Hvað er það sem prestarnir misskilja?

Auglýsing

Þrír prestar skrifuðu greinar fyrir jól um kirkjuheimsóknir skólabarna. Fyrirsagnir greina þeirra eru afgerandi eins og „Hættuleg heimsókn“ sem Þórir Stephensen skrifar, „Ógnar pólitísk rétthugsun jólum?“ eftir Sigurð Árna Þórðarson og „Um vettvangsferðir skólabarna á aðventu“ sem biskupsritarinn Þorvaldur Víðisson ritar.

Agnes Sigurðardóttir biskup ákveður síðan að blanda jóladagspredikun sinni í þessa umræðu svona til að undirstrika alvarleikann.

Kirkjuheimsókn og bæn – ekki trúboð?

Þórir talar um eigin reynslu af skólaheimsóknum, hvaða áherslur hann hafði í slíkum heimsóknum m.a. kærleiksboðaskap Krists og sammannlega gildi eins og að vera öllum góður. Einnig upplýsir hann að hafa farið með bæn sem hann bað börnin um að sameinast með honum í. 

Heimsókn í kirkju = heimsókn á Klambratún?

Í grein Þorvaldar kennir ýmissa skrítinna grasa. Hann ræðir um vandamál um valkosti skólastjórnenda við val á vettvangsferðum og telur ekki sama sveigjanleika vera gagnvart kirkjuferðum eins og er í ferðum skólabarna í Seðlabankann, Þjóðminjasafnið eða að veltast um á Klambratúni.

Auglýsing

Þorvaldur telur ekki að í kirkjuheimsóknum eigi sér stað trúboð þrátt fyrir að í starfsleiðbeiningum presta er það númer 1, 2 og 3 að stunda trúboð. Staðfestir biskup þá starfslýsingu í predikun sinni.

Síðan snýr Þorvaldur sér að því að segja okkur að það hljóti að vera óþægilegt fyrir skólastjórnendur að kirkjuferðir séu gagnrýndar og þeir finni vaxandi vantraust foreldra. Hann flíkar því ekki að hann sé kristinn en segir síðan: „Ég tel að það sé ekki til heilla að flokka fólk í þannig hópa og eru slíkir merkimiðar sjaldan til þess fallnir að segja sannleikann um fólk.“ Ég er hjartanlega sammála Þorvaldi.

Hann lýsir sig sammála mér um að börn vilji ekki upplifa mismunun í skólastarfi þegar þau eru jaðarsett vegna kirkjuferða. En snýr við blaðinu og telur það reyndar „hálf tilbúið vandamál“ því af hverju eiga börn og foreldrar að hafa eitthvað með það að segja hvort farið verður í vettvangsferð í kirkjuna þegar þau hafa ekkert að segja um aðra dagskrárliði í starfi skólans!

Fjölmenningarslys í Bretlandi – verjum Ísland

Í grein sinni talar Sigurður um breska skýrslu sem, að hans sögn, bendir á hraparleg mistök sem gerð hafa verið í eftirgjöf af grunngildum, lögum og siðum til að koma til móts við aðrar skoðanir og gildi. Þar má t.d. ekki nota orðið jólatré heldur „hátíðartré“.

Höfundur heldur því fram að á Íslandi muni allt verða á sömu leið. Mér sýnist Sigurður vilji að við stöndum vaktina svo við gerum ekki sömu mistökin. Að kristnir menn styðji kristna trú, gildi og hefðir sem standa á vörð um og eigi að einkenna jólahaldið.

Íbúar Aleppo vilja til kirkju en við fjargviðrumst yfir því!

Agnes lýsir trúarlegu innihaldi jólaguðspjallsins fyrir okkur sem prestar og sumt skólafólk telur að sé allt í lagi að fræða öll skólabörn um óháð lífsskoðun foreldra þess og í beinu framhaldi segir að hlutverk kristinna sé einmitt að stunda trúboð.

