Hlutabréf (og kvótar) af himnum ofan

Auglýsing

Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar kemur fram að stefnt er að því að almenn­ingur fái ein­hvern hlut í við­skipta­bönkum í eigu rík­is­ins afhentan end­ur­gjalds­laust. Rök­stuðn­ingur fyrir þess­ari leið er knappur en hún er sögð liður í því að ná sem mestri dreif­ingu eign­ar­halds. Útfærsla liggur ekki fyr­ir, hvorki upp­hæðir eða hlut­föll né tíma­setn­ingar og ekki ljóst af sátt­mál­anum hvort þetta eigi við um bréf í einum eða fleiri bönk­um. Þessi hug­mynd er raunar ekki ný af nál­inni og var eitt­hvað rædd í kosn­inga­bar­átt­unni þótt hún virt­ist ekki vekja mikla athygli og hafi aldrei verið útfærð eða útskýrð mjög nákvæm­lega.

Það er því nokkuð erfitt að átta sig á því nákvæm­lega hver hug­myndin er og því sjá hvaða kosti og galla hún kann að hafa. Það er þó auð­vitað hægt að fjalla almennt um kosti og galla þess að rík­is­valdið afhendi þegnum sínum ein­stakar eignir sínar eða hlut í þeim. Hér verður reynt að gera það og raunar víða komið við.

For­dæmi

Gjöf hins opin­bera á hluta­bréfum til almenn­ings er ekki for­dæma­laus. Skýr­ustu for­dæmin sem virð­ast vera í ætt við hug­mynd stjórn­ar­flokk­anna eru frá fyrrum aust­an­tjalds­löndum á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Eftir hrun komm­ún­ism­ans og Sov­ét­ríkj­anna þurfti að ger­breyta hag­kerfum þess­ara landa og einka­væða gríð­ar­lega mörg fyr­ir­tæki og aðrar eignir hins opin­bera. Fjár­mála­kerfið var engan veg­inn undir þetta búið, hluta­bréfa­mark­aður vart til og sparn­aður almenn­ings mjög tak­mark­að­ur.

Auglýsing

Þá var einka­væð­ingin afskap­lega við­kvæm af mörgum ástæð­um, m.a. vegna þess að fjöl­margir misstu vinn­una þegar úreltar verk­smiðjur og önnur ósam­keppn­is­hæf fyr­ir­tæki voru lögð nið­ur. Loks var mikil og raun­veru­leg hætta á spill­ingu sem birt­ist m.a. þannig að vel tengdir aðilar („inn­vígðir og inn­múr­að­ir“) fengu góða bita á vild­ar­kjör­um. Það gerð­ist raunar í stórum stíl og lagði grunn­inn að veldi fjöl­margra ólíg­arka nútím­ans en það er saga sem ekki verður rakin hér.

M.a. af þessum ástæðum var gerð til­raun með einka­væð­ingu sem byggði á því að gefa þegn­unum fyrrum rík­is­fyr­ir­tæki. Tékkóslóvakar riðu á vaðið en síðan fylgdu Rússar og fleiri í kjöl­far­ið. Útfærslan var nokkuð snúin og raunar mis­mun­andi á milli landa en byggði í grunn­inn á því að hver og einn fékk eins konar ávís­anir (vouchers) sem hann gat notað til að kaupa hluta­fé.

Fram­kvæmdin gekk upp og ofan og þiggj­end­urnir urðu almennt ekk­ert sér­stak­lega ánægðir með gjaf­irn­ar. Margir seldu snemma fyrir slikk og urðu svo hund­fúlir þegar bréfin reynd­ust verð­mæt­ari síð­ar. Aðrir eign­uð­ust bréf sem urðu síðar verð­laus og þeir urðu ekki síður fúl­ir. Þetta reynd­ist því ekk­ert sér­stakt snilld­ar­bragð út frá því sjón­ar­horni að það tryggði stjórn­völdum miklar vin­sældir eða stuðn­ing við að takast á við mikla erf­ið­leika í efna­hags­mál­um. Tíundi ára­tug­ur­inn varð afar erf­iður í þessum heims­hluta.

