Dómsdagur og Marxismi

Auglýsing

Ein­hverra hluta vegna hefur mann­kynið verið mjög upp­tekið af heimsenda­spám.  Það er sama í hvaða menn­ing­ar­heim er leit­að, í hvaða trú­ar­brögð eða munn­mæla­sög­ur, alltaf birt­ist manni hug­myndin um að mað­ur­inn muni tor­tíma sjálfum sér og jörð­inni með ein­hverjum hætti. Dóms­dagur er aldrei langt und­an.

En hvað veldur þessu?  Hug­myndir um dóms­dag eru í hróp­andi and­stöðu við alla sögu manns­ins.  Fram­þró­unin hefur verið gríð­ar­leg og hraði þró­un­ar­innar hefur sífellt auk­ist og þar með bætt lífs­gæði, aukið þekk­ingu og almenna vellíð­an.  Það er sama hvert litið er, mann­kynið hefur aldrei haft það betra.

Marx­ismi og falskar for­sendur

Í hag­fræði, sem eru ung og óná­kvæm vís­indi, má fyrst greina hug­myndir um dóms­dag hag­kerfa hjá Thom­asi Malt­hus og síðan hjá Karli Marx.  Marx byggði á frá­leitum for­sendum um vinnu­afl sem hlut­lægan mæli­kvarða verð­mæta og þá heims­mynd að frjáls við­skipti myndu leiða til sífellt meiri sam­þjöpp­unar auðs og ganga af þjóð­fé­lögum dauð­um.  Þessar rang­hug­myndir kynnti hann um 80 árum eftir að Adam Smith hafði sýnt fram á gagn­kvæman ávinn­ing við­skipta.

Auglýsing

Rang­hug­myndin um skipt­ingu arðs af við­skiptum er lífs­seig.  Hún litar alla umræðu í sam­fé­lag­inu um við­skipti enn þann dag í dag.  Flestir trúa því að hagn­aður eins sé tap ann­ars.  Þeir átta sig ekki á því sem aug­ljóst þótti við upp­haf iðn­bylt­ingar að verka­skipt­ing og sam­vinna myndi færa öllum betri hag; að gagn­kvæmur ávinn­ingur væri af við­skipt­um. Þessi ávinn­ingur á sér þrjár upp­sprettur í fyrsta lagi eins og Adam Smith benti á gerir stærri mark­aður verka­skipt­ingu mögu­lega og þar með aukna sér­hæf­ingu sem skilar sér í auk­inni skil­virkni, í öðru lagi þá gera frjáls við­skipti okkur kleift að færa okkur hlut­falls­lega yfir­burði hvers ann­ars í nyt eins og David Ricardo sýndi fram á en það þýðir að jafn­vel þótt sumt fólk sé betra í öllu en annað fólk að þá munu báðir hópar samt sem áður hagn­ast á við­skiptum þar sem hver hópur ein­beiti sér að því þar sem hann hlut­falls­lega bestur  og allir geta skipt með sér ávinn­ingnum af við­skipt­un­um. Þriðja ástæðan er sú að ólíkt því sem Marx hélt er verð­gildi ekki hlut­lægt heldur hug­lægt, virði hluta er mis­mun­andi fyrir mis­mun­andi ein­stak­linga og í frjálsum við­skiptum er bæði kaup­anda ábati og selj­enda ábati og því eiga þau sér ekki stað nema báðir aðilar telji sig betur setta að þeim loknum og því er ekk­ert fórn­ar­lamb frjálsra við­skipta.

Karl Marx var mjög upp­tek­inn af almennu hruni hag­kerfa, ein­hvers konar dóms­degi yfir kap­ít­al­ism­an­um.  Til­gátur sínar gat hann þó ekki stutt með tölu­legum stað­reyndum eða með raun­veru­legum for­send­um.  Enda var það svo að þung­inn í gagn­rýn­inni breytt­ist eftir því sem kenn­ingar hans urðu æ fjar­læg­ari veru­leik­an­um.

Þar sem for­senda Marx var sú að gróði eins væri tap ann­ars  braut það gegn kenn­ingum hans þegar laun á vinnu­mark­aði hækk­uðu og hagur fyr­ir­tækja batn­aði sem gerð­ist á sama tíma og hann setti fram kenn­ingar sín­ar.  Þarna vant­aði aug­ljós­lega fórn­ar­lamb frjálsra við­skipta, þann aðila sem tap­aði, fyrst  bæði launa­maður og fyr­ir­tæki væru að hagn­ast.  Hvar var fórn­ar­lambið?

