Fjárfestirinn af Wall Street mætir í Hvíta húsið

Donald J. Trump er orðinn 45. forseti Bandaríkjanna. Magnús Halldórsson fylgdist með sögulegum valdaskiptum í Bandaríkjunum frá Seattle.

Auglýsing

„Um leið og þyrlan tók á loft þá varð hann hluti af elít­unni í Was­hington DC.“ Þannig lýsti And­er­son Cooper, frétta­maður CNN, því þegar Don­ald J. Trump fór sína leið í þyrlu, eftir að Obama hjón­in, Barack og Michelle, höfðu kvatt hið póli­tíska svið eftir átta ára valda­tíma. Líkt og venja er í við valda­skiptin í Was­hington DC þá kemur her­inn við sögu og til­komu­miklar þyrlu­ferðir þeirra sem eru að taka við taumunum og gefa þá frá sér.

Fjár­festir­inn frá New York

Don­ald J. Trump, sjö­tugur fjár­festir frá New York, hefur tekið við sem 45. for­seti Banda­ríkj­anna, við um margt óvenju­legar aðstæð­ur. Eftir átta ára valda­tíma Baracks Obama er efna­hagur Banda­ríkj­anna á allt öðrum stað en hann var þegar Obama tók við, í jan­úar 2009.

Hag­töl­urnar eru góðar og bötn­uðu mikið í valda­tíð Obama. Atvinnu­leysi hefur lækkað niður fyrir 5 pró­sent, sköpun nýrra starfa hefur verið stöðug upp á við og nýsköp­un­ar­starfið í land­inu - ekki síst á aust­ur- og vest­ur­strönd­inni - blómstr­ar. Á öðrum svæð­um, meðal ann­ars í mið­ríkj­un­um, hafa verið miklir erf­ið­leik­ar. Í mörgum þeirra ríkja náði fram­boð Trump fót­festu og lagði grunn­inn að kosn­inga­sigri sínum með því að sigra ríki sem eitt sinn þóttu nær örugg ríki fyrir Demókrata.

Auglýsing

Krefj­andi staða þegar Obama tók við

Þegar Obama tók við var djúp fjár­málakreppa í Banda­ríkj­unum og um allan heim. Ekki þarf að fjöl­yrða um hvernig staðan var á Íslandi, en það er kannski hollt að minna á, að víða var hún miklu verri en á Íslandi. Á svæðum í Banda­ríkj­un­um, með mun fleiri íbúa en Ísland, var staðan hrein skelf­ing. Á mörg þétt­býl­is­svæðum í Ohio misstu tug­þús­undir húsin sín og skóla­starf lagð­ist nær alveg af. Sam­fé­lögin voru nær eyðilögð. Sum þeirra hafa aldrei náð sér, svo dæmi sé tek­ið.

Kreppan átti ekki síst rætur sínar á heima­slóðum Trumps, í orðs­ins fyllstu merk­ingu. Efstu hæðum í háhýsum bank­anna sem oft­ast eru kenndir við Wall Street. Þar sem Trump hefur alið mann­inn alla sína tíð og myndað þar tengsl sín í banda­rísku efna­hags­lífi, eftir að hafa tekið við silf­ur­skeið­inni og fjöl­skyldu­auðnum frá for­eldrum sín­um.

Hags­muna­á­rekst­ur?

Eignir Trumps voru metnar á 3,7 millj­arða Banda­ríkja­dala af For­bes í byrjun árs­ins, en hann hefur sagt að hann muni koma eign­unum til barna sinna. Engin skjöl hafa þó verið lögð fram um það en Trump hefur þó stað­fest upp­lýs­ingar um að hann og félög hans skuldir bönkum á Wall Street mörg hund­ruð millj­ónir Banda­ríkja­dala. „Þetta eru frá­bær fyr­ir­tæki“ sagði Trump þegar hann tjáði sig um þetta í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Tón­list, dans og gleði

Hans nán­ustu banda­menn nú eru meðal ann­ars fyrr­ver­andi banka­menn Gold­man Sachs og síðan fólk sem hefur verið umdeilt árum saman fyrir öfga­fullar skoð­an­ir. Má sér­stak­lega nefna nýjan dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna í því sam­hengi, Jeff Sessions frá Alama­bama. Hann hefur þótt van­hæfur til að dæma í málum sökum kyn­þátta­form­dóma. Mike Pence, vara­for­set­inn sjálf­ur, trúir ekki á þró­un­ar­kenn­ing­una og sam­þykkir ekki sam­kyn­hneigð. Í gær var hann minntur á þetta þegar sam­fé­lag sam­kyn­hneigðra í heima­borg hans Indi­ana sló upp partýi beint fyrir framan húsið hans. Tón­list, dans, og gleði fram eftir öllu.Trúð­ur?

