Auglýsing

Þau öfl sem standa fast­ast að baki Sjálf­stæð­is­flokkn­um, bæði innan hans og í þeim fjöl­miðlum sem draga mjög skýrt þann taum, reyna mjög grimmt að selja þann veru­leika að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé ótví­ræður eini sig­ur­veg­ari lið­inna kosn­inga og að þau 29 pró­sent atkvæða sem hann hafi náð séu skýr skila­boð um að allt sé á „réttri leið“, líkt og sagði í kosn­inga­her­ferð flokks­ins. Það sé forms­at­riði í ljósi kosn­inga­úr­slita að mynda rík­is­stjórn undir for­sæti Bjarna Bene­dikts­sonar sem fylgir fyrst og síð­ast stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins og áhersl­um.

Það virð­ist fyrst og síð­ast tudda­tal til að reyna að kalla fram skiln­ing á aðstæðum sem á sér ekki margar stoðir í raun­veru­leik­an­um.  Síð­asta rík­is­stjórn kol­féll í kosn­ing­unum og flokk­arnir sem að henni stóðu fengu ein­ungis fjögur af hverjum tíu atkvæð­um. Það þýðir að 60 pró­sent þjóð­ar­innar kusu flokka með allt annan mat­seð­ill en óbreytt ástand. Og því fer fjarri að rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokk­inn inn­an­borðs sé eina lausnin sem sé á borð­inu eins og er, þótt við­eig­andi hafi verið að leyfa honum fyrst að spreyta sig á myndun stjórn­ar.

Snúin staða

Staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins er snún­ari en af er lát­ið. Flokk­ur­inn kyngdi ýmsum hug­sjónum í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum við Fram­sókn­ar­flokk­inn árið 2013. Hann sam­þykkti til að mynda að ausa tugum millj­arða króna úr rík­is­sjóði til hluta þjóð­ar­innar í Leið­rétt­ing­unni. Það er aðgerð sem er gegn grund­vall­ar­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­fjár­málum sem snú­ast um hag­ræð­ingu, hömlur á útgjalda­vöxt, skyn­sam­lega nýt­ingu opin­berra fjár­muna og nið­ur­greiðslu skulda rík­is­sjóðs. Í tíð síð­ustu rík­is­stjórnar juk­ust gjöld rík­is­sjóðs líka um 130 millj­arða króna, eða um tæpan fjórð­ung í krónum talið. Það er ekki mik­ill Reagan­ismi í því.Flokk­ur­inn sam­þykkti auk þess að veita Fram­sókn­ar­flokknum for­sæt­is­ráðu­neytið þrátt fyrir að vera stærri en hann og umbar alla stórfurðu­legu ein­leiki Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar úr þeim stóli allt þar til að hann þurfti að segja af sér.

Auglýsing

Nú eru hins vegar ekki á borð­inu kröfur um að gefa eftir hug­sjónir heldur hags­muni áhrifa­manna innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins og margra kjós­enda hans. Þær snú­ast um breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­kerfum Íslands og ákvörð­un­ar­töku­rétt þjóðar varð­andi Evr­ópu­sam­bands­við­ræð­ur. Í þeim við­ræðum sem eru í gangi milli Sjálf­stæð­is­flokks ann­ars vegar og Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar hins veg­ar, verða þetta megin kröfur frjáls­lyndu miðju­flokk­anna. Og þeir munu vilja fara með þau ráðu­neyti sem geta hrint þessum breyt­ingum í fram­kvæmd, sér­stak­lega fjár­mála­ráðu­neytið og sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­ið. Þetta eru breyt­ingar sem mæl­ast mjög illa fyr­ir, t.d. í hinum dreifðu byggðum þar sem sjáv­ar­út­vegur og land­bún­aður eru lífs­nauð­syn­legir atvinnu­veg­ir. Þar sækir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hins vegar hryggjar­stykkið í fylgi sínu.

Ekki mikið svig­rúm fyrir mála­miðl­anir

Þótt Við­reisn og Björt fram­tíð virð­ist halda á öllum trompum – sem eini sjá­an­legi mögu­legi rík­is­stjórn­ar­mögu­leiki Sjálf­stæð­is­flokks – þá eru flokk­arnir hins vegar ekki í mjög góðri stöðu til að gera miklar mála­miðl­an­ir. Stefnu­skrá beggja flokka inni­heldur skýra kröfu um aukna gjald­töku fyrir afnot af sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni. Í stefnu­skrá Bjartrar fram­tíðar seg­ir: „Gjald fyrir afnot af sjáv­ar­auð­lindum er í mýflugu­mynd og hefur verið lækk­að[...]Það er full­kom­lega eðli­legt að hið opin­bera sæki sér umtals­verðar tekjur til þess­arar auð­linda­notk­un­ar“. Við­reisn vill að „tekið verði upp mark­aðstengt auð­linda­gjald í sjáv­ar­út­veg­i.“

Björt fram­tíð kaus einn flokka gegn búvöru­samn­ingum Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar þegar þeir voru sam­þykktir við lok síð­asta kjör­tíma­bils. Vel má halda því fram að sú afstaða hafi haldið lífi í flokkn­um, sem hafði mælst í „pilsner­fylgi“ mán­uðum saman fyrir hana. Málið kom flokknum á kortið aftur og fylgi hans fór allt í einu að aukast. Í stefnu­skrá Bjartrar fram­tíðar er í raun lögð til þver­öfug stefna við þá sem nú er rekin í land­bún­aði og sér­stak­lega tekið fram að land­bún­að­ar­stefnan þurfi að taka til­lit til neyt­enda. Við­reisn er mjög nálægt Bjartri fram­tíð í þessum málum sam­kvæmt stefnu­skrá. Flokk­ur­inn vill að land­bún­aður verði venju­leg atvinnu­grein, að tollar og inn­flutn­ings­höft verði afnumin og að land­bún­aður stigi inn í sam­keppn­isum­hverfi.

