Hvað er það sem prestarnir misskilja?

Auglýsing

Þrír prestar skrif­uðu greinar fyrir jól um kirkju­heim­sóknir skóla­barna. Fyr­ir­sagnir greina þeirra eru afger­andi eins og „Hættu­leg heim­sókn“ sem Þór­ir Steph­en­sen skrif­ar, „Ógnar póli­tísk rétt­hugsun jól­u­m?“ eftir Sig­urð Árna Þórð­ar­son og „Um vett­vangs­ferðir skóla­barna á aðventu“ sem bisk­ups­rit­ar­inn Þor­valdur Víð­is­son rit­ar.

Agnes Sig­urð­ar­dóttir biskup ákveður síðan að blanda jóla­dag­spredikun sinni í þessa umræðu svona til að und­ir­strika alvar­leik­ann.

Kirkju­heim­sókn og bæn – ekki trú­boð?

Þórir talar um eigin reynslu af skóla­heim­sókn­um, hvaða áherslur hann hafði í slíkum heim­sóknum m.a. kær­leiks­boða­skap Krists og sammann­lega gildi eins og að vera öllum góð­ur. Einnig upp­lýsir hann að hafa farið með bæn sem hann bað börnin um að sam­ein­ast með honum í. 

Heim­sókn í kirkju = heim­sókn á Klambratún?

Í grein Þor­valdar kennir ýmissa skrít­inna grasa. Hann ræðir um vanda­mál um val­kosti skóla­stjórn­enda við val á vett­vangs­ferðum og telur ekki sama sveigj­an­leika vera gagn­vart kirkju­ferðum eins og er í ferðum skóla­barna í Seðla­bank­ann, Þjóð­minja­safnið eða að velt­ast um á Klambra­túni.

Auglýsing

Þor­valdur telur ekki að í kirkju­heim­sóknum eigi sér stað trú­boð þrátt fyrir að í starfs­leið­bein­ingum presta er það númer 1, 2 og 3 að stunda trú­boð. Stað­festir biskup þá starfs­lýs­ingu í predikun sinni.

Síðan snýr Þor­valdur sér að því að segja okkur að það hljóti að vera óþægi­legt fyrir skóla­stjórn­endur að kirkju­ferðir séu ­gagn­rýnd­ar og þeir finni vax­andi van­traust for­eldra. Hann flíkar því ekki að hann sé krist­inn en segir síð­an: „Ég tel að það sé ekki til heilla að flokka fólk í þannig hópa og eru slíkir merki­miðar sjaldan til þess fallnir að segja sann­leik­ann um fólk.“ Ég er hjart­an­lega sam­mála Þor­valdi.

Hann lýsir sig sam­mála mér um að börn vilji ekki upp­lifa mis­munun í skóla­starfi þegar þau eru jað­ar­sett vegna kirkju­ferða. En snýr við blað­inu og telur það reyndar „hálf til­búið vanda­mál“ því af hverju eiga börn og for­eldrar að hafa eitt­hvað með það að segja hvort farið verður í vett­vangs­ferð í kirkj­una þegar þau hafa ekk­ert að segja um aðra ­dag­skrár­lið­i í starfi skól­ans!

Fjöl­menn­ing­ar­slys í Bret­landi – verjum Ísland

Í grein sinni talar Sig­urður um breska skýrslu sem, að hans sögn, bendir á hrap­ar­leg mi­s­tök sem gerð hafa verið í eft­ir­gjöf af grunn­gild­um, lögum og siðum til að koma til móts við aðrar skoð­anir og gildi. Þar má t.d. ekki nota orðið jóla­tré heldur „há­tíð­ar­tré“.

Höf­undur heldur því fram að á Íslandi muni allt verða á sömu leið. Mér sýn­ist Sig­urður vilji að við stöndum vakt­ina svo við gerum ekki sömu mis­tök­in. Að kristnir menn styðji kristna trú, gildi og hefðir sem standa á vörð um og eigi að ein­kenna jóla­hald­ið.

Íbú­ar Aleppo vilja til kirkju en við fjarg­viðrumst yfir því!

Agnes lýsir trú­ar­legu inni­haldi jóla­guð­spjalls­ins fyrir okkur sem prestar og sumt skóla­fólk telur að sé allt í lagi að fræða öll skóla­börn um óháð lífs­skoðun for­eldra þess og í beinu fram­haldi segir að hlut­verk krist­inna sé einmitt að stunda trú­boð.