Hluta­bréfa­mark­aðir náðu þó að skjóta rótum og eru starf­ræktir með sam­bæri­legum hætti nú og í lönd­unum sem voru fyrir vestan járn­tjald­ið. Smám saman tók líka að sjá til sólar í efna­hags­málum með til­tölu­lega kröft­ugum hag­vexti. Nú, rúmum ald­ar­fjórð­ungi eftir hrun komm­ún­ism­ans í Evr­ópu, eru flest ríkin miklu betur stödd en áður og nálg­ast nágranna sína í vestri í lífs­kjör­um. Frá því eru þó nokkrar und­an­tekn­ing­ar, einkum þar sem ekki hefur tek­ist að ná tökum á póli­tískri spill­ingu, svo sem í Úkra­ínu.

Það er nokkuð snúið að leggja mat á kosti og galla þess­arar gjafa­einka­væð­ingar út frá þess­ari sögu einni sam­an, til þess breytt­ist allt of margt annað á sama tíma. Þó tókst ekki verr til en svo að hug­myndin getur vart talist gal­in, a.m.k. ekki við aðstæður sem gera aðrar leiðir jafn­vel verri.

Það er hins vegar ekki þar með sagt að þetta sé skyn­sam­leg leið til einka­væð­ingar almennt eða á Íslandi sér­stak­lega. Aðstæður eru vita­skuld allt aðrar á Íslandi 2017 en í ríkjum sem voru að rísa úr ösku­stó komm­ún­ism­ans fyrir ald­ar­fjórð­ungi.

Erfitt að selja banka

Íslenska rík­inu er raunar veru­legur vandi á hönd­um. Það er hreint ekki hlaupið að því að finna kaup­endur að íslensku bönk­unum sem upp­fylla allar þær kröfur sem eðli­legt er að gera til eig­enda banka. Líf­eyr­is­sjóðir eru einu aðil­arnir inn­an­lands sem eiga nægt fé, fyrir utan ríkið sjálft, en þeir gætu vart keypt nema einn banka. Það er auð­vitað ekki nóg þegar þrír eru til sölu. Raunar væri vart skyn­sam­legt að þeir ættu nema hluta í einum banka á móti öðrum fjár­fest­um. Um þetta fjall­aði grein­ar­höf­undur í fyrri grein í Kjarn­an­um.

Það eru e.t.v. ekk­ert sér­stak­lega sterk rök fyrir því að gefa almenn­ingi hluta­bréf í rík­is­fyr­ir­tækjum að það sé erfitt að finna kaup­endur að bréf­un­um. Ríkið getur vita­skuld alltaf selt bréfin en kannski ekki á verði sem þykir ásætt­an­legt. Önnur rök og aðeins betri eru að það sé bönk­unum í hag að vera í mjög dreifðu eign­ar­haldi. Það geti jafn­vel gert það auð­veld­ara að selja þann hlut sem ekki verður gef­inn almenn­ingi að almenn­ingur hafi þegar fengið til­tek­inn hlut.

Sam­þjappað eign­ar­hald

Einn af veik­leikum íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins er nefni­lega hve sam­þjappað eign­ar­hald er orð­ið. Skráð íslensk hluta­fé­lög standa fæst, ef nokk­urt, undir því að geta kall­ast almenn­ings­hluta­fé­lög. Það dregur úr skil­virkni og gagn­sæi verð­mynd­unar og getur verið veru­legt vanda­mál fyrir sam­keppni þegar sömu eig­endur eiga umtals­verðan hlut í tveimur eða fleiri fyr­ir­tækjum sem starfa á sama mark­aði. Sem dæmi má nefna að þegar 20 stærstu hlut­hafar í Sím­anum og Voda­fone eru skoð­aðir sést að nú eiga sömu tíu aðil­arn­ir, einkum líf­eyr­is­sjóð­ir, ann­ars vegar 56% í Voda­fone og hins vegar vegar 63% í Sím­an­um. Svip­aðar tölur má sjá hjá trygg­inga­fé­lögum og fast­eigna­fé­lögum í Kaup­höll­inni. Það er mjög sér­stök staða, svo að ekki sé dýpra í árinni tek­ið.

Þetta er þó ekki sér­ís­lenskt vanda­mál. Þró­unin víða erlendis hefur verið í sömu átt. Beint og mjög dreift eign­ar­hald almenn­ings í hluta­fé­lögum er á und­an­haldi en í þess stað eiga fáir fag­fjár­festar sívax­andi hlut og oftar en ekki sömu eig­endur í mörgum sam­keppn­is­að­il­um. Oft­ast er um ein­hvers konar sjóði eða sjóða­stjórn­un­ar­fyr­ir­tæki að ræða. Á alþjóða­vísu er Blackrock stærst. Á Íslandi eiga líf­eyr­is­sjóðir stóran hluta í öllum skráðum hluta­fé­lögum og sam­eig­in­lega eiga þeir í flestum til­fell­um, þó ekki öll­um, ráð­andi hlut. Um þetta fjall­aði grein­ar­höf­undur m.a. í grein í Vís­bend­ingu í fyrra (Lárétt eign­ar­hald. 20. tbl. 6. júní 2016).

