir hafa fyrir lýð­ræð­inu. Aðrir spyrja for­viða af hverju gagn­rýnend­urnir ein­beitti sér ekki frekar að því að gagn­rýna Evr­ópu­sam­band­ið, sem aug­ljós­lega bregð­ist við ein­hliða ákvörðun Breta af hefnd­ar­hug, með því að hvetja landið til að láta verða af lýð­ræð­is­lega tek­inni ákvörðun sinni sem fyrst.

Þetta eru hefð­bundin íslensk hent­ug­leika­stjórn­mál. Í fyrsta lagi þá er gagn­rýnin á Brex­it-­at­kvæða­greiðsl­una hér­lend­is, og raunar víð­ast hvar í heim­in­um, ekki á þann veg að hundsa eigi nið­ur­stöðu henn­ar. Þvert á móti bein­ist hún að því að þeir sem stóðu fremst í bar­átt­unni fyrir útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu lugu og skrum­uðu í aðdrag­anda kosn­ing­anna til að tryggja þá nið­ur­stöðu sem varð.

Þeir lof­uðu því að 350 millj­ónir punda á viku myndu renna í heil­brigð­is­kerfið ef farið yrði út. Í fram­boðs­ræðu Mich­ael Gove, sem nú er á hraðri leið með að tapa for­manns­slag í Íhalds­flokkn­um, nýverið var sú tala komin niður í 100 millj­ónir punda árið 2020.

Auglýsing

Í öðru lagi lof­uðu þeir að Bret­land myndi ná yfir­ráðum á ný yfir landa­mærum sínum og stýra flæði inn­flytj­enda. Þetta var auð­vitað inn­an­tómt lof­orð og ef marka má orð Boris John­son, í pistli sem hann skrif­aði nokkrum dögum eftir kosn­ing­arn­ar, þá munu Bretar áfram geta unn­ið, búið, ferð­ast og eign­ast hluti á innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins þótt að Bret­land yfir­gefi sam­band­ið. Ef þessi full­yrð­ing Boris á að ganga eftir þarf Bret­land að halda sínum landa­mærum jafn opnum fyrir öllum inn­flytj­endum frá Evr­ópu.

Í þriðja lagi lof­uðu þeir að efna­hag­ur­inn myndi ekki verða fyrir neinum áhrifum og að allt yrði áfram í efna­hags­legum blóma. Sú full­yrð­ing hljómar reyndar ein­kenni­lega í dag þegar pundið er í frjálsu falli (það hefur t.d. misst fjórð­ung af verð­gildi sínu gagn­vart íslenskri krónu á einu ári), kaup­máttur Breta utan punds­ins dreg­ist saman um sama hlut­fall, fjár­festar eru þegar farnir að draga úr fyr­ir­hug­uðum fjár­fest­ingum og fast­eigna­sjóðir neita að greiða út fjár­festum sínum. Seðla­banki Bret­lands hélt blaða­manna­fund í gær sem hafði í raun einn til­gang, að koma því skýrt á fram­færi að Brexit væri að hafa alvar­legar efna­hags­legar afleið­ing­ar.

En lyk­il­at­riðið er að allar full­yrð­ingar þeirra sem fóru fyrir Brexit byggðu á lofti og lyg­um. Það var engin áætlun til staðar til að fylgja mál­inu eftir og allir sem börð­ust harð­ast fyrir nið­ur­stöð­unni hafa flúið af vett­vangi glæps­ins.

En Bretar kusu með þeim hætti sem þeir gerðu og þá nið­ur­stöðu ber að sjálf­sögðu að virða.

Kostir og gallar

Evr­ópu­sam­bandið hefur sann­ar­lega galla og það þarf að breyt­ast. En sam­bandið hefur líka stuðlað að áður óþekktum friði meðal aðild­ar­ríkja sinna frá því að það var stofnað með því að tengja efna­hags­lega hags­muni þeirra mjög sterkt sam­an.

Það hefur fært íbúum álf­unnar for­dæma­lausa efna­hags­hag­sæld, neyt­enda­vernd og sam­keppn­is­rétt. Inn­leið­ing fjór­frels­is­ins - frelsi fólks, fjár­magns, vöru og þjón­ustu til að flæða um álf­una - hefur haft meiri áhrif á fram­þróun alþjóða­væð­ingu en lík­lega nokkur önnur ákvörðun sem tekin hefur ver­ið.

