Fjárfestirinn af Wall Street mætir í Hvíta húsið

Donald J. Trump er orðinn 45. forseti Bandaríkjanna. Magnús Halldórsson fylgdist með sögulegum valdaskiptum í Bandaríkjunum frá Seattle.

Auglýsing

„Um leið og þyrlan tók á loft þá varð hann hluti af elítunni í Washington DC.“ Þannig lýsti Anderson Cooper, fréttamaður CNN, því þegar Donald J. Trump fór sína leið í þyrlu, eftir að Obama hjónin, Barack og Michelle, höfðu kvatt hið pólitíska svið eftir átta ára valdatíma. Líkt og venja er í við valdaskiptin í Washington DC þá kemur herinn við sögu og tilkomumiklar þyrluferðir þeirra sem eru að taka við taumunum og gefa þá frá sér.

Fjárfestirinn frá New York

Donald J. Trump, sjötugur fjárfestir frá New York, hefur tekið við sem 45. forseti Bandaríkjanna, við um margt óvenjulegar aðstæður. Eftir átta ára valdatíma Baracks Obama er efnahagur Bandaríkjanna á allt öðrum stað en hann var þegar Obama tók við, í janúar 2009.

Hagtölurnar eru góðar og bötnuðu mikið í valdatíð Obama. Atvinnuleysi hefur lækkað niður fyrir 5 prósent, sköpun nýrra starfa hefur verið stöðug upp á við og nýsköpunarstarfið í landinu - ekki síst á austur- og vesturströndinni - blómstrar. Á öðrum svæðum, meðal annars í miðríkjunum, hafa verið miklir erfiðleikar. Í mörgum þeirra ríkja náði framboð Trump fótfestu og lagði grunninn að kosningasigri sínum með því að sigra ríki sem eitt sinn þóttu nær örugg ríki fyrir Demókrata.

Auglýsing

Krefjandi staða þegar Obama tók við

Þegar Obama tók við var djúp fjármálakreppa í Bandaríkjunum og um allan heim. Ekki þarf að fjölyrða um hvernig staðan var á Íslandi, en það er kannski hollt að minna á, að víða var hún miklu verri en á Íslandi. Á svæðum í Bandaríkjunum, með mun fleiri íbúa en Ísland, var staðan hrein skelfing. Á mörg þéttbýlissvæðum í Ohio misstu tugþúsundir húsin sín og skólastarf lagðist nær alveg af. Samfélögin voru nær eyðilögð. Sum þeirra hafa aldrei náð sér, svo dæmi sé tekið.

Kreppan átti ekki síst rætur sínar á heimaslóðum Trumps, í orðsins fyllstu merkingu. Efstu hæðum í háhýsum bankanna sem oftast eru kenndir við Wall Street. Þar sem Trump hefur alið manninn alla sína tíð og myndað þar tengsl sín í bandarísku efnahagslífi, eftir að hafa tekið við silfurskeiðinni og fjölskylduauðnum frá foreldrum sínum.

Hagsmunaárekstur?

Eignir Trumps voru metnar á 3,7 milljarða Bandaríkjadala af Forbes í byrjun ársins, en hann hefur sagt að hann muni koma eignunum til barna sinna. Engin skjöl hafa þó verið lögð fram um það en Trump hefur þó staðfest upplýsingar um að hann og félög hans skuldir bönkum á Wall Street mörg hundruð milljónir Bandaríkjadala. „Þetta eru frábær fyrirtæki“ sagði Trump þegar hann tjáði sig um þetta í desember síðastliðnum.

Tónlist, dans og gleði

Hans nánustu bandamenn nú eru meðal annars fyrrverandi bankamenn Goldman Sachs og síðan fólk sem hefur verið umdeilt árum saman fyrir öfgafullar skoðanir. Má sérstaklega nefna nýjan dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í því samhengi, Jeff Sessions frá Alamabama. Hann hefur þótt vanhæfur til að dæma í málum sökum kynþáttaformdóma. Mike Pence, varaforsetinn sjálfur, trúir ekki á þróunarkenninguna og samþykkir ekki samkynhneigð. Í gær var hann minntur á þetta þegar samfélag samkynhneigðra í heimaborg hans Indiana sló upp partýi beint fyrir framan húsið hans. Tónlist, dans, og gleði fram eftir öllu.


