Auglýsing

Enn ein glan­skynn­ing á aðgerð rík­is­stjórn­ar­innar var haldin í Hörpu á mánu­dag. Áður höfum við verið leidd í gegnum nokkrar slíkar kynn­ingar um „Leið­rétt­ing­una“ og áætlun stjórn­valda um losun hafta. Þær kynn­ingar hafa átt það sam­eig­in­legt að fram­setn­ing upp­lýs­inga hefur í besta falli verið vill­andi og mjög frjáls­lega hefur verið farið með túlkun talna.

Kynn­ingin á „Fyrstu fast­eign“, aðgerð rík­is­stjórn­ar­innar til að auð­velda kaup á fyrstu íbúð, skar sig ekki frá þeim sem áður hafa farið fram. Það gerði heldur ekki kynn­ing á skrefi í átt að afnámi verð­trygg­ing­ar, sem fylgdi með í pakk­an­um.

Mun hækka hús­næð­is­verð og magna erf­ið­leika

Þótt „Fyrsta fast­eign“-að­gerðin sé prýði­leg fyrir þann hóp sem getur nýtt sér hana þá blasir strax við er að hún gagn­ast þeim sem þurfa mest á henni að halda ekk­ert. Þ.e. fólki sem er tekju­lágt, er í vand­ræðum með að stand­ast greiðslu­mat og á ekki sparnað fyrir útborg­un, oft vegna þess að leiga fyrir það hús­næði sem það býr í nú er of há til að hægt sé að spara mik­ið.

Auglýsing

Ástæðan fyrir því að aðgerðin gerir lítið sem ekk­ert fyrir þennan hóp er tví­þætt. Í fyrsta lagi er þessi hópur ekk­ert að spara í sér­eign­ar­sparnað sem stend­ur. Það kemur bein­línis fram í grein­ingu Ana­lyt­ica sem unnin var fyrir stjórn­völd, og greint er frá í grein­ar­gerð með frum­varp­inu. Þar segir að „með­al­launa­tekjur hjá laun­þegum sem spara í sér­eign voru umtals­vert hærri en hjá þeim sem spara ekki í sér­eign.“ Leið­in, og skatt­afslátt­ur­inn sem henni fylgir, nýt­ist því tekju­háum fyrstu íbúð­ar­kaup­endum en ekki tekju­lág­um, enda þeir mun lík­legri til að hafa efni á sér­eign­ar­sparn­aði en hin­ir.

Og jafn­vel þótt það unga fólk sem er ekki með sér­eign­ar­sparnað í dag gæti farið að safna sér fyrir útborgun með honum þá myndi það lík­ast til ekki duga yfir það tíu ára tíma­bil sem aðgerðin nær til. Ein­stak­lingur má að hámarki safna sér 500 þús­und krónur á ári til að nota til þess­ara verka. Í dag kostar lítil íbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 30 millj­ónir króna. Útborgun þarf að vera um sex millj­ónir króna. Sá sem myndi safna sér 500 þús­und krónum á ári í sér­eign í ára­tug myndi ekki ná að safna upp í afborgun af slíkri íbúð í dag, og hvað þá þegar íbúð­ar­verðið hefur hækkað um tugi pró­senta á næstu tíu árum, sem það mun gera.

Í öðru lagi mun úrræðið hækka hús­næð­is­verð. Það segir sig eig­in­lega sjálft að öll skref sem gera lán­töku auð­veld­ari fyrir ein­hverja hópa, á mark­aði þar sem eft­ir­spurn er marg­föld á við fram­boð, mun orsaka skrið til hækk­unar á fast­eigna­mark­aði. Og hærra verð mun leiða af sér hærra eig­in­fjár­fram­lag íbúð­ar­kaup­enda við kaup, meiri erf­ið­leika við að stand­ast greiðslu­mat og enn meiri eft­ir­spurn eftir þeim eignum sem þó rata á sölu.

Þeim fækkar reyndar hratt. Fram­boð íbúð­ar­hús­næðis til sölu hefur dreg­ist saman um nær helm­ing á tveimur árum, sam­kvæmt nýj­ustu grein­ingu Grein­ing­ar­deildar Arion banka. Þar segir einnig að það vanti átta til tíu þús­und nýjar íbúðir á land­inu til árs­loka 2020.

Sam­an­dregið er því verið að gefa þeim sem hafa ráð­rúm til að spara sér­eign til að eyða sparn­að­inum sínum í að kaupa sér hús­næði. Á móti veitir ríkið skatta­af­slátt af fram­tíð­ar­skatt­tekjum sem ann­ars hefðu runnið til sam­neyslu næstu kyn­slóða.

