Alþjóðageirinn - Hver er staðan?

Auglýsing

Ég hef nýverið skrifað tvo pist­la, annan um þær sam­fé­lags­breyt­ingar sem sam­fé­lög heims­ins standa frammi fyrir sökum örra tækni­breyt­ing­ar og hinn um stöð­u ­mennt­unar á Íslandi sem er, miðað við tölur frá 2013, undir með­al­lagi OECD land­anna, bæði út frá mennt­un­ar­stigi og fjár­magni sem veitt er í mennt­un.

Ég ætla nú að beina sjónum mínum að þeim geira sem ég tel Ís­lend­inga eiga mesta inni­stæðu í þegar kemur að verð­mæta­sköpun fyrir blóm­legra ­mann­lífi og raun­veru­legum hag­vexti. En byrjum á skoða fyr­ir­bærið alþjóða­geiri.

Alþjóða­geir­inn er opinn

Undir alþjóða­geir­ann fellur öll sú starf­semi sem er ekki bundin við heima­mark­að, sam­keppn­is­vernd eða tak­mark­aðar nátt­úru­auð­lindir

Auglýsing
  1. Mark­aður er alþjóð­legur
  2. Starf­semin er ekki varin sam­keppni
  3. starf­semin byggir ekki á tak­mörk­uðum nátt­úru­auð­lindum

Með öðrum orð­um, alþjóða­geir­inn snýr að opnum við­skipt­u­m út­lend­inga við Ísland í almennri sam­keppni á heims­mark­aði.

Verð­mæta­sköpun knýr hag­vöxt, almenna vel­ferð og vel­sæld

Vilji sam­fé­lag búa við almenna vel­ferð og vel­sæld þarf aukna verð­mæta­sköp­un.  Þetta er und­ir­staða hag­vaxtar (ít­ar­legar hag­fræði­út­skýr­ingar á hag­vexti og hvernig hann getur orð­ið til öðru­vísi er hægt að kynna sér ann­ars stað­ar). Um þetta eru flestir sam­mála. Ef sam­fé­lag vill við­halda jákvæðum hag­vexti þarf að búa til það virði með ein­um eða öðrum hætti.

Í grófum dráttum má skipta hag­kerfi Íslands í þrjá flokka:

Gróf flokkun íslensks hagkerfis.

Stærð þeirra og eðli er mis­mun­andi eins og neð­an­greind ­mynd sýn­ir.

Stærð íslensks hagkerfi eftir grófri flokkun.



Fyrir til­stuðlan Við­skipta­ráðs Íslands hafa nokkrar grein­ing­ar verið gerðar á þessu umhverfi:

Ekki er annað hægt en að mæla með lestri á þessu efni.

Okkar stærstu útflutn­ings­greinar í dag, ferða­þjón­usta, orku­tengd fram­leiðsla og sjáv­ar­út­vegur byggja allar á auð­lind­um. Af þessum þrem­ur er ferða­þjón­ustan skal­an­leg­ust og á að öllum lík­indum enn með mestu vaxta­mögu­leik­ana. ­Með skal­an­leika á ég við að geir­inn á tæki­færi á að auka tekjur sínar hraðar en ­kostn­að, þ.e. auka fram­legð. Auð­lindir eru ekki óþrjót­andi og vaxta­mögu­leik­arn­ir þannig tak­mark­að­ir. Þetta þýðir að til að standa undir vexti hag­kerf­is­ins þarf að ­búa til nýjar útflutn­ings­tekj­ur. Í alþjóða­geir­anum blasir tæki­færið við okk­ur. Hann ­byggir á hug­viti og er þannig ekki tak­mark­aður á sömu for­sendum og vörur eða þjón­usta ­sem byggja á auð­lind­um. Áskor­an­irnar eru þó nægi­legar við að byggja upp og þró­a ­sterk fyr­ir­tæki sem eiga erindi á alþjóða­mark­að.

Ef við setjum þetta í tölu­legt sam­hengi og gefum okk­ur ­for­sendur um 3-4% hag­vöxt á næstu árum, þarf að auka útflutn­ings­tekjur um 1.000 millj­arða króna. Auð­linda­tengdu geir­arnir þrír munu halda áfram að vaxa en ekki nægi­lega mikið til að standa undir þeim tekj­um. Auð­vitað er þetta leikur að töl­u­m, en hug­mynda­fræðin stendur hvað það varðar að nýjar tekjur þarf að mynda til að standa undir hag­vexti.

Nauðsynlegur útflutningsvöxtur til að ná 4% hagvexti árið 2030.

Við þekkjum flest þau jákvæðu áhrif sem ferða­þjón­ust­an hefur haft á Ísland síð­ast­liðin ár. Að mestu leyti eru þar ytri þættir sem hafa haft áhrif, s.s. umfjöllun erlendra fjöl­miðla, hag­stætt gengi o.s.frv. Það er því á­huga­vert að leika sér með þá hugsun að hægt verði að byggja upp aðra öfl­uga starf­sem­i á Íslandi sem teng­ist alþjóða­geir­anum sem gæti haft veru­leg áhrif á tekju- og þekk­ing­ar­mynd­un og lífs­gæði í land­inu. Að byggja mark­visst upp fimmta útflutn­ings­tekju­póst­inn fyr­ir­ hag­kerfið Ísland.

