Auglýsing

Lög­reglu­maður í Lou­isi­ana skaut svartan mann, Alton Sterl­ing að nafni, en kærasta hans greindi frá því í beinni útsend­ingu á Face­book. Sterl­ing var óvopn­aður og var að teygja sig eftir öku­skír­teini sínu þegar lög­reglu­mað­ur­inn skaut hann fjórum sinn­um. Hann lést fljótt af sárum sín­um.

Atvikið leiddi til mót­mæla víða um Banda­ríkin og opin­berr­ar ­yf­ir­lýs­ingar frá Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, sem sagði atvik­ið „ó­geð­fellt ofbeldi“ sem yrði að rann­saka og fylgja eftir í gegnum dóms­kerf­ið.

Dag­inn eftir var blóð­ugur dagur í Dallas. Þá skaut fyrr­ver­and­i her­maður og leyniskytta fimm lög­reglu­menn í Dallas, og særði sjö aðra. Lög­reglu­menn­irnir voru skotnir þegar þeir voru að sinna störfum sínum í tengslum við mót­mæli, sem aftakan á Sterl­ing var kveikjan að.

Auglýsing

Inn að beini

Barack Obama sendi frá sér aðra opin­bera yfir­lýs­ingu vegna þessa, þar sem hann sagði hug Banda­ríkj­anna vera hjá aðstand­end­um lög­reglu­mann­anna og að þessi „skelfi­lega árás“ hefði sært sam­fé­lag lög­reglu­manna inn að beini.

Eftir stendur banda­rískt sam­fé­lag á kunn­ug­legum slóðum í lif­andi rök­ræðu um kyn­þátta­hyggju og vopn­uðum átökum þar sem byssur eru í brennid­epli. Að með­al­tali deyja tæp­lega 37 ein­stak­lingar á hverjum degi vegna skotárása og lög­reglan drepur um 1.100 manns á ári, flesta með byss­um. Um það bil þrír á hverjum degi. Í fyrra voru 258 svartir karl­menn skotnir af lög­reglu, og voru meira 80 pró­sent þeirra ekki vopn­aðir byssu þegar þeir voru skotnir af lög­reglu.

Þjóð­ar­skömm

Lög­reglan mætir byssu­of­beldi með byssu­of­beldi. Útkoman er þjóð­ar­skömm, eins og Barack Obama hefur kallað byssu­of­beldið í land­inu, sem hvergi fyr­ir­finn­st í þró­uðum ríkj­um.

Þó kyn­þátta­hyggjan og byssu­of­beldið séu skyld við­fangs­efni, í það minnsta eins og þau birt­ast í þjóða­fé­lags­um­ræðu í Banda­ríkj­un­um, þá er ein hlið á þessum ten­ing sér­stak­lega við­kvæm og hættu­leg í augna­blik­inu. Það er um­ræðan sem stjórn­mála­menn koma með inn á borð fyrir almenn­ing. Hún er upp­full af greini­legum ras­isma sem ekki hefur áður sést eða heyrst með við­líka hætti í ára­tugi. Þetta á bæði við um Banda­rík­in, og Evr­ópu. Á sam­fé­lags­miðlum má finna ömur­legan boð­skap ras­ista, þar sem svert­ingjar eru ­nið­ur­lægð­ir, og einnig múslim­ar.

Ras­ismi sýni­legur á Norð­ur­löndum

Dæmin sem birt­ast okkur Íslend­ingum glögg­lega koma frá­ Norð­ur­lönd­un­um, öðrum Evr­ópu­ríkjum og Banda­ríkj­unum sömu­leið­is. Í vik­unn­i þurfti Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) að senda frá sér harð­orða yfir­lýs­ingu þar sem ­notkun ras­ista í Dan­mörku, sem hafa stofnað til sam­taka um for­dóma sína, á mynd af íslenska lands­liðs­fyr­ir­lið­anum Aroni Ein­ari Gunn­ars­syni, var for­dæmd. Það var ánægju­legt að sjá þessi við­brögð hjá KSÍ.

Þá hafa birst áhrifa­miklar myndir frá Sví­þjóð af ung­um ­mönnum sem aðhyll­ast nas­isma. Með krepptan hnefa, og alveg galtómt augna­ráð.

Ungir menn, sem aðhyllast rasisma, í Svíþjóð, labba fram á svarta konu sem lætur ekki fordómafulla rasista ganga um með boðskap sinn í friði. Mynd: EPA.

Í kosn­ingum unda­far­inn ára­tug hefur síend­ur­tekið ver­ið ­stað­festur upp­gangur þjóð­ern­ispopúl­isma og ras­isma í Evr­ópu. Þetta á sér­stak­lega við um Aust­ur-­Evr­ópu, Norð­ur­lönd­in, Bret­land, ekki síst eft­ir Brexit nið­ur­stöð­una, og Mið-­Evr­ópu. Don­ald Trump hefur svo dregið nýja línu í sand­inn í Banda­ríkj­un­um, þar sem ras­ismi – bæði menn­ing­ar­legur og kyn­þátta­mið­aður – er bein­línis gerður að stefnu­máli. Þetta birt­ist í tali um að­skiln­að­ar­stefnu, skerð­ingu á trú­frelsi og alhæf­ingum um ein­staka kyn­þætti sem heild. Þá hefur það vakið óhug –ekki síst innan Repúblikana­flokks­ins – að Trump hefur ekki viljað fjar­lægja sig ofbeld­is­fullu ras­ista­hreyf­ing­unni Ku Klux Klan.

Mik­il­vægt að ein­angra ras­istana

Íslenskir stjórn­mála­menn eru nú að fara inn í Alþing­is­kosn­ing­ar þar sem þessi áróður ras­ista á heims­vísu, verður sífellt sýni­legri á sam­fé­lags­miðl­um. Stundum koma einnig um mál hér á landi, þar sem sést glitta í ra­sískar skoð­an­ir. Von­andi ber öllum flokkum sem bjóða fram til Alþingis gæfu til þess að úti­loka með öllu rasísk við­horf í flokks­starf­inu. Það er best að ein­angra ras­istana alveg, og leyfa þeim sjálfum að koma fram fyrir alþjóð – aleina – og opin­bera heimsku sína og for­dóma.

Þó bar­áttan við ras­istana sé ekki alltaf blóði drif­in, eins of oft sést í Banda­ríkj­un­um, þá má ekki slá slöku við í henni. Ras­istar ala á for­dómum og sið­leysi. Það er ástæða til þess að herða bar­átt­una gegn þeim. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None