Stjórnmálaleg staða Trumps og repúblikana er ótrúlega sterk

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fylgist grannt með stöðu mála í bandarískum stjórnmálum.

Auglýsing

Furðu­legt var að hlusta á umræður í sunnu­dags­þáttum banda­rísku sjón­varps­stöðv­anna 18. des­em­ber, dag­inn áður en kjör­menn­irnir 538 komu saman til að greiða atkvæði um hver yrði næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Látið var að því liggja að hugs­an­lega fengi Don­ald J. Trump ekki nægan stuðn­ing, 270 eða fleiri atkvæði. Hvort þeir sem drógu það í efa trúðu eigin orðum eða voru aðeins í hlut­verki spuna­liða er óvíst.

Eftir taln­ingu atkvæða á kjör­dag 8. nóv­em­ber hafði  Don­ald J. Trump 306 kjör­menn á hendi og Hill­ary Clinton 232 – loka­tölur eftir kjör­manna­fundi 19. des­em­ber voru 304 atkvæði fyrir Trump en 227 fyrir Hill­ary, tveir kjör­menn yfir­gáfu Trump og fimm Hill­ary.

Í aðdrag­anda kjör­manna­fund­anna hafði verið hert á áróðr­inum um að efa­semdir sæktu að ein­hverjum um rétt­mæti þess að kjósa Trump, hann hefði sigrað með stuðn­ingi erlendra aðila, Rússa. Fyrir utan þing­húsið í Flór­ída stóð maður með skilti sem á stóð Trump is too Rusky og var það mynd­skreytt með hamri og sigð. Í þing­hús­inu í Wisconsin var hrópað að kjör­mönn­unum þegar þeir komu saman til form­legs fund­ar: „Við verðum allir sendir í opinn dauðan í stríði, þökk sé þér!“

Auglýsing

Ofan­greindar frá­sagnir birt­ust þriðju­dag­inn 20. des­em­ber í The New York Times (NYT) og þar var einnig sagt frá því að kjör­maður að nafni William Jeffer­son Clinton hefði sótt kjör­manna­fund­inn til að kjósa konu sína, Hill­ary, og komið út af honum með þau orð á vör­unum að Don­ald J. Trump hefði aðeins sigrað vegna ytri afskipta af kosn­ing­un­um:

„Við höfðum Rúss­ana og FBI, hún gat ekki sigrað þá, en hún gerði allt annað og vann að lokum með 2,8 millj­ónum atkvæða,“ sagði Clinton ákveð­inn í að láta brosið leyna reiði sinni.

Að morgni mið­viku­dags 21. des­em­ber sagði Trump á Twitter:

„Að berj­ast til þess að vinna meiri­hluta kjör­manna er miklu erf­ið­ara & flókn­ara en að hljóta meiri­hluta kjós­enda. Hill­ary beindi athygl­inni að röngum ríkj­u­m!“

Trump sagði einnig:

„Ég hef ekki heyrt neina álits­gjafa eða skýrendur ræða þá stað­reynd að ég eyddi MIKLU MINNA FÉ til að sigra en Hill­ary til að tapa.“

Þarna segir Trump að Hill­ary hafi beint athygli að „röngum ríkj­u­m“. Í því sam­bandi er for­vitni­legt að sjálfur fór Trump aldrei í kosn­inga­ferð til fjöl­menn­asta rík­is­ins Kali­forníu og repúblík­anar buðu ekki einu sinni fram í kosn­ing­unni um tvo öld­ung­deild­ar­þing­menn fyrir Kali­forn­íu, þaðan koma tveir demókratar til Was­hington.

Donald Trump og Mike Pence, varaforseti, hafa sterka stöðu þegar þeir taka við stjórnartaumunum í byrjun næsta árs.

Newt Gingrich, fyrr­ver­andi full­trú­ar­deild­ar­þing­maður repúblík­ana, lýsti þessu þannig í sjón­varps­við­tali 21. des­em­ber: „Við töp­uðum því í fjöl­menn­asta rík­inu. Skipti engu máli. Þú nærð í for­seta­emb­ættið á þennan hátt. Trump verður nú for­seti. Hún verður ekki for­seti. Þetta heitir að vinna leik­inn.“

Eins og ummæli Bills Clint­ons hér að ofan bera með sér trúa demókratar þeirri kenn­ingu Hill­ary og hennar manna að tölvu­hern­aður Rússa gegn Hill­ary og íhlutun for­stjóra FBI 11 dögum fyrir kjör­dag, sem blés að nýju lífi í með­ferð Hill­ary á tölvu­gögnum á meðan hún var utan­rík­is­ráð­herra, hafi kostað hana sig­ur­inn í kosn­inga­bar­átt­unni.