Almenn­ings­hluta­fé­lög

Íslenski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn er miklu yngri en í nágranna­lönd­unum en um skeið þá var algengt að umtals­verður hluti bréfa í flestum skráðum fyr­ir­tækjum dreifð­ist á mjög stóran hóp smárra hlut­hafa. Skýr­ing­arnar á því voru einkum tvær, ann­ars vegar einka­væð­ing sem hvatti til svo­kall­aðrar kenni­tölu­söfn­unar og hins vegar skatt­frá­dráttur sem laun­þegum bauðst ef þeir keyptu hluta­bréf fyrir til­tölu­lega lága upp­hæð á hverju ári.

Í árs­lok 1999 voru þannig 37.860 hlut­hafar í Bún­að­ar­bank­anum og 26.702 í Lands­bank­an­um. Eim­skip var í þriðja sæti með 15.172 hlut­hafa (tölum Kaup­hall­ar­innar og félag­anna sjálfra ber ekki alveg saman um þetta en litlu mun­ar). Eim­skip var fyrsta íslenska almenn­ings­hluta­fé­lagið og lengi vel það eina sem stóð undir því nafni. Fékk raunar sæmd­ar­heitið óska­barn þjóð­ar­innar. Um 14.000 keyptu hlut í félag­inu við stofnun þess fyrir rúmri öld eða sem sam­svarar um 15% Íslend­inga þá. Félag sem væri í eigu jafn­stórs hluta þjóð­ar­innar nú hefði tæp­lega 50 þús­und hlut­hafa.

Því fer hins vegar fjarri að slíkt félag sé til nú. Flest skráð íslensk hluta­fé­lög eru með á milli 1 og 2 þús­und hlut­hafa. Hlut­hafa­hóp­ur­inn er fjöl­menn­astur í Öss­uri, 4.033 í árs­lok 2015. Össur er vita­skuld eitt af örfáum félögum sem voru skráð í kaup­höll fyrir hrun og komu lítt sködduð út úr hrun­inu. Marel er ann­að, með tæp­lega 2 þús­und hlut­hafa. Í nokkrum til­fellum ná hlut­haf­arnir ekki einu þús­undi. Núver­andi Eim­skipa­fé­lag, sem deilir nafni en ekki kenni­tölu með for­vera sín­um, var með innan við eitt þús­und hlut­hafa í árs­lok 2015. Þeir þyrftu að vera 50 sinnum fleiri til að ná sama hlut­falli þjóð­ar­innar og við stofn­un.

Það er á ýmsan hátt slæmt að eign­ar­hald á helstu atvinnu­fyr­ir­tækjum lands­manna sé svo þröngt. Það eykur fjar­lægð­ina á milli vinnu­afls og fjár­magns, svo notuð séu gam­al­kunnug hug­tök úr hag­fræð­inni, þýðir að til­tölu­lega þröngur og frekar eins­leitur hópur ræður mjög miklu í efna­hags­líf­inu og dregur úr skil­virkni hluta­bréfa­mark­að­ar­ins. Þá skiptir þetta miklu máli fyrir tekju- og eigna­skipt­ingu í land­inu. Loks er það sem fyrr sagði afleitt fyrir sam­keppni, sem aftur bitnar á neyt­end­um, að keppi­nautar á mark­aði séu að stórum hluta í eigu sömu aðila.

Líf­eyr­is­sjóðir sam­eign

Hluta­fé­lögin í Kaup­höll­inni eru þó auð­vitað almenn­ings­hluta­fé­lög sé tekið til­lit til þess að helstu eig­endur þeirra, líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, eru sjálfir í afar dreifðri eigu. Lang­flestir full­orðnir Íslend­ingar eiga ein­hver rétt­indi í líf­eyr­is­kerf­inu. Eign­ar­haldið er hins vegar óbeint. Því fylgir eng­inn atkvæða­réttur á hlut­hafa­fundum og engin leið til að hafa áhrif á hvaða bréf eru keypt eða seld. Í flestum til­fellum hafa sjóð­fé­lagar ekki mik­ið, ef nokk­uð, um það að segja hverjir stjórna sjóði sem þeir greiða til. Flestir Íslend­ingar hafa lík­lega mjög tak­mark­aða, jafn­vel enga, hug­mynd um það hvaða eign­ir, þ.m.t. hluta­bréf, standa á bak við líf­eyr­is­rétt­indi þeirra. Fjar­lægðin á milli fyr­ir­tækj­anna og end­an­legra eig­enda þeirra er því orðin mjög mik­il.