Trúður?

Þar sem ég bý, í Kirland í útjaðri Seattle, er óhætt að segja að það sé almenn mikil óánægja með þá stöðu sem komin er upp á hinu pólitíska sviði í Bandaríkjunum. Trump er óvinsæll hér og það sama má segja um nágrannaríkin á vesturströndinni, Kaliforníu og Oregon. Á þessu fimmtíu milljóna svæði hefur efnahagurinn blómstrað síðustu ár, víðast hvar, og má ekki síst þakka það miklum uppgangi tæknifyrirtækja. Vöxtur þeirra hefur meðal annars byggt á opinni innflytjendastefnu. Tal Trumps og nánustu bandamanna hans, þar sem talað er gegn innflytjendum, hefur farið illa í helstu forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem starfa á svæðinu, og lét Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon, meðal annars þau orð falla að Trump gæti fengið far með geimflaug Blue Origin, fyrirtækisins hans. „En aðeins aðra leið,“ bætti hann við. 

Leiksýning og samfélagsmiðlar

En þetta var í kosningabaráttunni milli Trump og Hillary Clinton. Hún var eiginlega eins og leiksýning, eftir á að hyggja. Samfélagsmiðlar - sem eru orðnir gífurlega áhrifamiklar í opinberri umræðu - buðu upp á rússíbanareið sem ekki á sér nein fordæmi í sögunni. Orðin sem frambjóðendur - og þá einkum og sér í lagi Donald Trump - notaði voru oft með ólíkindum. Meðal annars þegar hann sagðist ætla að láta saksækja Hillary og „læsa hana inni“. Samfélagsmiðlar tóku svo við keflinu. 

Þetta er eitt af því sem situr í fólki sem ég tala við. Indverji á efri hæðinni hjá mér orðaði þetta ágætlega við mig um daginn. „Trúður í Hvíta húsinu? Það verður eitthvað,“.

Allt óljóst

En hvað gerist? Hvað er framundan? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Trump hefur lofað því að skapa störf í miðríkjum Bandaríkjanna. Hann hefur líka lofað því að endursemja um alþjóðasamninga við stórþjóðir. Hann hefur lofað því að skattleggja bíla sem koma frá Mexíkó, samhliða því að reisa stóran vegg á landamærum landanna. En það vantar smáatriðin, sem alltaf eru aðalatriðin. Útfærslur liggja ekki fyrir. Aðferðafræðin er óljós. Orðin eru stór og reyndar algjörlega innihaldslaus oft á tíðum. 

Veruleikinn er flókinn og það verður að teljast grátbroslegt að boða stórkostlegan flutning á gamaldagsverksmiðjustörfum, þvert ofan í einhverjar mestu tæknibreytingar sem heimurinn hefur nokkru sinni séð sem munu öðru fremur eyða þessum störfum hratt og örugglega. Leiðtogar þessarar þróunar eru bandarísk fyrirtæki. Þversögnin verður ekki mikið augljósari.


Hver verða mórölsku skilaboðin?

Það eru ekki síst mórölsku skilaboðin á alþjóðavísu sem valda manni áhyggjum. Forseti Bandaríkjanna er valdamesti stjórnmálamaður heims, hvað sem öðru líður, og fer með yfirmannsvald í langsamlega stærsta her heims. Stefnan hans er óljós. Í bók hans, Time To Get Tough, Make America Great Again! boðar hann afar herskáa stefnu þar sem grundvallaratriðið er að eiga frumkvæði að átökum og „gjöreyða“ alltaf andstæðingnum. Þetta hræðir, en eins og alltaf þegar Trump er annars vegar þá er aldrei nein dýpt í því sem hann segir. En frá og með núna, þegar hann hefur tekið við stjórnartaumunum, eru frasarnir hans orðnir stefnumarkandi. Þeim fylgir nú alvara. Vald. 

Það er ekkert annað í boði en að taka Donald Trump alvarlega og vona að heimurinn haldi áfram að batna. Þrátt fyrir oft mikla bölsýni þá má ekki gleyma því að þannig hefur þróunin verið undanfarin ár og áratugi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None