Afneitun loftslagsvandans

olíuborpallur
Auglýsing

Til­gangur og mark­mið vís­inda er að afla skiln­ings á nátt­úru­legum fyr­ir­bærum og skapa þekk­ingu. Vís­inda­legar rann­sóknir og þró­un­ar­vinna eru und­ir­staða dag­legs lífs lang­flestra jarð­ar­búa. Þar má nefna hluti sem okkur þykja sjálf­sagðir eins og lyf, sam­göng­ur, ýmis raf­tæki, nýt­ingu auð­linda o.s.frv. Þökk sé vís­inda­legum rann­sóknum vitum við að reyk­ingar valda krabba­mein­i, HIV veiran veldur alnæmi og hreyf­ingar í kviku­hólfum í jarð­skorp­unni geta orsakað jarð­skjálfta. Þetta allt er almennt við­ur­kennt og óum­deilt. 

Vís­inda­legar rann­sóknir sýna líka ótví­rætt að stærsta ógnin við líf og lifn­að­ar­hætti manna (og ann­arra líf­vera á jörð­inni) eru lofts­lags­breyt­ingar sem stafa af auknum gróð­ur­húsa­á­hrifum og súrnun sjávar en hvort tveggja stafar af losun mann­kyns á koldí­oxíði (CO2) út í and­rúms­loft­ið. Það er bráð­nauð­syn­legt og áríð­andi er að takast á við þennan vanda og þjóðir heims­ins hafa flestar kom­ist að sam­komu­lagi um að setja metn­að­ar­full mark­mið um aðgerðir til að draga úr ógn­inni. Þrátt fyrir þetta heyr­ast enn háværar raddir sem afneita þess­ari ógn. Það er sér­stak­lega alvar­legt mál þegar stjórn­mála­menn, aðrir kjörnir full­trúar eða jafn­vel áhrifa­ríkir hags­muna­að­ilar afneita lofts­lags­vand­an­um, því þar með eru þeir að neita kyn­slóðum fram­tíðar um þær lausnir sem hægt er að grípa til nú strax til að leysa vand­ann. Og lausn­irnar eru svo sann­ar­lega til!

Afneitun á lofts­lags­vand­anum getur verið af nokkrum ástæð­um, t.d.: 

  1. Skorti á skiln­ingi á því hvernig vís­inda­legar rann­sóknir fara fram og því hlut­verki sem vís­indin hafa í sam­fé­lagi manna, þ.e.a.s. vegna skorts á vís­inda­læsi.
  2. Vegna blindrar trúar á tækni­legar lausnir eða mátt mark­að­ar­ins. 
  3. Af ein­dregnum vilja til þess að ljúga, t.d. til að vernda eigin hags­muni eða ganga erinda hags­muna­að­ila.

Auglýsing

Ekki er alltaf auð­velt að sjá hvaða ástæður liggja að baki afneit­unar hvers ein­stak­lings. Nær­tækt dæmi eru pistlar sem Heiðar Guð­jóns­son, stjórn­ar­for­maður olíu­leit­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Eykon Energy skrif­aði nýverið í Kjarn­ann. Í pistl­unum birt­ist mikil trú á mátt mark­að­ar­ins og tækni­legar fram­far­ir, en efni pistils­ins kann að vera dæmi um alvar­legan skort á vís­inda­læsi, blinda trú á kap­ít­al­isma eða ein­beittan vilja til að afvega­leiða umræð­una um þá ógn sem mann­kynið stendur frammi fyr­ir.

Erlendis er vel skrá­sett að andóf gegn lofts­lags­vís­indum er skipu­lagt af hags­muna­að­ilum í olíu og gas­iðn­aði. Iðn­aði sem jafnan svífst einskis til þess að kasta rýrð á vís­inda­menn, fræða­sam­fé­lagið og alþjóð­legar stofn­anir til þess að gæta fjár­hags­legra hags­muna sinna. Beitt er svip­uðum aðferðum og tóbaks­iðn­að­ur­inn not­aði gegn vís­inda­mönnum sem afhjúp­uðu skað­semi reyk­inga. 

Taka skal fram að vís­indin og vís­inda­legar aðferðir eru alls ekki yfir gagn­rýni hafð­ar. Þvert á móti því vís­indin þríf­ast á gagn­rýnni umræðu. En skipu­lagðar og vel fjár­magn­aðar áróð­urs­her­ferðir eru ekki gagn­rýnin umræða, heldur til­raun til að afvega­leiða almenn­ing og stjórn­völd. Fram­tíð kom­andi kyn­slóða manna og alls lífs á jörð­inni veltur á því við verj­umst þessum áróðri. Hér er hlut­verk fjöl­miðla mik­il­vægt, og ábyrgð kjör­inna full­trúa enn meiri.

Því þrátt fyrir það veislu­borð upp­lýs­inga sem inter­netið færir okk­ur, þá vilja rang­færslur og stað­reynda­villur ósjaldan yfir­taka almenna umræðu um ýmis mál­efni. Erfitt er að eiga við ein­dreg­inn vilja til að afvega­leiða umræðu með rang­færsl­um. En almennt vís­inda­læsi er auð­velt, og nauð­syn­legt að bæta með því að efla ábyrga upp­lýs­inga­miðlun og mennt­un. Því þrátt fyrir það veislu­borð upp­lýs­inga sem inter­netið færir okk­ur, þá vilja rang­færslur og stað­reynda­villur ósjaldan yfir­taka almenna umræðu um ýmis mál­efni.

Vís­inda­menn eru fjöl­breyttur hópur fólks sem vinnur bæði í sam­vinnu og í sam­keppni við aðra vís­inda­menn. Vís­inda­legar rann­sóknir ganga út á prófa til­gátur sem lagðar eru fram út frá fyr­ir­liggj­andi þekk­ingu. Stundum er til­gátum hafnað en stundum renna rann­sókn­irnar stoðum undir til­gát­urn­ar. Til­gátur sem hafa stað­ist ítrekuð próf fest­ast í sessi og með tím­anum verður almenn og víð­tæk sátt um sann­leiks­gildi til­gát­unnar sem eftir það litið á sem stað­reynd, jafn­vel lög­mál eða kenn­ingu. Dæmi um þetta eru m.a. þyngd­ar­lög­mál Newtons, erfða­lög­mál Mendels eða þró­un­ar­kenn­ing Darwins. Nú er það við­ur­kennt sem vís­inda­leg prófuð stað­reynd að stór­tækur útblástur manna á koldí­oxíði (CO2 ) er að valda og mun halda áfram að valda víð­tækum nei­kvæðum áhrifum á sam­fé­lög manna og annað líf­ríki á jörð­inni.

Byggjum umræðu um lofts­lags­málin á nið­ur­stöðum sem aflað er með vís­inda­legum próf­un­um. Gagn­rýnin hugsun gengur ekki út á að efast um allt, heldur að spyrja um gæði upp­lýs­inga og ræða um þær á yfir­veg­aðan hátt. Þar bera all­ir, stjórn­völd, fjöl­miðla­menn, fræði­menn og  aðr­ir, mikla ábyrgð. Sam­þykkjum ekki stað­reynda­villur og sam­sær­is­kenn­ing­ar. Veg­ferð mann­kyns byggir á því. 

Arnar er dós­ent við líf- og umhverf­is­vís­inda­deild HÍ. Hrönn er dokt­orsefni við Jarð­vís­inda­deild HÍ.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None