Með kenn­ingu demókrata er dregin athygli frá því að Hill­ary Clinton reynd­ist ein­fald­lega ekki nógu öfl­ugur fram­bjóð­andi þegar á hólm­inn var kom­ið. Þá er einnig ljóst að almennt njóta demókratar lít­illa vin­sælda í lok átta ára stjórn­ar­tíðar Baracks Obama. Hann hefur reynst mis­tækur for­seti.

Vorið 2016 var ég í hópi þeirra sem töldu Trump gjör­sam­lega óhæfan fram­bjóð­anda vegna fram­komu hans og orð­bragðs. Taldi ég ein­sýnt að yrði hann fram­bjóð­andi repúblík­ana og Hill­ary Clinton fram­bjóð­andi demókrata mundi hún gjörsigra. Í stuttu máli hafði ég skömm á Trump.

Kosn­ing­arnar fóru á annan veg eins og nú er ljóst þegar Trump siglir hrað­byri í Hvíta hús­ið. Í ljós kom að Hill­ary var ein­fald­lega með of þunga for­tíð­ar­bagga á bak­inu, bagga tengda valda­mið­stöð­inni í Was­hington, störfum hennar sem utan­rík­is­ráð­herra og fjár­málaum­svifum eig­in­manns hennar eftir að hann hætti sem for­seti.

Almennir Banda­ríkja­menn líta þá sem halda um taumana í Was­hington svip­uðum augum og Evr­ópu­menn líta á Brus­sel­menn, teknókrata Evr­ópu­sam­bands­ins sem hafa þræði 27 þjóða í höndum sér og ætla að gera Bretum eins erfitt og þeir geta að segja skilið við sam­band­ið.

Mun­ur­inn er þó sá að í Banda­ríkj­unum geta menn kosið um hver á úrslita­valdið í Was­hington og skipt um menn á toppnum með atkvæði sínu sem ekki er unnt þegar Brus­sel­menn eiga í hlut. Þeir sitja af sér kosn­ingar og setja jafn­vel sína menn í emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra ein­stakra ríkja í vanda eins og gerð­ist fyrir fáeinum árum á Ítal­íu. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur eru eitur í þeirra bein­um.

Don­ald Trump ákvað að stilla sér upp gegn Was­hington-el­ít­unni í kosn­inga­bar­átt­unni og í því efni gat hann ekki valið sér betri and­stæð­ing en Hill­ary Clint­on. Hann hafði betur við val á kjör­mönnum þótt hún hefði fengið fleiri atkvæði, hann sigr­aði ein­fald­lega í fleiri ríkjum en hún.

Hér á landi býsnast menn oft yfir mis­jöfnu vægi atkvæða. Í Banda­ríkj­unum birt­ist þetta misvægi meðal ann­ars í kjör­manna­kerf­inu og í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings. Til að halda rík­inu saman og jafna aðstöðumun vega atkvæðin mis­þungt. Stór­sigur Hill­ary Clinton í Kali­forníu gerði gæfumun­inn fyrir hana þegar litið er til heild­ar­fjölda atkvæða.

Sé litið yfir kort af Banda­ríkj­unum sem litað er með rauðum lit repúblík­ana og bláum lit demókrata nær rauði lit­ur­inn yfir allt land­ið, á ein­staka stað eru bláir blettir og með vest­ur­strönd­inni, það er í Kali­forn­íu, og norð­aust­ur­strönd­inni, New York, eru mjóar bláar rendur á þétt­býl­ustu svæðum lands­ins.

Hill­ary Clinton sigr­aði í Kali­forníu með 4,2 milljón atkvæðum og í New York með 1,6 milljón atkvæð­um. Fyrir utan þessi vinstrisinn­uðu ríki var meir­hluti Trumps 3 millj­ónir atkvæða.

Hvort sem það var vegna eðl­is­á­vís­unar Trumps eða vegna ráða frá­bærra kosn­inga­stjóra náði hann að virkja almenna borg­ara til meiri stuðn­ings við sig en Hill­ary tókst. Hann hélt einnig þannig á málum að fjöl­miðlar fylgdu honum hvert fót­mál til að finna mis­fellur í ræðum hans sem slá mætti upp í þeim til­gangi að gera veg hans sem minnstan eða furðu­leg­ast­an. Þessi upp­sláttur allur reynd­ist honum að lokum til fram­drátt­ar.  Hann kom jafnan stand­andi til jarðar  úr fjöl­miðla­á­tök­um. Þætti honum ekki næg athygli bein­ast að sér, greip hann til þess ráðs að nota Twitter til að tryggja sér sviðs­ljósið að nýju.