Þegar fyr­ir­huguð hluta­bréfagjöf er sett í þetta sam­hengi þá hefur hún þann kost að hún kemur þjóð­inni, ef svo má að orði kom­ast, í beint sam­band við við­kom­andi hluta­fé­lag, í þessu til­felli banka. Það er hins vegar ekki þar með sagt að sam­bandið verði var­an­legt. Vænt­an­lega verður nefni­lega hægt að selja bréfin aft­ur. Það eru allar líkur á því að margir muni ein­fald­lega gera það. Það gerð­ist a.m.k. í kjöl­far kenni­tölu­söfn­un­ar­innar fyrr­nefndu. Hlut­höfum Lands­bank­ans fækk­aði þannig t.d. um ríf­lega helm­ing frá árs­lokum 1999 til árs­loka 2004, úr 26.702, eins og áður sagði, í 12.699. Þeim fjölg­aði reyndar aftur árið eft­ir, í 26.975, þegar Eim­skip, sem þá hét orðið Burða­r­ás, rann inn í bank­ann og fyrrum hlut­hafar í Eim­skipi urðu hlut­hafar í Lands­bank­anum (og Straumi) en það er önnur saga, sem end­aði auð­vitað með ósköp­um.

Það sama gerð­ist í Bún­að­ar­bank­an­um. Þar fækk­aði hlut­höfum um meira en 13 þús­und á þremur árum, úr 37.860 í árs­lok 1999 í 24.754 í árs­lok 2002. Árið eftir sam­ein­að­ist hann Kaup­þingi. Þátt­tak­endur í hluta­fjár­út­boði Bún­að­ar­bank­ans árið 1998 voru raunar miklu fleiri en þetta eða um 92.900. Meiri hluti þeirra hafði hins vegar aldrei áhuga á að eign­ast bréfin og fram­seldi kaup­rétt sinn til ann­arra gegn smá­vægi­legri þókn­un.

Ör fækkun hlut­hafa í Lands­bank­anum og Bún­að­ar­bank­anum eftir 1999 sýnir vel að þótt það sé hægt að koma hluta­bréfum í hendur margra með hag­stæðum til­boðum er allt eins víst að þau verði þar ekki mjög lengi ef þeir eiga þess kost að selja. Jafn­framt er vel hugs­an­legt að almenn­ingur verði þving­aður til að selja vegna yfir­töku en það gerð­ist í stórum stíl í Kaup­höll­inni síð­ustu árin fyrir hrun svo að skráðum félögum og þar með hlut­höfum snar­fækk­aði.

Jafn­vel þótt ekki kæmi til yfir­töku myndi hlut­höfum nán­ast örugg­lega fækka hratt eftir að hluta­bréf væru gefin öllum lands­mönn­um. Raunar væri næsta víst að salan yrði enn hrað­ari nú en í kringum alda­mótin nema settar væru tak­mark­anir á hana. Þeir sem tóku þátt í hluta­fjár­út­boð­unum í bönk­unum í lok síð­ustu aldar sýndu aug­ljós­lega ein­hvern áhuga á að eign­ast bréf og greiða fyrir þau þótt margir þeirra seldu þau aftur eftir til­tölu­lega stuttan tíma. Ef bréf væru gefin myndu margir þiggj­end­anna vænt­an­lega aldrei hafa neinn áhuga á að eiga þau og því selja við fyrsta tæki­færi.

Pen­inga­regn

Áhrifin af slíkri gjöf væru því að veru­legu leyti sam­bæri­leg við að gefa öllum lands­mönnum til­tekna pen­inga­upp­hæð, þ.e. þá sem fæst við sölu hluta­bréf­anna. Það myndi vænt­an­lega fyrst og fremst auka einka­neyslu þótt eitt­hvað færi í sparnað og fjár­fest­ingu. Frá hag­stjórn­ar­sjón­ar­miði getur stundum verið æski­legt að ýta undir einka­neyslu, til að örva hag­kerf­ið, en þess er engin þörf nú og varla á næstu árum m.v. hag­spár. Þvert á móti er frekar áhyggju­efni að þensla sé að verða óþægi­lega mik­il.