Sam­eig­in­legur gjald­mið­ill fyrir allan innri mark­að­inn hefur vissu­lega haft van­kanta, sem hafa sér­stak­lega orðið sýni­legir vegna þess að Evr­ópu­sam­bandið kaus að hleypa ríkjum inn í mynt­banda­lagið sem áttu alls ekk­ert erindi þangað inn vegna þess að þau upp­fylltu ekki fyr­ir­liggj­andi skil­yrði.

En sam­eig­in­legur gjald­mið­ill hefur líka kosti, dregur úr sveiflum þar sem slíkar eru tíðar og auð­veldar öll við­skipti milli land­anna sem hann hafa. Fólk getur síðan haft skoð­anir á því hvort að ofan­greint sé eitt­hvað sem það finnst skipta máli. Og von­andi virt þegar aðrir eru þeim ósam­mála.

Flug­völl­ur­inn sem kos­inn var burt

Það er alrangt að gagn­rýnendur Brexit séu að fetta fingur út í að ákvörð­un­inni verði fylgt eft­ir. Hún liggur fyrir og á end­anum mun ný rík­is­stjórn í Bret­landi finna út úr því hver næstu skref verða.

Þeir sem tala mest um óþol gagn­rýnenda Brexit gagn­vart lýð­ræð­inu mættu hins vegar líta fast í eigin barm. Brex­it-­at­kvæða­greiðslan var nefni­lega ráð­gef­andi atkvæða­greiðsla. Það þarf ekki að fylgja henni eft­ir, en ómögu­legt þykir annað en að gera það.

Reynsla íslenskra stjórn­mála­manna við að fylgja eftir nið­ur­stöðu slíkra, sé nið­ur­staðan ekki í takti við skoðun ráða­manna á hverjum tíma, hefur nefni­lega ekki verið neitt stór­kost­leg.

Árið 2001 var kosið um hvort flug­völl­ur­inn ætti að vera í Vatns­mýr­inni eftir árið 2016.

Alls vildu 50,6 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu að hann myndi fara en 49.4 pró­sent að hann yrði áfram. Kjör­sókn var 37,1 pró­sent og nið­ur­staða ráð­gef­andi atkvæða­greiðsl­unnar því ekki bind­andi, en borg­ar­stjórn hafði sett skil­yrði um þátt­töku að minnsta kosti helm­ings kosn­inga­bærra manna til að svo yrði. Það breytir því þó ekki að fyrir að skoðun þeirra sem tóku málið það alvar­lega að þeir mættu á kjör­stað var komið á fram­færi. Lýð­ræð­is­leg nið­ur­staða lá fyr­ir.

Hún hefur verið höfð að engu síðan þá og í dag, þegar árið sem flug­völl­ur­inn átti að fara er runnið upp, er ljóst að hann verður í Vatns­mýr­inni til árs­ins 2022 hið minnsta. Þeir sem hafa barist hat­ramm­ast á móti því að inn­an­lands­flug hverfi úr Vatns­mýr­inni svo hægt verði að nýta lands­svæðið undir byggð, eru í mörgum til­fellum hinir sömu og láta hæst í íslensku Brex­it-um­ræð­unni.

Engin ný stjórn­ar­skrá

Önnur ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla sem sami hópur er mjög áfram um að hunsa að verði fram­fylgt er þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um nið­ur­stöður stjórn­laga­ráðs, sem fór fram 20. októ­ber 2012. Þar var kosið um til­lögur ráðs­ins að nýrri stjórn­ar­skrá Íslands og nokkur önnur stór mál­efni sem tengj­ast stjórn­ar­skránni. End­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar hafði þá staðið yfir frá árinu 2010.

