Fjárfestirinn af Wall Street mætir í Hvíta húsið

Donald J. Trump er orðinn 45. forseti Bandaríkjanna. Magnús Halldórsson fylgdist með sögulegum valdaskiptum í Bandaríkjunum frá Seattle.

Auglýsing

„Um leið og þyrlan tók á loft þá varð hann hluti af elít­unni í Was­hington DC.“ Þannig lýsti And­er­son Cooper, frétta­maður CNN, því þegar Don­ald J. Trump fór sína leið í þyrlu, eftir að Obama hjón­in, Barack og Michelle, höfðu kvatt hið póli­tíska svið eftir átta ára valda­tíma. Líkt og venja er í við valda­skiptin í Was­hington DC þá kemur her­inn við sögu og til­komu­miklar þyrlu­ferðir þeirra sem eru að taka við taumunum og gefa þá frá sér.

Fjár­festir­inn frá New York

Don­ald J. Trump, sjö­tugur fjár­festir frá New York, hefur tekið við sem 45. for­seti Banda­ríkj­anna, við um margt óvenju­legar aðstæð­ur. Eftir átta ára valda­tíma Baracks Obama er efna­hagur Banda­ríkj­anna á allt öðrum stað en hann var þegar Obama tók við, í jan­úar 2009.

Hag­töl­urnar eru góðar og bötn­uðu mikið í valda­tíð Obama. Atvinnu­leysi hefur lækkað niður fyrir 5 pró­sent, sköpun nýrra starfa hefur verið stöðug upp á við og nýsköp­un­ar­starfið í land­inu - ekki síst á aust­ur- og vest­ur­strönd­inni - blómstr­ar. Á öðrum svæð­um, meðal ann­ars í mið­ríkj­un­um, hafa verið miklir erf­ið­leik­ar. Í mörgum þeirra ríkja náði fram­boð Trump fót­festu og lagði grunn­inn að kosn­inga­sigri sínum með því að sigra ríki sem eitt sinn þóttu nær örugg ríki fyrir Demókrata.

Auglýsing

Krefj­andi staða þegar Obama tók við

Þegar Obama tók við var djúp fjár­málakreppa í Banda­ríkj­unum og um allan heim. Ekki þarf að fjöl­yrða um hvernig staðan var á Íslandi, en það er kannski hollt að minna á, að víða var hún miklu verri en á Íslandi. Á svæðum í Banda­ríkj­un­um, með mun fleiri íbúa en Ísland, var staðan hrein skelf­ing. Á mörg þétt­býl­is­svæðum í Ohio misstu tug­þús­undir húsin sín og skóla­starf lagð­ist nær alveg af. Sam­fé­lögin voru nær eyðilögð. Sum þeirra hafa aldrei náð sér, svo dæmi sé tek­ið.

Kreppan átti ekki síst rætur sínar á heima­slóðum Trumps, í orðs­ins fyllstu merk­ingu. Efstu hæðum í háhýsum bank­anna sem oft­ast eru kenndir við Wall Street. Þar sem Trump hefur alið mann­inn alla sína tíð og myndað þar tengsl sín í banda­rísku efna­hags­lífi, eftir að hafa tekið við silf­ur­skeið­inni og fjöl­skyldu­auðnum frá for­eldrum sín­um.

Hags­muna­á­rekst­ur?

Eignir Trumps voru metnar á 3,7 millj­arða Banda­ríkja­dala af For­bes í byrjun árs­ins, en hann hefur sagt að hann muni koma eign­unum til barna sinna. Engin skjöl hafa þó verið lögð fram um það en Trump hefur þó stað­fest upp­lýs­ingar um að hann og félög hans skuldir bönkum á Wall Street mörg hund­ruð millj­ónir Banda­ríkja­dala. „Þetta eru frá­bær fyr­ir­tæki“ sagði Trump þegar hann tjáði sig um þetta í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Tón­list, dans og gleði

Hans nán­ustu banda­menn nú eru meðal ann­ars fyrr­ver­andi banka­menn Gold­man Sachs og síðan fólk sem hefur verið umdeilt árum saman fyrir öfga­fullar skoð­an­ir. Má sér­stak­lega nefna nýjan dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna í því sam­hengi, Jeff Sessions frá Alama­bama. Hann hefur þótt van­hæfur til að dæma í málum sökum kyn­þátta­form­dóma. Mike Pence, vara­for­set­inn sjálf­ur, trúir ekki á þró­un­ar­kenn­ing­una og sam­þykkir ekki sam­kyn­hneigð. Í gær var hann minntur á þetta þegar sam­fé­lag sam­kyn­hneigðra í heima­borg hans Indi­ana sló upp partýi beint fyrir framan húsið hans. Tón­list, dans, og gleði fram eftir öllu.Trúð­ur?