Í þenslu væri því hluta­bréfagjöf ekk­ert sér­stak­lega gott skref frá hag­stjórn­ar­sjón­ar­miði. Væri verð­mæti bréf­anna lít­ið, þ.e. ein­ungis brot af heild­ar­hlutafé væri gef­ið, hefði það þó að sjálf­sögðu minni áhrif en ella.

Mun betra væri hins vegar frá þessum sjón­ar­hóli að hvetja til sparn­að­ar, t.d. með skatta­legum hvöt­um. Ein leið til þess væri að end­ur­vekja fyrr­nefndan afslátt sem veittur var af tekju­skatti vegna hluta­bréfa­kaupa árum saman en hætt í árs­lok 2002. Útfærslan á því nú þyrfti ekki að vera sú sama og þá en í grund­vall­ar­at­riðum þyrfti með ein­hverjum hætti að veita fjár­hags­legan hvata til sparn­að­ar. Ef póli­tískur vilji er til þess að ýta undir hluta­bréfa­eign almenn­ings lægi beint við að skil­yrða afslátt­inn við hluta­bréfa­kaup en frá hag­stjórn­ar­sjón­ar­miði væri allt eins gott að hvetja til ann­arra sparn­að­ar­forma svo sem inn­lána eða skulda­bréfa­kaupa.

Ruðn­ings­á­hrif líf­eyr­is­kerfis

Einn af þeim þáttum sem mjög lík­lega draga úr hluta­bréfa­kaupum almenn­ings og raunar sparn­aði almennt er að sterkt líf­eyr­is­kerfi ryður burt öðrum sparn­aði. Það er ein­fald­lega mun minni ástæða fyrir laun­þega að leggja til hliðar frjálsan sparnað þegar þeir leggja nú þegar til hliðar hátt hlut­fall launa sinna (og fá mót­fram­lag launa­greið­anda) í gegnum skyldu­sparnað líf­eyr­is­kerf­is­ins og skatta­lega hag­stæðan við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að.

Veru­leg hækkun á iðgjöldum í almenna líf­eyr­is­kerfið á næstu árum ætti að draga enn úr hvata eða þörf laun­þega fyrir frjálsan sparnað til við­bótar við líf­eyr­is­sparn­að. Aukin fram­lög í líf­eyr­is­kerfið ættu líka að auka þjóð­hags­legan sparnað að ein­hverju marki, þ.e. að því marki sem auk­inn sparn­aður í líf­eyr­is­kerf­inu ryður ekki burt öðrum sparn­aði.

Það getur hæg­lega orðið veru­legt vanda­mál að finna inn­lenda fjár­fest­ing­ar­kosti til að mæta þörfum stærra líf­eyr­is­kerfis á næstu árum. Í grund­vall­ar­at­riðum þarf ein­hver að vilja skuld­setja sig til þess að líf­eyr­is­sjóðir geti keypt skulda­bréf og ein­hver þarf að gefa út hluta­bréf til að þeir geti keypt. Það blasir ekki við að sá vilji verði fyrir hendi. Stefnt er að minni skuld­setn­ingu opin­bera geirans og skuld­setn­ing heim­ila hefur farið ört minnk­andi allt frá hruni. Fyr­ir­tækja­geir­inn getur hugs­an­lega nýtt aukið fjár­magn en það fer fyrst og fremst eftir fjár­fest­ingum hans sem verða vart svo miklar að það dugi til.

Hægt væri að rekja þennan vanda í miklu lengra máli en það verður ekki gert hér. Nið­ur­staðan í stuttu máli er hins vegar að það er alls ekki ljóst að inn­lendir fjár­fest­ing­ar­kostir verði nógu margir á næstu árum og ára­tugum til að standa undir þörf líf­eyr­is­kerf­is­ins, jafn­vel þótt það muni beina tals­verðum hluta þess fjár sem streymir inn í sjóð­ina í erlendar fjár­fest­ing­ar. Við þau skil­yrði verður enn erf­ið­ara en ella að stuðla að því að almenn­ingur eign­ist hluta­bréf í stórum stíl, sé póli­tískur vilji til þess.