Alls tóku 49 pró­sent kosn­inga­bærra þátt í atkvæða­greiðsl­unni og vildu 64,2 pró­sent þeirra að til­lögur stjórn­laga­ráðs yrði lagðar til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá. Ein­ungis 31,7 pró­sent var því andsnú­inn. Þar var auk þess gíf­ur­legar mik­ill meiri­hluti fyrir því að ákvæði yrði í nýrri stjórn­ar­skrá þar sem nátt­úru­auð­lindir yrðu lýstar þjóð­ar­eign (74 pró­sent), að ákvæði yrði um þjóð­kirkju (51,1 pró­sent), að per­sónu­kjör verði heim­ilað (68,5 pró­sent), að atkvæði alls staðar á land­inu eigi að vega jafnt (58,2 pró­sent) og að til­tekið hlut­fall kosn­inga­bærra manna geti kraf­ist þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um mál (63,4 pró­sent).

Líkt og allir vita hefur ekk­ert verið gert með þessa nið­ur­stöðu. Þar ræður mestu afstaða sitj­andi stjórn­ar­flokka, sem eru ósam­mála mörgum þeim breyt­ingum sem þegar liggur fyrir lýð­ræð­is­leg nið­ur­staða um.

Póli­tískur ómögu­leiki trompar lof­orð

Þá er ótalin atkvæða­greiðslan sem aldrei fór fram, um áfram­hald­andi við­ræður um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Þegar rík­is­stjorn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar var kynnt vorið 2013 sagði þá nýr for­sæt­is­ráð­herra: „Að sjálf­sögðu kemur til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu,“ og átti þar við um áfram­hald­andi við­ræð­ur.

Í pistli sem Sig­mundur Davíð skrif­aði 18. ágúst 2011, og birt­ist á heima­síðu hans, segir meðal ann­ars að „þegar málin hafa skýrst og við vitum hvort eða hvernig ESB lifir af er rétt að þjóðin taki afstöðu til þess í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu hvort taka skuli við­ræður upp að nýju. [...]Sú íhald­s­emi að stjórn­mála­menn taki einir ákvarð­anir var sem betur fer brotin þegar þjóðin hafn­aði Ices­ave samn­ingum í trássi við vilja þeirra flokka sem nú vilja ná stöð­ug­leika með aðild að efna­hags­legum rústum ESB. Við fetum nú í átt til frjáls­lynd­ari stjórn­hátta og ESB umsóknin er til­valið próf­mál“.

Skömmu eftir að þessi pist­ill birt­ist lögðu nokkrir þing­menn núver­andi stjórn­ar­flokka fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að draga umsókn að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. Í henni segir að „þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla er við­ur­kennd aðferð til að leiða fram þjóð­ar­vilja í mik­il­vægum mál­efn­um. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um hvort halda eigi áfram við­ræðu­ferli Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins er brýnt hags­muna­mál allrar þjóð­ar­inn­ar. Allir stjórn­mála­flokkar tala fyrir auknu lýð­ræði og beinni aðkomu þjóð­ar­innar að ákvarð­ana­töku, sér í lagi þegar um stór deilu­mál er um að ræða. Nú reynir á að sýna þann vilja í verki“.

Ekki var staðan mikið skárri Sjálf­stæð­is­flokks­meg­in. Fyrir síð­ustu kosn­ingar kom fram í kosn­inga­á­róðri flokks­ins að kosið yrði um við­ræð­urn­ar. Þar lof­uðu fjórir ráð­herrar flokks­ins, þar á meðal for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, því að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla færi fram um áfram­hald við­ræðna.

Þegar þessir flokkar voru komnir í rík­is­stjórn var það hins vegar orð­inn „póli­tískur ómögu­leiki“ að kjósa um aðild­ar­við­ræð­urnar vegna þess að þeir væru and­snúnir þeim. Þess í stað var þeim hætt án þess að umsóknin væri dregin til baka, með afar vand­ræða­legum bréfa­send­ing­um, og án aðkomu þjóð­ar­inn­ar.

Menn ættu því að fara var­lega þegar þeir ásaka aðra í umræð­unni um að virða ekki lýð­ræð­ið. Van­virð­ing gagn­vart nið­ur­stöðu kosn­inga um veru flug­vallar í Vatns­mýr­inni, um nýja stjórn­ar­skrá og hin skyndi­legi póli­tíski ómögu­leiki sem leiddi til svika á lof­orðum um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu sýna að þeir sem láta hæst í þessum efnum hika ekki við að snið­ganga lýð­ræðið þegar þeim hent­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None