Síðan fer biskupinn alvarlega út af sporinu þegar hann leggur út af hörmulegum aðstæðum íbúa Aleppo borgar sem þolað hafa stríðsátök í mörg ár. Ræðir hún sérstaklega kristna íbúa sem undirbúa samkomu í helgidómi sínum þar sem hlustað verður á jólafrásögnina 

„Svo erum við hér uppi á Íslandi að fjargviðrast út af því að kirkjan stendur öllum opin, skólabörnum sem öðrum, á aðventunni sem og alla daga. Misjöfn eru viðfangsefnin í heimi hér.“

Segir biskupinn og líkir saman aðstæðum fólks í stríðshrjáðri Aleppo-borg og óánægju foreldra á Íslandi með trúboð í skólum. Smekklausara getur það varla verið.

Skilningsleysi prestanna og biskups

Skilningsleysi prestanna og biskups á upplifun foreldra barna sem gagnrýna yfirgang skólayfirvalda og kirkjunnar er algjört. Það vill svo til að Siðmennt bauð foreldrum að senda upplifun þeirra í söguformi og urðu þær ansi margar og fjölbreyttar.

Fjöldi foreldra er misboðið þar sem skólinn og kirkjan taka fram fyrir hendur þeirra við uppeldi barna þeirra. Prestarnir virðast ekki skilja að kirkjuferð, bæn, helgileikur og jafnvel fallegi jólaboðskapurinn er ekki allra. Þeir virðast ekki geta sett sig í spor annarra.

Prestarnir skilja ekki að foreldrar óttast það allra mest að börn þeirra verði fyrir aðkasti samnemenda eða jafnvel kennara fyrir að víkja frá „norminu“. Þess vegna vilja foreldra ekki kvarta og „koma upp um sig“ að þeir hafi kannski aðra lífsskoðun en hinir. Þennan ótta foreldra höfum við heyrt í a.m.k. 15 ár.

Þeir skilja heldur ekki þá stöðu sem foreldrar og sérstaklega börn þeirra eru sett í þegar þau eru jaðarsett þegar kirkjuferðir eiga sér stað. „Skrýtnu“ börnunum er boðið að fara á bókasafnið eða vera heima eða bara eitthvað annað. Mismunun er því ekki „hálf tilbúið vandamál“ því það er skólaskylda og börnin hafa ekki val um að hætta.

Vandamálið snýst ekki um . . .

. . . að koma í veg fyrir trúaruppeldi barna. Foreldrar sem það vilja er í lófa lagið að fara með börn sín í barnastarf kirkjunnar sem er í blóma. Það þarf ekki að draga öll börn til kirkju og gefa þeim öll heimsins trúarrit á skólatíma.

. . . að hefta trúfrelsi eins eða neins. Í lýðræðislegu samfélagi þar sem trúfrelsi er ein af grunnstoðum stjórnarskrárinnar er það andstætt trúfrelsi að heimila trúboð í skólum.

. . . að verið sé að leggja af jólahald í skólum. Það verða eftir sem áður litlu jól, dansað í kringum jólatré og annað sem tilheyrir.

Skólinn er einfaldlega fyrir öll börn sem eiga foreldra með mismunandi lífsskoðanir.

Hver er þá lausnin?

Opinberir skólar eru fyrir öll börn og eiga að vera „friðland“ fyrir áreiti s.s. markaðssetningu fyrirtækja eða trúboði. Í skólum fer fram kennsla samkvæmt námsskrá en í kirkjum innræting sem á lítið skylt við kennslu. 

Lausnin felst ekki í að aðgreina börn eftir lífsskoðun foreldra þeirra. Skólinn á að haga störfum sínum þannig að öll börn geti tekið þátt í öllu sem þar fer fram.

Lausnin felst í því að taka fyrir kirkjuheimsóknir, stöðva dreifingu trúarrita, stöðva heimsóknir presta í skóla og sjá til þess að skólinn verði ekki fyrir truflun vegna fermingarferða.

Sem sagt að halda trúboði utan opinbera skóla.

Skólayfirvöld bera ábyrgð

Skólayfirvöld bera ábyrgð og það er ánægjulegt að fjöldi skólastjórnenda hafa gert sér grein fyrir því að rangt sé að heimila trúboð á skólatíma.

Trúboðið er einfaldlega hægt að stöðva – ef vilji er til.

Eigum við ekki að taka höndum saman um að á þessu ári verði engar deilur um trúboð í skólum?

Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None