Er hið opinbera tilbúið fyrir tæknibyltingu?

Það eru mikil tækifæri fyrir hendi þegar kemur að því að nútímavæða stjórnsýsluna.

Tækni
Auglýsing

Ég hef fylgst með upp­lýs­inga­tækni­málum hjá opin­ber­a ­geir­anum um tíma, aðal­lega vegna áhuga á tækni, en líka sem fram­kvæmda­stjóri Hugs­miðj­unn­ar, sem starfs­maður á þró­un­ar­sviði Sím­ans fyrir nokkrum árum og nún­a ­sem stjórn­ar­maður hjá Sam­tökum Upp­lýs­inga­tækni­fyr­ir­tækja, Tækni­þró­un­ar­sjóði og ­Vís­inda- og tækni­ráði.

Íslensk fyri­tæki hafa und­an­farin ár sett umtals­verða fjár­muni í upp­lýs­inga­tækn­ina til að bjóða upp á betri þjón­ustu, vinna hrað­ar­, ­styðja við ferla og til að missa ekki af tækn­i-­lest­inni en ég sé ekki sama ­kraft­inn hvað þetta varðar hjá hinu opin­bera. Segja má að opin­berar stofn­an­ir ­séu varla farnar að vinna að ráði að lausnum sem til­heyrðu síðust­u ­tækni­bylt­ingu, “mobile” bylt­ing­unni. En nú komin enn önnur tækni­bylt­ing sem er mun stærri og umfangs­meiri og inni­heldur við­fangs­efni eins og sýnd­ar­veru­leika (Virtual Rea­lity), inter­net hlut­anna (Inter­net of Things), gervi­greind (­Artificial Intelli­g­ence), vél­menna­væð­ingu (Ro­bot­ics), gagna­gnótt (Big Data) og ­þrí­vídd­ar­prent­ara (3D print­ing) svo eitt­hvað sé nefnt. Og hlut­irnir eru að ­ger­ast hratt. Tæknin lætur ekki að sér hæða.

Á tímum gríð­ar­legrar tækni­væð­ingar er í mínum huga ekki í boði lengur að bíða eftir stimpli fyrir þing­lýs­ingu í 10 daga eins og raunin er hjá Sýslu­mann­inum í Reykja­vík, eða að afgreiðslu­tím­i ­vega­bréfs sé 13 dagar, til að gefa ein­hver dæmi um opin­bera þjón­ust­u ­sem hefur gleymst að upp­færa. Það ætti fyrir löngu að vera hægt að þing­lýsa ­papp­írum og sækja um vega­bréf raf­rænt. Það segir sig nán­ast sjálft að ef sett­ir verði fjár­munir í að sjálf­virkni­væða opin­bera þjón­ustu þá mun það skila sér í miklu hag­ræði.

Auglýsing

Ungt fólk í dag þekkir ekki annan veru­leika en að hafa far­síma við hönd og aðgang að neti alls stað­ar, það vill geta afgreitt sig ­sjálft í gegnum síma og tölvu og við sem eldri erum, viljum það líka.

Danir hafa komið auga á þetta og hafa stjórn­völd unn­ið að starfrænni breyt­ingu með (Digitasation) síðan 2009 með því að skipa ráð sem hefur það hlut­verk að gera opin­bera þjón­ustu betri með staf­rænum leið­um. Ráð­ið er skipað af fjár­mála­ráðu­neyt­inu og ber nafnið Digitaliser­ings­styrel­sen. Ráðið sendi frá sér nýverið stefnu fyrir Digitasation sem er mjög ­for­vitni­leg lesn­ing fyrir áhuga­sama.

Danir eru að auki byrj­aðir að skoða það hvernig hægt sé að vinna að tækni­legri umbreyt­ingu (dis­r­uption) fyrir opin­bera þjón­ust­u. D­anir ætla greini­lega ekki að missa af lest­inni. Á síð­ustu árum höfum við séð um­breyt­ingu ger­ast í einka­geir­an­um, þar sem fyr­ir­tæki eins og t.d. Air­bn­b, U­ber, Spotify hafa brot­ist út úr hefð­bundnu við­skipta­mód­eli með því að skapa nýjar staf­rænar lausnir sem eru mjög aðgengi­legar og not­enda­vænar og veita betri þjón­ustu en það sem var áður í boði. Í einka­geir­anum er þetta rétt að byrj­a og nýjar bylt­ing­ar­kenndar lausnir koma nán­ast á hverjum degi.

Við þurfum nýjar staf­rænar lausnir fyrir opin­ber­a ­þjón­ustu hér á landi. Það er löngu kom­inn tími til að gera eitt­hvað rót­tækt. Í landi þar sem alltaf er verið að tala um hag­ræð­ingu er þetta “no brainer”.

Til þess að hægt sé að gera eitt­hvað rót­tækt í tækni­málum hins opin­bera þarf að setja nýjar við­mið­un­ar­reglur fyrir þróun og inn­kaup á nýjum upp­lýs­inga­tækni­kerfum og skoða leiðir til að vinna hratt, því að tækni­bylt­ingin bíður ekk­ert eftir okk­ur.

Senni­lega er líka kom­inn tími á að við áttum okkur á því að það er ekki skyn­sam­legt lengur að stofn­anir þrói sjálf­ar ­upp­lýs­inga­tækni­verk­efni sem þær hafa oft ekki þekk­ingu til að fram­kvæma. Né er það skyn­sam­legt að stofn­anir þrói sjálfar upp­lýs­inga­tækni­kerfi sem einka­geir­inn hefur þegar leyst ágæt­lega.

Það þarf í mínum huga að gera ráð fyrir tækni­legri um­bylt­ingu í lög­gjöf­inni og breyta t.d. inn­kaupa­reglum þannig að auð­veld­ar­a verði fyrir atvinnu­lífið og stjórn­völd að vinna betur saman að því að gera hér­ ­bylt­ingu í opin­berri þjón­ustu.

Ímyndið ykkur hvað það væri flott ef stjórn­völd gæt­u ­boðið nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum form­lega í dans og óskað eftir að þau finndu leið­ir til að gera þjón­ustu við borg­ar­ana betri. Ímyndið ykkur ef það væri hægt að fá ­fólk með sér­þekk­ingu til að þróa ein­hverjar snilld­ar­lausnir fyrir hið opin­ber­a án þess að setja marga mán­uði í langt og strangt útboðs­ferli áður. Nýsköpun og op­in­ber þjón­usta á nefni­lega mjög vel saman en það þarf að hrinda hindr­unum sem nú eru til staðar úr vegi.

Við sem þjóð erum löngu til­búin í tækni­bylt­ingu, því að ef átt­ræð­i herra­mað­ur­inn, sem sat við hlið­ina á mér á Kaffi­tári um dag­inn, getur talað við ­fjöl­skyld­una sína, sem var stödd í Banda­ríkj­un­um, í gegnum Skype í sím­an­um sín­um, þá er hann líka alveg til­bú­inn til að sækja um vega­bréf raf­rænt, fá að­gang að lækni í gegnum netið eða panta sér á net­inu vél­menni sem aðstoð­ar­ hann fram úr á morgn­ana.

Höf­undur er við­skipta­stjóri hjá Mar­el. Greinin birt­ist einnig á vef­svæði Medium.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None