Við höfum rétt á að lifa – og deyja

Auglýsing

Þann 12. jan­úar kl. 19.30-21.30 verður hald­inn opinn fundur um dán­ar­að­stoð í sal FÍ í Mörk­inni 6.  Dag­inn eftir 13. jan­úar kl. 17-19 end­ur­tökum við leik­inn í Lions­salnum á Akur­eyri. Að fund­unum stendur áhuga­hópur um dán­ar­að­stoð en mark­miðið með þeim er að stuðla að opinni, upp­byggi­legri og víð­tækri umræðu í sam­fé­lag­inu. Fram­sögu­maður er Hol­lend­ing­ur­inn Rob Jonquire en hann er læknir og fram­kvæmda­stjóri hol­lensku sam­tak­anna “Right to Die” (NVVE). Hann var í for­ystu í bar­átt­unni fyrir sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti fólks í Hollandi við setn­ingu laga um dán­ar­að­stoð árið 2001. Rob sinnir einnig starfi fram­kvæmda­stjóra World Feder­ation of Right to Die Soci­eties.

 Pabbi minn, Anton Kuhlman, var einn af þeim fyrstu sem fékk ósk sína um dán­ar­að­stoð upp­fyllta á lög­legan hátt, aðeins 11 dögum eftir að lög um það tóku gildi í Hollandi þann 1. apríl 2002. Hann greind­ist með heila­æxli vorið 1999 sem þrýsti á taugar sem ollu lömun í and­lit­inu og jafn­framt miklum verkj­um. Æxlið var þannig stað­sett að ekki reynd­ist unnt að fjar­lægja það. Við tóku tvær mjög erf­iðar geisla­með­ferðir sem reynd­ust gagn­lausar því æxlið hélt áfram að stækka. Lækn­arnir sögðu þá að ekk­ert væri hægt að gera til að bjarga lífi hans og bata­horfur væru eng­ar.

Pabba hrak­aði síðan stöðugt, hann missti kraft­inn í hand- og fót­leggj­um, jafn­væg­is­skynið varð slæmt og hann var með mik­inn höf­uð­verk. Um pásk­ana 2002 fékk hann háan hita. Talið var að hann væri með lungna­bólgu en það reynd­ist ekki rétt. Hann var fyrir löngu hættur að geta borðað fasta fæðu og fékk hana því ein­ungis í fljót­andi formi. Geisla­með­ferð­irnar höfðu eyði­lagt barka­lok­una með þeim afleið­ingum að hann gat ekki kyngt og því fór allt sem hann drakk beint ofan í lungun en ein­kennin lýstu sér eins og lungna­bólga. Pabbi hafði misst 20-25 kg og var orð­inn aðeins 50 kg undir það síð­asta. Hann gat ekki lengur drukk­ið, aðeins bleytt tung­una í vatni því um leið og eitt­hvað fór niður hóstaði hann því upp aft­ur. Hann hafði fengið mor­fín í 6-7 vikur en það lin­aði ekki kval­irnar í höfð­inu og eyr­anu sem virt­ust óbæri­legar og ómann­eskju­leg­ar. Hann var algjör­lega rúm­liggj­andi og þurfti aðstoð við allar athafn­ir. Hans heitasta ósk var að fá að deyja með reisn­.  

Auglýsing

Pabbi var fylg­is­maður lag­anna um dán­ar­að­stoð og þegar þau tóku gildi í Hollandi þann 1. apríl 2002 kall­aði hann á heim­il­is­lækn­inn. Hann sagð­ist vera búinn að gera upp líf sitt, búinn að kveðja alla, vera sáttur og hrein­lega geta ekki meir. Það var eng­inn ágrein­ingur um ákvörðun hans. Við virtum hana.

Mik­il­vægt er að taka fram að skil­yrðin sem þarf að upp­fylla fyrir dán­ar­að­stoð eru mjög ströng. Það er langt frá því að hægt sé að panta sér dán­ar­að­stoð í Hollandi vegna þess eins að maður sé leiður á líf­inu. Sjúk­lingur þarf að vera hald­inn ólækn­andi sjúk­dómi, hafa gert líf­skrá eða gera lífs­skrá og vera þá með fullu ráði og ræn­u,  og óbæri­lega verki sem ekki er hægt að lina. Ósk hans þarf að vera vel ígrunduð og lík­am­legt og and­legt ástand hans  að vera vottað af tveimur lækn­um, yfir­leitt heim­il­is­lækni eða sér­fræði­lækni og öðrum óháðum lækni. Læknir þarf síðan að skila skýrslu þegar dán­ar­að­stoð hefur farið fram til þar til skip­aðrar nefndar sem fer yfir hvort að rétt og eðli­lega hafi verið staðið að fram­kvæmd­inni og lög­unum fylgt í hvít­vetna. Mis­brestur á því getur varðað lög og rétt­inda­missi. 

Næstu daga tók við und­ir­bún­ingur dauða­stund­ar­inn­ar. Óháður læknir vitj­aði pabba og kann­aði vilja hans og and­lega getu til þess að taka svo afdrifa­ríka ákvörð­un, sem og lík­am­legt ástand. Lækn­ir­inn vott­aði að hann félli undir lög­boðin skil­yrði sem heim­il­uðu dán­ar­að­stoð.

Síðan rann dán­ar­dag­ur­inn upp. Við vorum öll með­vituð um að þetta væri kveðju­stundin og við vorum hjá pabba allan tím­ann. Við upp­lifðum dán­ar­stund­ina mjög fal­lega og and­látið frið­sælt. Við spil­uðum ljúfa og rólega tón­list eftir írsku hljóm­sveit­ina Enya. Pabbi var búin að biðja okkur um að skála fyrir sér eftir á, sem við og gerð­um. Hann var sáttur og við vorum sátt. Hann dó í því umhverfi sem hann vildi og á þann hátt sem hann vildi.

Hver ein­stak­lingur hefur frelsi til að lifa, því hljótum við öll að hafa sama frelsi til að deyja. Hvers­konar líf er það að bíða kval­inn eftir dauð­anum - vit­andi það að það er eng­inn von um bata? 

Ég hvet alla áhuga­sama um dán­ar­að­stoð til að mæta á fund­ina og fræð­ast um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None