Í grein­ingu Við­skipta­ráðs (sjá mynd 4) er prýð­is­góð sam­an­tekt á helstu for­send­um ­sam­keppn­is­hæfs alþjóða­geira. Hún er bæði fag­leg, tækni­leg og byggð á góðum gögn­um. Þar er bent á hvernig aðgengi að vinnu­afli, fjár­magni og mörk­uðum auk heil­brigðs ­reglu­verks og skatta skipta máli. Stjórn­völd og fyr­ir­tæki geta mótað þessa þætt­i að frá­taldri land­fræði­legri legu lands­ins. Það sem hins vegar mætti bæta við ­mynd­ina frá Við­skipta­ráði er mann­legi þátt­ur­inn.

Í því sam­hengi á ég við hvað stofn­endur fyr­ir­tækja og frum­kvöðl­ar telja að skipti mestu máli þegar kemur að því að byggja upp rekst­ur. Það kemur ekk­ert endi­lega á óvart að það eru ekki hag­fræði­stærð­irnar eða lágir skattar sem skipta þá mestu máli. Ein rann­sókn, gerð í Banda­ríkj­un­um, sýndi ótví­rætt for­gangs­röðun þeirra:

  1. Aðgangur að hæfu starfs­fólki og á svæði þar sem menntað og metn­að­ar­fullt fólk vill vera.
  2. Góður aðgangur að sam­göngu­neti (flug­vell­ir, veg­ir, hrað­braut­ir, lest­ir) og nálægð við við­skipta­vini og birgja.
  3. Hag­stæð leiga, fjöldi veit­inga­húsa, skól­ar, upp­lifun, góður staður að búa á.

Í hnot­skurn: Góður staður að búa á með aðgengi að næg­u og hæfu starfs­fólki auk góðs aðgengis að við­skipta­vinum og birgj­um.

Ég hef því kosið því að upp­færa mynd­ina góðu frá Við­skipta­ráð­i og bætti við einum dálki, Góð lífs­skil­yrði. Ég hef að auki stillt upp styrk­leik­um (grænn lit­ur) og veik­leikum (rauður lit­ur) Íslands eins og þeir horfa við mér.

Forsendur sterks og samkeppnishæfs alþjóðageira samkvæmt Viðskiptaráði (með viðbótum).

Að neðan má sjá lista sem ég tel end­ur­spegla styrk­leika og veik­leika Íslands þegar kemur að því að byggja upp sterkan alþjóða­geira. Í heild­ina er hægt að segja að góðar for­sendur séu fyrir því að á Íslandi verði hægt að byggja upp sterk­ari og fjöl­breytt­ari alþjóða­geira miðað við ofan­greint þó svo að ákveðnar hindr­anir séu í veg­in­um.

Kostn­að­ur vinnu­afls               

Enn sem komið er virð­ist Ísland vera sæmi­lega sam­keppn­is­hæft um laun. Stór­felld aukn­ing ferða­þjón­ustu hefur dregið til sín vinnu­afl og samn­ingar á vinnu­mark­aði hafa hins vegar hækkað laun nær nágranna­löndum okkar og við erum nú fyrir ofan með­al­tal. Styrk­ing ISK gagn­vart öðrum gjald­miðlum vegur jafn­framt á móti þessum styrk­leika

Heim­ild­ir: OECD 2015 – Heild­ar­tekjur í kaup­mátt­ar-­leið­réttum USD eftir löndum

Gæði vinnu­afls

Ísland er með lágt hlut­fall af tækni- og verk­fræði­mennt­uðu fólki í alþjóð­legu sam­hengi. Í rann­sókn­ar­starfi háskól­anna skorar Ísland lágt skv. Scimagoog Nat­ure Index að frá­skild­um heil­brigð­is- og jarð­vís­indumLítil sér­þekk­ing í alþjóð­legu sölu- og mark­aðs­starfi.

Heim­ild­ir: OECD, Scimago Journal, Nat­ure Index, Seed Iceland.

Mennta- og rann­sókn­ar­starf mætir þörfum fólks og atvinnu­lífs

Í alþjóð­legum sam­an­burði stöndum við ekki vel, þó svo að nýverið hafa aukn­ing orðið í sam­keppn­is­sjóði Rannís, s.s. Tækni­þró­un­ar­sjóði. Fáeinka­leyfi m.v. sam­an­burð­ar­þjóð­ir.

Heim­ild­ir: Hlut­fall GDP í R&D. Hlut­fall grunn­rann­sókna af rann­sóknum á háskóla­stigi.

