Auglýsing

25 þing­menn úr fjórum stjórn­mála­flokkum lögðu í vik­unn­i fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis að haldin verð­i ­þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um veru flug­vall­ar­ins í Vatns­mýri. ­Tíma­setn­ingin er ein­kenni­leg, og til­lagan út í hött.

Fyrir það fyrsta átti þingi að ljúka í dag, þótt aug­ljóst sé að tals­vert sé í það. 57 dagar eru í þing­kosn­ingar og það er ómögu­legt að kosið yrði um málið sam­hliða þeim. Það vita all­ir, en greini­lega á nú að tromma upp flug­völl­inn í Vatns­mýr­inn­i ­sem kosn­inga­mál – í það minnsta próf­kjörs­mál. Fyrir þau sem ætla sér áfram­hald­andi setu á Al­þingi er þetta kjörið tæki­færi til að hreykja sér af í slíkri bar­áttu. Við skulum ekki gleyma hvað Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir ­náðu miklum árangri í borg­inni með hræðslu­á­róðri um flug­völl­inn (og kyn­þátta­for­dóm­um). Allir óbreyttir þing­menn þess flokks utan eins taka þátt í fram­lagn­ingu þessa máls. 

Ódýrt lýð­skrum

Það er hins vegar ódýrt lýð­skrum að leggja þessa þings­á­lykt­un­ar­til­lögu fram, líkt og svo margt í umræðu um flug­völl­inn hefur verið um langt skeið. Það leysir engan vanda að kjósa um málið eins og það er lagt fram, það mun bara ýta okkur lengra niður í skot­graf­irn­ar. 

Auglýsing

Til­raunir hafa vissu­lega verið gerðar til þess að hefja málið upp úr skot­gröf­un­um, til dæmis með Rögnu­nefnd­inni svoköll­uðu, sem skil­aði vand­aðri vinnu þótt í skýrsl­una hafi vantað margt, meðal ann­ars mögu­leik­ann á því að færa inn­an­lands­flugið til Kefla­vík­ur. 

Ef þing­menn­irnir 25 hefðu haft raun­veru­legan áhuga á raun­veru­legri lausn á mál­inu þá hefðu þeir getað ýtt á það að inn­an­rík­is­ráðu­neytið færi í við­ræður um þá skýrslu og nið­ur­stöður hennar fyrir rúm­lega ári síð­an, þegar nið­ur­staða hennar lá ljós fyr­ir. Flestir þeirra til­heyra jú stjórn­ar­meiri­hlut­an­um. Þeir hefðu getað staðið fyrir upp­lýstri umræðu um mál­ið, kosti og galla.

Í stað­inn hafa stjórn­völd misst algjör­lega stjórn­ina á þró­un­inni. Icelanda­ir, sem tók þátt í Rögnu­nefnd­inni, er hætt að nenna að bíða eftir ríki og borg og hefur hafið sínar eigin athug­anir á besta kost­inum sam­kvæmt skýrslu nefnd­ar­innar – Hvassa­hrauni. „Það liggur alveg fyrir að Reykja­vík­ur­flug­völlur er að fara úr Vatns­mýr­inn­i,“ sagði Björgólfur Jóhanns­son, stjórn­ar­for­maður Icelanda­ir, um málið í sumarEinka­fyr­ir­tækið hefur því tekið af skarið og sagt eins og er, þessi stóra fjár­fest­ing og þetta stóra mál yfir höf­uð, þarfn­ast þess að mögu­leik­arnir séu skoð­aðir eins vel og hægt er. 

Þetta er áfell­is­dómur yfir stjórn­völd­um, og stjórn­mál­unum öll­um. Þau geta þverskall­ast við og reynt að banna flutn­ing vall­ar­ins með lög­um, en þró­unin er farin af stað, án þeirra. 

