Meiri peningar til að fleyta íþróttafólkinu lengra

Frá undirritun samningsins í Laugardal á fimmtudag.
Frá undirritun samningsins í Laugardal á fimmtudag.
Auglýsing

Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands (ÍSÍ) und­ir­rit­aði samn­ing við ríkið um stór­aukin fjár­út­lát úr rík­is­sjóði í afreks­sjóð ÍSÍ á fimmtu­dag­inn. Um er að ræða samnig þar sem rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar lofar að tvö­falda fram­lag rík­iss­ins til afreks­sjóð­inn á næstu fjár­lög­um, miðað við fjár­lög árs­ins í ár. Á næstu þremur árum mun fram­lagið svo aukast í skrefum þar til það verður orðið 400 millj­ónir króna árið 2019.

Þetta er vit­an­lega mikil lyfti­stöng fyrir afrek­s­í­þrótta­hreyf­ing­una sem hefur óskað eftir auknum stuðn­ingi frá rík­inu við íþrótta­hreyf­ing­una svo árum skipt­ir. Á þessu kjör­tíma­bili, þar sem Ill­ugi Gunn­ars­son hefur verið ráð­herra íþrótta­mála síðan Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur hófu sam­starf sitt á ný í rík­is­stjórn, hefur fram­lag rík­is­ins hækkað úr 55 millj­ónum í 100 millj­ónir króna.

Íþrótta­hreyf­ingin hefur allt of oft þurft að senda lands­liðs­fólk til keppni á stór­mótum á eigin vegum og fjöldi afrek­s­í­þrótta­manna hlýtur ekki nægi­legan fjár­hags­stuðn­ing til þess að geta sinnt æfingum til jafns við keppi­nauta sína erlend­is. Til þess hefur afreks­sjóð­ur­inn verið of lít­ill og tölu­vert í að styrkir ÍSÍ standi undir öllu afreks­starfi sér­sam­band­anna. Afreks­sjóð­ur­inn þarf að standa straum af kosn­að­ar­á­ætl­unum sér­sam­banda og verk­efnum ein­stak­linga. Færri hafa fengið úthlutun úr sjóðnum en vilja. Með þessu aukna fram­lagi rík­is­ins verður von­andi hægt að rétta þennan halla á íslenskt íþrótta­fólk af.

Auglýsing

Athöfnin þar sem samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður og upp­hæðin kynnt var um margt merki­leg. Þessi samn­ingur hafði verið kynntur fyrir sér­sam­böndum ÍSÍ nokkrum dögum áður án þess þó að minn­ast á upp­hæð­ina. Upp­hæðin átti að koma á óvart – svo þetta yrði frétt – þó ljóst væri að hún yrði umtals­vert hærri en vana­lega.

Hvorki meira né minna en þrír ráð­herrar mættu við und­ir­rit­un­ina; þeir Ill­ugi og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra und­ir­rit­uðu samn­ing­inn fyrir hönd rík­is­ins og Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra sat með þeim og vott­aði samn­ing­ana. Ekki var laust við að kosn­inga­fnykur væri af umstangi ráð­herrana sem tóku svo létt „húh!“ með við­stödd­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None