Aðgengi að erlendu vinnu­afli (sér­fræð­ing­ar) er gott

Hér stöndum við ekki vel. Meiri­hluti þeirra sem flytur hingað erlendis frá sinn­ir lág- og mið­launa­störfum. For­senda upp­bygg­ingar alþjóða­geirans þarf að byggja fremur á fólki með sér­þekk­ingu og þ.a.l. hærri laun­uðum störf­um. Góð lífs­skil­yrði og vinna við hæfi eru hér for­senda. Nýlegar breyt­ingar um skatta­af­slátt erlendra sér­fræð­inga hjálpa þó til.

Heim­ild­ir: B.S. rit­gerð í hag­fræði, Sindri Hrafn Heim­is­son

Aðgengi að fjár­magni

Láns­fjár­magn: Hér er nægt fjár­magn til að lána, þó í ISK og þau kjör sem bjóð­ast eru ekki alþjóð­lega sam­keppn­is­hæf.

Hluta­fé: Aðgengi er ekki gott þó svo það hafi batnað með til­komu þriggja nýrra fram­taks­fjár­fest­inga­sjóða árið 2015. Tak­markað fjár­magn er í boði fyrir frum­kvöðla­fyr­ir­tæki og fjár­festum fylgja alla jafna hvorki sér­hæfð rekstr­ar­þekk­ing né sterk alþjóð­leg tengsl.

Heim­ild­ir: Ef við gefum okkur 3,0% álag banka ofan á stýri­vexti í helstu OECD lönd­um, má sjá almennan fjár­magns­kostnað fyr­ir­tækja

Reglu­verk og skattar

Ísland er prýði­lega sam­keppn­is­hæft hér, s.s. skattaí­viln­anir vegna þró­un­ar­starfs og launa erlendra sér­fræð­inga, hvati til fjár­fest­inga í óskráðum fyr­ir­tækj­um, breyt­ing á skatt­lagn­ingu kaup­rétta, lágur tekju- og fjár­magnstekju­skattur á fyr­ir­tæki og ein­föld­un árs­reikn­inga­skila fyrir lítil fyr­ir­tæki. Margt gott hefur átt sér stað á sl. árum. Við­skipta­ráð hefur þó bent á hvað mætti mögu­lega betur fara. Reglu­verk byggir á EES og er þannig sam­bæri­legt við nágranna­lönd. Raf­ræn stjórn­sýsla og ein­fald­leiki í við­skiptum er fram­úr­skar­andi á alþjóð­legan mæli­kvarða, t.d. raf­ræn skil­ríki.

Heim­ild­ir: Alþing­i. Til­tölu­lega lág skatt­byrði ein­stak­linga. Lág­ur tekju­skattur fyr­ir­tækjaHilmar Veigar Pét­urs­son, for­stjóri CCP um breyt­ingar á reglu­verki

Aðgengi að mörk­uðum

Land­fræði­leg lega verður alltaf hindrun þó svo að milli­ríkja- og tolla­samn­ingar standi fyr­ir­tækjum ekki fyrir þrif­um.

Góð lífs­skil­yrði

Ísland stendur vel að flestu leyti á alla alþjóð­lega mæli­kvarða um lífs­gæði. Aðgengi að leigu­hús­næði er þó ábóta­vant eins og sakir standa. Aðgangur fólks að menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu er fram­úr­skar­andi á alþjóð­legan mæli­kvarða. Útlend­ingar lýsa Íslend­ingum sem vina­legum en þó lok­uðum en að ein­falt sé að eiga sam­skipti við þá. All­flestir Íslend­ingar geta tjáð sig á öðru tungu­máli en íslensku.

Heim­ild­ir: Mesti launa­jöfn­uður í OECD. Hæsta atvinnu­þátt­taka kvennaEitt lægsta atvinnu­leysi í OECD. Mest atvinnu- eða náms­þátt­taka ungs fólks. Erum með ham­ingju­söm­ustu þjóðum og hefur einna mestu lífs­fyll­inguBúum við bestu mögu­legu nátt­úru­gæði.

Við­horf

Stjórn­völd – Mörg góð skref hafa verið stigin á síð­ustu árum til stuðn­ings alþjóða­geir­an­um. Vel­vilji er til staðar en skrefin hafa verið tekin í þá átt  að koma okkur á sam­bæri­legan stað og nágranna­löndin (e. react­i­ve) fremur en að reyna að tryggja að við séum í fremstu röð (e. proact­i­ve) og enn síður að skapa til­tekna sér­stöðu. Stöð­ug­leiki í formi færri og færri grund­vall­ar­breyt­inga á t.d. skatt­kerfi eða ytri aðstæð­um, skapar vissu fjár­festa og alþjóða­sam­fé­lags­ins.

Sam­fé­lagið – Íslend­ingar eru skap­andi  og vilja gjarnan vinna hjá sjálfum sér ef kostur er á. Fjöldi lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja sýnir það.





Höf­undur er for­stöðu­maður nýsköp­un­ar­mála hjá Arion banka. Þetta er fyrri grein af tveim­ur, en greinin birt­ist einnig á vef­svæði höf­undar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None