Marx­ismi og fórn­ar­lambið

Upp úr 1900 þegar kjör launa­fólks og aðstaða hafði batnað stórum og fyr­ir­tæki skil­uðu met­hagn­aði kom upp sú hug­mynd að sá sem bæri kostn­að­inn af því hlyti að vera neyt­and­inn. Fórn­ar­lambið fann­st: neyt­and­inn.

Sam­keppn­is- og verð­lags­eft­ir­liti var komið á fót og haf­ist handa, með laga­breyt­ingum og dóms­mál­um, að skipta upp stórum fyr­ir­tækj­um, til að reyna að færa kostn­að­inn frá neyt­endum aftur yfir á fyr­ir­tæk­in.  Á meðan þessu stóð vænk­að­ist hagur neyt­enda gríð­ar­lega, en einnig hagur fyr­ir­tækja og launa­fólks.  Úr­val af vöru og þjón­ustu stór­batn­aði og verð lækk­aði, sam­keppn­is- og verð­lags­eft­ir­litið átti þó engan hlut að máli. Ástæðan var ein­fald­lega gagn­kvæmur ávinn­ingur við­skipta.

Þegar loks rann upp fyrir aðdá­endum kenn­inga Marx að hvorki launa­mað­ur­inn né neyt­and­inn væru fórn­ar­lambið, hófst ný leit, Frekar en að end­ur­skoða gall­aðar kenn­ingar var leit­inni haldið áfram að þeim sem stóð undir hagn­aði við­skipta með því að taka á sig tap­ið.

Kenn­ingar komu fram um að þriðji heim­ur­inn, það eru nýlendur í Afr­íku, Asíu og Suður Amer­íku, hefðu verið fórn­ar­lamb­ið.  Upp­gangur í vest­ur­heimi hefði verið á kostnað nýlenda.  En þegar málið var athugað betur sást að lífs­kjör í nýlend­unum bötn­uðu stöðugt.  Hvar var þá fórn­ar­lambið?

Nú var komið að nátt­úr­unni.  Það hlyti að vera nátt­úran sem tap­aði.  Upp úr hippa­menn­ingu sjö­unda ára­tug­ar­ins (og 30 árum fyrr í þjóð­ern­issósi­al­isma Þýska­lands) varð vakn­ing í málum tengdum nátt­úru­vernd og vinstra fólk trúði því að fórn­ar­lamb vel­gengni manns­ins hlyti að vera nátt­úr­an.  Fram komu spá­menn líkt og Paul Ehrlich og höf­undar bók­ar­innar  "Limits to Growth" sem sögðu að uppúr 1980 yrði allt líf í sjónum að engu, síð­asta tréð yrði hoggið fyrir árið 2000 og Bret­land  myndi heyra sög­unni til á sama tíma. Mann­kynið myndi með öðrum orðum tor­tíma sér á nokkrum ára­tug­um.

Marx­ismi og veru­leik­inn

Nú hálfri öld síðar hefur mann­kyn­inu aldrei vegnað bet­ur.  Aldrei hefur mennt­un­ar­stig verið hærra, lang­lífi meira, barna­dauði lægri eða fátækt og hungur minna.  Vís­inda­menn einsog Freeman Dyson benda á að plánetan hafi ekki verið grænni um árhund­raða skeið enda leiði auk­inn útblástur koltví­sír­ings til þess að aukin nær­ing skap­ast fyrir plönt­ur.  Meiri gró­andi  hefur gert ótt­ann um að skógar séu á und­an­haldi að engu.

Marx­istar hætta þó ekki að leita að fórn­ar­lambi auk­innar vel­meg­un­ar, þó að sagan sýni að þeir hafi kerf­is­bundið rangt fyrir sér.  Þeir leita bara ákafar og á ný mið.  Þeir vilja ekki við­ur­kenna að frjáls við­skipti hafa fært mann­kyn­inu betri lífs­skil­yrði en nokkur leyfði sér að  dreyma um fyrir örfáum ára­tug­um, hvað þá fyrr á öld­um.

Marx­ism­inn og Piketty

Nýj­ustu kenn­ingar Marx­ista eru að vextir í heim­inum séu alltaf hærri en hag­vöxtur (r>g) sem leiðir til þess að fjár­magn muni vaxa af sjálfu sér og yfir­gnæfa hag­kerf­ið.  Þannig auk­ist mis­skipt­ing  gríð­ar­lega og hinir ríku verði alltaf rík­ari og hinir fátæk­ari fátæk­ari.  Thomas Piketty boðar þessar kenn­ingar í bók sinni "Capi­tal in the Twenty-First Cent­ury" árið 2013.  En sú bók er nokk­urs konar upp­færsla á höf­uð­riti Karls Marx, Das Kapi­tal (1867).

