Auglýsing

Mjólk­ur­sam­salan var í gær sektuð um 480 millj­ónir króna fyrir að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína til að kaf­sigla sam­keppn­is­að­ila.

Fyrir þá sem ekki átta sig almenni­lega á því hvernig íslenskur mjólkur­iðn­aður virkar þá er rétt að fara aðeins yfir það. Mjólk­ur­sam­salan er rekstr­ar­fé­lag mjólkur­iðn­að­ar­ins hér­lend­is. Eig­endur eru Auð­humla, sam­vinnu­fé­lags í eigu nokkur hund­ruð mjólk­ur­fram­leið­enda, og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS), einka­fyr­ir­tækis sem með hjálp mik­illar póli­tískrar fyr­ir­greiðslu er orðið að risa í íslenskum sjáv­ar- og land­bún­aði og hefur áhrif á sam­fé­lags­gerð okkar langt umfram það sem eðli­legt getur talist.

Hlut­verk Mjólk­ur­sam­söl­unnar er að taka við mjólk frá mjólk­ur­fram­leið­endum og búa til vöru úr henni. Auk þess selur hún litlum einka­fyr­ir­tækj­um, á borð við Kú eða Örnu, hrá­mjólk svo þau geti fram­leitt mjólk­ur­vör­ur. Mjólk­ur­sam­salan er því eini heild­sali hrá­efn­is­ins sem þarf til að búa til mjólk­ur­vörur á Íslandi, og langstærsti fram­leið­andi slíkra líka. Nú hefur verið stað­fest, tvisvar, að Mjólk­ur­sam­salan hefur nýtt sér þessa stöðu til að fremja alvar­leg lög­brot.

Auglýsing

Neyt­endur eiga að borga fyrir brotin

Brot fyr­ir­tæk­is­ins, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur nú sektað það fyr­ir, fólust í því að selja hrá­mjólk sem það fær frá bændum í krafti lög­bund­innar ein­ok­unar til sam­keppn­is­að­ila á upp­sprengdu verði, en selja hana til eigin fram­leiðslu­deildar og KS undir kostn­að­ar­verði. Sam­kvæmt Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu varð þetta til þess að skaða hags­muni neyt­enda og bænda. Þá er auð­vitað ótal­inn skaði þeirra sem hafa reynt að fara í sam­keppni við Mjólk­ur­sam­söl­una, m.a. með því að stuðla að nýsköpun í mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu. Sam­an­dregið hefur þetta fyr­ir­tæki, varið af búvöru­samn­ingum sem stjórn­mála­menn gera, valdið gríð­ar­legum sam­fé­lags­legum skaða.

Fyrstu við­brögð Ara Edwald, for­stjóra Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, við nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins voru þau að það væri lít­il­mann­legt af því að hafa ekki axlað ábyrgð á að hafa ekki horft til sam­starfs í mjólkur­iðn­aði í rann­sókn sinni og gagn­rýndi síðan eft­ir­litið fyrir að til­kynna um sekt­ina á meðan að allir væru í fríi. Önnur við­brögð hans voru þau að segja að kostn­að­ur­inn við sekt­ina muni óum­flýj­an­lega lenda á neyt­end­um. Mjólk­ur­sam­salan, fyr­ir­tæki sem veltir 26,7 millj­örðum króna og er með nær algjöra ein­okun á íslenska mark­aðn­um, ætlar að nýta sér þá ein­ok­un­ar­stöðu til að láta neyt­endur borga fyrir ákvarð­anir stjórn­enda sinna sem reynd­ust lög­brot.

Borgum níu millj­örðum króna of mikið fyrir mjólk

Þetta eru köld skila­boð til neyt­enda sem þegar borga allt, allt, allt of mikið fyrir mjólk­ur­vör­ur.

Fyrir ári síðan skil­aði Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands skýrslu um mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu á Íslandi. Þar kom fram að neyt­endur á Íslandi borga rúm­­lega níu millj­­örðum krónum meira á ári fyrir mjólk­­ur­vör­­urnar okkar en við þurfum að gera. Í stað þess að borga 6,5 millj­­arða króna fyrir inn­­­flutta mjólk, að teknu til­­liti til flutn­ings­gjalda, þá borgum við 15,5 millj­­arða króna á ári fyrir íslenska mjólk. Átta millj­­arðar króna af þess­­ari við­­bót­­ar­greiðslu eru til­­komnir vegna þess að íslenska mjólkin er ein­fald­­lega miklu dýr­­ari í fram­­leiðslu í því kerfi sem við erum með en í þeim löndum sem við gætum flutt hana inn frá. Auk þess fram­­leiðir mjólk­­ur­fram­­leiðslu­­kerfi Íslands meiri mjólk fyrir inn­­an­lands­­markað en við þurf­­um. Offram­­leiðsla á nið­­ur­greiddri mjólk­inni kostar neyt­endur og ríkið því millj­­arð króna til við­­bótar á ári.

