Það sem hvatti mig til að rita þennan pistil var fyrirsjáanleg og regluleg árás kapítalistans Heiðars Guðjónssonar á baráttumálum okkar Marxista og ég gat ekki lengur setið í tómu hljóði og látið þessar árásir halda áfram án þess að svarað væri fyrir ásakanirnar sem að voru bornar voru fram.
Til að byrja með vill ég minnast á að ég er ekki Marxisti. Það er enginn. Svo framarlega sem ég veit. Þekkirðu Marxista? Hringdu í Stundina, Morgunblaðið, Fréttablaðið eða Fréttatímann ef þú last kommúnistaávarpið í MH og það breytti lífi þínu. Ég er ekki Marxisti og ég er bara að spila þetta hlutverk til að skrifa þessa grein, svipað og hann bjó til þennan ímyndaða Marxista til að svara í grein sinni.
Í grein Heiðars er borin fram spurningin „hvað veldur heimsendaspám?” og svarið er gefið að tæknihræddir Marxistar búa þær til í ljósi aðstæðna. Tæknivæddir Marxistar hugsa ekki til aukinna lífsgæða í hlutfalli við framfarir, en hugsa frekar til „trúarinnar” (sem undirritaður getur bara hugsað sem „málstað” eða álíka) frekar en að hugsa um mælanlegar tölur.
Ég ætla ekki að svara hverjum punkt fyrir sig. Þegar kemur að greininni sem ég skrifa þetta sem svar gegn hef ég ekkert til að svara allra þeirra staðhæfinga sem að liggja milli spurningar greinarinnar og niðurstöðu hennar, því lítil sem engin tenging virðist á milli. Niðurstöðurnar virðast vera allar jákvæðar þó að engum myndi bregða við ef að ég myndi halda fram að menntunarstig, langlífi, fátækt eða hungur fólks hefði ekki breyst óháð stjórnkerfi. Við þróumst og fólk tekur því núverið sjálfkrafa.
Skapandi eyðilegging er betri þegar kemur að framþróun, meiri verðmótasköpun myndast frekar heldur en þegar að Reykjavíkurborg er að dæla pening í Tónabæ. Því meira sem maður les, því minna skilur maður. Er það ekki alltaf þannig?