Auglýsing

Skýrsla um skipt­ingu Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, 72,2 millj­arða króna milli­færslu úr rík­is­sjóði til hluta lands­manna, var loks­ins birt í gær. Fyrri upp­lýs­ingar um aðgerð­ina höfðu ein­ungis sýnt skipt­ingu hennar milli þeirra hópa sem hana þáðu, ekki á milli allrar þjóð­ar­inn­ar. 19 mán­uðir eru síðan að beðið var um skýrsl­una á Alþingi. Víta­vert er að skýrslan hafi ekki verið birt á síð­asta kjör­tíma­bili, svo kjós­endur gætu tekið afstöðu til þessa verkn­aðar út frá áhrifum hans á þjóð­ina.

Skýrslan, sem er ein­ungis átta blað­síð­ur, er til skamm­ar. Í henni eru settar fram allskyns rétt­læt­ingar á aðgerð­inni og skipt­ingu fjár­ins sem eiga ekk­ert erindi í plagg sem þetta og þeir sem skrifa hana velja hvaða upp­lýs­ingar almenn­ingur fær um skipt­ing­una og hverjar hann fær ekki. Flest svör eru til að mynda sett fram með gröf­um, ekki töl­um, sem ómögu­legt er með fullri vissu að lesa úr hvernig Leið­rétt­ingin skipt­ist milli allra tekju- og eign­ar­hópa.

Þrátt fyrir góðan vilja skýrslu­höf­unda tekst þó ekki að fela sam­fé­lags­legt órétt­læti aðgerð­ar­innar með gröfum og rétt­læt­ing­ar­texta. Í skýrsl­unni kemur nefni­lega fram að þau tíu pró­sent Íslend­inga sem höfðu hæstu launin árið 2014 fengu tæp­lega 30 pró­sent upp­hæð­ar­innar sem ráð­stafað var úr rík­is­sjóði, eða um 22 millj­arða króna. Um er að ræða rúm­lega 20 þús­und ein­stak­linga og sam­skatt­aðra sem höfðu að með­al­tali 21,6 millj­ónir króna í tekjur á árinu 2014. Skýrslan sýnir einnig að sá helm­ingur Íslend­inga sem þiggur hæstu launin fékk 86 pró­sent af 72,2 millj­örðum króna en sá helm­ingur sem þénar minna en hinn fékk 14 pró­sent. Því er end­an­lega stað­fest að tekju­háir fengu nán­ast alla Leið­rétt­ing­una en tekju­litlir lítið sem ekk­ert.

Auglýsing

Þegar eigna­staða er skoðuð er þjóð­hags­lega nið­ur­staðan enn meira slá­andi. Enn reyna skýrslu­höf­undar að leyna upp­lýs­ingum með því að birta bara valdar hlut­falls­tölur og gröf en ýmis­legt er hægt að sjá út úr henni þrátt fyrir það. Fram kemur að þeir rúm­lega 20 þús­und fram­telj­endur sem áttu mestar eignir (meðal hrein eign í hópnum er 82,6 millj­ónir króna) fengu 9,6 millj­arða króna í leið­rétt­ingu á hús­næð­is­lánum sín­um.

Eig­endur millj­arða leið­réttir

Við skulum skoða þennan hóp aðeins bet­ur. Þ.e. rík­ustu tíund þjóð­ar­innar eftir tekj­um. Kjarn­inn greindi frá því októ­ber að frá árinu 2010 og fram til loka árs 2015 hafi hrein eign þeirrar tíundar lands­manna sem á mestar eignir auk­ist um 527,4 millj­arða króna. Ef þessi tíund hefði ekki verið „leið­rétt“ þá hefði sú eign­ar­aukn­ing ein­ungis verið 505,5 millj­arðar króna. Bara á árinu 2015 hækk­aði hrein eign þessa hóps um 185 millj­arða króna. Alls fór 43 pró­sent af allri nýrri hreinni eign til þessa hóps á árinu 2015.

Á sama tíma og þessi rúm­lega 20 þús­und manna hópur átti hreina eign - þ.e. eignir eftir að skuldir höfðu verið dregnar frá - upp á 1.880 millj­arða króna skuld­aði fátæk­ari helm­ingur þjóð­ar­innar sem hafði tekjur í fyrra - rúm­lega 100 þús­und manns - 211 millj­arða króna umfram eignir sín­ar. Þessi tíund átti 64 pró­sent af öllum eignum þjóð­ar­innar í lok árs 2015.

Það þarf að end­ur­taka það að þessi hóp­ur, sem átti hreina eign upp á 1.880 millj­arða króna í lok árs 2015, fékk 22 millj­arða króna gef­ins úr rík­is­sjóði vegna þess að það varð verð­bólgu­skot á Íslandi árin 2008 og 2009.