Piketty áttar sig ekki á að sagan og öll hag­fræði sem snýr að fjár­málum hefur fyrir löngu afsannað kenn­ingu hans.  Ef fjár­magn yxi af sjálfu sér væru ættir land­náms­manna Íslands gríð­ar­lega ríkar og þræl­arnir hefðu aldrei kom­ist til bjarg­álna.  Eins ef við lítum okkur nær þá væru „fjöl­skyld­urnar fjórt­án“, sem tíð­rætt var um árið 1990 lang efn­aðastar á Íslandi.  

Eða ef við horfum til árs­ins 2000 þá væru Jón Ólafs­son og Jón Ásgeir Jóhann­es­son gríð­ar­lega efn­aðir í dag.  Pi­ketty skilur ekki að vextir eru mæli­kvarði á áhættu og alþjóð­legir mark­aðir með til­heyr­andi sveifl­um, gera það að verkum að alltaf er verið að breyta verð­mæta­mati eigna með miklum skakka­föllum fyrir eigna­fólk og þá skap­ast tæki­færi fyrir aðra til á að efn­ast.  Hinn marg­um­tal­aði GINI stuð­ull sem mælir mis­skipt­ingu auðs innan sam­fé­laga hefur aldrei verið lægri á Íslandi, þvert ofaní gall­aðar kenn­ingar Piketty og ann­arra marx­ista.

Marx­ismi og rekstur fyr­ir­tækja

Marx­istar líta á rekstur fyr­ir­tækja sem ein­falda hámörkun hagn­að­ar, á kostnað alls ann­ars.  Stjórnir fyr­ir­tækja eru nokk­urs konar kaffi­klúbbur þar sem skipu­lagðar eru næstu árs­há­tíðir og lax­veiði­ferð­ir, enda telja þeir enga ytri þætti hafa áhrif á starf­sem­ina, fjár­magnið vex ein­fald­lega af sjálfu sér eins og Piketty gerir ráð fyr­ir.

Frjáls mark­aður gerir það að verkum að sam­keppni leiðir til þess að rekstur fyr­ir­tækja er eilíf bar­átta til að ná í við­skipti, halda starfs­fólki ánægðu, greiða lán­ar­drottn­um, hlut­höfum og hinu opin­bera gjöld.  Fyr­ir­tæki eru sjaldn­ast lang­líf og því til stað­fest­ingar má nefna að sam­setn­ing stærstu hluta­bréfa­vísi­talna heims breyt­ast gríð­ar­lega á nokk­urra ára­tuga fresti.  Þetta er hin skap­andi eyði­legg­ing sem Schumpeter tal­aði um, þar sem fram­leiðslu­þættir eru sífellt færðir í ný not til að taka mið af nýrri þekk­ingu og síbreyti­legum þörfum og þannig að hámarka verð­mæta­sköpun þeirra.  Skap­andi eyði­legg­ing gerir það að verkum að sífelld fram­þróun er í einka­geir­anum þar sem fyr­ir­tækin laga sig að breyttum heimi eða verða undir í sam­keppni, í opin­bera geir­anum felst lausnin hins vegar alltaf í að dæla meiri pen­ingum í verk­efni sem ganga ekki upp fremur en að sníða þau að veru­leik­an­um. Kraftar sam­keppninnar leika ekki um opin­bera geirann, þar vegur krafan um að fara dýpra í vasa skatt­greið­and­ans þyngra en leit að hag­kvæm­ari lausn – sama eða betri árangri með minni kostn­aði.   

Marx­ismi og fram­tíðin

Hinir svart­sýnu marx­istar, sem sjá dauð­ann handan við hvert horn, þjást nú af áhyggjum af auk­inni vél­væð­ingu.  Líkt og áhyggju­fullir Lúd­dítar á 19. öld sem brutu vefstóla, af því að þeir myndu rýra kjör almenn­ings, verða marx­istar síð­ari tíma æ hávær­ari um að aukin tækni­væð­ing nú á dögum sé af hinu illa.

Aukin fram­þróun og tækni­væð­ing hefur gert okkur kleift að búa okkur gott líf með 40 tíma vinnu­viku, alþjóð­legum lífs­gæðum og almennu heil­brigði.  Aukin tækni­væð­ing breytir ekki þessum lífs­gæðum á verri veg, nema síður sé.  Marx­istar eru blindir á sög­una en stað­fastir í trúnni.  Ég hef lengi óskað þess heitt að þeir endi á ösku­haugum sög­unn­ar, en þeir virð­ast eiga sér almenna skírskotun í óskilj­an­legri trú manns­ins á dóms­dag.  Marx­ism­inn virð­ist því vera hálf­gerður lúx­us­sjúk­dóm­ur.  Hann nær­ist á því hve vel okkur vegn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None