Breyt­ingar á líf­eyr­is­kerfi

Við þess­ari stöðu má bregð­ast með ýmsum hætti. Ein leið væri að draga úr áherslu á sjóð­söfnun í líf­eyr­is­kerf­inu en auka vægi gegn­um­streym­is. Gegn­um­streym­is­kerfi krefst ekki skuld­setn­ingar með sama hætti og sjóð­söfn­un­ar­kerfi. Stefnt er að því að minnka vægi gegn­um­streymis í fram­tíð­inni á Íslandi, fyrst og fremst með minna vægi líf­eyr­is­greiðslna almanna­trygg­inga en auknu vægi greiðslna úr líf­eyr­is­sjóð­um. Það er alls ekki aug­ljóst að sú breyt­ing sé að öllu leyti til bóta, jafn­vel gæti verið betra að taka skref í hina átt­ina. Báðar leið­irnar hafa kosti og galla en þeir verða ekki raktir frekar hér.

Hægt er að hugsa sér aðrar breyt­ingar á líf­eyr­is­kerf­inu sem myndu gera almenn­ing í rík­ari mæli beinan hlut­hafa í fyr­ir­tækj­um. Ein­fald­ast væri að breyta reglum um við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað þannig að ein­stak­lingar geti stýrt eignum sínum beint, ákveðið hvað er keypt, t.d. stök hluta­bréf frekar en hlutir í sjóð­um. Með slíkum kaupum gæti þá jafn­framt fylgt atkvæð­is­réttur en nú fara sjóð­fé­lagar ekki með hann heldur stjórn­endur við­kom­andi sjóðs.

Slík breyt­ing kall­aði á nokkuð flókn­ara kerfi til að halda utanum við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað og verða við óskum sjóð­fé­laga um við­skipti en það er vita­skuld vel við­ráð­an­legt að koma því á.

Eðli sparn­að­ar­ins myndi líka eitt­hvað breyt­ast og auð­veld­ara væri að taka meiri áhættu með hann. Það þarf þó ekki að vera neitt sér­stak­lega hættu­legt í ljósi þess að við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­kerfið er eins og nafnið gefur til kynna við­bót við annan líf­eyr­is­sparn­að. Hann ætti fólk eftir sem áður jafn­vel þótt það tap­aði á djörfum veð­málum með við­bót­ina. Slík breyt­ing myndi hafa ein­hver áhrif á íslenska verð­bréfa­mark­að­inn en þó tak­mörk­uð, m.a. vegna þess að við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­kerfið er miklu minna en sam­trygg­ing­ar­kerfið en einnig vegna þess að vænt­an­lega myndu margir, lík­lega flest­ir, hafa eign sína áfram í ein­hvers konar sjóðum frekar en stökum verð­bréf­um.

Mun erf­ið­ara væri að gera sam­bæri­legar breyt­ingar á almenna líf­eyr­is­kerf­inu, þ.e. leyfa ein­stak­lingum að velja hvaða eignir keyptar eru fyrir þeirra fram­lög og gefa þeim yfir­ráð yfir þeim, t.d. til að fara með atkvæð­is­rétt í hluta­fé­lög­um. Hér skiptir lyk­il­máli að þeir sjóðir byggja á sam­trygg­ingu. Þótt hver og einn eigi sín rétt­indi þá er ekki með góðu móti hægt að taka eignir sem til­heyra til­teknum sjóð­fé­laga út úr heild­ar­eigna­safni við­kom­andi sjóðs.

Það væri þó líka hægt að taka til­tekin skref í almenna líf­eyr­is­kerf­inu. Raunar væri til­tölu­lega ein­falt að auka vægi sér­eignar en draga úr vægi sam­trygg­ingar með því að hækka iðgjöld í fyrri flokk­inn og lækka á móti iðgjöld í þann síð­ari. Þá væri hægt að gefa hverjum og einum kost á að ráð­stafa sinni sér­eign. Slík breyt­ing hefði vita­skuld bæði kosti og galla.

Jafn­framt væri hugs­an­legt, þótt útfærslan yrði erf­ið, að gefa sjóð­fé­lögum kost á að hafa meira um það að segja hvernig eignir líf­eyr­is­sjóðs sem þeir greiða til eru ávaxtaðar og hvernig sjóð­irnir beita áhrifum sínum innan félaga sem þeir eiga hlut í. Það er svo annað mál að það er ekk­ert sér­stak­lega lík­legt að það myndi bæta árang­ur­inn í eigna­stýr­ing­unni.