Öllum nema flestum bannað að taka Íslands­lán

Sam­hliða þessum aðgerðum var mála­miðl­un­ar­moð stjórn­ar­flokk­anna um að draga úr vægi verð­trygg­ingar kynnt. Í því felst að 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán, hin svoköll­uðu Íslands­lán, verði bönn­uð...öllum nema þeim 75 pró­sent sem eru und­an­þegnir því banni! Þau 25 pró­sent sem mega ekki taka lánin eru ólík­leg­ustu hóp­arnir til að taka slík lán. Þ.e. eldri Íslend­ing­ar, tekju­háir og eign­ar­mikl­ir. Þeir þurfa ekki að hugsa jafn mikið um mán­að­ar­lega greiðslu­byrði eða að stand­ast greiðslu­mat. Þetta er því laga­setn­ing sem þjónar engum öðrum til­gangi en að láta líta út fyrir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi reynt að stíga skref í átt að kosn­inga­lof­orði sínu um að afnema verð­trygg­ingu.

Ástæða þess að ekki eru stigin stærri skref í þá átt að banna þessi lán er ein­föld: 40 pró­sent þeirra sem eru með þau í dag myndu ekki stand­ast greiðslu­mat fyrir öðrum lán­um. Til að átta sig á umfang­inu er vert að benda á að af þeim 90 millj­örðum króna sem Íslend­ingar tóku í verð­tryggð hús­næð­is­lán í fyrra voru 70 millj­arðar króna Íslands­lán.

Svo er það skemmti­leg við­bót­ar­stað­reynd að í ár, þegar rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks er að búa til gervi­bann á töku Íslands­lán­anna, eru nákvæm­lega 20 ár liðin frá því að Páll Pét­urs­son, þáver­andi félags­mála­ráð­herra, kynnti lánin til sög­unnar sem nýjan val­kost. Hann sat þá í rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks.

Veru­lega blekkj­andi fram­setn­ing

Fram­setn­ingin á „Fyrstu fast­eign“ er síðan sér kapit­uli fyrir sig. Enn og aftur var hlaðið í glan­skynn­ingu í Hörpu þar sem hand­valdar stað­reyndir voru bornar fyrir lýð­inn í þeirri von um að þær yrðu kok­gleypt­ar. En margar þeirra eru í besta falli hálf­sann­leikur og í versta falli óskamm­feilin blekk­ing.

Ein slík sner­ist um bann á ákveð­inni teg­und verð­tryggðra lána, sem er ekk­ert bann, og fjallað er um hér að ofan.

Önnur er sú að djúp­radd­aði kynnir rík­is­stjórn­ar­innar sýndi glæru sem átti að senda þau hug­hrif að þátt­taka í sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­inni muni ekki hafa nein telj­andi áhrif á líf­eyri við­kom­andi. Ef valið sé að nota sér­eign­ar­sparnað til að greiða niður hús­næð­is­lán í tíu ár muni eft­ir­laun verða 113 pró­sent af því sem við­kom­andi væri með í laun 67 ára. Ef sér­eignin yrði ekki notuð á þennan hátt myndu eft­ir­launin hins vegar hafa orðið 123 pró­sent af loka­launum. Því sé „ein­ung­is“ verið að gefa eftir tíu pró­sentu­stig af mán­að­ar­legum eft­ir­launum sínum seinna gegn því að greiða inn á hús­næð­is­lánin sitt núna.

Þetta er hins vegar mjög óskamm­feilin fram­setn­ing og eig­in­lega ekk­ert annað en blekk­ing. Hún felst meðal ann­ars í því að þarna er miðað við að byrjað sé að greiða í sér­eign­ar­sparnað 25 ára, sem fæstir gera. Í grein­ingu Ana­lyt­ica eru náms­menn meira að segja felldir út vegna þess að lang­flestir þeirra borga ekki í sér­eign­ar­sparn­að. Með­al­aldur Íslend­inga sem klára BA- eða BS-gráðu á Íslandi er yfir 30 ár.

Auk þess er gert ráð fyrir því í dæm­inu sem var tekið í glæru­kynn­ing­unni að laun við­kom­andi myndu byrja að lækka eins og í normalkúrfu frá 47 ára aldri. Þannig verði loka­laun við­kom­andi þegar hann er 67 ára tölu­vert lægri en bestu laun á vinnu­ferl­in­um. Þetta er alls ekki til­fellið hjá mörg­um. Þvert á móti hækka laun, t.d. opin­berra starfs­manna sem eru lengi í sama starfi, stans­laust út vinnu­fer­il­inn nema þeir velji að skera niður í vinnu.

Til við­bótar er gert ráð fyrir því að ein­stak­ling­ur­inn sé að greiða 15,5 pró­sent í iðgjald af launum sínum í líf­eyr­is­sjóð frá því að hann er 25 ára og þangað til að hann er 66 ára. Í dag er skyldu­ið­gjald í líf­eyr­is­sjóði hins vegar 12 pró­sent og mun ekki hækka upp í 15,5 pró­sent fyrr en á miðju ári 2018.

