Meiri peningar til að fleyta íþróttafólkinu lengra

Frá undirritun samningsins í Laugardal á fimmtudag.
Frá undirritun samningsins í Laugardal á fimmtudag.
Auglýsing

Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands (ÍSÍ) und­ir­rit­aði samn­ing við ríkið um stór­aukin fjár­út­lát úr rík­is­sjóði í afreks­sjóð ÍSÍ á fimmtu­dag­inn. Um er að ræða samnig þar sem rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar lofar að tvö­falda fram­lag rík­iss­ins til afreks­sjóð­inn á næstu fjár­lög­um, miðað við fjár­lög árs­ins í ár. Á næstu þremur árum mun fram­lagið svo aukast í skrefum þar til það verður orðið 400 millj­ónir króna árið 2019.

Þetta er vit­an­lega mikil lyfti­stöng fyrir afrek­s­í­þrótta­hreyf­ing­una sem hefur óskað eftir auknum stuðn­ingi frá rík­inu við íþrótta­hreyf­ing­una svo árum skipt­ir. Á þessu kjör­tíma­bili, þar sem Ill­ugi Gunn­ars­son hefur verið ráð­herra íþrótta­mála síðan Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur hófu sam­starf sitt á ný í rík­is­stjórn, hefur fram­lag rík­is­ins hækkað úr 55 millj­ónum í 100 millj­ónir króna.

Íþrótta­hreyf­ingin hefur allt of oft þurft að senda lands­liðs­fólk til keppni á stór­mótum á eigin vegum og fjöldi afrek­s­í­þrótta­manna hlýtur ekki nægi­legan fjár­hags­stuðn­ing til þess að geta sinnt æfingum til jafns við keppi­nauta sína erlend­is. Til þess hefur afreks­sjóð­ur­inn verið of lít­ill og tölu­vert í að styrkir ÍSÍ standi undir öllu afreks­starfi sér­sam­band­anna. Afreks­sjóð­ur­inn þarf að standa straum af kosn­að­ar­á­ætl­unum sér­sam­banda og verk­efnum ein­stak­linga. Færri hafa fengið úthlutun úr sjóðnum en vilja. Með þessu aukna fram­lagi rík­is­ins verður von­andi hægt að rétta þennan halla á íslenskt íþrótta­fólk af.

Auglýsing

Athöfnin þar sem samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður og upp­hæðin kynnt var um margt merki­leg. Þessi samn­ingur hafði verið kynntur fyrir sér­sam­böndum ÍSÍ nokkrum dögum áður án þess þó að minn­ast á upp­hæð­ina. Upp­hæðin átti að koma á óvart – svo þetta yrði frétt – þó ljóst væri að hún yrði umtals­vert hærri en vana­lega.

Hvorki meira né minna en þrír ráð­herrar mættu við und­ir­rit­un­ina; þeir Ill­ugi og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra und­ir­rit­uðu samn­ing­inn fyrir hönd rík­is­ins og Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra sat með þeim og vott­aði samn­ing­ana. Ekki var laust við að kosn­inga­fnykur væri af umstangi ráð­herrana sem tóku svo létt „húh!“ með við­stödd­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None