Þá er fræði­lega ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að sjóð­fé­lagar sjálfir fari með atkvæð­is­rétt í félagi sem líf­eyr­is­sjóður á bréf í, frekar en að for­stöðu­menn sjóðs­ins fari með atkvæð­is­rétt­inn. Það yrði þó alltaf frekar erfitt í fram­kvæmd og kannski ekki mik­ill áhugi meðal sjóð­fé­laga á að nýta sér slíkan rétt. Tæk­ist það væri þó búið að koma því til leiðar að í hverju skráðu félagi á Íslandi gætu tugir þús­unda manna farið með atkvæð­is­rétt á hlut­hafa­fund­um.

Aðrar sam­eig­in­legar eignir

Fyrst hug­myndin um að gefa hluta­bréf í eigu rík­is­ins er komin fram er ekki óeðli­legt að skoða hvort ástæða sé til að beita sömu aðferð á ýmis­legt fleira. Flestar eigur ríkis og sveit­ar­fé­laga eru þó þess eðlis að þær hljóta að verða áfram í eigu opin­berra aðila nema grund­vall­ar­breyt­ingar verði á verka­skipt­ingu milli opin­bera geirans og einka­geirans eða farið verði í einka­fjár­mögnun opin­berra mann­virkja í stórum stíl. Það er fyrir utan efni þessa pistils. Hins vegar mætti beita þessu á ýmsa kvóta sem ríkið á í mesta basli með að úthluta svo að sómi sé að.

Fyrst mætti nefna inn­flutn­ings­kvóta á toll­frjálsum land­bún­að­ar­af­urð­um, þótt þar séu nú reyndar hags­mun­irnir frekar litlir í hinu stóra sam­hengi. Farin hefur verið sú leið að selja þá. Það þýðir í reynd að allt eins hefði verið hægt að leggja á toll því að sölu­verðið slagar hátt upp í toll­inn sem ekki er lagður á. Í þess stað mætti hugsa sér að hver Íslend­ingur fengi skömmt­un­ar­seðil frá land­stjórn­inni þar sem fram kæmi að hann ætti rétt á t.d. hálfu kílói af frönskum ostum án tolla. Svo mætti fara með seð­il­inn í næstu nýlendu­vöru­verslun og kaupa ost á vægu verði – nú eða fram­selja seð­il­inn ef við­tak­and­inn metur slíka osta lít­ils. Það eru auð­vitað for­dæmi fyrir þessu, Íslend­ingar fengu skömmt­un­ar­seðla fyrir margs konar nauð­þurftum við ýmis tæki­færi á síð­ustu öld.

Hafi ein­hverjum svelgst á við lestur þess­arar til­lögu er rétt að taka fram að hún er sett fram í hálf­kær­ingi og grein­ar­höf­undur telur engar líkur á að henni verði hrint í fram­kvæmd. Hún er engu að síður umhugs­un­ar­verð og dregur kannski fram hve afkára­legt það er að rík­is­valdið skuli hlut­ast til um það með ofur­tollum og kvótum hvort lands­menn borða frekar eina teg­und osta en aðra. Betri lausnir eru til á þessu við­fangs­efni, sú ein­faldasta að lækka veru­lega eða fella niður tolla á inn­flutn­ingi svona vara frekar en að skammta þær með kvótum sem ríkið sel­ur.

Sjáv­ar­út­vegur

Kvótar í sjáv­ar­út­vegi skipta miklu meira máli en kvótar í land­bún­aði. Þar er líka sá eðl­is­munur á að í sjáv­ar­út­vegi eru kvótar skyn­sam­leg lausn á mik­il­vægum vanda, þ.e. því hvernig hægt er að tryggja að veiðar gangi ekki of nærri fisk­stofn­um. Með vel útfærðu kvóta­kerfi er hægt að stuðla að sjálf­bærri nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.

