Óþarfa orðhengilsháttur

Auglýsing

Í tveimur skoð­ana­greinum í Kjarn­anum hefur Heiðar Guð­jóns­son deilt á marx­isma og marx­ista. Í sömu andrá ritað eitt og annað um lofts­lags­breyt­ing­ar. Ég læt öðrum eftir að skipt­ast á skoð­unum við Heiðar um marx­isma. Minni þó á að út­færsl­ur, túlk­anir og nýsköpun sem varða þessa stjórn­mála- og heim­speki­stefnu skipta senni­lega hund­ruð­um. Marx­istar hafa deilt inn­byrðis í vel á aðra öld. 

Hvað um það, mig langar að henda á lofti tvær setn­ingar úr síð­ari grein Heið­ars sem full­yrðir að hann afneiti ekki hnatt­rænni hlýnun af manna völd­um. Það er gott og gagn­legt - og vel­kom­inn í klúbb­inn. Önnur setn­ingin er þessi:  „Ég ... leyfði mér að benda á þá aug­ljósu stað­reynd að plöntur nær­ast á koltví­sýr­ing­i“. Hin er svona: „Mér finnst einnig blasa við að ódýr­ara sé að fást við hlýn­un­ina, með tækni og fjár­magni en að reyna að stjórna veðr­inu í fram­tíð­inn­i“.

Fyrri stað­hæf­ingin er vin­sæl meðal þeirra sem reyna að vekja vafa um alvar­legan hlut gróð­ur­húsagasa í hlýnun jarð­ar. Sú stað­reynd að plöntur nær­ast á koltví­sýr­ingi og fram­leiða við það súr­efni er meira en vel kunn. Í munni margra felst í henni sú hug­mynd að það sé nú aldeilis frá­bært. Þá, nefni­lega, á aukið magn koltví­sýr­ings í lofti, sem hækkað hefur úr 320 ppm í 400 ppm á um 60 árum, að leiða til þess að gróð­ur­far eflist. Nátt­úran betrumbæt­ist: Plöntur dafna og súr­efni eykst til handa mönnum og dýr­um. Þessi ein­feldn­ings­lega jafna gegur ekki upp í nútím­an­um. Gerði það senni­lega fyrir þús­undum eða millj­ónum ára þegar áhrif manna voru lítil sem engin og nátt­úran þró­að­ist sem slík. Þannig var koltví­sýr­ingur mun minni á jök­ul­skeiðum en hlý­skeiðum svo dæmi sé nefnt, og gróð­ur­lendin ólík.

Auglýsing

Eftir að umsvif millj­arð­anna hafa breytt vatns­bú­skap jarðar til hins verra, gjör­breytt gróð­ur­fari víða um heim og valdið eyði­merk­ur­myndun er annað uppi á ten­ingn­um. Hafið tekur upp um þriðj­ung alls koltví­sýr­ings og getan minnkar eftir því sem hlýnar meira. Gróður á landi nær ekki að dafna svo vel að upp­taka gass­ins auk­ist sem nemur hærra hlut­falli þess í lofti. Þurrkar á við­kvæmum svæðum (vegna hlýn­un­ar­inn­ar) við­halda auk­inni eyði­merk­ur­myndun. Með öðrum orð­um: Það gagn­ast okkur lítið að auka magnið úr 320 ppm í 400 ppm eða 500 ppm í þeirri von að gróður auk­ist og bindi allan mun­inn eða nái að lækka magnið niður fyrir núver­andi 405 ppm. Sam­hliða öfug­þróun gróð­ur­hulu jarðar hefur magnið auk­ist æ hraðar og getur ekk­ert breytt því nema við minnkum los­un­ina, eflum gróður með aðgerðum eða eitt­hvað það ger­ist í nátt­úr­unni sem gjör­breytir ferli hlýn­un­ar­inn­ar. Það gæti t.d. gerst ef haf­straumar breyt­ast vegna of mik­ils ferskvatns í sjó á norð­ur­hvelinu.

Seinni stað­hæf­ingin er afvega­leið­andi. Menn dreymir ekki um að reyna að stjórna veð­ur­fari. Það eru stað­lausir staf­ir. Menn dreymir um að hægja á hlýnun af völdum eigin los­unar gróð­ur­húsagasa og binda sem mest af þeim með dýrum aðgerð­um, þó ekki væri nema til að bjarga mat­væla- og vatns­öflun og koma í veg fyrir alvar­lega röskun á lífs­skil­yrðum sem allir þekkja úr umræð­unni. Það er einmitt gert með­ ­tækni­lausnum, miklu fjár­magni og með­vit­uðum aðgerðum gegn los­un­inni, eins þótt það skerði hefð­bundið lífs­mynstur mjög margra um skeið. Og eitt er víst, hvort sem eitt er ódýr­ara en annað í þessum efnum verður allt í þeim rán­dýrt.

Höf­undur er þing­mað­ur VG í Suð­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None