Þar sem ég bý, í Kirland í útjaðri Seatt­le, er óhætt að segja að það sé almenn mikil óánægja með þá stöðu sem komin er upp á hinu póli­tíska sviði í Banda­ríkj­un­um. Trump er óvin­sæll hér og það sama má segja um nágranna­ríkin á vest­ur­strönd­inni, Kali­forníu og Oregon. Á þessu fimm­tíu millj­óna svæði hefur efna­hag­ur­inn blómstrað síð­ustu ár, víð­ast hvar, og má ekki síst þakka það miklum upp­gangi tækni­fyr­ir­tækja. Vöxtur þeirra hefur meðal ann­ars byggt á opinni inn­flytj­enda­stefnu. Tal Trumps og nán­ustu banda­manna hans, þar sem talað er gegn inn­flytj­end­um, hefur farið illa í helstu for­svars­menn þeirra fyr­ir­tækja sem starfa á svæð­inu, og lét Jeff Bezos, for­stjóri og stofn­andi Amazon, meðal ann­ars þau orð falla að Trump gæti fengið far með geim­flaug Blue Orig­in, fyr­ir­tæk­is­ins hans. „En aðeins aðra leið,“ bætti hann við. 

Leik­sýn­ing og sam­fé­lags­miðlar

En þetta var í kosn­inga­bar­átt­unni milli Trump og Hill­ary Clint­on. Hún var eig­in­lega eins og leik­sýn­ing, eftir á að hyggja. Sam­fé­lags­miðlar - sem eru orðnir gíf­ur­lega áhrifa­miklar í opin­berri umræðu - buðu upp á rús­sí­ban­areið sem ekki á sér nein for­dæmi í sög­unni. Orðin sem fram­bjóð­endur - og þá einkum og sér í lagi Don­ald Trump - not­aði voru oft með ólík­ind­um. Meðal ann­ars þegar hann sagð­ist ætla að láta sak­sækja Hill­ary og „læsa hana inn­i“. Sam­fé­lags­miðlar tóku svo við kefl­in­u. 

Þetta er eitt af því sem situr í fólki sem ég tala við. Ind­verji á efri hæð­inni hjá mér orð­aði þetta ágæt­lega við mig um dag­inn. „Trúður í Hvíta hús­inu? Það verður eitt­hvað,“.

Allt óljóst

En hvað ger­ist? Hvað er framund­an? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Trump hefur lofað því að skapa störf í mið­ríkjum Banda­ríkj­anna. Hann hefur líka lofað því að end­ur­semja um alþjóða­samn­inga við stór­þjóð­ir. Hann hefur lofað því að skatt­leggja bíla sem koma frá Mexíkó, sam­hliða því að reisa stóran vegg á landa­mærum land­anna. En það vantar smá­at­rið­in, sem alltaf eru aðal­at­rið­in. Útfærslur liggja ekki fyr­ir. Aðferða­fræðin er óljós. Orðin eru stór og reyndar algjör­lega inni­halds­laus oft á tíð­u­m. 

Veru­leik­inn er flók­inn og það verður að telj­ast grát­bros­legt að boða stór­kost­legan flutn­ing á gam­al­dags­verk­smiðju­störf­um, þvert ofan í ein­hverjar mestu tækni­breyt­ingar sem heim­ur­inn hefur nokkru sinni séð sem munu öðru fremur eyða þessum störfum hratt og örugg­lega. Leið­togar þess­arar þró­unar eru banda­rísk fyr­ir­tæki. Þver­sögnin verður ekki mikið aug­ljós­ari.Hver verða mórölsku skila­boð­in?

Það eru ekki síst mórölsku skila­boðin á alþjóða­vísu sem valda manni áhyggj­um. For­seti Banda­ríkj­anna er valda­mesti stjórn­mála­maður heims, hvað sem öðru líð­ur, og fer með yfir­manns­vald í lang­sam­lega stærsta her heims. Stefnan hans er óljós. Í bók hans, Time To Get Tough, Make Amer­ica Great Aga­in! boðar hann afar her­skáa stefnu þar sem grund­vall­ar­at­riðið er að eiga frum­kvæði að átökum og „gjör­eyða“ alltaf and­stæð­ingn­um. Þetta hræð­ir, en eins og alltaf þegar Trump er ann­ars vegar þá er aldrei nein dýpt í því sem hann seg­ir. En frá og með núna, þegar hann hefur tekið við stjórn­ar­taumun­um, eru frasarnir hans orðnir stefnu­mark­andi. Þeim fylgir nú alvara. Vald. 

Það er ekk­ert annað í boði en að taka Don­ald Trump alvar­lega og vona að heim­ur­inn haldi áfram að batna. Þrátt fyrir oft mikla böl­sýni þá má ekki gleyma því að þannig hefur þró­unin verið und­an­farin ár og ára­tugi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None