Það er hins vegar engin ástæða til þess að gefa kvót­ana. Fyrir því eru hvorki hag­ræn rök né umhverf­is­rök. Þvert á móti stenst það enga skoðun að gefa sam­eig­in­lega eign þjóð­ar­innar til til­tölu­lega lít­ils hluta hennar (látum liggja milli hluta að skv. skiln­ingi ýmissra lög­fræð­inga getur þjóðin ekki átt neitt, það skiptir engu í þessu sam­hengi, fiski­miðin eru aug­ljós­lega sam­eig­in­leg eign lands­manna allra í þeim skiln­ingi sem flestir lands­menn leggja í hug­takið eign). Það er gert nú. Kvót­inn er afhentur end­ur­gjalds­laust og þeir sem þiggja hann geta hvort heldur nýtt hann sjálfir eða leigt eða selt frá sér og hirt afrakst­ur­inn sjálf­ir. Á móti kemur ein­ungis mála­mynda auð­linda­gjald sem er miklu lægra en verð­mæti gjaf­ar­inn­ar.

Á þessu eru tvær aug­ljósar lausnir sem báðar eru betri en núver­andi fyr­ir­komu­lag sem stenst engan veg­inn eðli­lega kröfu um jafn­rétti þegn­anna þegar kemur að úthlutun sam­eig­in­legra gæða. Fyrri lausnin er að ríkið selji sjálft eða leigi frá sér kvót­ana gegn gjaldi sem ræðst af eft­ir­spurn. Þá rynni afrakst­ur­inn af auð­lind­inni í sam­eig­in­lega sjóði og gæti verið nýttur þar lands­mönnum öllum til hags­bóta.

Nákvæm­lega hver nýt­ingin yrði er pólítísk spurn­ing. Til greina kemur í grófum dráttum að veita opin­bera þjón­ustu, lækka skatta eða greiða afrakst­ur­inn beint til þegn­anna, þar sem allir fá jafnt. Síð­asta leiðin er m.a. farin í Alaska fylki í Banda­ríkj­un­um. Þar fá íbúar á hverju ári ávísun frá fylk­is­stjórn­inni vegna hlut­deildar sinnar í hagn­aði af olíu­auð­lindum fylk­is­ins. Þessum þremur leiðum má svo auð­vitað blanda saman með ýmsum hætti.

Síð­ari lausnin er meira í anda hug­mynd­ar­innar um að senda lands­mönnum hluta­bréf í rík­is­fyr­ir­tækjum í pósti. Þá myndi ríkið senda sér­hverjum lands­manni sinn hlut í kvót­anum og fengju þá auð­vitað allir jafnt. Síðan gæti hver og einn tekið ákvörðun um hvort hann vill selja sinn hluta, leigja hann frá sér eða jafn­vel nýta hann sjálf­ur. Sjálf­sagt myndu flestir selja.

Vita­skuld þyrfti slík breyt­ing, hvort heldur er sala rík­is­ins á kvóta eða afhend­ing rík­is­ins til þegn­anna, að ger­ast á nokkrum tíma, t.d. ára­tug, til þess að þeir sem nú nýta kvót­ana hafi eðli­legt svig­rúm til að laga sig að breyttum aðstæð­um. Þannig væri t.d. hægt að afhenda þjóð­inni einn tíunda af kvót­anum á ári í tíu ár eða selja sama hlut­fall. Jafn­framt væri skyn­sam­legt að láta þá hverja úthlutun vera til tíu ára. Þannig væri hægt að koma á stöð­ug­leika í grein­inni og tryggja jafn­framt annað hvort til­tölu­lega stöðugar tekjur í rík­is­sjóð eða tekju­streymi til þegn­anna um alla fram­tíð. Afkoma sjáv­ar­út­vegs þegar til lengdar lætur yrði hins vegar svipuð og nú enda skiptir ekki máli fyrir grein­ina hvort hún kaupir eða leigir kvóta af rík­inu eða almenn­ingi frekar en aðilum sem hafa fengið kvóta úthlutað ein­hvern tíma í fyrnd­inni eða keypt af þeim sem fengu hann þá.

Hug­myndir af þessum toga eru ekki nýj­ar. Þær hafa margoft verið settar fram áður en aldrei verið hrint í fram­kvæmd, fyrst og fremst vegna mik­illar og harðrar and­stöðu þeirra sem hafa hag af því að auð­lind­arentan renni til þeirra, frekar en þjóð­ar­inn­ar. Það er þó engin ástæða til að ætla annað en að fyrr eða síðar verði betra kerfi komið á. Þá er auð­vitað betra að það ger­ist fyrr frekar en síð­ar. Það skiptir mun meira máli en hvort ríkið afhendir þjóð­inni ein­hvern hluta af eign sinni í einum eða tveimur bönk­um.

Höf­undur er doktor í hag­fræði frá Yale og dós­ent við Háskóla Íslands.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None