Síðan fer bisk­upinn alvar­lega út af spor­inu þegar hann leggur út af hörmu­legum aðstæðum íbúa Aleppo borgar sem þolað hafa ­stríðs­á­tök í mörg ár. Ræðir hún sér­stak­lega kristna íbúa sem und­ir­búa sam­komu í helgi­dómi sínum þar sem hlustað verður á jóla­frá­sögn­ina 

„Svo erum við hér uppi á Íslandi að fjarg­viðr­ast út af því að kirkjan stendur öllum opin, skóla­börnum sem öðrum, á aðvent­unni sem og alla daga. Mis­jöfn eru við­fangs­efnin í heimi hér.“

Segir bisk­upinn og líkir saman aðstæðum fólks í stríðs­hrjáðri Aleppo-­borg og óánægju for­eldra á Íslandi með trú­boð í skól­um. Smekklaus­ara getur það varla ver­ið.

Skiln­ings­leysi prest­anna og bisk­ups

Skiln­ings­leysi prest­anna og bisk­ups á upp­lifun for­eldra barna sem gagn­rýna yfir­gang skóla­yf­ir­valda og kirkj­unnar er algjört. Það vill svo til að Sið­mennt bauð for­eldrum að senda upp­lifun þeirra í sögu­formi og urðu þær ansi margar og fjöl­breytt­ar.

Fjöldi for­eldra er mis­boðið þar sem skól­inn og kirkjan taka fram fyrir hendur þeirra við upp­eldi barna þeirra. Prest­arnir virð­ast ekki skilja að kirkju­ferð, bæn, helgi­leikur og jafn­vel fal­legi jóla­boð­skap­ur­inn er ekki allra. Þeir virð­ast ekki geta sett sig í spor ann­arra.

Prest­arnir skilja ekki að for­eldr­ar ótt­ast það allra mest að börn þeirra verði fyrir aðkasti sam­nem­enda eða jafn­vel kenn­ara fyrir að víkja frá „norm­in­u“. Þess vegna vilja for­eldra ekki kvarta og „koma upp um sig“ að þeir hafi kannski aðra lífs­skoðun en hin­ir. Þennan ótta for­eldra höfum við heyrt í a.m.k. 15 ár.

Þeir skilja heldur ekki þá stöðu sem for­eldrar og sér­stak­lega börn þeirra eru sett í þegar þau eru jað­ar­sett þegar kirkju­ferðir eiga sér stað. „Skrýtnu“ börn­unum er boðið að fara á bóka­safnið eða vera heima eða bara eitt­hvað ann­að. Mis­munun er því ekki „hálf til­búið vanda­mál“ því það er skóla­skylda og börnin hafa ekki val um að hætta.

Vanda­málið snýst ekki um . . .

. . . að koma í veg fyrir trú­ar­upp­eldi barna. For­eldrar sem það vilja er í lófa lagið að fara með börn sín í barna­starf kirkj­unnar sem er í blóma. Það þarf ekki að draga öll börn til kirkju og gefa þeim öll heims­ins trú­ar­rit á skóla­tíma.

. . . að hefta trú­frelsi eins eða neins. Í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi þar sem trú­frelsi er ein af grunn­stoðum stjórn­ar­skrár­innar er það and­stætt trú­frelsi að heim­ila trú­boð í skól­um.

. . . að verið sé að leggja af jóla­hald í skól­um. Það verða eftir sem áður litlu jól, dansað í kringum jóla­tré og annað sem til­heyr­ir.

Skól­inn er ein­fald­lega fyrir öll börn sem eiga for­eldra með mis­mun­andi lífs­skoð­an­ir.

Hver er þá lausn­in?

Opin­berir skólar eru fyrir öll börn og eiga að vera „friðland“ fyrir áreiti s.s. mark­aðs­setn­ingu fyr­ir­tækja eða trú­boði. Í skólum fer fram kennsla sam­kvæmt náms­skrá en í kirkjum inn­ræt­ing sem á lítið skylt við kennslu. 

Lausnin felst ekki í að aðgreina börn eftir lífs­skoðun for­eldra þeirra. Skól­inn á að haga störfum sínum þannig að öll börn geti tekið þátt í öllu sem þar fer fram.

Lausnin felst í því að taka fyrir kirkju­heim­sókn­ir, stöðva dreif­ingu trú­ar­rita, stöðva heim­sóknir presta í skóla og sjá til þess að skól­inn verði ekki fyrir truflun vegna ­ferm­ing­ar­ferða.

Sem sagt að halda trú­boði utan opin­bera skóla.

Skóla­yf­ir­völd bera ábyrgð

Skóla­yf­ir­völd bera ábyrgð og það er ánægju­legt að fjöldi skóla­stjórn­enda hafa gert sér grein fyrir því að rangt sé að heim­ila trú­boð á skóla­tíma.

Trú­boðið er ein­fald­lega hægt að stöðva – ef vilji er til.

Eigum við ekki að taka höndum saman um að á þessu ári verði engar deilur um trú­boð í skól­um?

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sið­mennt­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None