Allar ofan­greindar tölur sem prýddu glæru­kynn­ingu stjórn­valda eru því hæpnar og for­send­urnar sem þær hvíla á hand­valdar til að kom­ast að selj­an­legri nið­ur­stöð­u. 

Efstu mörk sér­valin í kynn­ingu

Í glæru­kynn­ingu stjórn­valda var einnig sagt að 14 þús­und manns myndu nýta sér „Fyrstu fast­eign“ á næsta ári og að tvö þús­und manns myndu bæt­ast við á ári. Þar var sagt að heild­ar­um­fang aðgerð­anna væri 50 millj­arðar króna sem myndu greið­ast inn á íbúða­lán af sér­eign­ar­sparn­aði þátt­tak­endur og að hið opin­bera myndi gefa eftir 15 millj­arða króna af fram­tíð­ar­skatt­tekjur vegna þeirra. Þar er miðað við svo­kallað grunn­dæmi. 

Grein­ing Ana­lyt­ica, sem fylgir frum­varpi um aðgerð­irn­ar, sýnir líka aðra mynd. Þar kemur fram að þátt­tak­endur geti orðið allt niður í 4.300 manns, að umfang aðgerð­anna gæti orðið ein­ungis 13 millj­arðar króna og að skatta­af­slátt­ur­inn yrði þá ein­ungis fimm millj­arðar króna. Rík­is­stjórnin virð­ist hafa valið að kynna nán­ast efstu mörk grein­ingar Ana­lyt­ica í kynn­ingu sinni, en gera ekki með neinum hætti grein fyrir neðri mörkum henn­ar.

Þetta lík­ist því þegar Leið­rétt­ingin var kynnt með sam­bæri­legum hætti fyrir tæpum tveimur og hálfum árum. þá var sagt að Íslend­ingar myndu nota 70 millj­arða króna af sér­eign­ar­sparn­aði til að greiða niður hús­næð­is­lán á þremur árum. Raun­veru­leik­inn er sá, þegar ⅔ hluti tím­ans er lið­inn, að þeir hafa ein­ungis notað 23,8 millj­arða króna til þess og engar líkur á að 70 millj­arða króna mark­ið, tæpur helm­ingur af 150 millj­arða króna heild­ar­skuld­ar­að­gerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, náist.

Neyð­ar­á­stand sem þarfn­ast aðgerða

Eftir stendur að það er enn neyð­ar­á­stand á íslenskum hús­næð­is­mark­aði. Aðgerð­irnar sem kynntar voru á mánu­dag gera ekk­ert fyrir stærstan hluta þess hóps sem er í vanda.

Fjórir af hverjum tíu Íslend­ingum á þrí­tugs­aldri kom­ast ekki úr for­eldra­hús­um, fram­boð dregst sam­an, verð hækkar hratt og geta stórs hluta þjóð­ar­innar að kom­ast yfir þær aðgangs­hindr­anir sem til staðar eru milli þeirra og heim­ilis verða sífellt hærri.

Þetta er ekki hópur sem á sér­eign­ar­sparnað né er lík­legur til þess að vera í aðstöðu til að safna nægi­lega miklu af slíkum á næstu árum til að geta átt fyrir útborgun í íbúð.

Þrjár aðgerðir geta hjálpað þessum hópi: í fyrsta lagi stór­aukið fram­boð hús­næð­is. Það er hægt að ná því fram til lengri tíma með því að byggja meira, en til skemmri tíma með því að setja t.d. miklar hömlur á útleigu íbúð­ar­hús­næðis til ferða­manna.

Í öðru lagi þurfa vextir að lækka mik­ið. Þeir munu, því mið­ur, ekki gera það á meðan að við rekum þann örgjald­miðil og þá pen­inga­stefnu sem við erum með í dag nema að ráð­ist verði í umfangs­miklar kerf­is­breyt­ingar á fjár­mála­kerf­inu.

Í þriðja lagi þarf að fjar­lægja allar hindr­anir á hreyf­an­leika fólks milli lána. Hvort sem þær heita upp­greiðslu­gjald, lán­töku­gjald eða stimp­il­gjald þá þarf að banna þær. Þá getur fólk rekið heim­ilið eins og vog­un­ar­sjóð og óskað reglu­lega eftir til­boði í nýja fjár­mögn­un. Aðeins þannig er hægt að reka heim­ili skyn­sam­lega miðað við þær aðstæður sem okkur eru sniðn­ar.

Það er ábyrgð­ar­hluti hjá stjórn­völdum að koma fram við almenn­ing af heil­ind­um. Að styðj­ast við stað­reyndir og reyna ekki að draga upp mynd af afleið­ingum ákvarð­ana sinna sem á lítið skylt við raun­veru­leik­ann. Það hefur ekki verið gert í þeim kynn­ingum sem haldnar hafa verið i Hörpu á þessu kjör­tíma­bil­i. 

Sú vafa­sama hefð hélt áfram síð­ast­lið­inn mánu­dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None