Þar sem ég bý, í Kirland í útjaðri Seatt­le, er óhætt að segja að það sé almenn mikil óánægja með þá stöðu sem komin er upp á hinu póli­tíska sviði í Banda­ríkj­un­um. Trump er óvin­sæll hér og það sama má segja um nágranna­ríkin á vest­ur­strönd­inni, Kali­forníu og Oregon. Á þessu fimm­tíu millj­óna svæði hefur efna­hag­ur­inn blómstrað síð­ustu ár, víð­ast hvar, og má ekki síst þakka það miklum upp­gangi tækni­fyr­ir­tækja. Vöxtur þeirra hefur meðal ann­ars byggt á opinni inn­flytj­enda­stefnu. Tal Trumps og nán­ustu banda­manna hans, þar sem talað er gegn inn­flytj­end­um, hefur farið illa í helstu for­svars­menn þeirra fyr­ir­tækja sem starfa á svæð­inu, og lét Jeff Bezos, for­stjóri og stofn­andi Amazon, meðal ann­ars þau orð falla að Trump gæti fengið far með geim­flaug Blue Orig­in, fyr­ir­tæk­is­ins hans. „En aðeins aðra leið,“ bætti hann við. 

Leik­sýn­ing og sam­fé­lags­miðlar

En þetta var í kosn­inga­bar­átt­unni milli Trump og Hill­ary Clint­on. Hún var eig­in­lega eins og leik­sýn­ing, eftir á að hyggja. Sam­fé­lags­miðlar - sem eru orðnir gíf­ur­lega áhrifa­miklar í opin­berri umræðu - buðu upp á rús­sí­ban­areið sem ekki á sér nein for­dæmi í sög­unni. Orðin sem fram­bjóð­endur - og þá einkum og sér í lagi Don­ald Trump - not­aði voru oft með ólík­ind­um. Meðal ann­ars þegar hann sagð­ist ætla að láta sak­sækja Hill­ary og „læsa hana inn­i“. Sam­fé­lags­miðlar tóku svo við kefl­in­u. 

Þetta er eitt af því sem situr í fólki sem ég tala við. Ind­verji á efri hæð­inni hjá mér orð­aði þetta ágæt­lega við mig um dag­inn. „Trúður í Hvíta hús­inu? Það verður eitt­hvað,“.

Allt óljóst

En hvað ger­ist? Hvað er framund­an? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Trump hefur lofað því að skapa störf í mið­ríkjum Banda­ríkj­anna. Hann hefur líka lofað því að end­ur­semja um alþjóða­samn­inga við stór­þjóð­ir. Hann hefur lofað því að skatt­leggja bíla sem koma frá Mexíkó, sam­hliða því að reisa stóran vegg á landa­mærum land­anna. En það vantar smá­at­rið­in, sem alltaf eru aðal­at­rið­in. Útfærslur liggja ekki fyr­ir. Aðferða­fræðin er óljós. Orðin eru stór og reyndar algjör­lega inni­halds­laus oft á tíð­u­m. 

Veru­leik­inn er flók­inn og það verður að telj­ast grát­bros­legt að boða stór­kost­legan flutn­ing á gam­al­dags­verk­smiðju­störf­um, þvert ofan í ein­hverjar mestu tækni­breyt­ingar sem heim­ur­inn hefur nokkru sinni séð sem munu öðru fremur eyða þessum störfum hratt og örugg­lega. Leið­togar þess­arar þró­unar eru banda­rísk fyr­ir­tæki. Þver­sögnin verður ekki mikið aug­ljós­ari.Hver verða mórölsku skila­boð­in?

Það eru ekki síst mórölsku skila­boðin á alþjóða­vísu sem valda manni áhyggj­um. For­seti Banda­ríkj­anna er valda­mesti stjórn­mála­maður heims, hvað sem öðru líð­ur, og fer með yfir­manns­vald í lang­sam­lega stærsta her heims. Stefnan hans er óljós. Í bók hans, Time To Get Tough, Make Amer­ica Great Aga­in! boðar hann afar her­skáa stefnu þar sem grund­vall­ar­at­riðið er að eiga frum­kvæði að átökum og „gjör­eyða“ alltaf and­stæð­ingn­um. Þetta hræð­ir, en eins og alltaf þegar Trump er ann­ars vegar þá er aldrei nein dýpt í því sem hann seg­ir. En frá og með núna, þegar hann hefur tekið við stjórn­ar­taumun­um, eru frasarnir hans orðnir stefnu­mark­andi. Þeim fylgir nú alvara. Vald. 

Það er ekk­ert annað í boði en að taka Don­ald Trump alvar­lega og vona að heim­ur­inn haldi áfram að batna. Þrátt fyrir oft mikla böl­sýni þá má ekki gleyma því að þannig hefur þró­unin verið und­an­farin ár og ára­tugi.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None