Eftir að Trump sigr­aði sneri hann við blað­inu og frið­mælt­ist við þá sem hann hafði áður sagt að fara norður og nið­ur, jafnt fólk innan eigin flokks og meðal demókrata. Þeir sem hér á landi reisa póli­tíska sér­stöðu sína á dauða­haldi í það sem þeir telja svikin kosn­inga­lof­orð and­stæð­inga sinna hljóta að líta með hryll­ingi til banda­rískra stjórn­mála – þar eru svikin kosn­inga­lof­orð svo mörg að ekki er unnt að hafa tölu á þeim. Þar er virð­ist látið gott heita að eitt sé að berj­ast til sig­urs í kosn­ingum og annað að standa við allt sem sagt var í hita leiks­ins.

Fyr­ir­heit Trumps sem hann hefur enn í hávegum er að tryggt sé að Banda­ríkin séu fremst í röð­inni í mik­il­leik sín­um. Höfðað er til þjóð­ern­is­kennd­ar­innar á sama tíma og aðrar þjóðir eru látnar hafa hit­ann í hald­inu. Með vali á mönnum í rík­is­stjórn sína ögrar Trump við­teknum skoð­un­um. Eng­inn veit þó enn hvernig tekið verður á málum þegar hann sest loks að völdum 20. jan­úar 2017.

Demókratar hóta Trump og hans mönnum að þeim verði ekki hlíft í 100 daga eða svo eftir 20. jan­úar eins og venja er heldur verði hjólað í þá strax á fyrsta degi enda sé for­set­inn kos­inn á ólög­mætum for­sendum og hann sé auk þess stór­hættu­leg­ur. Að Trump neitar að taka mark á þeim sem segja að Rússar hafi blandað sér í kosn­inga­bar­átt­una honum í vil og val hans á mönnum í ráð­herra­emb­ætti hefur enn hert demókrata í and­stöðu sinni við hann.

Fram á sumar 2016 ræddu menn hvernig repúblík­anar ætl­uðu að bjarga eigin flokki eftir að Trump hefði rústað hon­um. Að loknum kosn­ingum sitja demókratar eftir með sárt enni, flokk í rúst, minni­hluta í báðum deildum Banda­ríkja­þings og aðeins 18 af 50 rík­is­stjór­um. Brátt verður meiri­hluti Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna skip­aður dóm­urum að skapi repúblík­ana. Þeir eru nú taldir hafa mesta póli­tíska vald í Banda­ríkj­unum á sinni hendi síðan árið 1928 þegar Her­bert Hoover var kjör­inn for­seti.

Repúblík­anar hafa ekki ráðið meiru í ein­stökum rík­is­þingum og þeir gera núna síðan í borg­ara­stríð­inu 1865. Repúblík­anar hafa meiri­hluta í 68 deildum í þingum ein­stakra ríkja en demókratar aðeins í 31. Repúblík­anar eiga meiri­hluta í báðum deildum 32 rík­is­þinga sem ná til 61% af íbúum Banda­ríkj­anna. Demókratar hafa hins vegar aðeins meiri­hluta í báðum deildum 13 ríkja sem ná til 28% íbúa lands­ins.

Skýr­ingar demókrata á tapi Hill­ary Clinton hljóta ekki mik­inn hljóm­grunn. Könnun sýnir að aðeins 29% Banda­ríkja­manna (ekki nema 14% repúblík­ana) segja að Rússar hafi örugg­lega staðið að baki tölvu­árásum til að auð­velda Don­ald Trump að ná kjöri sem for­seti. Alls segja 46% að ómögu­legt sé að vita hver hafi staðið að þessu.

Loka­dagar und­ir­bún­ings valda­töku Don­alds Trumps eru að hefj­ast. Árangur hans í stjórn­mála­bar­átt­unni á þessu ári hefur verið með ólík­ind­um. Á nýju ári reynir á hann í ábyrgð­ar­miklu for­seta­emb­ætt­inu og sem æðsta yfir­mann öfl­ug­asta her­afla heims. Miðað við hve ósenni­legt ég taldi að hann yrði for­seti Banda­ríkj­anna læt ég hjá líða að spá um fram­tíð­ina undir hans for­seta­stjórn. Stjórn­mála­leg staða hans og repúblík­ana er ótrú­lega sterk. Fyrir alla heims­byggð­ina skiptir miklu að þeir rísi undir ábyrgð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None