Í Evr­ópu- og gjald­miðla­mál­um, sem eru að mörgu leyti sömu mál, er ekk­ert á milli Bjartrar fram­tíðar og Við­reisn­ar. Í stefnu­skrá fyrr­nefnda flokks­ins seg­ir: „Björt fram­tíð leggur áherslu á að landa góðum samn­ingi við ESB sem þjóðin getur eftir upp­lýsta umræðu, sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Þá opn­ast leið til gjald­mið­ils­sam­starfs við Evr­ópska seðla­bank­ann (ERM II), sem strax getur aukið stöð­ug­leika. Svo getum við tekið upp evru þegar skil­yrði skap­ast til þess.“

Við­reisn er bein­línis stofn­aður af hópi Evr­ópu­sinn­aðra Sjálf­stæð­is­manna sem urðu brjál­aðir þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sveik kosn­inga­lof­orð sitt um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald við­ræðna við Evr­ópu­sam­band­ið. Í stefnu­skrá flokks­ins seg­ir: „Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fylgja margir kostir sem styrkja stöðu Íslands og efla hag­sæld. Þess vegna á að bera undir þjóð­ar­at­kvæði hvort ljúka eigi aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Við­reisn hvetur til þess að þeim við­ræðum verði haldið áfram og lokið með hag­felldum aðild­ar­samn­ingi, sem bor­inn verði undir þjóð­ina og farið að nið­ur­stöðum þeirrar atkvæða­greiðslu.“

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur sýnt það í verki, með varð­stöðu um hags­muni útgerða, með sam­þykkt og und­ir­ritun tíu ára búvöru­samn­inga og með því að draga umsókn að Evr­ópu­sam­band­inu til baka án þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu að flokk­ur­inn er í dag á algjör­lega önd­verðu meiði í þessum þremur mál­um. Það mætti segja að það væri póli­tískur ómögu­leiki að hann gefi eftir í þeim. Annað væru full­komin vöru­svik gagn­vart kjós­endum hans.

Það geta ekki allir unnið

Fari Við­reisn, sem stýrt er af frænda Bjarna Bene­dikts­sonar og að hluta til mönnuð af elítu­fólki með djúpar rætur í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, í rík­is­stjórn með sínum gömlu félögum þá er eins gott að hinn nýi flokk­ur, sem náði í 10,5 pró­sent atkvæða frá frjáls­lyndum Íslend­ing­um, nái sínum helstu áherslum í gegn. Blind­ist flokk­ur­inn af gylli­boðum um völd og ráð­herra­stóla gegn því að fall­ast á moð­kenndan stjórn­ar­sátt­mála sem hægt verði að túlka á alla vegu eftir allra hent­ug­leika, er ljóst að kjós­endur hans munu upp­lifa flokk­inn sem vöru­svik.

Þeir kjós­endur komu nefni­lega fæstir frá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sam­kvæmt könnun sem Stöð 2 birti tveimur dögum fyrir kosn­ing­ar. Í henni kom fram að ein­ungis 8,3 pró­sent þeirra sem kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn 2013 ætl­uðu að kjósa Við­reisn í kosn­ing­unum síð­ustu helgi. Til sam­an­burðar ætl­uðu 17 pró­sent þeirra sem kusu Sam­fylk­ing­una að kjósa Við­reisn og 21,7 pró­sent kjós­enda Bjartrar fram­tíð­ar.

Björt fram­tíð stendur frammi fyrir sama vanda. Flokk­ur­inn sækir fylgi sitt ekki í sömu tjarnir og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Hann náði inn á þing á bak­inu á afstöðu sinni gegn búvöru­samn­ingum og lof­orðum um umfangs­miklar kerf­is­breyt­ing­ar. Gefi Björt fram­tíð þau eftir til að kom­ast að kjöt­kötl­unum er nið­ur­staðan skýr: vöru­svik.

Það er því afar erfitt að sjá hvernig finna eigi lausn á þessum grund­vall­ar­mál­efn­um. Gefi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eftir mun hann ganga gegn stefnu sinni í risa­stórum mál­um. Gefi hinir tveir flokk­arnir eftir verður ljóst að kjós­endum þeirra muni finn­ast þeir sviknir illi­lega fyrir völd og stóla.

Á hlið­ar­lín­unni bíða Vinstri græn eftir að upp úr slitni svo þau fái tæki­færi til að mynda minni­hluta­stjórn frá miðju til vinstri, sem verður alveg jafn flókin og erfið í sam­an­hnoði og mun þurfa að treysta á Pírata til að lifa af. Þar er þegar búið að afgreiða mögu­leik­ann á sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, að minnsta kosti í þess­ari lotu, sem ómögu­leika. Gegn­um­streym­is­-Fram­sókn­ar­flokk­ur, galop­inn í báða enda, þykir mun meira aðlandi kostur til að styrkja rík­is­stjórn undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dóttur en stærsti flokkur lands­ins.

Það eru stórar ákvarð­anir fram undan í íslenskri póli­tík. Ákvarð­anir sem munu sann­ar­lega móta fram­tíð þeirra leið­toga sem fyrir flokk­unum fara og mögu­lega leggja suma þeirra nið­ur, gefi þeir of mikið eftir gagn­vart við­semj­endum sín­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None