Betri borg þarf Vatns­mýri – betri lands­byggð þarf heil­brigð­is­þjón­ustu

Það hefur lengi verið mín skoðun að flug­völl­ur­inn ætti að víkja úr Vatns­mýr­inni. Það þýðir ekki að ég vilji skerða þjón­ustu við lands­byggð­ina eða vilji að fólk deyi. Það þýðir ein­fald­lega að ég trúi þeim sér­fræð­ingum sem segja að Vatns­mýrin sé besta, og eig­in­lega eina, tæki­færið til þess að þróa Reykja­vík og gera hana að betri og þétt­býlli borg. Betri Reykja­vík yrði okkur öllum til hags­bóta og við höfum ein­stakt tæki­færi til þess að byggja hana. Upp­bygg­ing í Vatns­mýri myndi auk þess vera stærsta inn­leggið í lausn á hús­næð­is­skorti í höf­uð­borg­inn­i. 

Margir segja að flug­völl­ur­inn eigi að vera þar sem hann er, þannig hafi það alltaf verið og þannig þurfum við ekki að taka flóknar ákvarð­anir og takast á við breyt­ing­ar. En vanda­málið er að þannig verður engin fram­þró­un. Við eigum bara þessa einu borg enn­þá, við öll, og til þess að hún haldi áfram að þróast, batna og geti orðið sam­keppn­is­hæf við aðrar borgir, þá þurfum við að grípa til aðgerða. Sam­keppnin er ein­fald­lega ekki á milli lands­byggðar og borg­ar, hún er á milli Íslands og ann­arra landa. Borga í öðrum lönd­um. Við snúum ekki við alþjóð­legri borg­ar­þróun með inn­an­lands­flugi í Vatns­mýri. 

Þetta eru helstu rökin fyrir því að loka flug­vell­in­um. En það eru líka afskap­lega sterk rök fyrir því að halda flug­vell­inum á sínum stað – þau rök eru sjúkra­flug­ið. Ekki vöru­flutn­ing­ar, ekki einka­flug eða kennslu­flug, ekki stjórn­sýslan, ekki neitt annað en sjúkra­flug­ið. Ekk­ert okkar vill að fólk deyi sökum fjar­lægðar frá góðri heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Það er hins vegar óskilj­an­legt hvers vegna ein­blínt er svona mikið á einn af mörgum þáttum í sjúkra­flutn­ingum milli lands­hluta. Lítið er talað um við­bragðs­tím­ann frá því að beiðni um sjúkra­flug berst og þangað til flug­vél er farin í lof­ið. Væri hægt að stytta þennan tíma? Lítið er talað um tím­ann sem það getur tekið að koma fólki að flug­völlum svo það geti kom­ist um borð í sjúkra­flug­vél. Sá tími er oft lang­ur, oft vegna lélegra sam­gangna. Lítið er talað um að stundum þurfa flug­vélar fyrst að fljúga frá Akur­eyri til Reykja­víkur til að sækja heil­brigð­is­starfs­fólk áður en flogið er á áfanga­stað þar sem sjúk­lingur er. Lítið er minnst á að það er ekki einu sinni búið að meta það hvort flutn­ingur flug­vallar í Hvassa­hraun myndi ógna öryggi sjúk­linga á nokkurn hátt. Svo nokkur dæmi séu tek­in. 

Hvers vegna erum við ekki að beina sjónum okkar að því að auka og bæta heil­brigð­is­þjón­ustu og sam­göngur á lands­byggð­inni? Hvar eru byggð­ar­sjón­ar­miðin í því að krefj­ast bara aðgangs að Reykja­vík­ur­flug­velli, en ekki almenni­legrar þjón­ustu í hverjum fjórð­ungi? Það eru stóru málin sem verið er að leiða okkur fram­hjá í enda­lausum, yfir­borðs­kenndum rifr­ildum stjórn­mála­manna og í til­lögum eins og þeirri sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi. Með því að leggja málin svona á borð þurfa þeir nefni­lega ekki að koma með raun­veru­legar lausnir á alvöru vanda­mál­u­m. 

Við kjós­endur eigum að geta gert meiri kröfur til stjórn­mála­manna en það sem þeir eru að bjóða okkur upp á hér. 

Við skulum ekki leyfa þeim að kom­ast upp með þetta. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None