Fast­eigna­verð hækkað langt umfram verð­bólgu

Leið­rétt­ingin hafði marg­þætt áhrif utan þess að færa bara pen­inga til ríks fólks. Hún átti þátt í því að orsaka ruðn­ings­á­hrif á fast­eigna­mark­aði sem hefur leitt af sér þá stöðu að í dag hefur fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 68 pró­sent frá miðju ári 2010 og fram­boð hús­næðis á hverjum tíma er ein­ungis um þriðj­ungur af því sem talið er eðli­legt miðað við stærð mark­að­ar­ins. Vísi­tala neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu, hefur hækkað um 36 pró­sent frá hruni og fram til des­em­ber 2016. Hækkun fast­eigna­verðs hefur því verið langt umfram verð­bólgu. Þeir sem voru „leið­rétt­ir“ fengu því bæði að borða kök­una og eiga hana. Þ.e. þeir fengu skaða­bætur úr rík­is­sjóði fyrir tjón sem þeir urðu ekki fyr­ir, og njóta síðan mik­illar hækk­unar á fast­eigna­verð sem orðið hefur á síð­ustu árum, meðal ann­ars vegna leið­rétt­ing­ar­inn­ar. Þessi hópur hefur hagn­ast gríð­ar­lega vegna Leið­rétt­ing­ar­inn­ar.

Eftir sitja þeir sem eiga lítið eða ekk­ert og þeir sem hafa mjög lágar tekj­ur. Aðstæður þeirra hafa versnað mjög á und­an­förnum árum. Leigu­verð hefur hækkað um 60 pró­sent frá byrjun árs 2011 og fram­boð á þeim mark­aði er nán­ast ekk­ert, vegna þess að hluti íbúða sem voru þar áður er í útleigu til ferða­manna og hinn hlut­inn er í eigu aðila sem græða bæði á hækk­andi leigu­verði og hækk­andi eign­ar­verði.

Þjóð­ar­skömm stjórn­mála­manna

Leið­rétt­ingin er þjóð­ar­skömm. Sú afstaða byggir ekki á ólund, öfund eða almennu stuð­leysi. Hún snýst ekk­ert um vinstri eða hægri, heldur hróp­legt órétt­læti.

72,2 millj­arðar króna voru teknir úr rík­is­sjóði og milli­færðir til hluta þjóð­ar­innar – að stærstum hluta þeirra sem áttu eða þén­uðu mest – í stað þess að not­ast í sam­neysl­una. Tvennt gerð­ist við þetta: ríkir urðu rík­ari og aðstæður yngri lands­manna, eigna­lít­illa eða tekju­lágra til að koma þaki yfir höf­uðið versnuðu til muna. Leið­rétt­ingin var ömur­leg milli­færsla á fé til að borga fyrir kosn­inga­sigur Fram­sókn­ar­flokks­ins vorið 2013, með vit­und og ábyrgð Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem kvitt­aði upp á órétt­lætið gegn því að kom­ast í rík­is­stjórn, og gegn betri vit­und.

Full­yrð­ingar ábyrgð­ar­manna um að þetta fé hafi ekki runnið úr rík­is­sjóði eru rang­ar. Banka­skattar voru hækk­aðir og pen­ingar teknir úr slita­búum og af bönkum inn í rík­is­sjóð. Þetta eru pen­ingar sem hefðu hvort eð er ratað til rík­is­sjóðs í ljósi þess að greiðslu­jöfn­uður hefði ekki heim­ilað erlendum kröfu­höfum að fara með þá úr landi þegar samið var við þá um útgöngu. Og banka­skattur er ekk­ert frá­brugðin öðrum skött­um. Þ.e. hann er tekju­öfl­un­ar­leið fyrir rík­is­sjóð og rík­is­stjórnin ákveður síðan hvernig þeim tekjum er var­ið. Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar ákvað að verja 72,2 millj­örðum í Leið­rétt­ing­una. Þess má geta að rík­is­sjóður er enn að inn­heimta banka­skatt en notar tekj­urnar af honum í eitt­hvað allt annað en milli­færslur til eigna­fólks. 

Nú þegar losun hafta stendur yfir og Ísland er að feta sig aftur út í alþjóð­leik­ann þá munum við ekki njóta verndar hafta lengur til að halda niðri verð­bólgu. Hún gæti rokið upp skyndi­lega og óvænt líkt og hún hefur svo oft áður gert í hag­sögu okk­ar. Í ljósi þess að verð­tryggð lán hafa verið mun hag­stæð­ari hér­lendis á und­an­förnum árum en óverð­tryggð þá hafa Íslend­ingar nær ein­vörð­ungu tekið þau síð­ustu miss­er­in.

Og hvað á þá að gera næst þegar verð­bólga fer yfir verð­bólgu­mark­mið og hækkar höf­uð­stól verð­tryggðu lán­anna? Á þá að leið­rétta aft­ur? Hið hrika­lega for­dæmi liggur að minnsta kosti fyr­ir.

Við okkur blasa afleið­ing­arn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None