Skýrslu­höf­undar lögðu til að taf­­ar­­laust yrði farið í að lækka suma tolla og afleggja aðra til að gera öðrum mjólk­­ur­fram­­leiðslu­­ríkjum kleift að flytja hingað mjólk­­ur­vör­­ur, svo hið nið­­ur­lægj­andi og óþol­andi okur á neyt­endum hætti.

Gotti og Skóla­ostur

Mjólk­ur­sam­salan, og stjórn­mála­menn­irnir sem tryggja til­veru henn­ar, hafa rök­stutt til­veru­rétt kerf­is­ins sem er við lýði með því að halda á lofti þeirri stað­hæf­ingu að það sé í raun til góðs fyrir neyt­end­ur. Vör­urnar sem það velji að fram­leiða séu svo hollar og góð­ar, og í svo góðum takti við þarfir íslenskra neyt­enda, að ein­okun fyr­ir­tæk­is­ins auki lífs­gæði Íslend­inga marg­falt. Fyrir það sé alveg eðli­legt að hver ein­asti Íslend­ingur greiði, í gegnum rík­is­styrk­ina sem við dælum í þetta kerfi, 27 þús­und krónur á ári svo osta­fram­boðið okkar geti tak­markast að mestu við Gotta og Skóla­ost.

Auk þess er sú full­yrð­ing að íslenska mjólk­ur­fram­leiðslan sé mein­holl í besta falli hálf­sann­leik­ur, og í mörgum til­fellum hauga­lygi.

Mjólk­ur­sam­salan, stærsti mat­væla­fram­leið­andi lands­ins, hefur þvert á móti búið til og mark­aðs­sett fullt af vörum sem eru fullar af sykri. Sumar þeirra eru sér­stak­lega mark­aðs­settar með börn í huga. Fyrir rúmu ári greindi Kast­ljósið frá því að inni­halds­merk­ingar á mörgum vörum Mjólk­ur­sam­söl­unnar væru óskýrar og vill­andi fyrir neyt­end­ur.

Fyrir þá sem hafa verslað mjólk­ur­vörur í öðrum löndum þá stenst þessi full­yrð­ing um yfir­burða­gæði MS-var­anna enga skoð­un. Hún er ekk­ert annað en hluti af áróðri sem að íslenskum neyt­endum hefur verið haldið ára­tugum  saman í þeim til­gangi að við­halda kerfi sem gagn­ast ein­ungis milli­liðnum (Mjólk­ur­sam­söl­unni) og einka­fyr­ir­tæk­inu KS. Á meðan að við gleypum við þessu þá sitjum við uppi með í besta falli miðl­ungsmjólk­ur­vör­ur, valdar og syk­ur­bland­aðar af starfs­mönnum Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Bætt í steypuna

Í stað þess að taka til­lit til þeirra ábend­inga sem Hag­fræði­stofnun kom með þá ákváðu Sig­urður Ingi Jóhanns­son, þáver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að skrifa undir nýja búvöru­samn­inga til tíu ára. Sam­kvæmt þeim verða greiðslur rík­is­ins 13,8 millj­­arðar króna árið 2017 en enda í 12,7 millj­­örðum króna árið 2026 við lok samn­ings. Þetta gera um 132 millj­­arða alls á samn­ings­­tím­an­­um. Í stað þess að taka á vanda­mál­inu sem þetta galna kerfi er, þá á bara að henda enn meiri pen­ingum í það.

Nær all­ir, utan þeirra sem hafa beinan fjár­hags­legan ávinn­ing af samn­ingn­um, hafa enda gagn­rýnt hann harð­lega.

Verður að verða kosn­inga­mál

Það er ekk­ert sem skiptir íslenska neyt­endur jafn miklu máli og að und­ir­rit­aðir búvöru­samn­ingar kom­ist ekki til fram­kvæmda og það land­bún­að­ar­kerfi sem er við lýði verði aflagt. Það þarf að lækka suma tolla og afnema aðra algjör­lega til að gera öðrum mjólk­ur­fram­leiðslu­ríkjum kleift að flytja hingað mjólk­ur­vör­ur. Til að takast á við það áfall sem þau lands­svæði sem hafa mesta atvinnu af þessum rík­is­nið­ur­greidda iðn­aði væri hægt að veita háa byggð­ar­þró­un­ar­styrki, að minnsta kosti til skamms tíma, til að hjálpa við þróun nýrra atvinnu­vega. Atvinnu­vega sem eiga vaxta­tæki­færi og krefj­ast þess ekki að hver ein­asti Íslend­ingur borgi 27 þús­und krónur á ári með honum út í eilífð­ina.

Þetta risa­stóra neyt­enda­mál, sem snertir hvern ein­asta Íslend­ing beint fjár­hags­lega og vegna óboð­legs vöru­úr­vals, þarf að verða kosn­inga­mál í haust svo kjós­end­ur, neyt­end­ur, geti valið að kjósa burt þessa helstu óvini neyt­enda sem Mjólk­ur­sam­salan, nýgerðir búvöru­samn­ingar og úr sér gengið land­bún­að­ar­kerfið eru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None